Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 28.08.1996, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N If A UGL YSINGAR Heimilisaðstoð óskast á heimiti í miðborg Reykjavíkur. Heim- ilsstörf og umönnun tveggja barna, 3ja og 7 ára. Vinnutími fyrir hádegi. Laun kr. 35.000. Gott að fá mynd og ábendingar um meðmæli. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „H - 1126“. Nýja efnalaugin óskar eftir starfsfólki í heilsdags- og hluta- störf sem fyrst. Upplýsingar á staðnum eða í síma 588 4858 milli kl. 9.00-12.00. Nýja efnalaugin, Ármúla 30. Frá Fósturskóla íslands Kennara vantar strax til að kenna sálfræði á haustönn á fyrsta námsári skólans. Stöðuhlutfall 75%. Upplýsingar á skrifstofu skólans. Skólastjóri. Starfskraftur óskast nú þegartil afgreiðslustarfa íbrauðbúð, helst vanur. Aldur 25-45 ár. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Vinnutími: Skiptivakt kl. 7.30- 13.00 og 13.00-18.45, auk þriðju hverja helgi. Viðkomandi þarf að vera snyrtilegur og reglusamur. Reyklaus vinnustaður. Áhugasamir leggi svör inn á afgreiðslu Mbl. fyrir helgi, merkt: „Miðsvæðis - Rvík.". Snyrtifræðingur - fótaaðgerðafræðingur óskast Áhugasamir sendi upplýsingar um menntun og fyrri störf fyrir 10. september. Snyfttisto^an <x3éitut\d Grænatúni 1, Kópavogi, sími 554 4025 og heimasími 553 8429. Bókhald Starfsmaður óskast í bókhald, með þekkingu á TOK hugbúnaði, hjá framleiðslufyrirtæki. U.þ.b. 60% starf. Góð laun í boði. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „Bókhald - 1127“, fyrir 30. ágúst. Sautján auglýsir Starfsfólk óskast í tískuvöruverslunina Sautján: • Starfsstúlkur, dömudeild. • Starfsmenn, herradeild. • Saumakonur, saumastofa. Upplýsingar á staðnum, Laugavegi 91, fimmtudag frá kl. 12-18. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR geðsvið Meðferðarfulltrúi Meðferðarfulltrúi óskast á meðferðarheimili fyrir börn á Kleifarvegi 15 sem fyrst. Þetta er spennandi og krefjandi starf. Upplýsingar veitir Hulda Guðmundsdóttir, forstöðumaður, í síma 525 1427. Óskum eftir að ráða: Vel menntaðan nuddara í Mátt, Faxafeni. Aðstoðarmanneskju sjúkraþjálfara. Starfið felst í aðstoð við sjúkraþjálfara, afgreiðslu og þrifum, í Mætti kvenna, Skipholti. Barnagæsla. Hlutastarf í barnagæslu bæði í Mætti í Faxafeni og Skipholti. Upplýsingar hjá Mætti í síma 568 9915. Rafvirkjar Vantar rafvirkja til starfa strax. Nýlagnir og viðhald. Upplýsingar í símum 892 7754 og 553 2733. Verslunarstjóri - afgreiðslufólk í tilefni af opnun nýrrar verslunar leitum við að góðu starfsfólki í eftirtalin störf: • Verslunarstjóra • Afgreiðslufólk í heildags- og hálfdags- störf. • Afgreiðslufólk á kvöldin og um helgar. Einnig vantar starfsfólk í afgreiðslu eftir hádegi í verslun okkar í Rofabæ og á Grens- ásvegi. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 4. september, merktar: „11 - 11“. HVfRFISVERSLUN /fiV STORMARKAÐSVERÐ Frá Grunnskólanum í Súðavík Við bjóðum betur! Af sérstökum ástæðum vantar kennara til starfa í 2-3 stöður. í skólanum eru 50 nem- endur í 1.-10. bekk. Meðal kennslugreina eru: Almenn kennsla, tungumál, stærðfræði, raungreinar, tölvukennsla, íþróttir, tónmennt og umsjón með félagslífi. Einnig vantar íþróttaþjálfara á vegum félagasamtaka. Nú er veriö að taka í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði. Náin samvinna er á milli leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla, sem starfa undir sama þaki. Öll vinnuskilyrði eru með ágætum; m.a. metnaðarfullt skólastarf, nýtt íþróttahús, fullkominn tölvubúnaður og góð vinnuaðstaða. Samgöng- ur eru góðar, flogið er tvisvar á dag til Reykjavíkur og stutt er til næstu byggðarlaga, t.d. er 15 mín. akstur til ísafjarðar. í boði er mikil vinna og ýmis hlunnindi fyrir áhugasama. Hafir þú áhuga á að taka þátt í skemmtilegu skólastarfi og um leið uppbyggingarstarfi í Súðavík, hafðu þá samband og kynntu þér hvað í boði er. Gott húsnæði er til staðar. Allar nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra í síma 456 4961 og á skrifstofu Súðavíkur- hrepps í síma 456 4912. RAÐA UGL YSINGAR Húsnæði óskast til leigu Fjárhagslega vel stæð og reyklaus hjón, með eitt barn og annað væntanlegt, óska eftir að taka á leigu til minnst tveggja ára 5-6 herb. sérhæð, rað-, par- eða einbýlishús, ca 120-150 fm. Æskileg staðsetning er í vest- urbæ, Þingholtum eða Hlíðum. Tryggum mánaðargreiðslum heitið og fyrir- framgreiðsla og meðmæli ef óskað er. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Langtímaleiga - 18132“. Milljón íafslátt Glæsilegt ústýni yfir Esjuna og Elliðaárdalinn. 3ja-4ra herb. íbúð í Hólunum, laus strax. Verð nú kr. 5 millj. 950 þús. Upplýsingar í síma 898 0275. Til leigu eitt skrifstofuherbergi í nýju húsi á besta stað við Suðurlandsbrautina. Aðgangur að sameiginlegri kaffistofu, fundasal, símsvör- un, faxtæki o.fl. Frekari upplýsingar á skrifstofu okkar. Húsakaup, Suðurlandsbraut 52 v/Faxafen, s. 568-2800. Styrkurtil rannsókna íöldrunarmálum Rannsóknasjóður Öldrunarráðs íslands aug- lýsir styrk til rannsókna í öldrunarmálum á Islandi. Umsóknir, ásamt greinargerð um fyrirhugað rannsóknaverkefni, sendist Öldrunarráði ís- lands, Hrafnistu DAS, Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er til 31. september 1996. Stjórn Öldrunarráðs íslands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Lofgjörð, bæn og biblíulestur í kvöld kl. 20.00. Ræðumaður Hallgrímur Guðmannsson. Allir hjartanlega velkomnir. Ungt fótk RjífJ!/ YWAM - ísland Minnum á fundinn í kvöld kl. 20. éSAMBAND ÍSLENZKRA r KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboössalnum. Ræðumað- ur: Friðrik Hilmarsson. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.