Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1996, Blaðsíða 14
14 E SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ PJONUSTfl WMM fréttir Áttum náð í upplýsinga- væðingunni Einkatölvur fyrirtækjg hgfg yfirieitt verið notaðar til að safna upplýsingum og vista þær, en nú líta æ fleiri til þess hvernig megi dreifa upplýsingunum og gera þær aðgengilegri. Ásgrímur Skarphéðinsson, for- stöðumaður nýrrar deildar innan EJS, MSF lausna, segir að mörg fyrirtæki séu ekki búin að átta sig á muninum ó innraneti og hópvinnukerfi. STARFSMENN MSF lausna hjá EJS hf., f.v.: Jóhann Vilhjálms- son, Magnús Guðmundsson, Ásgrímur Skarphéðinsson, Þrándur Arnórsson og Finnur Breki Þórarinsson. RJS ER samstarfsaðili Microsoft á Islandi og fékk fyrir skemmstu viðurkenningu sem Microsoft Sol- ution Provider, en fjölmargir starfsmenn EJS hafa gengist und- ir fagpróf Microsoft og öðlast ýmis réttindi. EJS hefur haslað sér völl á innlendum og erlendum mörkuðum í sérhæfðum upplýs- ingakerfum, m.a. fyrir banka og verslunarkeðjur, og hefur byggt upp hugbúnaðarsvið með nær þijá- tíu sérfræðingum. Hugbúnaðar- sviðið setti nýlega á laggirnar nýja þjónustudeild, MSF lausnir, en MSF er skammstöfun á Microsoft Solution Framework og byggist á leiðbeinandi heildarsýn og stefnu Microsoft fyrir framsýn fyrirtæki varðandi upplýsingatækni. Deiidin veitir þjónustu í formi ráðgjafar, hönnunar og smíði, sem felst í því að nýta grunnhugbúnað frá Mic- rosoft í þágu upplýsingakerfa við- skiptavina. Deildin starfar í náinni samvinnu við þjónustusvið vegna þróunar og uppsetninga og sölu- og markaðssvið vegna þróunar og markaðssetningar. Helstu verk- efnasvið eru innranets/alnets- lausnir, hópvinnukerfi í Exchange, og sérlausnir í Visual Basic, Visuaí C++, Visual J++ og gagnagrunn- um. Ásgrímur Skarphéðinsson, deildarstjóri MSF iausna, segir að deildin hafi verið stofnuð í maí síð- astliðnum og í henni séu sex manns og segist telja að þar muni starfa tíu manns um áramótin. Deildin vinnur hins vegar þvert á sviðin innan EJS. „Við vinnum til að mynda með netdeildinni sem er skipuð sérfræðingum í uppsetning- um, þannig að þetta er fimmtán manna hópur sem vinnur saman og leitar til þeirra deilda þar sem aðstoð er að fá, við tökum málin frá upphafi til enda.“ Ásgrímur segir að deildin sé byrjuð í ýmsum verkefnum og nefnir að hún sé tekin að skipu- leggja hópvinnukerfi fyrir Póst og síma, „og erum að fara af stað með mörg verkefni önnur“. Ás- grímur segir að þeir vinni aðeins út frá lausnum frá Microsoft; „við byggjum allt á Windows NT 4.0 og BackOffice Exchange. Við horf- um á þetta alit eftir grunngerð fyrirtækja og leggjum áherslu á að það skipti höfuðmáli fyrir fyrir- tæki að byggja upp grunngerð sína og hitt komi svo ofan á . Hópvinnu- kerfi byggjum við á Exchange Server. Við viljum ekki byggja lausnir á kerfi sem keyrir ofan á stýrikerfínu, heldur velja lausn sem vinnur með stýrikerfínu,“ segir Ásgrímur og vísar þá í Lotus Not- es annars vegar og Microsoft Exc- hange hins vegar, en það fyrr- nefnda er dæmi um kerfi sem keyr- ir ofan á stýrikerfinu. „Lotus Notes er mjög gott kerfi á sinn hátt, en við erum að fara allt aðra leið, við erum hættir að horfa bara á eitt kerfi, heldur erum við farnir að horfa á alla upplýs- ingavæðingu fyrirtækisins, þá Windows NT 4 sem grunnþátt og BackOffiee sem einingar í bygg- inguna.“ Mest þörf á að ná áttum í upplýsingavæðingunni Ásgrímur segir að að sínu mati sé fyrirtækjum mest þörf á að ná áttum í upplýsingavæðingunni. „Mörg fyrirtæki eru ekki búin að átta sig á muninum á innraneti og hópvinnukerfi. Þar er mikið verk óunnið og um leið mikilvægt að fyrirtæki doki við og átti sig á þessu því framtíðin er meira og minna innranetvædd. Hópvinnu- kerfi og innranet eru tvennt ólíkt og þó lokaniðurstaðan sé samvinna milli þessara kerfa er útgangs- punkturinn fyrst og fremst innra- netshlutinn; það er alveg ljóst að upplýsingatengingarnar verða of- aná.“ Nauðsynlegur búnaður fylgir Ásgrímur segir að með Windows NT 4.0 fylgi nauðsynlegur búnaður til þess að koma upp slíkri miðlun á Innraneti, það er Internet In- formation Server, Index Server og FrontPage. „Microsoft BackOffice er samofin heild eininga sem hann- aðar eru fyrir Windows NT net- stýrikerfið, en innifalin í Back- Office eru Microsoft Exchange Server, SQL Server, System Mana- gement Server, SNA Server, Inter- net Information Server og Micros- oft Index Server," segir Ásgrímur og bætir við að þessar einingar sameinist Windows NT, Systems Management Server og SNA Ser- ver. „Upplýsingamiðlunin getur ver- ið allt frá því að vera einfaldur leiðbeiningatexti upp í að vera full- komin handbók fyrir gæðastjórnun fyrirtækisins. Einnig er hægt að miðla skjölum (Office skjölum) sem þegar eru til í fyrirtækjum á mjög fljótvirkan hátt með aðstoð rápfor- rits eins og Explorer 3.0. Með teng- ingum innranets við gagnagrunn er síðan hægt að bjóða uppá að- gang að „lifandi" upplýsingum á svipstundu í gegnum vefrápar- ann,“ segir Ásgrímur og bætir við að þetta tryggi að miðlun upplýs- inga sem oft eru þegar fyrir hendi í fyrirtækjum verður bæði örugg og fljótvirk. „Sérforritun er lítil þar sem allir starfsmenn sem hafa aðgang að vefrápara hafa sjálf- virkt aðgang að öllum upplýsing- um sem settar eru inn á innranetið. Allar upplýsingar sem hægt er að nálgast á innraneti er einnig hægt að nálgast á alneti. Munurinn er sá að notandi á alnetinu getur verið hver sem er í veröldinni ef hann hefur aðgang að alnetinu og vefrápara en innranetið er einung- is aðgengilegt fyrir starfsmenn fyrirtækisins.“ Deildin tekur að sér að setja upp innranet/alnetskerfi fyrir fyrirtæki allt frá stöðugum vefsíðum í lif- andi upplýsingakerfi. Boðið er upp á sérþjónustur eftir ISAPI staðli fyrir IIS vefþjón og lifandi hluti fyrir vefrápara, bæði ActiveX og Java Applet, og beintengingu við ODBC gagnagrunna með aðstoð í gegnum IDC og ISAPI eftir þörf- um. Hópvinnukerfi í Exchange Ásgrímur segir að Microsoft Exchange sé sérhannað póstkerfi fyrir innanhússpóst jafnt og alnets- póst. „Einnig er boðið upp á mikla hópvinnumöguleika. Þannig er hægt að nota Exchange til að halda utan um hverskonar flæði beiðna og annarra forma sem nauðsynlegt er að margir starfsmenn eða deild- ir þurfi að meðhöndla og því hægt að útfæra ýmsa vinnuferla á mjög skilvirkan hátt með aðstoð Exch- ange. Exchange bætir því við innranetsupplýsingamiðlun þeim þáttum sem ekki er eins auðvelt að útfæra þar.“ Að sögn Ásgríms tekur deildin að sér skipulagningu hópvinnu- kerfa fyrir fyrirtæki með aðstoð Exchange Server. Um er að ræða form og sýnir ásamt þeirri sér- vinnslu sem nauðsynleg er. Sér- vinnslan er unnin í VB og er OLE Messaging og MAPI staðli fylgt. Að lokum segir Ásgrímur að deildin taki að sér hverskonar for- ritun undir Windows 95 og NT, heildarkerfi jafnt og sérstaka hluti, ActiveX og Java Applet. „Einnig bjóðum við upp á forritun á OLE þjónum og sérvinnslulögum fyrir NT Server og sérforritun í Access og SQL Server." ■IBM gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tökum á PC-bylting- unni sem fyrirtækið hrinti óvart af stað á sínum tíma. Nú eru breyttir tímar og höfuðáhersla lögð á að fylgja opnum stöðlum. Þannig kynnti IBM fyrir skemmstu tvo hugbúnaðar- pakka, Web Object Manager, eða WOB, sem ætlaður er innra- netsumsjón, og Lotus Domino, sem er ætlað fyrir alnets- og vefþróunarvinnu. Við það tæki- færi flutti yfirmaður alnets- deildar IBM stutta tölu og sagði að þeir dagar þegar tekist var á um staðla væru liðnir. ■NOVELL hefur átt undir högg að sækja á undanförnum misserum og mat margra að það hafi nánast lognast útaf fyrir snarpri sókn Microsoft inn á netstýrikerfamarkaðinn með Windows NT. Fyrir skemmstu var þó skipt um menn í brúnni hjá Novell og meðal sóknarfæra sem þeir sjá er alnetið og innra- net. Fyrir stuttu kom síðan út netstýrikerfi sem kallast Itra- netWare og ætlað er að vinna með NetWare og auðvelda upp- setningu og viðhald á innraneti fyrirtækis meðal annars. I pakkanum er útgáfa 4.11 af Novell NetWare, sem kallast Green River, NDS, eða Novell Directory Services, Novell Web Server, Netscape 2.x og vefstól- ar frá Netscape og Internet Access Server sem veitir gátt inn á alnetið með TCP/IP og IPX. Þessu til viðbótar má nefna að Java VM er væntanlegt á næsta ári. Ekki hafa allir tekið þessari sókn Novell inn á innra- net/alnetsmarkaðinn vel því enn á Novell eftir að taka upp alnetsstaðla eins og TCP/IP fyrir fullt og fast. ■MARGUR sér í hillingum fjöl- skylduna saman komna inni í stofu að rápa um alnetið í sjón- varpi heimilisins. Ýmsir tækja- framleiðendur hafa framleitt sjónvörp með slíkri tækni, því það er hvorki flókið né dýrt þegar upp er staðið. í síðasta mánuði kynnti Bandaríkjadeild Phillips Magnavox netsjónvarp. Vestur í Bandaríkjunum kostar slíkt tæki um 20.000 krónur, en með því er einnig hægt að senda tölvupóst og taka við slíkum pósti, svo framarlega sem við- komandi hafi keypt aðgang að netinu hjá alnetsþjónustu. Áður eru komin á markað Diam- ondWeb sjónvarp frá Mitsub- ishi, Internet TV frá Samsung og annað samnefnt frá Zenith, en engum sögum fer af sölu. Því er svo við að bæta að leikja- tölvuframleiðendur sitja ekki auðum höndum því Sega hyggst kynna í októberlok viðbót við Saturn leikjatölvur sínar sem breytir þeim í nettölvu. & i f Nýiasta frá Microsoft Windows NT4.0 Fullkomnara stýrikerfi 4 Windows 95 notendaviðmót Fullkomið 32 bita fjölverka stýrikerfi ' Mikil afkastaaukning Innbyggður internet- og intranetþjónn 4 Enn auðveldari kerfisstjórnun 4 Fjöldi kerfa innbyggð Fyrir netkerfi og öflugari vinnustöðvar Einsleitt viðmót Microsoft hugbúnaðar tryggir notendum auðveldari aðgang, lækkar þjálfunarkostnað og eykur framleiðni. EINAR J. SKÚLASON HF Grensásvegi 10, sími 563 3000 http://www.ejs.is/NT4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.