Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuter
Bygging
jöfnuð við
jorðu í
Jerúsalem
PALESTÍNSK kona í rústum
byggingar sem ísraelskir Iög-
reglumenn brutu niður í Jerúsal-
em eldsnemma í gærmorgun.
Byggingin var innan múra gömlu
borgarinnar, og sögðu ísraelskir
lögreglumenn hana hafa verið
reista fyrir fé sem heimastjórn
Palestínumanna hefði lagt fram.
Borgarstjórnin í Jerúsalem sagði
að ekki hefði verið fengið leyfi
fyrir byggingunni og því hefði
hún verið jöfnuð við jörðu. Full-
trúi Palestínumanna sagði hús-
inu hafa verið ætlað að þjóna
Palestínumönnum í gömlu Jerú-
salem og hefði Israelum ekki
stafað nein ógn af þvi.
BIG PACK
GRIZZLY
Meiriháttar
fleece-
buxur
• Mjúkar og hlýjar
• Með reim í mitti
og smellum að
neðan
Stgr. kr.
8.218
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670,
Þarabakka 3, Mjódd, sími 567 0100.
- kjarni málsins!
Súdanskri farþegaþotu rænt og flogið til Bretlands
Iraskir flugræningjar
leita pólitísks hælis
Stansted, Amman. Reuter.
Reuter
ÁHÖFN súdönsku þotunnar gengur frá borði um hádegisbil í
gær eftir að ræningjarnir höfðu gefist upp.
AIRBUS 310 þotu súdanska
flugfélagsins Sudan Airways var
rænt á leið frá Khartoum í Súdan
til Amman í Jórdaníu í fyrrakvöld.
Um borð voru 199 farþegar og
flugliðar. Flogið var til Bretlands
með viðkomu á Kýpur. Um hádeg-
isbil í gær höfðu allir farþegar og
áhafnarmeðlimir verið látnir lausir.
Engan sakaði.
Ræningjarnir voru sjö talsins og
vopnaðir handsprengjum og öðru
sprengiefni. Þegar þotan var lent
í Larnaca á Kýpur til þess að taka
eldsneyti reyndu yfirvöld að fá
ræningjana til þess að sleppa kon-
um og börnum, en þeir hótuðu að
sprengja þotuna í loft upp. Þeir
tjáðu lögreglu að þeir myndu krefj-
ast pólitísks hælis í Bretlandi og
láta alla farþegana lausa er þangað
kæmi.
Fyrstu farþegunum sleppt
Þotan lenti á Stansted-flugvelli
skammt norðaustan við London,
áleiðis til Cambridge, klukkan hálf
fjögur í fyrrinótt að íslenskum tíma.
Var vélinni lagt í um þriggja km
fjarlægð frá flughöfninni.
Um það bil tveim klukkustund-
um síðar var fyrstu farþegunum
sleppt, og að sögn lögreglu var
eldra fólki og mæðrum með ung
börn leyft að fara fyrst frá borði.
Var fólkið rólegt þrátt fyrir undan-
gengnar hremmingar.
Tveir farþegar voru fluttir á
sjúkrahús, en lögreglumenn sögðu
veikindi þeirra ekki stafa af illri
meðferð um borð í vélinni.
Meðal farþega voru 146 Súdan-
ir, 23 írakar, 14 Jórdanir, Palest-
ínumaður, Sýrlendingur og Saudi-
Arabi. Þrettán voru í áhöfn, flestir
Súdanir.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sudan Airways í Amman voru súd-
önsku farþegarnir flestir á leið
þangað til læknismeðferðar.
Lögregla yfirheyrði þá farþega
sem fyrst voru látnir lausir í því
skyni að afla upplýsinga um ræn-
ingjana. Einni klukkustund eftir
að þotan lenti á Stansted var kom-
ið á símasambandi við ræningjana
með milligöngu flugstjóra þotunn-
ar.
Fulltrúi lögreglunnar í Stansted,
Kim White, sagði fréttamönnum
að ræningjarnir væru áreiðanlega
íraskir. Sumir þeirra hefðu fjöl-
skyldur sínar með sér.
Vildu ræða við
íraka í London
Ræningjarnir fóru fram á að fá
að tala við íraka að nafni Sadiqi,
sem búsettur er í London og hefur
veitt íröskum borgurum í Bretlandi
ýmsa aðstoð. Lögreglumenn urðu
við þessari kröfu ræningjanna, og
er það talið hafa greitt fyrir lausn
farþeganna.
Ekki var í gær að fullu ljóst
hveijar formlegar kröfur þeirra
voru, en meðal þess sem haldið var
fram var að þeir væru íraskir dipló-
matar með aðsetur í Khartoum, og
vildu ekki snúa aftur til Baghdad.
Fréttaskýrendur segja að örygg-
isgæsla á alþjóðaflugvellinum í
Khartoum, þaðan sem þotan lagði
upp, sé með eindæmum léleg og
ekki erfitt að koma vopnum um
borð í flugvélar þar.
Dýrasta slysarann-
sókn flugsögunnar
RANNSÓKNIN á flugslysinu
þar sem breiðþota bandaríska
flugfélagsins TWA sprakk á
flugi skömmu eftir flugtak frá
Kennedy-flugvellinum í New
York fyrir sex vikum er þegar
orðin dýrasta flugslysarannsókn
Bandaríkjanna, að sögn The
New York Times. Kostnaðurinn
nálgast óðum 10 milljónir doll-
ara; jafnvirði 660 milljóna króna.
Agreiningur er þegar risinn
um hvernig kostnaði skuli skipt.
Öryggisstofnun samgöngumála
(NTSB) hefur farið þess á leit
við TWA, Boeing-flugvélaverk-
smiðjurnar, Pratt&Whitney,
framleiðendur hreyfla þotunnar
og tryggingarfélög að þau greiði
hluta hans. Þannig hefur TWA
verið beðið um 5 milljóna dollara
framlag, en talsmaður flugfé-
lagsins sagði það ekki hlutskipti
þess að borga niður ríkisútgjöld.
Tr y ggingarf élag
hafnar þátttöku
Þá hefur tryggingafélag TWA
sömuleiðis synjað beiðninni.
Venjan er hins vegar sú, að aðil-
ar, sem beinan hag hafa af því
að orsakir óhappa verði leiddar
í ljós, s.s. framleiðendur flugvéla
og hreyfla, leggi talsvert af
mörkum. Komi í ljós að um ill-
virki hafi verið að ræða er þotan
fórst þurfa stjórnvöld hins vegar
að borga brúsann að mestu.
Kostnaður NTSB vegna rann-
sóknarinnar nemur um 100 þús-
und dollurum á dag, er orðinn
meira en þijár milljónir dollara.
Af árlegu 38 milljóna dollara
ráðstöfunarfé var reiknað með
einni milljón dollara til flugslysa-
rannsókna á árinu.
Sérfræðingur í flugmálum seg-
ir að gera megi ráð fyrir því að
útgjöld vegna rannsóknar á or-
sökum TWA-slyssins geti numið
50 milljónum dollara. Að henni
vinna margar opinberar stofnan-
ir, m.a. 500 starfsmenn alríkis-
lögreglunnar FBI.
Börn og
ungling'ar
kjósa
DANSKA sjónvarpsstöðin TV2 hef-
ur ákveðið að gefa börnum og ungl-
ingum kost á því að kjósa í næstu
þingkosningum. Mun stöðin, í sam-
ráði við menntamálaráðuneytið,
standa fyrir kosningabaráttu í skól-
um og því að nemendur greiði at-
kvæði degi áður en sjálfar kosning-
amar fara fram.
Um 700.000 börnum og ungling-
um á aldrinum 6-18 ára gefst kost-
ur á því að kjósa, svo fremi sem
skólayfirvöld eru því samþykk að
leyfa kosningabaráttu í skólum. Er
ætlunin með þessu að auka áhuga
barna á samfélagsmálefnum og að
fá einhverja hugmynd um hveijar
pólitískar skoðanir þeirra eru, að
því er fram kemur í Politiken.
Simitis um þingkosningarnar í Grikklandi
„Við viljum engan hanaslag“
Aþenu. Reuter.
COSTAS Simitis forsætisráðherra og grískir
sósíalistar þykja líklegir til að fara með sigur
af hólmi í þingkosningum, sem fram fara 22.
september næstkomandi, að sögn stjórnmálaský-
renda. Þeir telja stjórnarandstöðuna sundurlausa
og hafa upp á fáa stefnukosti að bjóða.
Samkvæmt könnunum að undanförnu eru 70%
grískra kjósenda ánægð með frammistöðu Simit-
is en Miltiadis Evert, leiðtogi hægriflokksins Nýs
lýðræðis og helsti keppinautur hans, kemur mun
verr út. Háir það Evert að hann nýtur ekki óskor-
aðs trausts meðal íhaldsmanna.
Simitis hvatti til þess í gær, að kosningabar-
áttan yrði á lægri nótunum og flokkar einbeittu
sér að málefnalegri umræðu í stað þess að efna
til stórra útifunda og persónulegra árása.
„Við viljum engan hanaslag, engin fölsk og
innihaldslaus loforð, enga tilgangslausa úti-
fundi. Við erum andvígir neikvæðum áróðri,
plastflöggum og höggum undir beltisstað," sagði
Simitis. Hann hvatti hins vegar ti! kappræðna
stjómmálaleiðtoga um vanda þjóðarinnar í sjón-
varpi.
Með þessu tekur forsætisráðherrann í raun
undir með Evert, sem áður hafði Iagt til að farn-
ar yrðu nýjar leiðir í kosningabaráttunni og hún
gerð málefnalegri en áður. Einnig lagði hann
til að efnt yrði til skoðanaskipta í sjónvarpi milli
þeirra Simitis og þingmannsefna.
Simitis sagðist myndu skiptast á skoðunum
við Evert í sjónvarpssal, en það yrðu fyrstu
kappræður sinnar tegundar í Grikklandi. Andre-
as Papandreou, forveri Simitis, byggði kosninga-
baráttu venjulega á því að flytja þrumuræður á
íjölmennum útifundum þar sem höggin dundu
á andstæðingnum. Kom hann sér hjá sjónvarps-
kappræðum við forvera Everts, Konstantín Mit-
sotakis fyrrverandi forsætisráðherra, og bar
jafnan við persónulegri andúð sinni á honum.
Fjölmiðlar töluðu jafnan um þá sem áflogahunda
og skiptust þeir á um að úthrópa hvor annan
sem landráðamann, lygara eða þjóf.
„Ég lít ekki á fund okkar Everts sem ein-
vígi, heldur tækifæri til samtals og skoðana-
skipta. Þjóðin þarf ekki á áflogamönnum að
halda. Hún þarf að geta valið milli stefnuskráa,
lausna og leiðtoga," sagði Simitis.
Hann sagði, að á næstunni myndi hann og
þingmenn sósíalistaflokksins, PASOK, ferðast um
landið á rútu og útskýra stefnu sína. „Það verður
sigurhraðlest nýrrar vonar,“ sagði Simitis. Ráð-
gerir hann að skera niður ríkisútgjöld sem nemur
700 milljörðum króna á ári til þess að draga úr
ríkissjóðshalla og vinna á hárri verðbólgu.
Ákvörðun Simitis um að efna til kosninga
eftir mánuð kom stofnunum sem fást við gerð
skoðanakannana í opna skjöldu. Gert er ráð fyr-
ir að fyrstu marktæku kannanir á fylgi flokka
og stjórnmálaleiðtoga vegna kosninganna verði
ekki tilbúnar fyrr en um 10. september.