Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BRYNHILDUR STEINÞÓRSDÓTTIR Brynhildur Steinþórsdóttir var fædd á Þing- eyri við Dýrafjörð 9. desember 1913. Hún andaðist í Kaupmannahöfn 9. júlí síðastliðinn. Hún var frá frum- bernsku kölluð Stella og er það nafn notað í minn- ingarorðum um hana. Foreldrar hennar voru Ríkey Sigurðardóttir f. 21. janúar 1885, d. 2. ágúst 1948 og Steinþór Benjamínsson f. 30. júlí 1886, d. 12. mars 1971. Systkini hennar voru Elísabet Dýrleif f. 25. júní 1915, d. 27. júní 1969 , Anna Bryndís f. 7. ág- úst 1920, d. 14. desember 1966 og Birgir f. 6. júlí 1923. Hann býr í Reykjavík. Útför Brynhildar fór fram frá Fossvogskapellu 7. ágúst. Fyrstu kynni mín af Stellu voru í minni fyrstu íslandsferð árið 1951. Nokkru seinna fylgdi hún vinkonu sinni sem fór í heilaaðgerð hjá hinum fræga dr. Busch til Kaupmannahafnar og gisti hún hjá íslenskri vinkonu minni. Aftur lá leið hennar til Danmerkur árið 1952, þegar hún fór í sumarfrí með mér og öðrum dönskum og íslenskum vinum til Stokkhólms. Ári síðar voru tengslin enn end- „ urnýjuð þegar við fórum saman í sumarfrí til Sviss og Austurríkis. Stella var nú orðin það hrifín af Danmörku að hún óskaði að dvelja hér í nokkur ár. Hún flutti til Kaupmannahafnar árið 1954, fékk strax góða vinnu og lítið her- bergi nálægt tjörnunum í Kaup- mannahöfn. Stuttu síðar fékk hún leigða litla 2ja herbergja íbúð, í húsi foreldra minna á sama stiga- palli og mín íbúð var á. Var hún alla tíð afar ánægð með litlu íbúð- ina sína og bjó hún þar til dauða- dags. Stella kunni mjög vel við sig í Danmörku og það hvarflaði aldr- ei að henni að flytja aftur heim til íslands. Þegar Stella fluttist til Danmerk- ur var hún 40 ára en var 82ja þeg- ar hún andaðist í Kaupmannahöfn 9. júlí. Var hún því búsett rúman helming ævi sinnar í Danmörku. Þó að Stella kysi að flytjast frá íslandi til Danmerkur á góðum aldri var hún alla tíð sannur og góður íslendingur og rækti áfram gott samband við fjölskyldu sína og vini á Islandi. Hún var dugleg að skrifa heim og hennar fallega rithönd gleymist ekki þeim sem hún var í bréfasam- bandi við. Hún fór oft heim til Islands eftir að hún fluttist til Dan- merkur og tók þátt í gleði og sorg með fjöl- skyldu sinni heima á íslandi, svo fór hún og í venjulegar sumarleyf- isferðir. Allir úr hennar innsta fjölskylduhring heimsóttu hana eir.nig, margir oft, og gistu þeir í litlu vinalegu íbúðinni hennar. Svo var einnig um marga vini hennar heima á Islandi. Á seinni árum sótti Stella sam- komur 5 húsi Jóns Sigurðssonar og eignaðist þar nýja íslenska vini og kunningja. Eftir að Stella settist að í Kaup- mannahöfn fylgdist hún náið með því sem var að gerast heima á Ís- landi gegnum fjölskylduna og með því að kaupa og lesa Morgunblaðið á hveijum degi. Þetta stóð sam- fellt í 37 ár en þá varð hún fyrir þeirri þungu og bitru reynslu að sjóninni hrakaði. Og eftir það gat hún hvorki lesið né skrifað en gat áfram bjargað sér innan húss og utan. Þessu mikla áfalli tók hún með miklu æðruleysi og hugarró. Eftir þetta tók hún og fjölskylda hennar heima á íslandi upp fast símasamband annan hvern laugar- dag og fékk hún þannig stöðugt nýjar fréttir að heiman. Eins og áður er komið fram höfðum við Stella búið á sama stigapalli í meira en fjóra áratugi og var hún mér og fjölskyldu minni góður nábúi og vinur. Aldrei mun ég gleyma hvað hún var góð og hjálpsöm við gamla fólkið í minni fjölskyldu. Margar ánægjulegar stundir áttum við í sumarhúsinu mínu með góðum dönskum vinum. Stella elskaði „kofann“ minn og hjálpaði mér mikið við garðvinnu og húsamálun. Við Stella fórum saman í mörg dásamleg ferðalög á bílnum mínu bæði innan Dan- merkur og til annarra Evrópulanda og þeirra er mér ljúft að minnast. Eins og áður hefur komið fram fór hún í margar heimsóknir til íslands og í þeim flestum var eg ferðafé- lagi hennar. í þessum Islandsferð- um kynntist ég náið fjölskyldu Stellu og ýmsum vinum og þróuð- ust þessi kynni upp í vináttu sem ég met mikils. Stella eignaðist marga góða vini í Danmörku og öðrum löndum. Kom það í ljós þegar hún var kvödd frá Sankti Lukas kirkjunni í Kaup- mannahöfn að vináttan átti sér engin landamæri því kveðjur bár- t Móðir okkar, JÓNA F. AXFJÖRÐ, iést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík mánudaginn 26. ágúst. Jaröarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Hjartkær faðir okkar, GUÐBJARTUR GÍSLI GUÐMUNDSSON frá Króki, Krummahólum 6, Reykjavik, andaðist mánudaginn 26. ágúst. Magnús Guðbjartsson, Ólöf Kristjana Guðbjartsdóttir, Guðrún Guðbjartsdóttir. ust frá vinum í Noregi og Svíþjóð í norðri og Sviss í suðri. Elsku Stella ! Við allir þínir dönsku vinir sökn- um þín mjög. Við viljum heiðra minningu þína og sendum fjöl- skyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Edith Tranekjær Poulsen, tannlæknir, Kaupmannahöfn. Stella fæddist á Þingeyri og þar undi hún sér vel við leik og störf æsku- og unglingsáranna. Störfin á sumrin voru tengd saltfiskverkun en fljótlega upp úr fermingu lá leið hennar til Reykjavíkur á vetr- um í vist hjá hjónunum Carli og Jóhönnu Proppé. Var hún marga vetur hjá þeim hjónum. Árið 1935 fékk Fríða Proppé dóttir þeirra hjóna veitingu fyrir lyfsöluleyfi á Akranesi og stofnaði hún þá Akranessapótek. Var Stella fyrsta afgreiðslustúlkan í apótek- inu og vann hún þar í nokkur ár. Var náin vinátta með Stellu og Fríðu meðan báðar lifðu. Frá Akra- nesi lá leið Stellu aftur til Reykja- víkur þar sem hún vann í Ing- ólfsapóteki og við afgreiðslustörf í verslunum uns hún fluttist Dan- merkur. Stella kom inn í líf mitt þegar móðir mín giftist Birgi bróður hennar. Þá eignaðist ég stjúpföður og allt í einu þijár fullorðnar frænkur, 9 ára gömul. Þessar nýju frænkur mínar, systurnar Anna Bryndís, Didda og Stella voru í mínum huga afskaplega góðar og skemmtilegar manneskjur. Þær voru hver annarri ljúfari og gam- ansamari á sinn prúða hátt. Þær tóku mér strax eins og ég væri þeirra eigin bróðurdóttir og hefði alla mína tíð verið í fjölskyldunni. Hafði ég sérstaka ánægju af því að hlusta á þær segja frá lífí sínu og starfi, öllum ferðalögunum sem þær fóru í og fólkinu sem þær umgengust. Anna Bryndís bjó í Bandaríkjunum, Didda vestur á Þingeyri og í Reykjavík og Stella í Kaupmannahöfn, svo það voru hinar fjölbreytilegustu frásagnir sem maður fékk að heyra. Nú eru þær allar látnar en skildu eftir sig hlýjar og góðar minningar. Stella frænka settist að í Kaup- mannahöfn er hún var að nálgast fertugt. Undi hún hag sínum hið besta þar og kaus frekar að heim- sækja ættjörðina eins oft og hún kom því við fremur en að flytjast til íslands aftur. Skömmu eftir komuna til Kaup- mannahafnar, fékk hún leigða litla tveggja herbergja íbúð í húsi for- eldra Edith vinkonu sinnar. Þær höfðu kynnst er Edith var á ferða- lagi á íslandi fáum árum áður og áttu sameiginlega vini hér heima og einnig í Kaupmannahöfn. Vin- áttuband þeirra styrktist með hveiju árinu sem leið og sýndi það sig í gegnum árin að vinátta þeirra var hvorri um sig afar mikils virði. Mat Stella Ijölskyldu Edith mikils og reyndi að vera eldra fólkinu í húsinu innan handar sem hægt var. Þær ferðuðust mikið um Evrópu saman og flest árin var einhver utanlandsferð í undirbúningi . Það kom fyrir að íslenskir ættingjar fóru með í þessar ferðir. Á milli ferðalaga á sumrin dvaldi Stella oft og tíðum í sumar húsi Edith á Sjálandi og tók til hendi í garðinum , rakaði og gróðursetti og gerði ýmislegt fleira er til féll. Þegar Stella kom heim til Islands ferðaðist hún um landið sitt með fjölskyldu sinni og dáðist alltaf að því hvað landið væri fallegt og lofts- lagið gott. Iðulega kom Edith með henni og meiri Islandsvin er vart hægt hugsa sér en hana. Samband Stellu við fjölskylduna var alla tíð mjög sterkt. Kært var á milli þeirra systkina, Birgis og hennar. Fjölmörg bréf bárust frá henni og var hún fljót að svara þeim bréfum sem hún fékk að heiman. Hún hafði ákaflega fal- lega rithönd og það sem var meira um vert: henni skeikaði hvergi í íslenskunni og var engan veginn hægt að heyra á mæli hennar að danska væri hennar daglega mál. Fylgdist hún vel með hvað var að gerast hjá ijölskyldunni og hafði mikinn áhuga á velferð hennar. Hún hafði einnig áhuga á hvað var að gerast í íslensku þjóðlífi og þótti miður að heyra og sjá allt það neikvæða sem var að þróast en gladdist jafnframt yfír framför- um og jákvæðum atburðum sem áttu sér stað. En fyrir um það bil fimm árum hættu bréfin frá henni að berast. Hafði henni þá daprast svo sjón að hún átti erfitt með að greina smærri hluti. Lögðust þar með bréfaskriftir af. Það var fleira sem hún varð að leggja á hilluna. Hún gat ekki lengur lesið blöðin sín á hverjum degi, íslensk eða dönsk, né heldur lesið þær bækur sem hana langaði til. Hún átti mikið af góðum bókum og las alla jafna mikið. Hún komst ekki lengur allra sinna ferða fylgdarlaust eða gat sinnt öllum þeim daglegu verkum sem hún innti af hendi fyrir sjálfa sig og aðra. Utanlandsferðir aðrar en heim til íslands voru ekki leng- ur á dagskrá. Þá var í hennar huga ekkert annað hægt að gera en að laga sig að breytingunum. Hún hélt áfram að fara þær daglegu ferðir sem hún var vön og þekkti, og vonin var að stætisvagninn breytti ekki um stoppistaði eða að miklar götuframkvæmdir ættu sér stað á leið hennar. Hún sinnti öllum þeim verkum sem hún réð við og kunni. Hún hóf í meira mælj að hlusta á sjónvarp og útvarp. í stað bréfa- skrifta tók hún upp reglulegt síma- samband við flölskylduna heima á Islandi. Nokkru áður en sjónin fór að gefa sig kenndi hún innvortis verkja. Þrátt fyrir margar og ítar- legar rannsóknir var sjúkdómurinn ekki greindur fyrr en nokkrum dögum áður en hún lést. Olli þetta henni miklum áhyggjum og hafði hún grunsemdir um að um illkynja sjúkdóm væri að ræða sem og var. Lagði hann hana að velli. í febrúar sl. kom hún í sína síð- ustu ferð til íslands. Hún var sjálfri sér lík þá sem endranær. Það var ekki hægt að sjá á henni að hún ætti við erfið veikindi að stríða. Hún kvartaði aldrei né lét vita um kvalirnar sem hún fann fyrir og hún kom þannig fram að ekki var hægt að sjá annað en hún hefði fulla sjón. Sem fyrr var sami áhug- inn hjá henni fyrir fjölskyldumeðli- munum , eldri sem yngri. Var hún natin við yngsta fólkið og var hún þeim afar kær frænka. Síðustu árin kom í ljós hve dýr- mætt það var fyrir Stellu að eiga vináttu góðrar og vandaðrar mann- eskju. Edith vinkona hennar studdi hana og aðstoðaði við hvaðeina sem hún var hjálparþurfi með. Þegar Stella lagðist inn á spítala í sumar þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt var Edith vakin og sofin yfir yfir líðan hennar og hjálpaði henni á allan hátt. Hún var í stöðugu sambandi við Birgi bróður hennar hér heima og upp- lýsti hann um framvindu mála. Nokkrum dögum fyrir andlát henn- ar fór hann til Kaupmannahafnar og var hjá systur sinni á sjúkrahús- inu þar til yfir lauk. Nú heyrast skemmtilegu frá- sagnimar hennar Stellu ekki leng- ur og glettnislegi hláturinn er hljóðnaður. Myndir og minningar um hana sem skjótast upp í hug- ann ylja og verða sífellt dýrmæt- ari. Hafi hún þö'kk fyrir góð kynni. Blessuð sé minning Stellu frænku. Ragnheiður Magnúsdóttir. Þegar við systurnar vorum litlar vaknaði alltaf sama spurningin að vori, hvort Stella danska kæmi í sumar. Stella frænka var afasystir okkar og bjó mestan hluta ævi sinnar í Kaupmannahöfn. Hún átti góða vinkonu sem heitir Edith og bjuggu þær í sama húsi á Friðriks- bergi. Islandsferðir þeirra voru margar og höfðu þær alltaf eitt- hvað spennandi að færa tveimur litlum systram. Stella hafði dálæti á landinu sínu, sérstaklega Þing- völlum, og voru ófáar ferðirnar sem við fórum með fjölskyldunni út fyrir bæjarmörkin. Þegar hún kom því við ferðaðist hún til Þing- eyrar að heimsækja æskuslóðirnar og vini og ættingja og hafði hún alltaf sérstaka ánægju af þeim ferðum Á jólunum fengum við gjafir frá henni og fékk hver og einn sitt jólakort frá henni sem hún hafði skrifað eitthvað fallegt inn í. Voru umslögin sérstaklega skreytt handa okkur yngra fólkinu og í dag finnst okkur við eiga fallegan fjársjóð. Minnisstæðar eru mér ferðir mínar til Danmerkur þegar ég hitti Stellu á hennar heimavelli. Vorið ’92 fór ég ásamt Steinunni vinkonu minni í heimsókn. Voru þær vin- konur þá staddar í sumarhúsi Ed- ith í Hornbæk. Við ákváðum að að skreppa þangað og þegar við stigum út úr lestinni stóð Stella á brautarpallinum og veitti okkur hlýjar móttökur. Þennan blíðviðris- dag ók Edith um með okkur og skoðuðum við ýmislegt, borðuðum góðan mat og enduðum í sumar- húsinu þar sem við fengum ný og fersk jarðarber með ijóma. Var þetta sem oftar einstaklega ánægjulegur dagur með þeim Sumarhúsið var skemmtilegt með grónum og vel hirtum garði og voru eldiviðarstaflarnir til marks um atorku Stellu sem um vorið hafði tekið sig til og sagað heilu viðarbútana niður. Ári síðar hófum við mæðgur Evrópuferð okkar á því að heim- sækja Stellu. Hún tók að vanda á móti okkur á sinn hlýlega og glað- væra hátt og áttum við afar skemmtilegar stundir með henni. Eg á margar góðar og fallegar minningar um Stellu. Þrátt fyrir erfið veikindi síðustu árin átti hún alltaf til næga kímni til að létta okkur hinum lundina. Bar hún sig alltaf svo vel að það var ekki á henni að sjá að sjónin væri farin að daprast og innvortis kvalir háðu henni. En hún varð að láta undan og er hennar sárt saknað. Blessuð sé minning Stellu frænku. Anna Bryndís Oskarsdóttir. Elsku Stella frænka! Nú kemur þú ekki oftar til Is- lands að heimsækja okkur því þú ert farin í svo langt ferðalag, alla leið til himna. Ég hlakkaði alltaf til að þú kæmir í heimsókn til okk- ar því það var svo gaman að tala við þig. Þú hafðir alltaf áhuga á því sem ég var að gera og hlóst svo oft, líka þegar ég gerði eitt- hvað sem ég átti alls ekki að gera. Þér fannst svo gaman að sjá hvern- ig ég var klædd og það fannst mér skemmtilegt því ég vil alltaf vera svo fín. Þú varst örugglega eina manneskjan sem ég þekkti sem fannst allt í lagi að ég væri klædd í bleikt frá toppi til táar alla daga. Þegar ég hitti þig fyrst var ég svo lítil að ég man ekki hvenær það var en mér er búið að þykja vænt um þig lengi. Þú varst svo góð og hlý og talaðir svo blíðlega við mig og það var alltaf bros í hlýju, fallegu augunum þínum. En þó að ég sjái þig ekki oftar held ég að þú sjáir núna allt og heyrir hvað ég er að gera heima hjá mér, í leikskólanum og annars staðar. Þegar Arna Rín systir mín og Alexander Berg frændi minn eru orðin stærri ætla ég að sýna þeim myndir af þér og segja þeim frá þér á minn hátt og veit ég að þér mun líka það vel. Þakka þér fyrir allar skemmti- legu stundirnar sem við áttum saman. Hafðu það gott Þín, Ylfa Rakel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.