Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 E 21
Stafrænir
mynddiskar
EINS oq allir vita, sem á annað borð hafa séð VHS-mynd í sjónvarpi,
er sú tækni gölluð um margt oq mynd- og hljóðgæði afskaplega
takmörkuð. Undanfarin ár hafa menn leitað að hentuqu stafrænu kerfi
sem leyst geti af hólmi VHS-tæknina líkt og geisladiskurinn leysti af
vínylplötuna, og ýmsar atrennur gerðar að því.
SÍÐUSTU tvö ár hefur staðið harður slagur á
milli tækjaframleiðenda um nýjan staðal fyrir
myndaafspilunartæki og á endanum fór öðru-
vísi en í bandmyndaslagnum; besta tæknin
sigraði. Sú tækni, sem þróuð var fyrir tilstilli
Toshiba meðal annars, kallast DVD og hentar
ekki síður fyrir tölvuheiminn en heimabíóið.
Stríðið um nýja mynddiskatækni stóð á milli
fjölmargra fyrirtækja sem Toshiba leiddi og
hélt fram DVD-staðli og samstarfs Phillips og
Sony sem hampaði sínum Video CD staðli.
Gæði Video CD voru mun minni en DVD, en
að sögn fróðra er hann áþekkur VHS-mynd-
bandsgæðum, sem þykja ekki mikil enda bygg-
ist tæknin á því að sía frá allmikið af upplýs-
ingum í myndefninu til að koma megi meiru
fyrir á diskinum og þannig verða smáatriði sem
ekki þykja skipta miklu óskýr svo hægt sé að
hafa þau sem öllu skipta skýrari. DVD leysir
málin aftur á móti með því að hlaða mismun-
andi af upplýsingum á diskinn eftir því sem
myndgæði krefjast, spilarinn les síðan sífellt
inn í biðminni og sér um að skila eftir því sem
þörf krefur. Gagnaflutningur af Video CD diski
er fastur í um 1,5 Mbit á sekúndu, en gagna-
flutningur í DVD-spilara getur sveiflast frá
innan við 1 Mbita á sekúndu upp í 10 Mbita
á sekúndu. Fyrir vikið þykja DVD-myndir af-
skaplega skýrar og margfalt betri en Video
CD og jafnvel slær kerfið við stóru leysidisk-
unum, LD, sem þykja það besta sem sést hefur
í heimabíótækni hingað til. Stuðningur Sony
við Video CD-tæknina var með hálfum huga,
því haft var eftir frammámönnum innan fyrir-
tækisins að gæði Video CD væru takmörkuð
og yfírmaður einnar deildar fyrirtækisins, sem
ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að kerfið
hentaði ekki fyrir neitt nema karaoke. Á endan-
um bakkaði Sony síðan út úr Video CD og tók
upp samstarf við Toshiba hópinn sem þýddi
að nánast allir helstu tækjaframleiðendur
heims voru komnir í eina sæng.
Toshiba-staðallinn sigrar
Innan DVD-staðalhópsins skiptust menn líka
í tvær fylkingar. Sony vildi venjulegan geisla-
disk sem framleiða mætti á ódýran hátt í hefð-
bundnum geisladiskaverksmiðjum, en Toshiba
vildi ganga lengra í tækniátt og að notaðir
yrðu tveir þunnir diskar og límdir saman svo
hægt væri að skifa á báðar hliðar. í desember
síðastliðnum lýstu fyrirtækin því yfir sameig-
inega að Toshiba-staðlinum yrði fylgt og í kjöl-
farið heyrðist síðan sú útfærsla á hugmynd-
inni að í stað þess að um væri að ræða tækni
sem sniðin væri að þörfum Hollywood-bænda,
er DVD-tæknin nú einnig ætluð fyrir útgáfu
á tölvudiskum. Gefur augaleið hagræðið af því
að koma margfalt meira efni á einn disk því
alsiða er að tölvuleikir og öflug forrit séu seld
á mörgum geisladiskum. Það var reyndar
stuðningur tölvuframleiðenda sem réð úrslitum
í slag staðlanna tveggja því þeir sáu í hendi
sér að DVD, sem rúmar 5 gígabæti (með leið-
réttingarrými fyrir tölvugögn komast 4,7 gíga-
bæti á diskinn), væri betri staðall en
Phillips/Sony diskurinn, sem rúmaði 3,7 gíga-
bæti, vegna þess að minni hætta væri á villum
í fyrrnefndu tækninni.
Ótal möguleikar
DVD-tæknin býður upp á ótal möguleika
fyrir kvikmyndaunnendur. Ekki er bara að
myndgæði eru margfalt meiri en í hefðbundn-
um VHS-tækjum, heldur gefur diskurinn
möguleika á að setja á hann kvikmynd sem
síðan er hægt að skoða mismunandi klippta;
stýra má hvaða gerð myndar horft er á eftir
því hver er að horfa, til að mynda er hægt
að hafa á einum og sama disknum mismun-
andi útgáfur myndar fyrir mismunandi aldurs-
hópa og þarf þá sérstakt ieyniorð til að sjá
myndina óklippta, sem gerir foreldrum kleift
að stýra því hvað börnin horfa á. Einnig má
setja á einn og sama diskinn kvikmynd með
mismunandi sjónarhornum sem gerir áhorf-
anda kleift að velja frá hvaða sjónarhorni hann
vill sjá myndina, eða skipta um sjónarhorn í
miðjum klíðum, hægt er að hafa upp í 32 texta
með myndinni eftir því hvaða mál menn skilja,
hljóðrás verður með sömu gæðum og nútíma
geisladiskar, hlaða má inn á diskinn viðtölum,
söguþræði myndarinnar, söngtextum, leikjum
eða jafnvel mismunandi endum. Vandamál eins
og það sem greinir á milli evrópskra kerfa og
bandarískra, PAL og NTSC, verða úr sögunni
fyrir diskaframleiðendur, því myndirnar eru
settar á diskana með MPEG2 þjöppun, en
tækið sér síðan um að lesa úr upplýsingunum
og skila þeim eins og sjónvarpið getur tekið
við. Til viðbótar þessum kostum öllum kemur
síðan að DVD-afspilunartæki geta spilað hefð-
bundna tónlistargeisladiska, tölvugeisladiska,
Video CD-diska og CD-I, sem þýðir að nóg
er að hafa eitt slíkt tæki á heimilinu, nema
margir vilji nota það samtímis.
Einn stór ókostur
Að þessu öllu sögðu er einn stór ókostur
við þessa nýju tækni og hann býsna stór að
margra mati, því ekki er hægt að taka upp á
tækin, þau eru aðeins til afspiiunar. Þetta
skiptir veruiegu máli því tækjunum nýju er
ætlað að leysa af hólmi VHS-myndabandstæk-
in og eins og þeir fjölmörgu sem eiga slík
tæki þekkja þá er upptökumöguleikinn snar
þáttur í notagildi þeirra. Framleiðendur spá
því þó að skammt sé í upptökutæki, fyrstu
slík ættu að koma á markað strax á næsta
ári og leggja áherslu á að þar sem staðallinn
sé frágenginn eigi afspilunartæki þau sem
þegar er farið að selja eftir að geta lesið diska
sem teknir eru upp með væntanlegum tækjum.
Eins og áður er getið hafa mörg ljón verið
á veginum fyrir byltingarkenndri tækni, en
Ijóst að Toshiba-staðallinn, ef svo má kalla,
hefur sigrað í slagnum og niðurstaðan er
DVD-staðall með ýmsum tilbrigðum; DVD5,
sem rúmar 4,7 Gb á einslags disk, DVD9, sem
rúmar 8,5 gígabæti á tveggja laga disk,
DVD10 sem er tveggja hliða einslags diskur
með 9,4 Gb rými, DVD18 sem er tveggja hliða
tveggjalaga diskur með 17 Gb rými, DVD-R,
sem er diskur sem skrifa má á einu sinni alls
3,8 Gb á hvora hlið og DVD-RAM sem skrifa
má á mörgum sinnum, alls 2,6 Gb á hvora hlið.
Enn á eftir að greiða
úr lagaflækjum
Þó að vélbúnaðarframleiðendur hafi komist
að niðurstöðu á enn eftir að greiða úr laga-
flækjum vegna höfundarréttar og álíka þrefs.A
Þannig hafa kvikmyndafyrirtækin ekki sætt
sig við að missa stjórn á þeirri markaðssetn-
ingu sem þau hafa ráðið hingað til, þ.e. að
kvikmyndir eru fyrst markaðssettar vestan
hafs og síðar í Evrópu, aukinheldur sem þau
hafa áhyggjur af því að of auðvelt verði að
fjölfalda diskana. Svar við síðarnefna vanda-
málinu er að sértakur lás verður í hveiju tæki
til að tryggja að ekki sé hægt að fjölfalda
myndir, en fyrra málið stendur í mönnum, því
tæknin býður ekki upp á sömu greiningu milli
kerfa og ríkjandi er í myndbandaheiminum;
eins og áður er getið er spilaranum sama hvort
sýna á myndina í NTSC eða PAL. Allt þetta
þref hefur enn seinkað markaðsetningu DVD-
spilara fyrir heimilin, en fróðir benda á að
tölvuheimurinn eigi eftir að taka tækninni vel
og tryggja þannig viðgang hennar á meðan
kvikmyndaframleiðendur eru heimabíómönn-
um þrándur í Götu.
vTíleíkíS
m :•
Skífan ehf. er einkaumboðsaðili fyrir fræðsluefni á tölvutæku formi frá
^hinu þekkta og viðurkennda útgáfufyrirtæki Dorling Kinderslev^