Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 E 7 IImm FRÉTTIR ■EKKI væru mikil not af alnet- inu/veraldarvefnum ef ekki væri til leitarforrit því upplýsinga- flæðið er þvílíkt að ekki er fyrir venjulega menn að kunna skil á nema brotabroti. Leitarforrit eru legíó og slagur harður á milli þeirra, því besta forritið fær flestar auglýsingar. Lycos var eitt það fremsta fyrir margt löngu, en síðan komu ýmsar öflugri leitarvélar og það hvarf í skuggann. Lycos-menn settust þá niður og hófu endurbætur og fyrir skemmstu bættust nýir val- möguleikar við, því Lycos getur nú leitað að margmiðlunarefni, myndum, hreyfimyndum, hljóð- bútum, grafík, tónlist og hvað- eina, sem er stórt skref frammávið fyrir netbúa. Aðrar leitarvélar standa Lycos langt að baki í þessum efnum, en vænta má að þar sitji menn nú sveittir að flokka upplýsingar og semja viðmót. ■ÞAÐ ER best að fara varlega þegar ókennilegur hugbúnaður er annars vegar, eða í það minnsta að keyra ekki forrit sem viðkomandi veit engin skil á. Að þessu komust þeir kaupendur Windows NT 4.0, sem fóru að grúska inni á geisladisknum sem stýrikerfið er selt á. Þar var að finna lítið forrit og meinleysis- legt sem heitir rollback.exe. Sumir fylltust forvitni, vildu komast að því hvað forritið gerði, ræstu það og biðu eftir niður- stöðunum. Ekkert gerðist að því er virtist en þegar átti að fara að nota tölvuna frekar var hún ónothæf, eða réttara sagt stýri- kerfið gafst upp. Málið var að rollback.exe var til þess ætlað að hreinsa úr registry, eða því svæði í tölvunni þar sem allar upplýsingar um stýrikerfið og viðmót þess og um uppsetningu tölvunnar eru geymdar. Ekki er hægt að ná þessum upplýsingum aftur og því eins gott að nýbúið sé að taka afrit, því það eru ekki bara registry-upplýsingar frá NT sem hverfa, heldur alltþað sem önnur forrit hafa skráð þar inn. Að sögn Microsoft-manna átti rollback.exe alls ekki að fara með í hugbúnaðarpakkanum og bentu á það sér til málsbóta að það fylgi ekki með i innsetningu af disknum. Yfirlýsingu frá Microsoft um rollback.exe má finna á slóðinni http://www.mic- rosoft.com/kb/bussys/win- nt/ql49283.htm. ■OS/2 VARÐ aldrei það yfir- burðastýrikerfi sem IBM ætlaði og finnst mörgum sem fyrirtækið hafi gefist upp á afkvæminu sjálft. Þrátt fyrir það að notend- ur séu á fimmtándu milljón að sögn IBM-manna sjálfra, kvarta þeir hástöfum yfir því að fyrir- tækið sinni stýrikerfinu hang- andi hendi. Ný útgáfa af OS/2 ætti þó að vera sárabót, því ekki er nóg með að innbyggt í það sé raddstýrikerfi, heldur styður það Java og má segja að með því rætist úr skorti á hugbúnaði fyr- ir OS/2 því allir skrifa í Java um þessar mundir. Taktu flugið með Makkanum Macmtosn Performa 6320/120 er kraftmikil tölva fynr þá sem gera miklar kröfur. Útgáfa 7.5.3 (sú alnýjasta) af kerfishugbúnaði fylgir tölvunni og er ab sjálfsögðu á íslensku. Performa 6320 er 120 MHz og er með 12 Mb vinnsluminni, 1200 Mb harðdisk, 8 hraða geisladrif, hátalara o.fl. Skjárinn er 14" MultiScan með innbyggðum víöóma hátölurum. Henm fylgja tólf geisladiskar (kennsluforrit, fróbleiksefni og leikir), ClarisWorks 3.0 [ritvinnsla, teiknrforrit, töflureiknir og gagnagrunnur) allt á íslensku og 5 leikir að auki. Nú er um aö gera að hafa hraðan á, því þetta er kraftmikil tölva á frábæru veröi. Afb.verð: 173.579,- kr. eöa 164.900,-« Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is Kodah EOS DCS 3 Kodah oc 50 KodaK DC 20 Hammer co rltari KodaH RitgeisiadisKur Hégaeða ritari fyrir BB2 Mb / 74 mín. með MAC og PC. verndarlagi gegn Ijósi og rispum. tlm ÍFTRm itodak^ L y n g h áIs 1 • s í m i 5 6 7 5 1 0 0 ' vörur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.