Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 16
16 MÍÐVIKUdXGUR 28. ÁGÚST 1996 VIÐSKIPTl ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Silli EIMSKIP gerir nú tilraunir með beina flutninga á kísilgúr frá Húsavík til Evrópu. Beinar siglingar frá Húsavík Morgunblaðið. Húsavík. EIMSKIPAFÉLAG íslands, sem annast hefur allan útflutning á kísilgúr, er nú að gera tilraun til að flytja framleiðsluna beint frá Húsavík til Evrópu, en þangað er svo til öll framleiðslan flutt. Und- anfarið hefur kisilgúrinn verið fluttur með strandferðaskipum Eimskips til Reykjavíkur eða Ak- ureyrar og umskipað þar til út- flutnings. Friðrik Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Húsavíkur, sem er umboðsaðili Eimskips á Húsavík, segist vona að þessi tilraun takist vel, svo Húsavík verði eins og undanfarin 28 ár útflutningshöfn kísilgúrsins, sem framleiddur er við Mývatn. Einnig sé gott að þurfa ekki að umskipa framleiðslunni því kaup- endur leggi mikla áherslu á að ekki verði skemmdir á umbúðum í flutningi. Suður-Afríka Fleiri glæpir fæl- ir ferðamenn frá Jóhannesarborg. Reuter SUÐUR-AFRÍSKIR ferðamálafröm- uðir hafa miklar áhyggjur af minnk- andi ásókn erlendra ferðamanna til landsins. Meginorsök fækkunarinnar er talin vera alda ofbeldisglæpa, sem ríður nú yfir Suður-Afríku. í fæstum tilvikum beinast glæpirnir þó gegn ferðamönnum. Gistinætur á Suður-afrískum hót- elum voru 4,4% færri í júní sl. en í sama mánuði í fyrra. Þá Qölgaði komum ferðamanna til landsins fyrstu fimm mánuði ársins aðeins um 0,2% en á sama tíma í fyrra nam aukningin 30%. Framámenn í ferða- iðnaðinum telja að fjölgun ofbeldis- glæpa í landinu á síðustu misserum og neikvæð umfjöllun, sem Suður- Afríka hefur hlotið í heimspressunni í kjölfarið, fæli ferðamenn frá. Hótel- eigendur óttast að ástandið eigi eftir að versna, ekki síst vegna þess að myndir af átökum glæpagengja í úthverfum Höfðaborgar, helstu ferðamannaborgar landsins, eiga greiða leið í sjónvarp víðs vegar um heim. Ferðamálafrömuðir standa ráðþrota frammi fyrir vandanum og benda á að ferðamenn verði fyrir færri glæpum í Suður-Afríku en víð- ast hvar annars staðar. Tölur sýni að aðeins tvö prósent erlendra ferða- manna verði fyrir glæpum og í flest- um tilvikum sé um að ræða minni háttar afbrot eins og töskuþjófnað. Þrátt fyrir að ferðamenn séu yfir- leitt látnir í friði sýna opinberar tölur að glæpir eru mikið vandamál í Suð- ur-Afríku. Á síðasta ári voru tæpar tvær milljónir glæpaverka tilkynntar til lögreglu og aðeins helmingur þeirra er upplýstur. Tilkynnt var um 66 þúsund nauðganir, 18 þúsund morð og 66 vopnuð rán. Á síðasta ári kom 1,1 milljón ferðamanna til Suður-Afríku og nam aukningin 50% frá 1994. Til saman- burðar má geta þess að 40 milljónir ferðamanna flykkjast til Spánar á ári hverju. Miklir möguleikar eru taldir vera í ferðamannaiðnaðinum í Suður-Afríku og er stefnt að því að milljón ný störf skapist innan hans fyrir árið 2005. Höfðaborg hefur sótt um að fá að halda Ólympíuleik- ana árið 2004 og ljóst er að það yrði mikill happadráttur fyrir iðnað- inn ef af yrði. Dagbók Fundað um áhættu í verðbréfa viðskiptum FIMMTUDAGINN 29. ágúst kl. 13:15 flytur dr. Jón Daníelsson, dósent í hagfræði, fyrirlestur undir titlinum: Stóráhætta í verðbréfa- viðskiptum. Stýring áhættu í verð- bréfaviðskiptum er mjög mikilvæg fyrir fjárfesta, fyrirtæki, og stjóm- völd. Flest tæki til mælingar áhættu eru sérhönnuð fyrir algenga atburði þar sem áhætta er lítil, en oft er mikilvægt fyrir fjárfesta að gera sér grein fyrir stóráhættu. Hverjar eru líkur á að gengi falli um t.d. 30% næsta árið? Dr. Jón Daníelsson hefur á síðustu árum rannsakað áhættuþátt verð- bréfa, og í nýjustu rannsóknum sín- um kannar hann sérstaklega stórá- hættu með nýjum tölfræðiaðferðum, sem hann hefur þróað. Dr. Jón hefur birt fjöida greina um áhættumælingar á fjármála- mörkuðum í erlendum fagtímaritum, m.a. Journal of Eeonometrics, Jo- urnal of Empirical Finance, Jour- nal of Business and Economic Statistics, Communication in Stat- istics og Journal of Applied Ec- onometrics. Hann hefur einnig haldið tugi er- inda við virta háskóla í Bandaríkjun- um, Hollandi, Sviss, Þýskalandi, Danmörku, Noregi og á Spáni, og á ársþingum evrópskra hagfræðinga og hagrannsókna. Þá hefur Jón verið gestaprófessor við háskóla og stofn- anir í Hollandi, ísrael og á Spáni. Að auki stýrir hann verkefni innan viðskipta- og hagfræðideildar Há- skóla íslands um smíði þjóðhagslík- ans sem hentar við rannsóknir á ís- lenska skattakerfinu. Verkefnið er styrkt af RANNÍS. Dr. Jón rannsakar nú, eins og áður er getið, stóráhættu í verðbréfa- viðskiptum í samstarfi við kollega í Bandaríkjunum og Hollandi. Rann- sóknir þessar eru styrktar af ESB, Fulbright og Háskóla íslands. Jón verður við háskólann í Pennsylva- níu í Bandaríkjunum í vetur við þess- ar rannsóknir. Barnaklámsmálið í Belgíu Leitað í garði við eitt húsa Dutroux Reuter CLAUDE Thirault, einn þeirra, sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar á barnaklámsmálinu, kom fyrir rétt í Neufchateau í Belgíu í gær. Dró hann peysuna upp yfir höfuð þegar lögregl- an leiddi hann í réttarsalinn. Jumet, Bratislava. Reuter. LÖGREGLAN í Belgíu jók í gær uppgröft í og við hús í eigu Marcs Dutroux, sem handtekinn hefur verið fyrir að ræna og myrða ung- ar stúlkur. Var komið með Dutro- ux í húsið seint í fyrrakvöld og er haft eftir saksóknara, að hann hafi gefið óljósar uppiýsingar um hvar skyldi grafið en leitað er tveggja stúlkna, sem hurfu fyrir ári. Michel Bourlet saksóknari sagði, að Dutroux hefði samvinnu við lögregluna en hann kvaðst hafa það á tilfinningunni, að hann reyndi um leið að villa um fyrir henni. Allt svæðið í 300 metra radíus frá húsinu var girt af og notaði lögreglan hunda og full- kominn tæknibúnað til að ákveða hvar skyldi grafið en leitin hafði engan árangur borið í gærkvöld. Fyrir rúmri viku fundust lík tveggja stúlkna, Melissu Russo og Julie Lejeune, og eins karlmanns, Bernard Weinsteins, grafin í garði annars húss, sem Dutroux á, og hefur hann viðurkennt að hafa myrt þau. Weinstein var áður sam- starfsmaður Dutroux. 10 konur frá Slóvakíu Tveimur stúlkum, Laetitia Del- hez og Sabine Dardenne, tókst að bjarga úr leyniherbergi í þriðja húsinu af alls sex í eigu Dutroux en hann hefur játað að hafa rænt tveimur öðrum, An Marchal og Eefje Lambrecks, sem voru 19 og 17 ára þegar þær hurfu. Upplýst hefur verið, að Dutroux fór nokkrum sinnum til Slóvakíu og vitað er, að 10 slóvakískar konur þágu boð hans um að koma til Belgíu. Rudolf Gajdos, yfirmað- ur Alþjóðalögreglunnar, Interpol, í Slóvakíu, segir, að konurnar, sem voru rúmlega tvítugar, muni þó lítið eftir vistinni í Belgíu vegna eiturlyijaneyslu og viti ekki hvort þær hafi verið notaðar við klám- myndagerð. Aberdare. The Daily Telegraph. ÍBÚUNUM í Ysguborwen, dval- arheimili aldraðra í Aberdare í Wales, hafði lengi verið í nöp við viðvörunarskiltin í grennd við heimilið og loksins ákváðu þeir að grípa til sinna eigin ráða. Opinbera skiltið sýnir lúið fólk og lasburða, sem styðst fram á staf, en nýju skiltin, sem íbúarn- ir hafa komið upp, sýna „ungt“ fólk á áttræðis- og níræðisaldri Ungir öld- ungar í Wales á fljúgandi ferð. „Við erum ekki eins litilfjörleg og opinberu skiltin sýna,“ sagði einn ibúanna, Eddie Tovey, 83 ára að aldri. „Við erum flest vel á okkur komin og nýju skiltin sýna hve ung við erum, að minnsta kosti í anda.“ Nýju skiltin sýna ömmu gömlu þjóta um á hjólastól eða hjóla- bretti og afi sprettir úr spori á einhjóli eða gormstöng. Forstjóri dvalarheimilisins, Jacqui Coombes, segist vona, að þessum skiltum verði einnig komið fyrir við önnur elliheimili í landinu. „Við erum viss um, að þau hafi miklu meiri áhrif en gömlu skiltin. Þau eru skemmti- leg og því líklegri til vekja athygli ökumanna og vara þá við að fara of hratt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.