Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 28

Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EINN þeirra fjölmörgu sem spreyta sig á frumtamningaprófi FT er Sveinn Ragnarsson og er hann með á annan tug hrossa í tamningu og þjálfun í Múla í Biskupstungum. Hér heldur hann í Glæði frá Dalsmynni, litfagran og geðprúðan fola, sem væntanlega verður tekinn út í prófraun Sveins í endaðan september. Arlega þrjátíu nýir félagar í F.T. HESTAR MEÐ auknum útflutningi reið- hrossa hefur þörfin fyrir góða tamningamenn aukist ár frá ári. Kröfumar um bætta tamningu hrossanna virka sem vítamín- sprauta á þá sem annast fræðslu- þáttinn, þ.e. Félag tamningamanna í góðu samstarfi við Bændaskólann á Hólum sem mun að líkindum yfirtaka þennan mikilvæga þátt hestamennskunnar á næstu árum. Tamningar eru vandaverk og aukast kröfur um verkvöndun stöð- ugt. Félag tamningamanna hefur verið í fararbroddi um menntun tamningamanna í áratugi og nú hin síðari ár hefur kennslan í auknum mæli færst yfír á Bændaskólann á Hólum og hafa þessir aðilar sem kunnugt er verið í nánu samstarfi. Einn þáttur í starfsemi félagsins eru frumtamningaprófin sem menn þurfa að þreyta og standast til að fá inngöngu í frumtamningdeild félagsins. Einnig er mögulegt að komast inn í þá deild með árs námi •við Bændaskólann og voru nýlega útskrifaðir ellefu nemendur sem voru að klára verknámið sem er síðasti hluti námsins. Frá síðasta vetri eiga sextán nemendur eftir að ljúka verknámi og sagði Trausti Þór Guðmundsson, formaður félagsins, að þeir myndu ljúka því eftir ára- mótin næstu. Trausti sagði að síð- ustu árin hafí í kringum fimmtán manns tekið frumtamningapróf fé- lagsins á ári en eitthvað á þriðja tuginn komið inn í félagið í gegnum skólann og afrakstur þessa árs yrði hátt í fjörutíu nýir félagar. Um síðustu áramót voru félagar 303. Sagði Trausti að gera mætti ráð fyrir að árlega hafi á fjórða tug manna fengið inngöngu í félagið undanfarin ár og gert væri ráð fyrir að félagar yrðu 340 um næstu áramót. Aðspurður kvað Trausti að menntun tamningamanna og reiðkennara væri rauði þráðurinn í starfsemi félagsins. Um þessar mundir væru þrír að temja fyrir frumtamningapróf og yrði tekið út hjá þeim síðar í haust. Frumtamningapróf gengur þannig fyrir sig að fulltrúi félagsins tekur út fimm ótamin trippi hjá umsækjanda þar sem metið er ástand þeirra. Þau verða að vera járnalaus og ekki má hafa verið komið á bak þeim en í lagi að hring- teyma þau fyrir úttektina. Próftaki fær síðan átta vikur til að temja trippin og velur hann þijú af þess- um fimm til úttektar. Tveir fulltrú- ar frá félaginu sjá um úttektina og eru það fjölmörg atriði stór og smá sem þurfa að vera í lagi ef nást eiga háar einkunnir. Þá þurfa umsækjendur að þreyta próf í kyn- bótadómum og sækja járninga- námskeið sem lýkur með prófi. EITT það fyrsta sem trippunum er kennt er að hlaupa í taum- hring þannig að þau hlaupi afslöppuð og áreynslulaust án þess að taka í tauminn. ÞEGAR farið er á bak í fyrstu skiptin er gott að hafa trippin bundin við stallmúl en ekki í beisli. Allt gengur þetta vel og greinilegt að Sveini hefur tekist að vinna traust folans. ÁKJÓSANLEGT er að trippin sæki í brokkið á fyrstu stigum tamningar og er ekki annað að sjá en þetta fari eins og best verður á kosið hjá Sveini og Glæði. Stakkur Háskólans — og vöxtur Meðal annarra orða Það er skylda íslenskra stjómmálamanna að gera Há- skóla íslands kleift að sinna hlutverki sínu með sóma. Njörður P. Njarðvík segir: Þeirri skyldu sinna þeir ekki. ÞEGAR rektor Háskóla íslands tilkynnti að vantaði um 60 milijónir til að hægt væri að halda áfram óbreyttu starfi sagði menntamála- ráðherra að Háskólinn yrði að sniða sér stakk eftir vexti eins og aðrar stofnanir. Vera má að svona horfi þetta við honum sem ráðherra í ríkisstjórn enda átti hann sjálfsagt við að stofnanir yrðu að sætta sig við fjárlög hverju sinni. Líkingin við stakkinn á þó ekki alls kost- ar við af þvi að í raun er það nú svo að Há- skóli íslands sníður sér ekki stakk sinn sjálf- ur. Það gera stjórnmálamenn, fjárveitingavald- ið, og sá stakkur er ekki sniðinn eftir vexti, heldur stendur hann alls staðar á beini. Sann- ast að segja er líkingunni hreinlega snúið við. Þegar barn vex úr grasi þarf að sníða því nýjan stakk, ekki einu sinni, heldur margoft. Ráðherrar eru hins vegar að segja, þegar þeir grípa til líkingarinnar um stakkinn og vöxtinn, að vextinum skuli haga eftir stakknum, þeim stakki sem Háskólanum er ákveðinn. En það er því miður ekki hægt. Stakkurinn hlýtur að rifna ef gert er ráð fyrir þvi að Háskólinn standi ekki hreinlega í stað. Og varla getur það verið eftirsóknarvert. Engin fastmótuð stefna Nemendum við Háskóla íslands fjölgar ár frá ári. Það kallar á fleiri kennara og aukið húsnæði. Það sér hver heilvita maður. Fjárveit- ing er hins vegar óbreytt og reyndar krafist aukins sparnaðar. Þá er ætlast til þess að fleiri nemendur séu menntaðir með minni tilkostn- aði. Til hvers leiðir það? Til minni og fábreyti- legri kennslu. Og því fylgir sú hætta að mennt- un þeirra sem útskrifast frá Háskóla íslands sé lakari en vera ætti. Verði svo um einhvern tíma kemur að því að menntun frá Háskóla íslands verður smám saman hálfgert hálfkák. Er það vilji stjómmálamanna? Eins og fyrri daginn stafar þetta ástand af því að íslensk stjórnvöld hafa enga raunveru- lega fastmótaða stefnu í menntamálum. Stefnumið og framtíðarsýn virðist íslenskum stjórnmálamönnum um megn. Og þar er eng- inn sá flokkur undanskilinn sem farið hefur með stjórn landsins síðustu áratugi. Gaman væri að fá svör við því frá stjórnmála- mönnum til hvers þeir ætlist af Háskóla ís- lands, til hvers íslenskur háskóli eigi að vera. Það er ekki nóg að segja: til þess að annast æðstu menntun þjóðarinnar. Sá er auðvitað tiigangur Háskóla íslands. Honum var ætlað að vera einn af hornsteinum íslenskrar menn- ingar. En það er ekki nóg að eiga tilgang, honum þarf einnig að vera hægt að sinna. Það er skylda_ íslenskra stjórnmálamanna að gera Háskóla íslands kleift að sinna hlutverki sínu meý^óma. Þeirri skyldu sinna þeir ekki. íslenskir stjórnmálamenn virðast einna helst haga sér eins og maður sem er alls stað- ar í vanskilum og ævinlega í tímaþröng. Þeir grípa til fálmkenndra örvæntingarráða sem veita enga lausn af því að í þeim felst engin framtíðarsýn. íslenskum stjórnmálamönnum virðist fyrirmunað að skilja að niðurskurður þarf ekki að leiða til sparnaðar. Hann getur þvert á móti orðið til stórfellds skaða þegar til lengri tíma er litið. Það kemur skýrt fram í stefnuleysi ríkisstjórnarinnar í heilbrigðis- málum. Það getur enginn sannfært mig um að það sé þjóðinni hagkvæmt að fólk sé sjúkt og fái ekki eins skjóta bót meina sinna og unnt er að veita. Forsenda velmegunar Ég vil leyfa mér að taka dæmi úr eigin starfi. íslenskuskor heimspekideildar annast menntun móðurmálskennara á framhaldsskólastigi. En nú er svo þrengt að skor okkar að við getum ekki með góðu móti veitt nemendum okkar þá kennslu sem þeim er nauðsynleg. Því fylgir sú hætta að nemendur okkar hafi síðar ekki nægi- lega þekkingu til að kenna framhaldsskólanem- endum móðurmál sitt. Það 'hefur kannski ekki bein áhrif á peningaeign þjóðarinnar en slök tök á móðurmáli leiða til andlegrar fátæktar. Og nú er brýnni þörf á dugmiklum móðurmáls- kennurum en nokkru sinni fyrr því að mikill fjöldi manna er blátt áfram að missa tökin á íslensku beygingakerfi. Það heyrum við dag hvern í útvarpi og sjáum oft á prenti í dagblöð- um. Þannig getur niðurskurður og „sparnað- ur“ leitt til óbætaniegs tjóns fyrir íslenska menningu. Menn hafa stungið upp á því að takmarka ijölda nema til að leysa fjárhagsvanda Háskól- ans. Það er hægt að gera með háum skólagjöld- um en þá yrði háskólanám að forréttindum efnafólks. Nefnd hafa verið inntökupróf eða kröfur um háar einkunnir á stúdentsprófi. Á móti því mælir sú staðreynd að ungt fólk þrosk- ast mishratt. Þá hefði sá er þetta ritar ekki komist að í íslenskunámi í háskóla því að hann var heldur slakur nemandi í menntaskóla þótt honum gengi vel í háskóla. Sagt hefur verið að greiða mætti háskóla ákveðna fjárhæð fyr- ir hvern útskrifaðan nemanda. Það gæti orðið til þess að slaka á kröfum til þess að kapp yrði lagt á að útskrifa sem flesta til að fá meira fé. Engin þessara tillagna er til bóta af þeirri einföldu ástæðu að grundvöllur háskólanáms er fijáls þekkingarleit og fijó, skapandi hugs- un. Og það tvennt mun skila beinum arði til þjóðarinnar. Ekki þegar í stað, heldur smám saman um ókomna framtíð. Þess vegna á að efla háskólanám því að það er ein meginfor- senda aukinnar velmegunar í framtíðinni, jafnt andlegrar sem veraldlegrar velmegunar. Aukin hákólamenntun mun skila auknum arði. Mikið væri gaman ef hægt væri að koma íslenskum stjórnmálamönnum í skilning um það. Að þrengja að Háskóla íslands er að þrengja að framtíð íslensku þjóðarinnar. Höfundur er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Ishtntls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.