Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 20
20 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Útgáfa á sviði laga og réttar Lagasafn íslonds er til í stafrænum búningi til mikils hagræðis fyrir alla þá sem í lagaskræðum þurfa að blaða. Utgefandi er útgáfu- og hugbúnaðarfyrirtækið Úrlausn-Aðgengi samkvæmt samningi við dóms- málaráðuneytið. Lagasafninu er dreift á disklingum, og væntanlegt á geisladiski, og er sett upp á staðarnet eða einkatölvu notanda. Lagasafnið kemur út tvisvar á ári og búið er að selja á annað hundrað eintök. AÐGENG\ li Tölvuvætt lagasafn Lagasafn Islands AG fyrir Mierosoft VVindows ' £uð\/elt í nottm I Clnnur lön onuM Uppfært rogluMH m 1 ÚRLAUSN-Aðgengi rekur ættir sínar aftur til ársins 1987 þegar Úrlausn sf. var stofnuð. Úrlausn hannaði Innheimtukerfí lögmanna IL+ sem er í notkun á um 120 lögfræðistofum á íslandi. Auk þess hannaði Úrlausn fasteignasölu- kerfið Húsið, sem er í notkun hjá vel á þriðja tug fasteignasala. Aðgengi h/f var stofnað 1994 til að annast um rafræna útgáfu á sviði laga og réttar. Fyrsta verk- efni félagsins var að fá útgáfurétt á Lagasafni íslands í því skyni að gefa það út á aðgengilegan hátt. Lagasafnið hefur náð góðri út- breiðslu og skiptir fjöldi notenda hundruðum. Samstarf hafði verið á milli þessara tveggja félaga og við- skiptamannahópurinn að miklu leyti sá sami. Menn töldu því marg- víslegt hagræði að því að sameina félögin og mynda þannig einn öflugan aðila til að þjóna viðskipta- mönnunum. Auk þess yrði auðveld- ara að stunda nýsköpun. Á síðasta ári var því ákveðið að sameina félögin tvö og til varð Úrlausn- Aðgengi. Eigendur félagsins eru að mestu leyti lögmenn. Segja má að starfsemi Úrlausnar-Aðgengis snúist um tvennt: ■ Að auðvelda lögfræðingum og fasteignasölum störf þeirra með hagnýtingu tölvutækni. Það er gert með útgáfu/dreifingu á ýms- um opinberum gögnum og skrám annars vegar og sölu sérhæfðra og mjög fullkominna vinnsluforrita hins vegar, auk þjónustu sem teng- ist þeim. ■ Áð sinna nýsköpun með hagnýt- ingu þeirrar reynslu og tækni sem fyrirtækið býr yfir. Rekstur félagsins í dag snýst annars vegar um sölu og þjónustu á þegar gerðum kerfum, þ.e. Inn- heimtukerfínu, lagasafninu og fasteignasölukerfinu. Hins vegar um þróun á þessum kerfum og nýsköpun. Að sögn framkvæmdastjóra fé- lagsins, Hafdísar Hafsteinsdóttur, stendur það ágætlega að vígi. Það býr að því að njóta sérstöðu á markaðnum og afurðir þess hafa mjög góða markaðshlutdeild. Einn- ig er það mikils virði að viðskipta- mannahópurinn er mjög traustur. „Aðalvandinn sem rekstur af þessu tagi hefur í för með sér er að íslenski markaðurinn er svo lít- ill. Af því leiðir að erfitt er að sinna rannsóknum, þróun og nýsköpun. Að vísu hafa opnast nýir möguleik- ar á að sækja um ýmsa styrki bæði hérlendis og erlendis, en það kostar tíma, fé og fyrirhöfn," seg- ir Hafdís. Að hennar sögn er ný uppfærsia af Innheimtukerfinu á döfinni, þar sem gert er ráð fyrir að unnt sé að setja skrá um árangurslaus fjámám inn í kerfið. Þá verður út- reikningi á jafngreiðslulánum bætt inn í kerfið. Við upptöku skatts á fjármagnstekjur verður kerfinu breytt til samræmis við það. Gagnabankinn Réttarríkið Félagið hefur nýverið hafið rekstur gagnabankans Réttarríkis- ins. Þar er veittur aðgangur að nýjum dómum Hæstaréttar, reglu- gerðasaftii íslands og opinberum skrám og gögnum, sem nauðsyn- legar em fyrir Iögfræðinga og fast- eignasala. Á síðasta ári fékk félag- ið síðan styrk úr Leonardo-áætlun Evrópusambandsins til að þróa hugbúnað til tungumálakennslu. Verkefnið nefnist „Multimedia in Language Learning“, skammstaf- að MultiMill, og er unnið í sam- starfi þriggja annarra fyrirtækja í Evrópu, AMEC í írlandi, ComVis f Þýskalandi og VarTec í Belgíu. Yfirstjóm verkefnisins er í höndum Úrlausnar-Aðgengis. Þá er BIKIT, sem er stofnun í eigu Háskólans í Ghent, Belgíu, aðili að samstarfinu og sömuleiðis Stofnun í erlendum tungumálum við Háskóla íslands. Gmnnhugmynd verkefnisins er að nýta margmiðlunartæknina til að auðvelda fólki að læra tungu- mál. Hafdís segir að ekki sé unnt að skýra frá útfærslu hugmyndar- innar í smáatriðum, „en ljóst er að markaður getur verið gríðarlega stór þar sem allir skólar og/eða nemendur em hugsanlegir kaup- endur. Þá er vel hægt að þróa hugmyndina yfír í t.d. fyrirtækja- búning fyrir fyrirtæki sem þurfa að senda starfsfólk til starfa er- lendis". Huglist ehf., sem er þjónustuaðili fyrir Úrlausn-Aðgengi, var stofnuð í janúar 1994 af þremur kerfisfræðingum úr Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands, Ólafi Valssyni, Sigurði Gauta Haukssyni og Kára Bergssyni. Félagið skiptist jafnt á milli stofnendanna og engar breytingar á eignarhlut hafa orðið frá stofnun þess. Markmið félagsins er framleiðsla á hug- búnaði fyrir Microsoft Windows, þjónusta við notendur og sala tölvutengdra vara. I janúar 1994 hóf félagið starfsemi við þröngan húsakost í Knarrarvogi 4 og var ætlunin að vera þar á meðan rekstrinum yrði komið á skrið. Strax var hafist handa við að afla viðskiptavina sem vantaði al- menna tölvuþjónustu. Að sögn aðstand- enda fyrirtækisins var ætlunin að lifa á því á meðan fyrstu hugbúnaðarpakkarnir væru að fæðast. Gekk það vonum framar og unnið var við að forrita hlutaskrár- kerfi fyrir hlutafélög, Hlutvís, samhliða þjónustunni. Hlutvis var settur i almenna sölu í ársbyijun 1995. Ýmis önnnur kerfi Huglist hafa einnig litið dagsins ljós, þ.á m. síma- skrá, viðverukerfi, skjalavörslukerfi, akstursbók og skjávari. Oll þessi kerfi eru forrituð í Microsoft Visual C++ MFC. Samstarfssamningur í byijun árs 1996 var gerður samstarfs- samningur við Úrlausn-Aðgengi ehf. um þjónustu á Innheimtukerfi lögmanna, IL+, og uppsetningar á hugbúnaði. Einnig hef- ur verið unnin þróunarvinna á IL+. Starfsmenn fyrirtækisins hafa áralanga reynslu af þjónustu við lögmenn vegna notkunar á IL+. Þá var svo komið að skrifstofan rúmaði ekki þann tölvubúnað sem rekstrinum fylgdi, hvað þá að hægt væri að taka á móti viðskiptavinum með þeim hætti sem hæfir, þannig að hafist var handa við að leita að hentugra hús- næði. Það fannst eftir nokkra leit, i Skeif- unni 7, og þangað var reksturinn fluttur í júní 1996. Eftir flutningana opnaði Huglist vef á Internetinu og er hann í þróun nú, ætiun- in er að hafa þar fjölbreyttar upplýs- ingar, auk þess að fyrirtælqum og ein- staklingum er boðið að skrá tengingar á sínar heimasíður á vefinn. Slóðin á hann er http://www.huglist.is/ Hugbúnaðurinn Huglist selur hlutaskrárkerfi Hlutvís sem er hugbúnaður til að halda utan um hlutaskrá hlutafélaga. Kerfið heldur utan um alla hluthafa, hluti, hlutabréf og breyt- ingar á þeim. Með kerfinu er hægt að undirbúa hluthafafundi, þ.e. prenta út fundarboð, aðgöngumiða og atkvæða- seðla. Einnig er hægt að hafa umsjón og eftirlit með hlutafjárútboðum og öllum eignatilfærslum á hlutafé félagsins og reiknar kerfið skiptingu hlutafjár á milli hluthafa i hlutafjáraukningu. Hlutabréf er hægt að prenta beint út úr kerfinu hvort sem er á forprentuð blöð eða auð. Kerfið notar öflugt útprentunarkerfi þar sem notandinn getur breytt útliti útprent- ana. Gerð kerfislýsingar og grófun fór fram í samvinnu við Guðjón Ármann Jóns- son hdl. og Pétur Guðmundarson hrl. Bella er hugbúnaður sem heldur utan um heimilisföng og símanúmer. Notandi skráir í kerfið upplýsingar um þá sem hann vill geta flett upp á fljótlegan hátt. Hægt er að leita eftir nafni, heimilis- fangi, hóp ogathugasemd. Ef mótald er tengt við tölvuna getur Bella hringt í valið númer. Af öðrum hugbúnaði Huglistar má nefna skjalavörslukerfið Skjalvís, viðverukerfíð Varða og skjávarann Bitamyndina, sem er skjávari fyrir Windows 3.1. % t Ráðstefna Scandic Hótel Loftleiðir 30. september 1996, kl. 13:00 Skráning er hafin í síma 561-8 131 Aðgangur er öllum opin og er ókeypis. sun ULTRA Enterprise Server TEYMI Upphaf nýrra tíma í upplýsingatækni Borgartúni 24, 105 Reykjavík Sím i: 56 1-81 3 1 http://www.oracle.is Meðhöndlun upplýsinga án takmarkana 13:00 Skráning 13:15 Hvað er Oracle Universal Server? - Almennt yfirlit um eiginleika og möguleika 14:10 Hefur þú stjórn á þínum upplýsingum? - Oracle Enterprise Manager DEMO 14:30 Hver er þróunin í upplýsingamálum? - Oracle Universal Server Strategy 14:55 Kaffiveitingar 15:30 Hefur þú þörf á Intranet í þínu fyrirtæki? - Oracle Webserver DEMO 16:00 Hefur þú leitað að upplýsingum nýlega? - Oracle InterOffice DEMO 1 6:25 Hvernig þú getur notað þínar upplýsingar til ákvarðanatöku? - Oracle OLAP (OnLine Analytical Processing) DEMO 16:40 Samantekt 17:00 Kynningu lokið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.