Morgunblaðið - 28.08.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 15
VIÐSKIPTI
6% veltuaukning hjá Lyfjaverslun íslands fyrstu 6 mánuðina
Hagnaðurnam 27
milljónum króna
HAGNAÐUR Lyfjaverslunar Islands
hf. nam tæpum 27 milljónum króna
á fyrri helmingi ársins og minnkaði
hann um rúm 13% miðað við sama
tímabil í fyrra. Velta fyrirtækisins
nam tæpum 600 milljónum króna
og er það 5,7% aukning miðað við
sama tímabil í fyrra. Helstu lykiltöl-
ur úr milliuppgjöri félagsins eru
sýndar á meðfylgjandi töflu.
Lyflaverslunin starfrækir lyfja-
verksmiðju og heildsölu og störfuðu
að jafnaði 84 menn hjá fyrirtækinu
á fyrri hluta ársins. Helsta ástæðan
fyrir minni hagnaði er sú að á síð-
asta ári hafði Lyíjaverslunin tölu-
verðar tekjur af stóru verkefni í Lit-
háen en nú er því lokið að sögn
Þórs Sigþórssonar, forstjóra fyrir-
tækisins. Verkefnið fól í sér sölu á
tækniþekkingu og stóð Lyfjaversl-
unin að stofnun lyfjafyrirtækisins
Ilsanta UAB þar eystra og seldi því
tækniþekkingu og gögn vegna öfl-
unar markaðsleyfa. „Við eigum 32%
hlut í Ilsanta og tók það til starfa
í nóvember sl. Framleiðslan hefur
gengið vel og hefur Ilsanta nú þegar
hafið sölu á lyíjum í Eystrasaltslönd-
unum þremur, Eistlandi, Lettlandi
og Litháen og Hvíta Rússlandi. Um
miðjan júlí fékk fyrirtækið síðan
markaðsleyfi fyrir lyf sín í Rúss-
landi,“ segir Þór.
Rekstrarvandi sjúkrahúsa
hefur áhrif
Veltufé frá rekstri nemur 53
milljónum króna. Er það um tveggja
milljóna króna hækkun frá sama
tímabili í fyrra en handbært fé fyrir-
tækisins frá rekstri er neikvætt um
rúmar sjö milljónir króna og er skýr-
ingin á því sú að útistandandi kröf-
ur þess hafa hækkað vegna rekstr-
arvanda sjúkrahúsa að sögn Þórs.
„Sjúkrahúsin eru helstu viðskipta-
vinir okkar eins og gefur að skilja
og þau hafa aukið skuldir sínar við
okkur. Skammtímakröfur fyrirtæk-
isins jukust þannig um 33 milljónir
króna fyrstu sex mánuði ársins
samanborið við sama tímabil í
fyrra.“
Þegar á heildina er litið segist Þór
vera sáttur við niðurstöðu milliupp-
gjörsins enda hafi tekjur fyrirtækis-
in_s af reglulegri starfsemi aukist.
„Útkoman er í samræmi við rekstr-
aráætlanir og ég geri ráð fyrir held-
ur betri afkomu á seinni árshelm-
ingi. Tekjur vegna útflutnings frjó-
semishormóna til Evrópulanda skila
sér á seinni árshelmingi en þær eru
unnar úr blóði fylfullra hryssa. Auk
reglulegrar starfsemi leggjum við
áfram mikla áherslu á að auka út-
flutning enn frekar, t.d. með því að
skrá lyf fyrirtækisins á Evrópumark-
að en sú vinna er tímafrek.
Eigið fé Lyfjaverslunarinnar er
nú 504 milljónir króna og hlutfall
eigin fjár 52%. Arðsemi eigin ijár
var tæp 11% á fyrri árshelmingi.
í gær var gengi hlutabréfa í Lyfja-
verslun íslands skráð 3,20 á Verð-
bréfaþingi og nemur hækkunin 31%
frá áramótum.
Bankaeftirlit Seðlabankans
* _
Skráning SIF-bréfanna
ekki í samræmi við lög
BANKAEFTIRLIT Seðlabanka Is-
lands hefur svarað fyrirspurn Fjár-
festingarfélagsins Skandia hf. og
Verðbréfamarkaðar íslandsbanka
(VÍB) um lögmæti þess hvernig
verðbréfafyrirtækin stóðu að skrán-
ingu hlutabréfaeignar Eimskips í
SIF og kemst að þeirri niðurstöðu
að skráning hlutabréfanna, eins og
hún var upphaflega hafi ekki verið
í samræmi við ákvæði laga um hluta-
félög. Vísar bankaeftirlitið, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
til 30. greinar laga um hlutafélög.
Verðbréfafyrirtækin komu með
fyrirspurn sína í kjölfar bréfs, sem
þau fengu frá Verðbréfaþingi, þar
sem sagði að starfshættir þeirra við
skráninguna hefðu brotið í bága við
lög. Fyrirtækin óskuðu jafnframt
eftir áliti Bankaeftirlitsins á því
hvort framkvæmdastjóri Verðbréfa-
þingsins hefði gerst sekur um trún-
aðarbrest er hann sendi afrit af
umræddu bréfi til SÍF og Lands-
bréfa, sem önnuðust hlutaíjárútboð
fyrir SÍF. Bankaeftirlitið kemst að
þeirri niðurstöðu að framkvæmda-
stjóranum hafi ekki verið heimilt að
senda símbréfið með athugasemdum
Verðbréfaþings til allra þeirra aðila,
sem það var sent.
í 4. málsgrein þrítugustu grein
laga um hlutafélög segir: „Verði eig-
endaskipti að hlut og ákvæði 22. og
23. greinar [sem fjalla um forkaups-
rétt og leyfilegar hömlur á meðferð
hlutabréfa] eru þeim ekki til fyrir-
stöðu skal nafn hins nýja hluthafa
fært í hlutaskrána þegar hann eða
löglegur umboðsmaður hans tilkynn-
ir eigendaskiptin og færir sönnur á
þau. Enn fremur skal geta eigenda-
skipta- og skráningardags."
Forstöðumaður Verðbréfaþings
átti að mati bankaeftirlitsins að
tvískipta efni símbréfsins sem hann
sendi til fjögurra aðila á sínum tíma,
þ._e. VÍB, Skandia, Landsbréf og
SÍF. Kemst bankaeftirlitið að þeirri
niðurstöðu að bréfið í heild sinni
hafi aðeins átt erindi til þeirra aðila
sem málið varðaði, þ.e.a.s. Skandia
og VÍB. Ákveðin atriði bréfsins
hafi ekki átt erindi til Landsbréfa
og SÍF.
Morgunblaðið leitaði í gær eftir
viðbrögðum frá Skandia og VÍB
vegna bréfs bankaeftirlitsins. Bryn-
hildur Sverrisdóttir, framkvæmda-
stjóri Skandia, staðfesti að hún hefði
fengið svar, sem hún væri mjög
ánægð með en vildi ekki tjá sig um
málið að öðru leyti. Sigurður B. Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri VÍB, vildi
ekkert tjá sig um málið.
Ekki náðist í Stefán Halldórsson,
framkvæmdastjóra Verðbréfaþings,
vegna málsins.
Brezka verðbréfaeftirlitið
Fyrrum yfirmönnum
Barings-banka refsað
London. Reuter.
Vaxtamunur
eykst á ný
VAXTAMUNUR á milli íslands
og útlanda hefur aukist á nýjan
leik undanfarna daga í kjölfar
vaxtahækkana hér á landi sam-
hliða vaxtalækkunum í helstu við-
skiptalöndum. Hefur vaxtamunur-
inn ekki verið jafnmikill síðan í
apríl, að því er fram kemur í Gjald-
eyrísmálum sem Ráðgjöf og efna-
hagsspár gefa út.
Síðastliðinn vetur jókst vaxta-
munurinn nokkuð vegna út-
streymis á gjaldeyri en ástæðurn-
ar fyrir vaxtahækkunum nú eru
taldar fyrirbyggjandi vegna
þensluhættu. Ekki er þó talið víst
að vaxtamunur verði jafnmikill
og sl. vetur því fremur er búist
við hækkandi vöxtum í helstu iðn-
ríkjunum.
Nú munar um 1% á þriggja
mánaða vöxtum hér á landi og
Líbor-vöxtum í Bandaríkjunum og
í Bretlandi en munurinn er enn
meiri á vöxtum hér og í Þýska-
landi eða rúm 3%.
BREZKA verðbréfaeftirlitið SFA
(Securíties and Futures Authoríty),
kvað í gær upp refsidóma yfir þrem-
ur fyri’verandi yfirmönnum Barings-
banka, fjárfestingabankans sem lenti
í gjaldþroti í febrúar í fyrra eftir að
spákaupmennska eins starfsmanns
bankans endaði illa og steypti honum
í milljarðaskuldir.
SFA gefur út leyfi til starfsemi á
verðbréfa- og fjármálamarkaði
Lundúna og hefur orðið fyrir vax-
andi gagnrýni fyrir ógagnsæ vinnu-
brögð og hafa gagnrýnendur kallað
á endurskoðun vinnureglna stofnun-
arinnar.
Einkum hefur SFA verið gagnrýnt
fyrir að taka æðstu stjórnendur Bar-
ings-bankans mjúkum höndum. Er
SFA hóf rannsókn á meintum mis-
gjörðum ókunns fjölda yfirmanna
Barings-banka í mars sl., sögðu tals-
menn þess að aðalbankastjórinn Pet-
er Baring og staðgengill hans
Andrew Tuckey bæru ekki ábyrgð á
því hvernig fór fyrir bankanum. Þeir
voru aðeins beðnir að halda sig fram-
vegis fjarri háum stjórnunarstöðum
í fjármálaviðskiptaheiminum. Gagn-
rýnendur undruðust hvernig æðstu
stjórnendur bankans gætu firrt sig
ábyrgð á gjaldþroti bankans. Jafn-
framt olli það gremju að aðrir úr
röðum yfirmanna bankans, sem
rannsókn beindist gegn, skyldu ekki
nefndir opinberlega. Samkvæmt nú-
gildandi vinnureglum SFA má aðeins
gefa upp nöfn þeirra sem miðlað er
gegn eftir að þeir eru dæmdir sekir.
Barings-stjórnendurnir þrír, sem í
gær voru fundnir sekir um að bera
ábyrgð á afdrifaríkum mistökum í
starfí, voru George Maclean, yfir-
maður bankasamsteypu Baring fjár-
festingabankans, Anthony Hawes,
Qármálastjóri samsteypunnar og
Anthony Gamby, sem var yfir skuld-
alúkningadeild bankans.
Lyfjaverslun íslands hf. í ' Úr milliuppgjöri 1996 Cc* ‘ cj C? J Jan.-júm Jan.-júni
| Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 598 566 +5,7%
Rekstrarpjöld 566 532 +6,4%
Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 32 34 -5,9%
Fjármagnsgjöld (3,7)
Reiknaðir skattar 1.2 3.5 -65.7%
Hagnaður tímabilsins 27 31 -12,9%
Handbært fé (til rekstrar) frá rekstri (7,4) 43,1 -117,2%
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '96 30/6 '95 Breyting
1 Eignir: |
Veltufjármunir 555 532 +4,3%
Fastafjármunir 423 406 +4,2%
Eignir samtals 978 938 +4,3%
| Skuldir og eigiO fé: \
Skammtímaskuldir 317 273 +16,1%
Langtímaskuldir 156 168 ■7,1%
Eigið fé 504 496 +1,6%
Kennitölur 1996 1995
Eiginfjárhlutfall 52% 53%
Veltufjárhlutfall 1,75 1,95
Veltufé frá rekstri Milijónir króna 53 51 +3,9%
ákostakiörum
31dagur 39.365 kr.
Jxjs Caclus 6. nóv. 31 dagur
39.365 k.
Verð irá aðeiiisgjg£gjí|j|3á niauu m.v. 2 fullorðna
og tvö böm á Los Cactus, ef greitt er fyrir 20. sept.
Ef greittereftir 20.sept. 46.865 kr.ámann,
m.v. 2 fullorðna ogtvöböm.
Jardin Iil Atlantico 6. nóv. 31 dagur
62.300 kr
Verðfrá aðerns RIEflSltHIini á mann m.v. 2 fullorðna
á Jardin E1 Atlantico í 31 dag, ef greitt er fyrir 20. sepL
Ef greittereftir 20.sept. 72.300 kr.
á mann m.v. 2 fullorðna.
Uis Camclias 7. desember, 14 dagar
56.900 kr
Verð frá htyimisa a mann m.v.
2 fullorðna í 14 daga á Las Camelias.
Nýi Kanaríeyjabæklmgurimi liggur franimi
ásöluskrifstofmn Flugleiða í dag.
Betra úrval gististaða en áöur og þar á ineðal tveir nýir gististaðir;
Las Camelias D, smáhýsi með góðum garði og sundlaug,
og íbúðahótelið Los Cactus.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar,
eða söludeild Flugleiða í síma 50 50 100
(mánud. - föstud. kl. 8-19 og á laugard. kl. 8 -16).
FLUGLEIDIR
Traustur tslenskur ferðafélagi