Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 14
«W.Í- 14 B ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Knattspyrnulið Leifturs í Ólafsfirði úr 3. deild í Evrópukeppni á 11 árum Stjómendumir gera út á toppinn Árið 1986 var knatt- spyrnulið Leifturs í 3. deild en síðan hefur það tvisvar unnið sér sæti í 1. deild og náði áður óþekktum áfanga á ný- liðnu tímabili með því að öðlast þátttökurétt í Evrópukeppni að ári. Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, og Stein- þór Guðbjartsson, blaðamaður, tóku púls- inn fyrir norðan í tilefni tímamótanna. Arangur Leifturs í sumar kom ef til vill ekki á óvart enda liðið sterkt og raunhæft að stefna á Evrópusæti en athygli vekur að um 1.200 manna bær á besta knatt- spyrnulið Norðurlands. Markviss stjóm Æ betri aðstaða LEIFTURSMENN vígðu grasvöll fyrir sex árum og í mars á næsta ári er ráðgert að taka um 440 fermetra hús í notkun við völlinn en þar verða búningsklefar og aðstaða fyrir fé- lagsstarfið. Þorsteinn Þorvaldsson, formaður, og Óskar Ingi- mundarson, þjáifari, eru ánægðir með aðstöðuna en stefnan er að spila Evrópulelkina á heimavelli. Ekki er sjálfgefið fyrir fámennan stað að koma upp knattspyrnuliði, hvað þá liði í fremstu röð. Þrátt fyrir öflugt íþróttalíf og markvissa 1 uppbyggingu eiga Ólafsfirðingar ekki í lið í yngri flokkum en leysa þann vanda með því að senda sam- eiginlegt lið með Siglfirðingum og Dalvíkingum í keppni 2. flokks og með Dalvíkingum í 3. flokki. Betur gengur að manna kvennaliðin en meistaraflokkur kvenna, sem hefur fengið liðsauka frá Dalvík, er í 2. deild og 2. flokkur fór í úrslita- keppni í sumar auk þess sem hald- ið er úti liðum í 3. og 4. flokki. Þorsteinn Þorvaldsson, formaður knattspyrnudeildar Leifturs, sagði við Morgunblaðið að mikið væri lagt upp úr uppbyggingu unga íþóttafólksins. „Við tókum þá stefnu varðandi krakka yngri en 12 ára að beina þeim ekki í einn farveg heldur veita þeim tækifæri til að fá nasasjón af öllum greinum með því að vera með sameiginlega dagskrá. Einn daginn er knatt- spyrna, annan daginn karfa, hinn þriðja handbolti og svo framvegis. Með þessu fyrirkomulagi er ekki um samkeppni á milli greina að ræða heldur samvinnu sem skilar sér í betra íþróttafólki." Hugarfarsbreyting Óskar Ingimundarson hefur verið þjálfari Leifturs á helstu velgengn- istímum þess. „Þetta hefur breyst mikið á þessum árum,“ sagði Óskar aðspurður um veruna á Ölafsfirði, en hann þjálfaði norðanmenn 1986 til 1988 og hefur verið með þá frá 1994. „Við spiluðum á möl 1988 og erfiðlega gekk að fá menn en nú erum við með góðan grasvöll, okkur hefur gengið vel og höfum yfirleitt fengið þá menn sem við höfum borið víurnar í.“ Þorsteinn tók í sama streng. „Við vorum alltaf í basli í 3. og 4. deild en áttum sterkan kjarna sem kom okkur upp í 2. deild 1986. Menn hugsuðu ekki langt og flestir gerðu frekar ráð fyrir að við færum niður en liðið kom á óvart og vann sér sæti í 1. deild. Liðið byggðist aðallega á heimamönnum og þessi kjami var upphafið að því sem nú blasir við. Fyrir þremur árum breyttist hugsunarhátturinn og menn fóru að setja markið hátt. Við sáum að með betra gengi voru stuðnings- menn tilbúnir að leggja meira á sig, starfið var auðveldara. Því var ákveðið að fá til okkar góða leik- menn í þeim tilgangi að vera í hópi þeirra efstu í deildinni og dæmið hefur gengið upp.“ Blásið á öfundarraddir Þegar Leiftur ber á góma er gjarnan rætt um að heimamenn í liðinu séu teljandi á fingrum annarr- ar handar. Þorsteinn sagði að um- mæli í þessa veru væru meiðandi, því utanaðkomandi menn væru ekki fleiri en almennt gerist hjá öðrum félögum. „Menn tala um „Leiftur keyptur“ en í samanburði við önnur félög erum við ekki með fleiri að- komumenn miðað við höfðatölu. Fyrir nýliðið tímabil fengum við til dæmis aðeins þtjá nýja leikmenn." Hann sagði að þessi umræða ætti ekki rétt á sér því ekki væri hægt að segja að menn, sem hefðu búið á staðnum í nokkur ár, væru aðkomumenn sem slíkir, „menn sem hafa verið hjá okkur í fimm til sex ár og eru með lögheimili hérna en eru ávallt flokkaðir sem aðkomu- menn. Við blásum á þetta og segj- um að þetta sé öfundartónn hjá öðrum sem þola ekki velgengni okkar. Það er líka athyglisvert að leikmenn vilja koma ár eftir ár sem sýnir að þeim hefur líkað vel. við fjörðinn og klúbbinn og hafa viljað vera hjá okkur áfram. Það er hluti af velgengni okkar.“ Æfa í Reykjavík Ekki var æfing daginn fyrir síð- asta leik í deildinni - flestir leik- mennirnir voru fyrir sunnan. Það hefur reyndar einkennt hópinn á undirbúningstímanum og síðan hef- ur los komið á mannskapinn á haustin. „Vissulega er þetta slæmt á undirbúningstímanum því við göngum ekki að æfingasvæði vísu í Reykjavík og nágrenni og ekki er spennandi að spila í markalausum Hljómskálagarðinum," sagði Óskar. Hann sagði að þetta væri visst vandamál en ætla mætti að meiri festa kæmist á hlutina þegar liðið væri komið í Evrópukeppni. „Það tekur alltaf tíma að púsla liði sam- an, ekki síst þegar um miklar breyt- ingar er að ræða, en mikill hugur er í mannskapnum. Evrópukeppnin virkar sem mikill hvati á alla og metnaðurinn til að gera enn betur er fýrir hendi.“ Þorsteinn sagði að aðstæður fyr- ir norðan væru þess eðlis að undir- búningurinn yrði að fara fram fyrir sunnan. „Við erum neyddir til að æfa fyrir sunnan á veturna en und- anfarin tvö ár hefur þetta breyst aðeins með tilkomu íþróttahússins. En það nægir ekki eitt og sér og því höfum við hjálpað strákum hér fyrir norðan að fara suður svo þeir geti æft þar.“ Gífurlegur stuðningur Þorsteinn sagði að Ólafsfjörður væri mikill knattspyrnubær og stuðningur sveitarfélagsins, fyrir- tækja og einstaklinga væri gífur- lega mikill. „Sveitarfélagið hefur verið mjög jákvætt í garð íþrótta- starfsins og uppbyggingin á undan- förnum árum hefur verið gríðarlega mikil miðað við stærð sveitarfélags- ins. Við erum með um 20 fjáröflun- arleiðir til að reyna að ná endum saman en reksturinn er í járnum. Það hjálpar okkur samt að vera eina 1. deildar liðið á Norðurlandi og í því sambandi má benda á að við fáum góðan stuðning frá fyrir- tækjum og einstaklingum á Akur- eyri.“ Framtíðin björt Ólafsfirðingar hafa tröllatrú á sínum mönnum. Óskar sagði mikil- vægt fyrir félagið að vera áfram í þremur til ijórum efstu sætum 1. deildar og til þess hefði það alla burði. „Reksturinn gengur ekki ár eftir ár nema með viðbótarstuðningi annars staðar frá, stuðningi sem kemur með þátttöku í Evrópu- keppni. Leiftur á að gera út á að vera á toppnum áfram og félagið hefur alla burði til þess. I Reykja- vík er alltaf beðið eftir að þetta springi allt saman með miklum hvelli en það gerist ekki í nánustu framtíð."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.