Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
fttairgfttfiMgiWfr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
BLEKKINGAR
MÁLFLUTNINGUR talsmanna Pósts og síma hefur verið
með ólíkindum undanfarnar vikur er þeir hafa reynt
að verja það fyrirkomulag, sem stofnunin hefur á samkeppni
sinni við einkafyrirtæki í sölu alnetstenginga.
Frá upphafi hefur verið gagnrýnt að Póstur og sími skuli
hafa ruðzt inn á markað, þar sem einkafyrirtæki buðu þegar
ágæta þjónustu. Einnig hefur stofnunin legið undir ámæli
fyrir að bjóða þjónustuna á lægra verði en einkafyrirtækin
geta, í krafti stærðar sinnar og aðstöðu. Stofnunin lýsti því
yfir að þetta hygðist hún gera með því að koma upp svoköll-
uðum innhringibúnaði, sem gerði fólki kleift að greiða sama
verð fyrir notkun á alnetssambandi sínu, hvar sem er á land-
inu. Viðskiptavinir einkafyrirtækjanna úti á landi greiða hins
vegar Pósti og síma gjald fyrir langlínusamband, þann tíma
sem þeir nota alnetstengingu sína.
I Morgunblaðinu á sunnudag voru yfirlýsingar P&S, fram
til þessa, raktar. Fram kom að í Morgunblaðinu 8. ágúst lét
Karl Bender, yfirverkfræðingur gagnaflutningadeildar stofn-
unarinnar, í það skína að gengið hefði verið frá tæknibúnaði
þessum á tuttugu stöðum úti á landi. „Tilgangurinn með því
að setja upp búnað á þessum stöðum var að losa okkar við-
skiptavini við að borga langlínuskref,“ sagði Karl í Morg-
unblaðinu daginn eftir.
í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag viðurkenndi blaða-
fulltrúi Pósts og síma, Hrefna Ingólfsdóttir, hins vegar að
ekki væri búið að koma innhringibúnaðinum upp alis staðar
og þess í stað væri notaður símtalsflutningur til Reykjavíkur,
sem Póstur og sími greiðir fyrir.
í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sagði Ólafur Tómasson,
póst- og símamálastjóri, að þetta misræmi í upplýsingum frá
stofnuninni væri „hrein mistök“. „Menn héldu að búið væri
að setja þetta upp. Þeir hafa kannski verið einum of fljótir
að auglýsa þetta þannig, en tækin eru komin og spurning
um daga hvenær þau verða sett upp,“ sagði póst- og síma-
málastjóri.
í Morgunblaðinu í gær viðurkennir Karl Bender svo að
Póstur og sími hafi enn ekki komið upp neinum innhringibún-
aði fyrir alnetsþjónustu sína á landsbyggðinni, heldur sé alls
staðar notazt við símtalsflutning! Hann bætir við að aðeins
hluti búnaðarins sé kominn til landsins, ands’tætt við það sem
póst- og símamálastjóri hélt fram tveimur dögum áður.
Pósti og síma virðist liggja svo á að komast í samkeppni
við einkafyrirtæki á alnetsmarkaðnum að fyrirtækið tekur á
sig að greiða símtalsflutning og mismuninn á verði staðar-
og langlínusímtals, fyrst tæknibúnaður þess er ekki kominn
til landsins. Þetta gæti ekkert einkafyrirtæki gert, en Pósti
og síma virðist það kleift í krafti stærðar og aðstöðu. Þetta
hefur þó ekki verið gert fyrir opnum tjöldum, heldur hefur
fyrirtækið beitt blekkingum til að breiða yfir samkeppnis-
hætti sína.
Vonandi er að Samkeppnisstofnun, sem hefur mál þetta
nú til meðferðar, stöðvi þetta framferði Póst- og símamála-
stofnunarinnar. Jafnframt er orðið brýnt að nú heyrist eitt-
hvað frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar eða þingmönnum stjórn-
arflokkanna um málið. Er það stefna ríkisstjórnarinnar að
láta viðgangast að ríkisstofnun troði einkafyrirtækjum um tær
með þessum hætti?
SKORTUR A UMRÆÐUM
ÞAÐ ER talað _um allt milli himins og jarðar í opinberum
umræðum á íslandi en engu að síður er skortur á alvar-
legum umræðum um hin stóru framtíðarmál þjóðarinnar. Þijú
stór mál blasa við en eru lítið rædd.
Veiðileyfagjaldið hefur að vísu verið mikið til umræðu en
flestir stjórnmálaflokkanna hafa haldið þeim umræðum utan
við sinn vettvang. Það er skaði vegna þess, að flokkarnir eru
þrátt fyrir allt mikilvægasti vettvangurinn fyrir skoðana-
skipti um stórmál af þessu tagi.
Þær spurningar, sem hafa vaknað undanfarna mánuði um
eignarrétt að óbyggðasvæðum eru bæði gamlar og nýjar. Nú
er augljóst að atburðarásin þrýstir á urn ákvarðanatöku en
þrátt fyrir miklar umræður frá ársbyrjun er varla hægt að
segja, að stjórnmálaflokkarnir hafi tekið það til meðferðar á
sínum vettvangi.
Afstaðan til Evrópusambandsins hefur verið mun meira
rædd og flestir flokkanna sammála um, að aðild sé óhugs-
andi að óbreyttri fiskveiðistefnu ESB. Hins vegar er nýr þátt-
ur að koma inn i þessa mynd, sem eru áformin um sameigin-
legan gjaldmiðil. Á vettvangi stjórnmálaflokkanna eru litlar
sem engar umræður um það hvort og þá hvernig sameiginleg-
ur gjaldmiðill annarra Evrópuríkja snertir íslenzka hagsmuni.
Á þessu þarf að verða breyting enda óþarfi fyrir stjórnmála-
flokkana að láta samtök atvinnulífsins um að móta nánast
allar hugmyndaumræður í þjóðfélaginu.
FLOKKSÞIIMG DEMÓKRATA í CHICAGO
Chicago. Reuter.
BILL Clinton er enn ekki kominn
til Chicago, en hann ræður engu
að síður lögum og lofum á flokks-
þingi demókrata, sem þar hófst á
mánudag. Clinton ferðast nú um
miðvesturríki Bandaríkjanna í lest
og reynir markvisst og vísvitandi að
tryggja að hann njóti meiri athygli
en þingið. Þingmenn demókrata
hafa ekki átt sjö dagana sæla frá
því að þeir misstu meirihluta sinn í
báðum deildum Bandaríkjaþings i
hendur repúblikana fyrir tveimur
árum. Nú líta þeir svo á að þeir eigi
ekki annars kost en að binda allar
sínar vonir við það að Clinton takist
að verða fyrsti demókratinn til að
ná endurkjöri frá því að Franklin
Roosevelt sat í forsetastóli.
„Clinton er Demókrataflokkurinn
um þessar mundir," sagði Allan Lic-
htman, stjórnmálafræðingur við
American University í Washington-
borg. „Enginn kemst með tærnar
þar sem hann hefur hælana.“
Demókratar eiga hvorki marga
slynga ræðumenn, né atkvæðamikla
stjórnmálaforingja, en Clinton fyllir
upp í tómarúmið. Á meðan lítt
þekktir stjórnmálamenn úr flokkn-
um stíga í ræðustól í Chicago mun
Clinton tryggja að fyrirsagnirnar
verði tileinkaðar sér.
„Þegar ég, sem 32 ára gamall
ráðgjafi, lít í kringum mig verð ég
að viðurkenna að fleiri spennandi
[stjórnmálamenn] eru að ryðja sér
til rúms hjá repúblikönum," sagði
Jennifer Laszlo, pólitískur ráðgjafi,
sem hefur unnið fyrir stjórnmála-
menn úr báðum flokkum.
Daniel Ilallin, prófessor í fjöl-
miðlun við Kaliforníu-háskóla í San
Diego, var sammála um að demó-
kratar gætu ekki státað af mörgum
stjörnum.
Stjórnmál látín víkja
fyrir tilfinningiim
Clinton ræður
lögum og lofum
Chicago. Reutcr.
FLOKKSÞING demókrata
hófst á mánudag og það
voru ekki stjórnmálamenn,
sem voru í sviðsljósinu, held-
ur tilfínningar um leið og áhersla var
lögð á baráttuna gegn glæpum og
byssueign. í kvöld mun Hillary Clin-
ton, eiginkona Bandaríkjaforseta,
stíga á svið, en það verður erfitt fyrir
hana að gera betur en Elizabeth Dole,
eiginkonu forsetaframbjóðanda repú-
blikana, sem sló í gegn á þingi Repú-
blikanaflokksins fyrr í mánuðinum.
Demókratar í Chicago gera nú sitt
ítrasta til að slá við repúblikönum, sem
héldu þaulskipulagt flokksþing í San
Diego, en stjórnmálaskýrendur sögðu
að þeim hefði ekki tekist jafn vel upp
á mánudag.
Þúsundir manna voru saman komnar
í ráðstefnusalnum, þar sem Chicago-
búar eru vanari að sjá Michael Jordan
leika listir sínar með körfubolta, en
stjórmálaflokka ráða ráðum sínum.
Ákaft var fagnað í salnum og virt-
ust menn vissir um að Bill Clinton
myndi sigra Bob Dole í forsetakosning-
unum 5. nóvember. Margir gengu svo
langt að spá því að demókratar myndu
vinna þrefalt í ár, halda forsetaemb-
ættinu og endurhéimta méirihluta sinn
í báðum deildum Bandaríkjaþings.
Það voru hins vegar ekki stjórnmál,
sem voru í fyrirrúmi á mánudag, held-
ur tilfinningar.
Tveir menn, sem báðir eru lamaðir,
fengu mesta athygli.
Repúblikani lýsir
yfir stuðningi
James Brady, fyrrverandi blaðafull-
trúi í Hvíta húsinu, sem varð fyrir
byssukúlu tilræðismanns Ronalds Re-
agans 1981 og lamaðist, kom fram
og var ákaft fagnað. Brady steig úr
hjólastól sínum og gekk við staf inn á
sviðið ásamt Söruh, konu sinni. Þar
lýsti Brady, sem allt sitt líf hefur ver-
ið repúblikani, yfir stuðningi við Clin-
ton.
Clinton undirritaði lög, sem kennd
eru við Brady og kveða á um að kaup-
Reuter
BILL Clinton Bandaríkjaforseti heilsar fólki á kosningafundi
í Bowling Green í Ohio á mánudagskvöld.
„Clinton verður fréttamaturinn
hvern dag þessarar viku,“ sagði
Hallin og bætti við að forsetinn
hefði sérstakt lag á því að ná til
almennings.
Vísun til Trumans
Lestarför Clintons og Chelsea,
dóttur hans, er bein tilvísun til þess
þegar Harry Truman fór í kosninga-
ferð um Bandaríkin í lest 1948 og
veittist að aðgerðarlausum repú-
blikönum á þingi. Truman átti þá á
brattann að sælqa, en sigraði, og í
sömu kosningum tókst demókrötum
að fella meirihluta repúblikana í
báðum deildum Bandaríkjaþings.
„Lestarferðarlíkingin er raun-
veruleg endurómun sögunnar, en
hún myndi ekki ganga upp ef Clint-
on hefði ekki tekist að fá fram góð-
ar undirtektir fjöldans og vekja
raunverulegan áhuga,“ sagði Licht-
man.
Clinton kemur fram á kosninga-
fundum án þess að hvert andartak
sé skipulagt, en Dole, sem er 73 ára
og 23 árum eldri en forsetinn, kýs
að láta skipuleggja fundi í þaula og
velja áhorfendur.
Wayne Fields, sagnfræðingur og
höfundur bókar um ræður Banda-
ríkjaforseta, sagði að lestarferð
Clintons væri slyngur leikur.
Reuter
LEIKARINN Christopher Reeve, sem lamaðist er hann féil
af hestbaki, ávarpar flokksþing demókrata í Chicago.
endur skammbyssa þurfi að bíða fimm
daga eftir að fá þær afhentar.
„Við gerðum okkur fljótt grein fyrir
gildi þess að hafa forseta, sem er í
raun staðráðinn í að binda enda á of-
beldi með skotvopnum," sagði Sarah
Brady. „Fyrir fjórum árum kusu
Bandaríkjamenn slíkan forseta.“
Clinton, sem nú er á kosningaferða-
lagi til Chicago í járnbrautarlest, lagði
einnig áherslu á glæpi á mánudag og
kvaðst ætla að tryggja það að þeir,
sem dæmdir hefðu verið fyrir ofbeldi
innan veggja heimilisins, fengju ekki
að kaupa skammbyssur.
Bill Clinton forseti lýsti yfir því í
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 25
FF
Alþjóðleg ráðstefna um kynferðislega misbeitingu barna í ágóðaskyni
gær að hann hygðist leggja fram fimm
ára áætiun um að veita 2,5 milljörðum
dollara (175 milljörðum króna) til að
draga úr ólæsi Bandaríkjamanna.
Hann hyggst einnig leggja fram
áætlanir um að hreinsa eiturefni í stór-
borgum og hvetja fyrirtæki til að ráða
til vinnu fólk, sem er á opinberu fram-
færi, á lestarferð sinni.
Á undan Brady-hjónunum komu
fram Mike Robbins lögregluþjónn, sem
hafði verið skotinn 11 skotum og var
einn með þijár byssukúlur í líkaman-
um. „Ég. get engu breytt um það,“
sagði Robbins um örlög sín. „En ég
get hjálpað öðrum með því að rísa upp
og beijast með forsetanum."
Reeve vel tekið
Leikarinn Christopher Reeve, sem
þekktastur er fyrir leik sinn í hlut-
verki „Ofurmennisins" og er nú lamað-
ur fyrir neðan háls eftir að hafa dott-
ið af hestbaki, kom síðastur fram á
mánudag og brutust þá út mestu fagn-
aðarlæti kvöldsins.
Reeve þurfti oft að gera hlé á máli
sínu vegna öndunartækis, sem hann
er tengdur vegna lömunar sinnar, og
forðaðist að mestu leyti flokkadrætti.
Eini forsetinn, sem hann nefndi með
nafni var Franklin Roosevelt: „Roose-
velt forseti sýndi okkur að maður, sem
getur varla hafið sig upp úr hjólastól
getur lyft heilli þjóð úr örvæntingu.
Og ég trúi - eins og sitjandi stjórn -
á mikilvægasta grundvallarlögmálið,
sem Roosevelt kenndi okkur: Banda-
ríkjamenn þurfa ekki að láta nauð-
þurfta borgara bjarga sér óstuddir."
Ákveðið var að biðja Reeve að
ávarpa flokksþingið eftir að demó-
kratar höfðu komist að því með því
að bera lista þekkts fólk undir að-
spurða í skoðanakönnun að hann væri
eftirsóttasti ræðumaðurinn.
Þegar Reeve hafði lokið máli sínu
dimmdi í salnum og skyndilega birtust
myndir af Bill Clinton á þremur stöðum
þar sem hann var á kosningafundi í
Toledo í Ohio. Þakkaði Clinton ræðu-
mönnum kvöldsins og þótti þessi beina
útsending bera því vitni að í Ijarveru
sinni stjórni forsetinn engu að síður
framvindu flokksþingsins í Chicago.
í gærkvöldi var ráðgert að Hillary
Clinton tæki til máls. Einnig átti
blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson
að flytja ræðu. Jackson er mikill ræðu-
maður^ en hefur ekki sömu ítökin og
áður. I kvöld verður Clinton formlega
tilnefndur forsetaframbjóðandi demó-
krata og annað kvöld lýkur flokksþing-
inu með ávarpi forsetans.
„Það er engin spurning að Clint-
on er öflugasta vopn demókrata
um þessar mundir," sagði Fields.
„Þótt sumir vantreysti honum
kunna margir vel við hann. Þeim
líkar að vera nálægt honum og
hlustaá hann.“
Fields spáði því að kosningastjór-
ar Clintons myndu nýta þennan
hæfileika Clintons út í ystu æsar
allt fram á kjördag, 5. nóvember.
Repúblikanar tóku annan pól í
hæðina þegar flokksþing þeirra var
haldið í San Diego fyrr í mánuðin-
um. Þá fór lítið fyrir Dole allt þar
til hann flutti ávarp sitt á loka-
kvöldi þingsins til að taka við út-
nefningu flokksins til forsetafram-
boðs. Hina dagana leyfðu repúblik-
anar ungum og upprennandi sljórn-
málamönnum að njóta sín.
Clinton ávarpaði flokksþingið úr
lestinni þar sem liann var staddur
í Ohio á mánudagskvöld og slær
sér upp með daglegum yfirlýsing-
um á för sinni.
Demókratar fara allajafna sínu
fram, en á þinginu í Chicago sætta
þeir sig auðmjúkir við yfirráð Clint-
ons og eiga sennilega ekki annars
kost eins og staðan er í bandarísk-
um stjórnmálum. „Það finnast fé-
lagar í flokknum, sem hafa ólíkar
skoðanir, en þeir hafa ákveðið að
betra sé að þeirra sannfæring víki
fyrir sannfæringu Clintons til þess
að halda velli,“ sagði Robert Holsw-
orth, sljórnmálafræðingur við
Virginíu-háskóla.
Demókratar leyfa sér meira að
segja að vona að Clinton hafi næg-
an niátt til að leika sama leikinn
og Truman fyrir 48 árum og end-
urheimta meirihluta demókrata í
annarri deild þingsins, ef ekki báð-
um.
4-
Reiknað er með að á
hverjum degi stundi
ein milljón bama
vændi. Bamavændi er
millj arðafyrirtæki, nær
um allan heim og nær-
ist á efnalegri og and-
legrí fátækt. Sigrún
Davíðsdóttir segir hér
frá því sem alþjóðleg
ráðstefna í Stokkhólmi
um kynferðislega mis-
beitingu bama í ágóða-
skyni tekur fyrír en
það setur svip á hana
að hún er haldin í
skugga voðaatburð-
anna í Belgíu.
Reuter
FRÁ setningarathöfn alþjóðlegu ráðstefnunnar gegn kynferðislegri misbeitingu barna, sem sett
var í Stokkhólmi í gærmorgun við hátíðlega athöfn.
ÞEGAR um þúsund ráð-
stefnugestir komu saman
í gær í Stokkhólmi til að
ræða kynferðislega mis-
notkun barha í ábataskyni er það
ekki síst árangur óháðra barna-
verndunarsamtaka víða um heim.
Frumkvæðið áttu ECPAT, End
Child Prostitution in Asian Tour-
ism. Sænska stjórnin heldur ráð-
stefnuna í samvinnu við ECPAT,
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og
samtök er sinna réttindum barna.
Þess vegna er ráðstefnan heldur
ekki með hefðbundnu sniði ráð-
stefna Sameinuðu þjóðanna þar
sem fulltrúar ríkisstjórna funda sér
og fulltrúar óháðra samtaka sér.
Allir hittast á sama vettvangi.
Þegar skipulagða misnotkun
barna ber á góma í Norður-Evrópu
beinist athyglin iðulega að svoköll-
uðum sex-túrisma, skipulögðum
ferðum á staði, þar sem neyðin er
slík að börn eru föl til kynferðislegs
samneytis við hvern sem vill greiða
fyrir það. Slíkar ferðir eru þó að-
eins brot af vandanum, sem felst í
því að fátækt og hörmungar upp-
ræta fjölskyldur og börn hrekjast
út á götumar, þar sem þau eru
auðveld bráð fyrir illa þenkjandi
fólk og skipulagða glæpastarfsemi.
Nýlegir atburðir í Belgíu, þar sem
börnum var rænt og þau misnotuð
og myrt sýna að siðferðisbæklun
af því tagi sem leiðir fólk til ^líkra
verka er ekki einskorðuð við þriðja
heiminn.
Ráðstefnan snýst um þrjá þætti
kynferðislegrar misnotkunar barna
í ágóðaskyni: Barnavændi, skipu-
lagða verslun með börn í vændis-
skyni og klámefni með börnum.
Tilgangurinn er að vekja athygli á
þessum efnum. í lokin ------------
verður undirrituð yfirlýs-
ing um aðgerðir til að taka
á vandanum. Níu efni
verða rædd: Þeir sem mis-
nota börn, börn í klám- ___________
efni, kynlífsferðir, heilsu-
gæsla, lagalegar umbætur og lög-
gæsla, fyrirbyggjandi aðgerðir og
andleg og félagsleg endurhæfing,
hlutverk menntunar, íjölmiðlar og
manngildi.
Kynlífsferðir:
brot af vandanum
Kynlífsferðir, þar sem fullorðnu
fólki, mest körlum, er stefnt til
staða eins og Tælands, hafa undan-
farið verið í leitarljósi fjölmiðla í
Norður-Evrópu. Mest er um að
ræða ferðir frá auðugum löndum
eins og Þýskalandi, Bretlandi og
Norðurlöndum. Pattayaströndin í
Bömin em
auðveld bráð
i
á
W
Siðferðis-
bækiun ekki
bundin við
þriðja heiminn
Tælandi var til skamms
tíma vinsæll áfanga-
staður. Þar komst
ferðamannaiðnaðurinn
á legg fyrir nokkrum
áratugum og margir
ferðamennirnir voru þá
bandarískir hermenn í
Asíu. Hömlulaus upp-
bygging hefur leitt af
sér hrikalegan um-
hverfisvanda, svo sem
mengun og vatnsskort,
svo strandlífið þarna er
víða langt frá heillandi
myndum af hvítum
ströndum og bláu hafi.
Á Pattæja eru svo
staðir eins og Sírenu-
barinn, þar sem mið-
aldra evrópskir karl-
menn sitja yfir bjórglasi
og litlir strákar á aldrinum 10-15
ára skottast í kring. Strákarnir vita
hveiju karlarnir, sem láta eins og
ekkert sé, eru á höttunum eftir.
Þegar líður á kvöldið og eftir hvísl-
ingar og bendingar ramba karlarn-
ir út, einn og einn, og strákarnir,
einn og einn, í humátt á eftir.
Það má sjá að samtök eins og
ECPAT hafa haft árang-
ur sem erfiði í baráttu
sinni, því það hefur fækk-
að til muna á barnum og
öðrum stöðum á Pattaya
_________ miðað við það sem var
fyrir nokkrum árum.
Karlarnir vita að tælenska lögregl-
an snýr ekki lengur blinda auganu
að athæfinu. Áður fyrr gátu þeir
fundið sig óhulta, því þó athæfi
þeirra væri refisvert heima fyrir
náði armur laganna þeim ekki fjarri
heimkynnum þeirra þar sem lög-
reglan var oft gjörspillt. Nú hafa
nokkur fræg sakamál, bæði á Norð-
urlöndum og í Bretlandi, gefið for-
dæmi fyrir að mennirnir séu sóttir
til saka heima fyrir þó brot þeirra
hafi verið framin á erlendri grund.
I júní 1995 var 68 ára Svíi dæmd-
ur í þriggja mánaða fangelsi fyrir
kynmök við fjórtán ára strák sem
voru dæmdar 300 þús-
und íslenskar krónur í
skaðabætur. Handtaka
mannsins var liður í
átaki hóps sænskra
lögreglumanna í sam-
vinnu við tælensku lög-
regluna. Sjónvarps-
menn fylgdu lögregl-
unni og mynduðu einn-
ig aðkomuna í hótel-
herberginu þar sem
maðurinn var með
drengnum. Liðið sem
stóð að sjónvarpsþætt-
inum sagðist hafa hitt
menn frá öllum Norð-
urlöndum þarna á hött-
um eftir strákum og
þá einnig íslendinga.
En þó það fækki á
börunum í Pattaya
þýðir það ekki að vandinn sé upp-
rættur. Það hefur spurst í þessum
hópum að Kambódja sé nú eins og
Tæland var áður fyrr. Stríð í land-
inu um árabil hefur haft það í för
með sér að helmingur landsmanna
eru undir 15 ára aldri. Skarar af
heimilislausum börnum leita sér
lífsviðurværis á götum höfuðborg-
arinnar Phnom Penh. Og ----------
með upplausninni í Austur-
Evrópu hefur fjöldi barna
flosnað upp og reikar um
göturnar án nokkurs fasts
samastaðar. Götubörnin _
eru alls staðár auðveld bráð
fyrir alls kyns misindismenn
glæpalýð.
Barnavændi angi af alþjóðlegu
vandamáli fátæktar og eymdar
En það væri misskilningur að
halda að kynlífsferðir frá ríkum
þjóðum til fátækra séu höfuðvand-
inn. Kjarninn er neyð barna víða
um heim. Börn fátæklinga flosna
upp eða eru send ung í vinnu fjarri
heimkynnum sínum. Vinnan er oft
yfirskin yfir að börnin eru í raun
seld í vændi. Ein og í ókunnu um-
liverfi eiga þau sér varla viðreisnar
von og oft er þeim haldið undir
og
áhrifum eiturlyfja. Barnavændi í
Asíu og Afríku er fyrst og fremst
til vegna þess að innfæddir leita
eftir því. Ottinn við eyðni hefur
gert það að verkum að vændiskon-
ur á barnsaldri þykja eftirsóknar-
verðar. Giskað er á að daglega leið-
ist ein milljón barna út í vændi.
En það er einnig misjafnt eftir
svæðum hversu mikil brögð eru að
barnavændi, Spurningin er af
hveiju sumir foreldrar virðast ekki
hugsa um afdrif barnanna, meðan
aðrir foreldrar, jafn fátækir og illa
stæðir, eru tilbúnir að vaða eid og
brennistein til að halda börnunum
frá líferni í vændi og óreiðu.
En vandinn er ekki bundinn við
þriðja heiminn. Á síðasta ári sýndi
ítölsk rannsókn að tíu prósent
vændiskvenna þar voru undir
fimmtán ára aldri. Nýlega komst
upp um innflytjendafjölskyldu í
Napólí, sem stundaði skipulagt
barnavændi. Þeir sem þekkja til í
Danmörku segja að þar séu dæmi
um barnungar stúlkur í vændi. I
Evrópu eru til skipulagðir hópar
karla, er sækjast eftir mökum við
börn.
í blaðaskrifum um Stokkhólms-
---------- ráðstefnuna birti danska
blaðið Berlingske Tid-
ende viðtal við svokall-
aðan formann þeirra er
sækjast eftir mökum við
__________ börn, þar sem hann rétt-
lætti gerðir þeirra með
að til væru börn, sem sæktust eftii
slíkum mökum og þau væru ekk:
endilega slæm fyrir börnin. Þessii
menn neita að horfast í augu vió
þá staðreynd að í slíku sambandi
eru það alltaf þeir fullorðnu, sem
hafa töglin og hagldirnar á kostnað
barnsins. Önnur hlið þessa er svo
að það eru aðilar og skipulögð sam-
tök, sem samviskulaust gera út á
börnin. Barnavændi og allt sem því
tengist er stóriðnaður, sem erfitl
er að koma höndum yfir rétt eint
og eiturlyfjasölu og aðra glæpa-
starfsemi sem mikið er upp úr að
hafa.
Samtök sem
samvisku-
laust gera út
á börnin