Morgunblaðið - 28.08.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 21
LISTIR
Bókmenntaþjóðin í grillveislu
MYNPLIST
Listhús 39
MYNDVERK-
BLÖNDUÐ TÆKNI
Kozana Lucca. Opið frá 10-18 virka
daga, 12-18 laugardaga, 14-18
sunnudaga. Til 1. september. Að-
gangur ókeypis.
ÞAÐ er annars konar hugmynda-
fræði en hjá núlistamönnum dags-
ins, sem argentínska listakonan
Kozana Lucca aðhyllist, en þó er
skyldleikinn nokkur.
Það sem Kozana er að fást við,
er ekkert einangrað og afmarkað
svið, heldur heildarsýn margra þátta
er skara skilningarvitin og sköpunar-
hvötina. Sjálf er hún leikkona, kenn-
ari og leikstjóri sem hefur jafnframt
unnið að því að þróa listform þar sem
saman tvinnast raddir, litir og hreyf-
ing í tilraun til að sameina og sætta
hinar ýmsu hliðar manneskjunnar og
er í nánu samstarfi við söngvara,
leikara, myndlistarmenn og fleiri.
Markmiðið er að auka samskipti og
flæði manna á milli og það á öllum
aldri eftir að nokkrum þroska er náð.
Kozana leitar mun meira til hinn-
ar beinu og skynrænu lifunar en
hugmyndafræðilegu listamennirnir
og hafnar síður hinu myndræna, en
það eiga verk þeirra sameiginlegt,
að skoðandinn verður að þekkja
hugsunina að baki til að geta sett
sig inn í verkin, annars er hann alla
jafna úti að aka.
Listakonan nefnir sýningu sína
„Skógarhúðir" og vill að litir, áferð,
hljómur og ilmur kallist á og telur
að málverkið framlengi persónu
sína, sem er að sjálfsögðu borðleggj-
andi í öllu gildu sköpunarferli og
þannig séð engin ný sannindi. Þá
segir hún, að mannshúðin, húð jarð-
Skógarhúðir/Útskrift
arinnar, mosi og trjábörkur birtist í
málverkum sínum og endurspegli
hið óendanlega og veki þannig sam-
kennd okkar með öðrum verum.
Miðjan í vinnu Kozönu er manns-
röddin og hún hefur jafnvei haldið
sýningar með söng, eða eins og það
heitir „Pinturas Vocales“, rödduð
málverk. Hún vinnur í félagslegum
anda móti sérhæfingu og einangrun
sem hún telur versta óvin listarinnar.
Það er kórrétt að einangrun getur
verið hættuleg, einkum eins og hún
birtist meðal íslenzkra listamanna
ásamt rótgrónu ófélagslyndi þeirra,
en hins vegar er til önnur útgáfa
einangrunar sem gerir mönnum gott
og skerpir einbeitinguna, sem er svo
allt annað mál. Það er afar mikils-
vert að menn vinni á þeim nótum,
að þeir náigist eigið sjálf og upp-
götvi heiminn í kringum sig, sjái
útfyrir hið mikla náttmyrkur mötun-
ar og stöðlunar sem einkennir nú-
tímaþjóðfélagið, sem hlýtur að vera
höfuðtilgangur listarinnar.
Hið takmarkaða sýnishorn mynda
Kozönu gefur naumast fulla innsýn
í myndheim hennar og þannig var
rýnirinn ekki alveg með á nótunum
við skoðun þeirra, fann satt að segja
ekki fyrir boðskapnum þrátt fyrir
góðan vilja. Þetta kann auðvitað að
vera vöntun hjá honum sjálfum, sem
er vanur að skoða málverk frá öðru
sjónarhorni, hins vegar var hann öllu
meira með á nótunum er hann fletti
í bókverki hennar „Madame Chevel-
ure“. Bókina skrifaði hún (og mynd-
lýsti væntanlega einnig) á sjúkrabeði
eftir bílslys, en ein afleiðing þess var
að Kozana missti allt hár sitt. Pjallar
bókin um þá lifun og um leið þau
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EITT af verkum Kozönu Lucca.
mörgu heilabrot er missirinn fæddi
af sér og sóttu á hana.
Stærstu og veigamestu verkin á
sýningunni, „Skógarhúðir 1“ og
„Skógarhúðir III“, sem í báðum til-
vikum eru gerð í blandaðri tækni á
pappír límdum á striga, vekja upp
giska ólíkar kenndir. Hið undna og
snúna form í hinni fyrrnefndu, er
minnir á mannsfót, virkar hálf óþægi-
lega á skoðandann, hins vegar er
fijáls og óformleg kraftbirting í hinni
Af bóksölulistanum sem birtur hefur veríð
í Morgunblaðinu með reglulegu millibili
má helst ráða að íslendingar séu sérlega
áhugasamir um garðyrkju og grillmat.
Þröstur Helgason segir hins vegar ekki
hægt að lesa mikinn áhuga á bókmenntum
úr þessum listum.
BÓKSÖLULISTINN sem birtur
hefur verið í Morgunblaðinu með
reglulegu millibili síðan á síðasta
ári gefur ágæta mynd af því hvað
bókmenntaþjóðin íslendingar er að
lesa á hverjum tíma þótt stundum
endurspegli hann kannski frekar
hvað þjóðin er að gefa í jóla- og
fermingargjafir. Þannig er ekki víst
að þjóðin hafi legið dolfallin yfir
lestri metsölubókar síðustu jóla,
Karlar eru frá Mars, konur eru frá
Venus. Og það er heldur ekki víst
að þjóðin hafi lagst í lestur Sálma-
bókar íslensku kirkjunnar eða ís-
lenskrar orðabókar þegar síðasta
holskefla ferminga reið yfir í mars
þótt enginn efist um trúarsannfær-
ingu hennar eða ást á tungunni.
Það má hins vegar fastlega gera
ráð fyrir því að metsölubók janúar-
og febrúarmánaðar, Af bestu lyst,
eftir Laufeyju Steingrímsdóttur
hafi verið víðlesin á meðal þjóðar-
innar. Sömuleiðis metsölubækurn-
ar í júní, Grillréttir, sem ritstýrt
er af Björgu Sigurðardóttur og
Herði Héðinssyni og íslenska vega-
handbókin, sem ritstýrt er af Or-
lygi Hálfdanarsyni.
Matreiðsla, ferðalög
og garðyrkja
Það kemur kannski sumum á
óvart að síðan í nóvember á síðasta
ári hefur ekkert íslenskt eða erlent
skáldverk verið í efsta sæti bók-
sölulistans. Á listanum sem birtur
var um sölu bóka um jólin er barna-
bók Guðrúnar Helgadóttur, Ekkert
aðþakka, í þriðjasæti og unglinga-
bók Þorgríms Þráinssonar, Sex
augnablik, í fjórða sæti. Eitt erlent
skáldverk er á listanum, Paula,
eftir Isabel Allende, sem er í
fimmta sæti, og í því tíunda er svo
eina íslenska skáldverkið fyrir full-
orðna, Hraunfólkið, eftir Björn Th.
Björnsson.
Þegar kemur fram í janúar á
þessu árj fer Einar Már Guðmunds-
son í fjórða til fimmta sæti listans
með verðlaunaskáldsögu sína,
Engla alheimsins, en sessunautur
hans er enginn annar en norski
metsöluhöfundurinn Margit San-
demo með bók úr ísfólksflokki sín-
um, Ríki Ijóssins 1: Handan hliðs.
Það eru matreiðslubækur og alma-
nök sem hafa vinninginn á þessum
tíma árs en einnig er ritverkið
Candida sveppasýking eftir Hall-
grím Þ. Magnússon og Guðrúnu
Bergmann á meðal þriggja vinsæl-
ustu bókanna hjá lesþyrstri bók-
menntaþjóðinni.
Þegar börnin eru svo fermd á
vorin verða trúarleg rit vinsælust
allra bóka. Orðabækur og
myndabækur um ísland fylgja þar
fast á eftir en það er þó altjent
gott Lil þess að vita að á þessum
tíma selst Biblían (í áttunda sæti)
betur en langavitleysa Sandemos
um Isfólkið (í tíunda sæti).
Á sumrin virðast notagildissjón-
armiðin ráða mestu um val bóka
hér á landi. Bækur sem hægt er
Morgunblaðið/Kristinn
BÓKAÁHUGI þjóðarinnar er
árstíðabundinn; skáldverk
seljast helst um jólin, þótt
annars konar verk séu samt
yfirleitt söluhæst, á ferming-
armánuðum seljast trúarleg-
ar bókmenntir mest sem ann-
ars komast ekki inn á lista
og á sumrin gengur grill- og
ferðamannavertíðin í garð hjá
bóksölum.
að styðjast við þegar halda á góða
grillveislu, þegar arfinn er reyttur
úti í garði eða þegar halda á í hring-
ferð um landið seljast eins og heit-
ar lummur: Grillréttir, íslenska
vegahandbókin, Islensk flóra og
íslenska garðblómabókin, sem eru
meðal efstu bóka á lista ásamt
nokkrum myndabókum um ísland.
Inn á milli grillréttanna og garðbló-
manna sést svo glitta í ljóðabók
listahátíðar 1996, Blánótt, og sí-
gilda endurminningabók Stefáns
Zweigs, Veröld sem var, sem kom
út í endurútgáfu kiljuklúbbs Máls
og menningar í vor.
Sjálfsmynd bókmenntaþjóðar
í hættu?
Af þessari yfirferð yfir bóksölu-
lista síðustu mánaða má ljóst vera
að bókaáhugi þjóðarinnar er árs-
tíðabundinn; skáldverk seljast helst
um jólin, þótt annars konar verk
séu samt yfirleitt söluhæst, á ferm-
ingarmánuðum seljast trúarlegar
bókmenntir mest sem annars kom-
ast ekki inn á lista og á sumrin
gengur grill- og ferðamannavertíð-
in í garð hjá bóksölum. Skáldverk
eru iðulega á listanum en aldrei í
efsta sæti. Skyldi sjálfsmynd bók-
menntaþjóðarinnar mega við
þessu? Skyldi íslenska þjóðin
kannski miklu frekar standa undir
nafni sem ferðaþjóð, garðyrkjuþjóð
eða grillveisluþjóð?
Nýjar bækur
Gullkambur Jóns í Rjóðri
GULLKAMBUR nefnist
safn ljóða Jóns Sigurðs-
sonar í Rjóðri á Djúpa-
vogi. Jón, sem var fæddur
1915, lést 1989. Hann var
fyrsti atvinnubílstjóri á
Djúpavogi, en stundaði
mörg önnur störf. 1 form-
ála skrifar Ingimar
Sveinsson um Jón:
„Jón var vel hagmæltur
og íslenska stakan var
hugstæð. Einnig1 gerði
hann mörg lengri kvæði.
Ekki orti hann í þeim til-
gangi að afia sér fjár og
frægðar, heldur til að
gleðja sjálfan sig og aðra
og stundum til að sefa sorg
og söknuð samferðafólks-
ins.“
GuIIkambur er 134 bls.
með 50 ljóðum. Útgefandi
honum er Jónina Jónsdóttir. Oddi prentaði.
Jón
Sigurðsson
síðarnefndu, þótt sletturnar fyrir
miðju erti sjóntaugarnar full mikið.
Við Ilamarinn
SMÁMYNDIR/LEIRLIST
Ásdis Pétursdóttir. Ingibjörg María
Þorvaldsdóttir. Opið laugardaga og
sunnudaga frá 14-20. Til 25. ágúst.
Rýnirinn náði í skottið á gjörn-
ingi, sem staðið hefur yfir í listhús-
inu „Við Hamarinn" í Strandgötu
50 undanfarnar helgar og nefndist
„Sex í list“. Búið er að fjalla um
fyrri framkvæmdir úr málunardeild
MHÍ, en hin síðasta skarar trúlega
fjöltækni og leirlistadeild af mynd-
verkunum að dæma. Annars vegar
röð lítilla litmynda, er skara ýmis
fyrirbæri jarðar og eru líkastar
skýrslum um hið örsmáa í umhverf-
inu, brotabrot allífsins, og er höfund-
urinn Ásdís Pétursdóttir. Þetta eru
í heild afar áferðarfallegar myndir
og nokkrar þeirra höfðuðu sérstak-
lega sterkt til sjóntauganna, ein sem
leiðir hugann að rós og önnur sem
byggð er á kristalstærum dropum.
Það var tær ferskleikinn sem höfð-
aði til innra augans í þessum gjöró-
líku myndum, ennfremur einföld og
skýr framsetning forma.
Ingibjörg María er hins vegar upp-
tekin af kórónum, sem héngu eftir
endilöngum salnum niður úr ijáfrinu,
einfaldar sem stásslegar. Þótt ein-
hæfur sé er gjörningurinn mjög há-
tíðlegur og hrifmikill í rýminu auk
þess, sem engar tvær kórónur eru
eins. Virtist rýninum, sem er veikur
fyrir hofmannlegu umhverfi, hér
komið hið áhugaverðasta heimilisst-
áss, þótt ekki sé nema fyrir hátíð-
leikablæinn er fylgir þessu ævaforna
tákni tignar og valda. Sýningin lyfti
undir skapið, sem var gott veganesti
á ferð hans milli sýninga dagsins.
Bragi Ásgeirsson
Islenskir
söngvarar
á tónleikum
í Italíu
FJARRÆNIR hljómar var yfir-
skrift tónleika, sem haldnir voru í
tónleikasal heil-
ags Jóhannesar í
Mario Mangia
tónlistarskólan-
um í Fierunzuola
d’Arda í síðasta
mánuði. Þar
sungu þau Sigur-
jón Jóhannsson,
tenór og Aðai-
heiður Péturs-
dóttir, mezzó-
sópran. Voru
tónleikamir
haldnir í lok
námskeiðs í
söngtúlkun að
frumkvæði
Eugeniu Ratti
sópransöngkonu
við Scala leikhús-
ið í Mílanó. Að
dómi Janna Ba-
silio í blaðinu Liberta kunnu kröfu-
harðir söngunnendur að meta fág-
aðar raddir og vandaða túlkun
söngvaranna. Þau tóku síðan þátt
í formlegum tónleikum í tónleika-
sal G. Nicolini tónlistarskólans í
Flórens. Kvaðst Janna Basilio fyrir
hönd ítalskra áhorfenda að lokum
vonast til þess að heyra aftur í
Islendingunum hið bráðasta.
Sýna í Lónkoti
í GALLERÍI Sölva Helgasonar á
Sölva-bar í Lónkoti í Skagafirði
stendur nú yfir málverkasýning
þeirra Jónu Óskar Jakobsdóttur og
Guðnýjar Óskar Agnarsdóttur. Jóna
og Guðný stunduðu saman nám lijá
Iðunni Agústsdóttur í postulíni og
síðan málverk hjá Erni Inga. Þær
hlutu leiðsögn í meðferð vatnslita hjá
Ingvari Þoivaldssyni. Er þetta þeirra
fyrsta opinbera sýning og lýkur henni
22. september.
Aðalheiður
Pétursdóttir
Sigurjón
Jóhannsson