Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 18
18 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HUGBUNRÐBRGERÐ
fjármagnsmarkaðnum, því er
minna um að keyra þurfi fyrirtæk-
ið á yfirdráttarvöxtum eins og tíðk-
aðist oft áður fyrr.“
Pétur segir að alnetið skipti
Marel miklu máli nú þegar „og mun
gera það í stórauknum mæli á
næstunni. Nú þegar eru dótturfyr-
irtækin erlendis tengd móðurfyrir-
tækinu gegnum alnetið og eru sam-
skipti við flesta umboðsmenn og
fjölda viðskiptavina einnig gegnum
það. Það er bylting að sinna hug-
búnaðarþjónustu gegnum netið og
verður alnetið ein af mikilvægustu
samskiptaleiðum Marels við sölu
og þjónustu í náinni framtíð.
Það er lykilatriði að fyrirtæki
geti haft öfluga bandbreidd á net-
inu. Varðandi sölustarfsemi og
þjónustu verður nauðsynlegt að
geta sent myndir og video-mynd-
skeið yfír netið og er þá mikilvægt
að geta haft mikla bandbreidd.
Einnig fara video-fundir að verða
fýsilegir og munu geta styrkt tengsl
t.d. við dótturfyrirtæki og umboðs-
menn og eflt þannig sölu.“
Pétur segir að helsta framlag
stjómvalda til að auðvelda fram-
leiðslu hugbúnaðar sé að stuðla að
góðri menntun. „Menntunin þarf
að vera eins öflug og hægt er á
öllum stigum menntakerfisins. ís-
lensk böm og unglingar sem em
að alast upp í dag eiga að líta á
tölvu sem jafn eðlilegan hlut og
sjónvarpið. Einnig þarf að skapa
góð ytri skilyrði, s.s. ódýra alnets-
þjónustu út úr landinu, styrkja
Utflutningsráð til að leiðbeina hug-
búnaðarframleiðendum við útflutn-
ing, veita áhættulán og styrki við
efnileg verkefni í auknum mæli,
t.d. gegnum Iðnlánasjóð.
Flestar þjóðir bjóða út hugbúnað
fyrir opinber fyrirtæki þar sem það
mun efla einkafyrirtækin, sem
munu stefna að að gera afurð úr
hugbúnaðinum og selja hann víða
og flytja út, en slíkt er auðvitað
ekki tilgangurinn með hugbúnaðar-
deild opinbers fyrirtækis. Hugbún-
aðarframleiðsla hins opinbera er
því algjör tímaskekkja."
Að mati Péturs er menntun ís-
lendinga á háu stigi, vitund um það
sem er að gerast i kringum okkur
er góð, tölvueign og alnetsnotkun
er með því hæsta í heiminum. Hug-
búnaðargerð er næst því að vera
óháð landamærum af allri fram-
leiðslu. Framtíðin á því að vera björt
fyrir íslenska hugbúnaðarframleið-
endur.
„Alþjóða viðskiptaheimurinn er
allur að skreppa saman og eina
leiðin til að halda forriturum hér
er að íslenskir hugbúnaðarframleið-
endur reyni að vera samkeppnis-
færir við erlenda keppinauta. Því
er nauðsynlegt að hafa útflutning
í huga frá byrjun framleiðslu afurð-
anna til að vera á svipuðum báti
og þjóðir með stóran heimamarkað
sem þar af leiðandi geta e.t.v. borg-
að hærri laun.
íslendingar eru mjög sjálfstæðir
að eðlisfari og lítt bældir og því eru
mjög miklar líkur á að hér geti
skapast margar frumlegar hug-
myndir. Framtíðin ætti því að vera
mjög björt ef við getum komið nógu
mörgu hæfu fólki í gegnum kerfis-
fræði- og forritunamám á næstu
árum.“
Hugvit - Ólafur Daðason
Hugvit er þriggja ára gamalt
fyrirtæki og þar starfa ellefu
manns. Ólafur Daðason segir að
STÓLPI fyrir Windows er
samhæfður Word og Excel.
Sveigjanleiki í fyrirrúmi.
SIKERFISÞRÖUNHF.
01 Fákafeni 11 - Sími 568 8055
hingað til hafi gengið vel að ráða
forritara til starfa, „en framleiðsla
HÍ og TVÍ er of lítil og skortur er
á endurmenntun á háskólafólki sem
vill bæta við sig
tölvukunnáttu."
Fyrirtækið
byggir alfarið á
framhaldsskóla-
menntuðu fólki
og undirstaða
þess er mjög góð
að sögn Ólafs, en
helsti söluvam-
ingur fyrirtækisins er hópvinnu-
hugbúnaður byggður á Lotus Notes
sem seldur er jafnt hérlendis sem
erlendis, en Ólafur áætlar að um
50% tekna komi að utan og fari
ört vaxandi.
Ólafur segir að starfsskilyrði
íslenskra hugbúnaðarframleið-
enda séu bæði góð og slæm;
góð með tilliti til nýjungagimi
og þekkingar á markaðnum, en
slæm með tilliti til lítilla fjárfest-
inga iðnaðar og ríkis og erfíðs
fjárfestinga- og lánamarkaðar.
Að hans mati geta stjómvöld
lagt íslenskum hugbúnaðarfyr-
irtækjum lið til að auðvelda
framleiðslu hugbúnaðar með því
að bjóða út hugbúnaðarsmíði
og skapað almennt rekstrarlegt
umhverfi með aðgang að
áhættufé því bankamir sinni
ekki því hlutverki.
Ólafur segir að hugbúnaðarsmið
opinberra fyrirtækja og stofnana
byggist á skammtímasjónarmiðum.
„Slíkt skapar þjóðarbúinu takmörk-
uð verðmæti og ieiðir ekki til verð-
mætasköpunar vegna sölu hugbún-
aðar á erlendum markaði. Það er
einnig slæmt að þegar ríkisstofnan-
ir em að meta hagkvæmni þess að
kaupa þjónustu á móti því að gera
hlutina sjálfar virðist of oft litið
fram hjá öllum kostnaði öðrum en
launakostnaði, atriði eins og lífeyr-
issjóður, fasteignakostnaður, sími,
skattar og almennur rekstrarkostn-
aður er oft á tímum ekki inni í því
dæmi.“
Ólafur segir að íslendingar geti
náð árangri erlendis með hug-
búnaðarframleiðsiu sína. „Hér er
um gríðarlega stóran markað að
ræða sem engin þjóð getur ráðið
yfir og við íslendingar þurfum svo
lítið til að það skipti miklu máli
fyrir okkur.
Spurningin er um hvaða starfa
við viljum afla fyrir börn okkar í
framtíðinni - í hugbúnaðariðnaði
eru spennandi og vel launuð störf
sem við ættum að sækjast eftir að
fá inn í landið en því miður virðist
stuðningur við markvissa uppbygg-
ingu lítill enn sem komið er að
minnsta kosti.“
Softis - Sigurður Björnsson
Softis hf. er stofnað 1990 til
þess að þróa og hrinda í fram-
kvæmd hugmyndinni um LOUIS.
Við fyrirtækið starfa um tíu manns
og Sigurður segir
að það hafi geng-
ið nokkuð vel að
ráða forritara.
„Það er þó skort-
ur á hæfum for-
riturum og fyrir-
sjáanlegt að erf-
itt verður að
bæta við forritur-
um eins og stefnt er að. Það má
fuliyrða að íslenskir forritarar
standa mjög framarlega þannig að
menntun þeirra er greinilega í
ágætu Iagi. Við notum eingöngu
forritara menntaða frá HÍ.
Helsta markaðsvara Softis heitir
LOUIS (Louis Open User Interface
Systems) og er eingöngu markaðs-
sett ytra. Islenskir tölvunotendur
eru frægir fyrir það að „fá að prófa“
forrit og greiða síðan aldrei fyrir
afnotin. Meðal annars vegna eðlis
hugbúnaðarins segir Sigurður að
ekki hafi reynt á það en fyrirtækið
geri þó ráð fyrir að allt að 25%
notenda muni ekki greiða afnota-
gjöld.
Aðspurður um starfsskilyrði ís-
lenskra hugbúnaðarframleiðenda
svarar Sigurður því til að stuðning-
ur sé heldur lítill við þá sem stunda
þróunarstarf og eru nánast tekju-
lausir á meðan. „Þetta tefur fyrir
allri þróun í iðnaði þar sem framtíð-
armöguleikar okkar eru mikiir, en
skilningur er frekar að aukast, þó
hægt fari.
Sigurður segir að alnetið auð-
veldi fyrirtækinu til muna að kynna
sig og selja vörur en hann er ekki
á því að bandbreiddin sé helsta
vandamálið sem glímt er við; það
sé frekar há bilanatíðni og ekki sé
alltaf að sakast við Intís eða Póst
og síma.
Aðspurður hvað stjómvöld geti
gert til að auðvelda framleiðslu
hugbúnaðar svarar Sigurður því til
að hlutverk þeirra ætti að vera að
Framtíðin
er björt
styðja þá sem eru að þróa athyglis-
verðan hugbúnað svo þeim takist
að koma vömnni á markað. „Það
gleymist stundum að hluti af þróun-
arkostnaði er markaðssetningin,
sem getur numið allt að helmingi
kostnaðarins." Hann segir að um-
deild hugbúnaðarvinna opinberra
fyrirtælqa, sem oft er seld vægu
verði eða jafnvel gefin, snerti Soft-
is ekki, en eigi auðvitað ekki að
viðgangast nema í algjömm undan-
tekningartilfellum.
Sigurður segir Islendingar geta
staðið ímm á sporði í hugbúnaðar-
gerð: „Með velmenntuðu fólki (sem
við eigum) og stuðning við þróunar-
starf em möguleikarnir mjög mikl-
ir.“
Straumur íslenskra forritara út
er að mati Sigurðar óumflýjanleg
þróun eins og staðan er í dag.
„Langflestir forritarar, sem starfa
hér í dag, em að vinna í nokkurs
konar þjónustustörfum. Með auk-
inni áherslu á þróun skapast áhuga-
verð störf fyrir þá sem skara fram
úr, og þeir munu koma hér til
starfa.
Við fylgjumst vel með, en enn
og aftur; aukin áhersla á þróun er
gmndvöllur þess að fmmkvæði
komi frá okkur.
Framtíð hugbúnaðariðnaðar á
íslandi er björt og hann á eftir að
skipta vemlegu máli í þjóðarbúskap
okkar íslendinga. Við emm hins
vegar seinna á ferðinni vegna þess
hversu lítinn stuðning iðnaðurinn
hefur fengið. Opinberir aðilar eru
greinilega allt of uppteknir af því
að gera ekki sömu mistökin í þess-
um iðnaði og urðu í fiskeldi og loð-
dýrarækt, svo tekin séu klassísk
dæmi um stuðning sem fór í va-
skinn."
íslensk forritaþróun -
Vilhjálmur Þorsteinsson
íslensk forritaþróun ehf. var
stofnuð 1983, fyrst sem sameignar-
félag Vilhjálms Þorsteinssonar og
Amar Karlssonar, en með tilkomu
Hálfdans Karls-
sonar fram-
kvæmdastjóra í
eigendahópinn
1988 varð það að
hlutafélagi. Það
hefur allan tím-
ann þróað eigin
hugbúnað, eða í
13 ár. 32 stöðu-
gildi em við fyrirtækið, þar af eitt
á Akureyri. Systurfyrirtæki í Skot-
landi, Atlantic Information Systems
Ltd., er ekki innifalið í þeirri tölu.
Vilhjálmur segir íslenskri for-
ritaþróun hafi sem betur fer alltaf
haldist vel á fólki. „Við höfum orð-
ið varir við umframeftirspum á
markaðnum síðustu misseri. Ég tel
að besta fólkið leiti þangað sem
frumleg og spennandi verkefni em
í boði. Við eram að vinna að slíkum
verkefnum, og stöndum því betur
að vígi en þeir sem em að ráða í
verkefni á borð við aðlögun erlends
hugbúnaðar eða rekstur og viðhald
gagnagmnnskerfa. Það er ljóst að
markaður er fyrir mun fleira tölvu-
fólk.
Sjálfur er ég að mestu sjálf-
menntaður í faginu, en annars
emm við með fólk með ýmiskon-
ar bakgrann. Endurmenntunar-
stofnun Háskóla íslands hefur
unnið gott starf við að bjóða
námskeið á upplýsingatækni-
sviðinu, og við höfum nýtt okkur
það og önnur námskeið fyrir
starfsfólk. Aðalatriðið í þessu
fagi er að kunna að læra og að
geta klárað hlutina 100%. Það
er mikið framboð af fólki sem
klárar 95%, en aðeins örfáir sem
klára 100%.
Hvað forritara varðar, höfum
við nokkum samanburð milli
landa, einkum milli Bretlands
og ísiands, og hann er íslend-
ingum síst í óhag. Það er að
mínu mati ágæt blanda að hafa
aðgang að hvom tveggja, fræði-
legra námi í Háskóla Islands og
„praktískara" námi í Tölvuháskóla
Verslunarskólans.
Helsta söluvara íslenskrar for-
ritaþróunar er viðskiptahugbúnað-
urinn ÓpusAllt. „Hann er notaður
í yfir 1.300 íslenskum fyrirtækjum,
allt frá hinum smæstu til þeirra
stærstu, t.d. íslandsbanka, VISA
íslandi, Flugleiðum og Vífilfelli. Við
emm jafnframt með upplýsinga-
kerfi fyrir stjómendur, ÓpusAllt
stjómandann, og Upplýsingaheima,
sem er upplýsingabanki á alnetinu.
Markaður íslenskrar forrita-
þróunar ehf. er að langmestu leyti
innanlands, en til að víkka markað-
inn stofnuðum við systurfyrirtækið
Atlantic Information Systems árið
1994. Það hefur starfað á skoska
markaðnum með ágætum árangri.
Skotar eru afar hrifnir af hug-
búnaðinum og finnst hann sveigjan-
legri, svalari og hraðvirkari en ann-
ar sambærilegur búnaður sem þar
býðst. Sem stendur er sala erlendis
innan við fjórðungur af heildarsölu
ÍF, reiknað á heildsöluverði, en fer
ört vaxandi.
Vilhjálmur segir að menn hafi
lítillega orðið varir við hugbúnað-
arstuld, „en það hefur ekki skaðað
okkur að ráði, eftir því sem við
komumst næst. Eðli viðskiptahug-
búnaðar í fyrirtækjum er að alvöm
notendur þurfa þjónustu og viðbæt-
ur á hugbúnað sinn reglulega, t.d.
vegna breytinga á viðskiptaum-
hverfinu. Það er því varla hægt til
lengdar að reka fyrirtæki með
stolnum hugbúnaði og án góðrar
þjónustu hugbúnaðarfyrirtækis.
Vilhjálmur segir að ekki sé und-
an miklu að kvarta almennt talað
þegar starfsskilyrði íslensks hug-
búnaðariðnaðar ber á góma. „Sjálf-
ur er ég fremur á móti beinum
styrkjum til einstakra atvinnu-
greina, en tel að fremur eigi að
nota peninga skattgreiðenda til al-
mennrar uppbyggingar atvinnulífs,
t.d. með endurbótum á gmnngerð
þjóðfélagsins. Góður almennur al-
netsaðgangur er dæmi um það.
Helst er hægt að kvarta yfír því
að vegna þess hvemig skattareglur
em framkvæmdar sjá ríkisstofnan-
ir, fjármálastofnanir og trygging-
arfélög sér hag í að reka eigin
tölvudeildir og smíða eigin hugbún-
að í stað þess að kaupa staðlaðar
lausnir eða forritunarvinnu á fijáls-
um markaði. Þetta kemur þessum
aðilum vel í skammtíma en sjálf-
stæðum hugbúnaðariðnaði afar illa,
sérstaklega til lengri tíma litið.
Þama er ákveðin innbyggð skekkja
í skattareglunum.
Lækkun tryggingargjalds á hug-
búnaðarfyrirtæki var jákvætt skref
sem stigið var í tíð Sighvats Bjöig-
vinssonar sem iðnaðarráðherra í
síðustu ríkisstjóm. Ég verð að vona
að umræðan leiði til þess að tekið
verði á tölvudeildaskekkjunni."
Vilhjálmur segir að út um allan
heim séu menn ennþá að þreifa
fyrir sér um notkun alnetsins. Við
emm með heimasíðu á alnetinu og
bjóðum margvíslega þjónustu sem
því tengist, t.d. svokallaða Upplýs-
ingaheima í samvinnu við Skýrr,
þar sem unnt er að nálgast þjóð-
skrá, bifreiðaskrá, skipaskrá, út-
boð, veðbókarvottorð o.m.fl. Einnig
býður viðskiptahugbúnaður okkar
ýmsa möguleika sem tengjast net-
inu, svo sem sjálfvirkar sendingar
á tölvupósti. Ég held að netið verði
mjög þýðingarmikið í framtíðinni
fyrir viðskipti og að viðskiptahug-
búnaðarframleiðendur sem ekki
gera ráð fyrir því í hönnun forrita
sinna séu á hraðleið til úreldingar.
Frá okkar bæjardymm séð er
bandbreiddin til útlanda nægileg
eins og er. Ég hef meiri áhyggjur
af hraðvirkum samböndum innan-
lands, sem em of dýr enn sem kom-
ið er. Með því er ég ekki að segja
að þau séu dýrari en annars stað-
ar. Hins vegar gætu íslendingar
tekið visst frumkvæði i smíði lausna
fyrir alnetið ef hér bjóðast ódýr og
hraðvirk stafræn samskipti milli
fyrirtækja og heimila. Nokkurra
mánaða forskot skilur milli feigs
og ófeigs á hinum alþjóðlega mark-
aði fyrir alnetshugbúnað.“
Aðspurður hvað stjómvöld geti
gert til að auðvelda hugbúnaðar-
fyrirtækjum rekstur sinn svarar
Vilhjálmur svo:
1) Þau geta gert það að stefnu sinni
að auka kaup á hugbúnaði frá
fyrirtækjum, í stað þess að reka
eigin tölvudeildir í ríkisstofnun-
um.
2) Fjölgað opinbemm útboðum á
þessu sviði og vandað til þeirra.
3) Séð til þess að gmnngerð sé í
lagi, t.d. varðandi samskipti og
menntun.
4) Stuðlað að virkum, opnum fjár-
magnsmarkaði með einföldum
skattareglum þar sem fjárfest-
ing í áhætturekstri er auðvelduð.
Vilhjálmur segir að sá háttur
margra opinberra fyrirtækja og
stofnana að láta vinna hugbúnað
innanhúss sem síðan er seldur vægu
verði eða gefinn sé auðvitað jafnvit-
laus á þessu sviði eins og öðmm.
„Nefni sem dæmi að Bændasamtök
íslands framleiða, með tilstyrk
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins,
bókhaldskerfi fyrir bændur, sem
okkur sýnist skv. ársreikningum
samtakanna að hafi kostað þau
a.m.k. 14 milljónir á áranum
1993-5, og er þá ótalinn kostnaður
bændanna sjálfra. Síðan þarf að
hafa forritara og þjónustufólk á
launum við að halda þessu sérstaka
kerfi við. Ég hefði talið ráðlegra
að semja við einhvern þeirra sem
fyrir vom á markaðnum um viðbæt-
ur við stöðluð kerfi sem henta
bændum, fremur en að leggja í rik-
isstyrkta samkeppni við fyrirtækin.
Þá hefði kannski orðið til vara sem
ætti erindi víðar en hér.“
Að mati Vilhjálms geta íslending-
ar aðeins staðið öðmm þjóðum á
sporði í hugbúnaðargerð með því
að Ieggja áherslu á frumlegan hug-
búnað í fararbroddi tækniþróunar
hveiju sinni. „Við komumst ekki
iangt meðan stór hluti af okkar for-
ritunarkrafti fer í að aðlaga erlend-
an hugbúnað þörfum einstakra inn-
lendra notenda. Sala á tímavinnu
mun aldrei gefa stóra vinningjnn;
það getur hins vegar sala á stöðluð-
um hugbúnaði og innpakkaðri
tækniþekkingu gert.
Við fylgjumst vel með en emm
stundum of elskir að því sem útlent
er. Það kemur t.d. fram þegar það
er notað sem sjálfstæð röksemd fyr-
ir hugbúnaðarkaupum að búnaður-
inn sé erlendur fremur en íslenskur.
Framtið hugbúnaðargerðar á ís-
landi er björt, en það sem helst
gæti staðið í vegi okkar er of lítið
framboð af menntuðu og metnaðar-
fullu fólki. Menntunin er ekki nóg
ein og sér; metnaðurinn verður líka
að vera fyrir hendi."