Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Báöir leikirnir vib Eistland , farafram Leikur gegn Danmörku I. desember C ríkícland Sex leikir íslands í undankeppni HM '97 2 lelkir gegn Eistlandi 30. október 3. nóvember Leikur gegn Crlkklandi 2. október Leikur gegn Danmörku 27.nóvember 5. RIÐILL: Efsta í riblinum trvaair sér rétt til a? Árangur landsiibsins undir stjórn Þorbjarnar jenssonar v-y.. Leikir Sigrar Jafntefli Töp 24 19 0 5 Danmörk œmi Eistland Grikkland leika í úrslitakeppni HM Leikur gegn Crikklandi 6. október Hvað hugsaði táninguhnn ÞÓRARIIMM KRISTJÁNSSON þegar hann skoraði? FJALLGANGA Akurnesingnm er ekki fisjað saman. Enn einu sinni komust þeir á haesta tind ís- lenskrar knattspymu, þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í sum- ar, í þeirri Qallgöngu sem íslandsmótið óneit- anlega er. Liðið missti nokkra leikmenn áður en var í’ann; þar af hurfu „ m _ þrír lykilmenn á braut Sánð llál &0 001111 eftir síðustu ferð í fyrra- sá hinn sami nú að Guðjón Þórð- arson er enn með munninn fyrir neðan nefíð. Hann er umdeildur maður, eins og margir aðrir sem ná langt, en árangur hans talar Lykilatriði að gefast laf aldrei upp; jafnvel þó sumar. Engu að síður eru Skaga- menn bestir og uppskeran í raun ótrúleg miðað við það sem geng- ið hefur á. Liðið er bæði íslands- og bikarmeistari þó það hafi ient í mótbyr í sumar. Gagnrýnis- raddir heyrðust þess efnis að lið- ið væri ekki að leika jafn góða knattspymu og oft áður, sem má reyndar til sanns vegar færa, og þau tíðindi spurðust einnig út að óeining væri I herbúðum félagsins, og minnstu hefði mun- að að upp úr syði á tímabili. Guðjón Þórðarson þjálfari ræðir þessi máli í viðtali við Morgunblaðið í dag og segir þar meðal annars að hann telji þær „kjaftasögur og þetta bull og blaður sem hefur tröllriðið nán- ast öllu,“ hafí verið sett á svið til að reyna að bijóta Skagamenn niður innan frá, „því ekki gátu þeir það á fótboltavellinum. Söguburðurinn var með slíkum eindæmum að það hálfa hefði verið meira en nóg. Það var einu sinni í sumar sem manni rann I skap eftir leik og ef þjálfari hef- ur ekki heimild til að vera reiður þá er illa komið fyrir íþróttinni. Það er ekki fyrir skaplausa menn að standa í þjálfun. Ég held að það sé gáfulegra fyrir menn að velta því fyrir sér hvað vel er gert en að reyna að fmna eitt- hvað sem miður fer.“ Ef einhver velkist í vafa veit sínu máli. Láð Guðjóns hafa sank- að að sér góðmálmum síðustu árin, hann er sigursælasti þjálf- ari ísiands nú um stundir og engar blikur virðast á iofti um að það eigi eftir að breytast á næstunni. Það var Guðjón Þórðarson sem kveikti neista í liði KR, er hann tók þar við þjálfuninni og liðið vann bikarkeppnina 1994 og 1995 undir hans stjórn, en segja má að þessi sami Guðjón hafi slökkt þennan sama neista sjálf- ur um helgina er KR-ingar komu í heimsókn á Akranes. Hann kom vel búinn undir síðasta spölinn og allir hans menn, bæði andlega og h'kamlega. Akumesingar hafa verið á tindinum áður, líður vel þar og vita að ekkert þýðir að gefast upp þó menn hrasi á leið- inni. Það gerðu Skagamenn á tímabili í sumar en neituðu að gefast upp og uppskáru laun erf- iðisins. „Klífa skriður. Skriða kletta. Velta niður. Vera að detta. Hrufla sig á hveijum steini. Halda að sárið nái að beini,“ sagði Tómas um árið. Akurnesingar eru ekki hræddir við að hrufla sig. Þeir vita að jafnvel þó sár nái að beini jafna menn sig. Gullbjamia slær af bikurunum löngu eftir að sárin gróa. gkapti Hallgrímsson Fagnaðibara eins og hinir SÍÐASTA vika verður Keflvíkingnum Þórarni Kristjánssyni minnisstæð um ókomna framtíð. Hann skoraði þrjú mörk, eða öll mörkin í 3:0 sigri íslenska drengjalandsliðsins á Lúxem- borg í undankeppni EM á mánudag. Gerði tvö af fjórum mörk- um íslenska liðsins ífyrri hálfleik á móti Færeyingum á fimmtu- dag ojg endaði vikuna á því að skora sigurmark Keflvíkinga á móti IBV á laugardag. Hann kom þá inn á sem varamaður og skoraði með fyrstu snertingu sinni í leiknum og tryggði þannig liðinu áframhaldandi veru í 1. deild. Hann gerði því samtais sex mörk í þremur leikjum í vikunni - geri aðrir betur. Þórarinn, sem er í námi í Fjöl- brautarskólanum í Keflavík, er fæddur á gamlársdag 1980. Foreldrar hans eru Eftir Kristján Þórarins- ValB. son og Erla Kjart- Jónatansson ansdóttir. Hann á þijú systkini; Kjartan 21 árs, Ágústu 20 ára og Kristján 4 ára. Hann hóf knatt- spyrnuferilinn í Vestmannaeyjum þegar hann var fímm ára gamall og lék þá með 7. flokki Týs. Þar var hann í tvö ár áður en hann flutti til Keflavíkur þar sem hann hefur búið síðan. Hann átti ekki von á því að Kjartan Másson, þjálfari Keflvík- inga, myndi gefa sér tækifæri í leiknum. „Kjartan talaði við mig á miðvikudaginn og spurði hvort ég væri ekki til í að koma inn í 16-manna hópinn á móti ÍBV. Ég þakkaði auðvitað fyrir traustið og var auðvitað ánægður með að fá þann heiður,“ sagði Þórarinn sem aldrei áður hafði komist í 16- manna hópinn hjá Keflavík. Attir þú von & því að fá að fara inn á í leiknum? „Já, alveg eins. Ég var að minnsta kosti búinn að búa mig undir það að koma inná.“ Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu eftir fyrstu snert- ingu? „Þetta var æðislegt. Það var gaman að skora og ekki hægt að byija betur í 1. deildinni en þetta. Áður en ég fór inná átti ég alls ekki von á því að ég næði að pota inn marki, þó það hafí auðvit- að verið markmiðið. Ég hljóp bein- ustu leið inn að markteig þegar ég var settur inná. Svo datt bolt- inn beint fyrir framan mig og það var ekkert annað að gera en reyna að koma honum í netið. Ég sá ekki einu sinni þegar boltinn var kominn í markið - heyrði félaga mína fagna svo ég fagnaði bara líka.“ Nú ert þú búinn að skora sex mörk í vikunni. Þetta hlýtur að vera eftirminnileg vika? „Já, það er óhætt að fullyrða það. Þetta var góð vika og ég á örugglega eftir að minnast hennar um ókomin ár.“ Hvað með framahldið, á að halda áfram á sömu braut? „Já, auðvitað. Ég stefni að því að komast í meistaraflokkinn næsta sumar og svo er draumur- inn er að leika með íslenska lands- liðinu." Attu þér uppáhalds lið eða leik- mann? „Arsenal er í miklu uppáhaldi hjá mér og Hollendingurinn Denn- is Bergkamp er minn maður. Hann er frábær markaskorari og ég hefði ekkert á móti því að líkj- ast honum.“ Þú hefur líka verið í handbolt- anum og varst valinn í unglinga- landsliðið í vor. Er ekki erfitt að samræma þessar tvær greinar. „Hingað til hefur það ekki ver- ið vandamál því handboltinn er spilaður á veturna en fótboltinn á sumrinn. En ég hugsa að ég hætti í handboltanum núna og snúi mér eingöngu að knattspyrnunni.“ ■ LILLESTRÖM, sem leikur í norsku 1. deildinni í knattspymu, hefur sýnt áhuga á að fá Ólaf Gott- skálksson, markvörð Keflvíkinga til sín. Norska félagið leigði mark- vörð sinn til Chelsea fyrir skömmu og vantar því annan markvörð í hans stað. „Ég hef ekki heyrt frá Lil- leström nýlega, en þeir voru búnir að hafa samband við mig fyrr í sum- ar,“ sagði Ólafur. ■ RÓBERT Sighvatsson gerði þijú mörk fyrir Shutterwald er liðið tap- aði fyrir Rheinhausen 26:24 á úti- velli í jjýsku 1. deildinni um helgina. ■ HEÐINN Gilson skoraði eitt mark fyrir Flensburg sem tapaði fyrir Fredenbeck 30:17. Hin íslend- ingaliðin léku ekki í 1. deildinni um helgina. ^ ■ EYJÓLFUR Sverrisson og fé- lagar hans hjá Hertha Berlín mætir Stuttgart í þýsku bikarkeppninni annað kvöld. Fjórir fyrrum leikmenn Stuttgart leika með Hertha og er Eyjólfur einn þeirra. ■ RÚMENSKI landsliðsmaðurinn Adrian Ilie, sem leikur með Steaua Búkarest, er á fömm til tyrkneska liðsins Galatasaray. Rúmenska liðið fær 195 millj. kr. fyrir miðheijann, auk þess vináttuleik gegn Galatas- toóm FOLK aray í ístanbúl og ókeypis uppihald í æfingabúðum í Tyrklandi. ■ ILIE mun leika við hlið landa síns Gheorghe Hagi hjá Galatasaray. „Ég ákvað að leika í Tyrklandi, þar sem ég fær tækifæri til að leika við hlið Hagi. Ég dái hann og hefur hann verið fyrirmynd mín,“ sagði hinn 22 ára Ilie, sem fær 52 millj. ísl. kr. í árslaun í Tyrklandi. ■ SOUTHAMPTON keypti í gær norska landsliðsmanninn Egil Ost- enstadt gtá Víkingi í Stavangri á 900 þús. pund. Hann er 24 ára mið- heiji, sem hefur skorað fjögur mörk í fjórum landsleikjum og 23 mörk í 24 leikjum fyrir Víking. „Hann er stór og sterkur, markaskorari sem við þurfum á að halda,“ sagði Graeme Souness, knattspyrnustjóri Southampton. ■ ■ MIGUEL Indurain, hjólreiða- kappinn frábæri sem fimm sinnum hefur sigrað í Frakklandskeppninni, Tour de France, verður boðið starf til æviloka við Banesto bankann í heimalandinu, Spáni. Bankinn er aðal styrktaraðili liðsins sem Indura- in keppir fyrir. ■ „ÞETTA er flugstjórinn sem tal- ar,“ tilkynnti Logi Ólafsson, landsl- iðsþjálfari í knattspyrnu, þegar hann ávarpaði fréttamenn á fundi í í einni Fokker-flugvél Flugleiða í útsýnis- flugi yfir Vestmannaeyjum og Suð- urlandi í gær. ■ ÁSTÆÐAN fyrir því var að KSÍ og Fiugleiðir hafa gert samning, flogið verður með Fokker-vél til Lit- háens og einnig í útileiki íslands í Makedóníu og Rúmeníu á næsta ári. Landsliðið og ungmennalið ís- lands halda til Litháens á fímmtu- daginn kl. 10 og áætlað að ferðin taki sex og hálfa klukkustund með millilendingu í Ósló. ■ FOKKER-flugvélin sem farið verður með tekur 50 farþega í sæti. Landsliðið halda heim á leið á laug- ardagskvöld, strax að leikjum lokn- um. A-landsleikurinn verður kl. 15.30 að íslenskum tíma. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞÓRARINN Krlstjánsson með boltann góða sem hann setti í markiA aðeins 20 sekúndum eftlr að hann kom Inn á og tryggði Keflvíkingum áframhaldandi veru í 1. delld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.