Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Vilji. kraftur. trú ÞAÐ var bjart yfir Akranesi uppúr hádeginu á sunnudag þegar áhorf- endur fóru að streyma á völlinn og þegar flautað var til leiksloka var enn bjartara yfir Akranesi því heimamenn brostu allir út að eyr- um og sól skein í heiði. Knatt- spyrnumenn bæjarins sýndu öllum, sem einhvern tíma hafa efast á síðustu mánuðum, að þeir eru með besta knattspyrnulið á íslandi - og hafa verið um nokkurt skeið. Þó svo margir telji að KR-ingar hafi leikið best allra liða í sumar, en sjálfsagt eru skiptar skoðanir um það, dugði það skammt á sunnudaginn. Hann var dagur Skagamanna. Þeir voru miklu betri, andlega hliðin var sterkari hjá þeim, þeir höfðu viljann, kraft- inn og trúna sem þarf til að sigra. Heimamenn höfðu sigur, 4:1, og var hann síst of stór. Flestir bjuggust sjálfsagt ekki við ýkja merkilegum leik þar sem svo mikið var í húfi. Miðað við þær væntingar kom frammistaða leikmanna, að minnsta kosti Skagamanna, því skemmtilega á óvart og mesta furða hve snöggir heimamenn voru að ná úr sér taugaveikluninni. Raunar fengu KR-ingar fyrsta færið á fjórðu mínútu, ef færi skyldi kalla. Þórður markvörður ÍA kom aðeins út fyrir vítateigs- hornið og ætlaði að spyrna fram, hitti boltann ekki og hann fór beint upp í loftið en markvörðurinn knái bjargaði með glæsilegri bakfalls- spyrnu. Fleiri færi fengu KR- ingar ekki í fyrri hálfleik, nema hvað Zoran Miljkovic skallaði rétt framhjá eigin marki eftir hálftíma leik. Reyndar sá línuvörðurinn um að taka besta marktækifæri KR af liðinu. Þá kom stungu- sending á Guðmund Bene- diktsson og komst hann einn innfyrir vörn ÍA, en línu- vörðurinn dæmdi rangstöðu á Ríkharð Daðason sem kom þessu máli ekkert við. Skagamenn voru miklu ágengari upp við mark mót- herja sinna og það verður að segjast eins og er að KR-ingar Iéku virkilega illa í fyrri hálf- leiknum. Þeir vissu, eins og flestir aðrir, að Skagamenn eru hættulegir í öllum auka- spyrnum og hornspyrnum, þegar þeir senda stóru menn- ina fram til að skalla að marki. Þrátt fyrir þessa vitneskju Vesturbæinga fékk ÍA 12 hornspymur í fyrri hálfleik og annað eins af aukaspyrn- um nærri vítateig KR. Alltaf skapaðist hætta og vörn KR var stöðugt undir þrýstingi vegna þessa. 1a^\Skagamenn fengu 12. hom- «^#spyrnu sína í fyrri hálfleik á 44. mínútu. Haraldur Ingólfsson tók spymuna, sem var_ frá vinstri, og á vítapunkti stökk Ólafur Adolfsson manna hæst og hamraði knöttinn í netið með kollinum. Fallegt mark sem hafði legið í loftinu um tíma. 2« Akumesingar áttu stór- ■ \#glæsilega sókn sem endaði með marki á 64. mínútu. Ólafur Adolfs- son gaf á nafna sinn Þórðarson á hægri kantinum. Hann renndi inn á miðjuna tii Alexanders Högnasonar sem sendi viðstöðulaust upp í hægra hornið á Bjama Guðjónsson. Hann gaf fyrir markið og á markteigshorninu vinstra megin var Haraldur Ingólfs- son mættur aleinn og yfírgefinn og skallaði í netið af öryggi. 2:1 KR minnkaði muninn á 70. mínútu. Ásmundur Haralds- son átti skot að marki, boltinn fór í vamarmann og til Ríkharðs Daðason- ar sem sneri sér á punktinum í miðjum vítateignum og skoraði, boltinn fór í vamarmann og Þórður var mjög nærri því að verja, en inn fór boitinn. 3:1 Sigursteinn Gíslason var eldsnöggur að taka auka- spyrnu sem Skagamenn fengu á silfur- fati á 84. mínútu á miðjum vallarhelm- ingi KR. Hann laumaði knettinum inn- fyrir vöm KR á Bjarna Guðjónsson sem átti ekki í vandræðum með að koma honum framhjá Kristjáni mark- verði. 4:1 Eftir laglegt þríhyrningaspil ÍA kom síðasta markið á 86. mínútu. Kári Steinn gaf knöttinn með hælnum upp í hægra homið þar sem Ólafur Þórðarson var mættur. Hann gaf fyrir markið og Bjarni Guð- jónsson gulltryggði sigur ÍA og sér siifurskó Adidas með góðu skoti af stuttu færi. Morgunblaðið/Golli BJARNI Guðjónsson fagnar fjórða og síðasta marki Skagamanna, sem hann gerði undir lok leiksins. Haraldur Ingólfsson, besti maður vallarins, er við hlið Bjarna og Sigursteinn Gíslason, sem var á miðjunni og lék einnig mjög vel, er til vinstri. Markið hlaut að koma og það gerðist eftir mikla sókn ÍA þar sem Haraldur Ingólfsson skaut í þver- slána úr aukaspyrnu, og þá tóku mörg hjörtu kipp. í kjölfarið fékk Skaginn tvær hornspyrnur og loks á 44. mínútu skoraði Ölafur Adolfs- son mark eftir hornspyrnu, þá tólftu í fyrri hálfleik, frá Haraldi Ingólfs- syni. Dæmigert Skagamark. Síðari hálfleikur var miklu fjör- ugri en sá fyrri enda komu mark- færin á færibandi um tíma, báðum megin. Vesturbæingar komu miklu grimmari til leiks og eftir tíu mín- útna leik bjargaði Haraldur á marklínu ÍA. Skagamenn náðu und- irtökunum á ný og sóknir þeirra voru margar hveijar nokkuð þungar og eftir eina slíka skoraði Haraldur Ingólfsson annað mark ÍA, með skalla eins og í fyrstu umferðinni í vor. Sex mínútum síðar, á þeirri 70. minnkaði markakóngurinn í deildinni, Ríkharður Daðason, mun- inn fyrir KR og hafi áhorfendur verið trekktir í upphafi leiks lagað- ist ástandið ekki við þetta. Nú gat allt gerst. Ólafur Adolfsson skallaði fram- hjá úr mjög góðu færi, hinum meg- in skaut Hilmar Bjömsson í slána, Haraldur Ingólfsson skaut rétt framhjá marki KR og Kristján Finn- bogason varði í tvígang vel frá Kára Steini Reynissyni. Lúkas Kostic þjálfari KR sá að nú varð að gera eitthvað í málinu og sendi Óskar Hrafn í framlínuna þegar sjö mínútur voru eftir. En skömmu síð- ar kom náðarhöggið. Ágætur dómari leiksins, Guð- mundur Stefán Maríasson, dæmdi Skagamönnum aukaspyrnu á miðj- um vellinum, en hefði átt að dæma KR-ingum hana. Uppúr aukaspyrn- unni skoraði Bjarni Guðjónsson og hann gulltryggði síðan sigurinn með öðru marki tveimur mínútum síðar. Allir leikmenn ÍA léku vel og skynsamlega, og ef til vill fyrst og fremst skynsamlega. Leikmenn tóku allir þátt í varnarleiknum þeg- ar þess þurfti með og var varist af mikilli festu og ákveðni. Þórður hafði lítið að gera í markinu en aftasta vörn var sterk og tók enga óþarfa áhættu. Öryggið var sett á oddinn. Þeir bræður Ólafur og Steinar Adolfssynir stigu vart feil- spor, Gunnlaugur Jónsson átti fínan leik og Zoran var sterkur í síðari hálfleik. Það slær enginn Ólafí Þórðarsyni út í baráttu og á sunnu- daginn fór hann fremstur í flokki þar eins og svo oft áður. Hann er sem betur fer ekki orðinn leiður á að sigra og vill gera allt til að ná árangri. Alexander Högnason lék mjög vel í fyrri hálfleik en minna fór fyrir honum í þeim síðari. Sigur- steinn Gíslason var aldrei þessu vant á miðjunni og var mjög sterk- ur þar, stoppaði ekki allan leikinn. Haraldur Ingólfsson var besti mað- ur vallarins, útsjónarsamur og fyrir- gjafir hans voru stórhættulegar. Bjarni var sprækur frammi og Har- aldur Hinriksson átti fínan leik á meðan hans naut við, en hann meiddist eftir hálfrar klukkustund- ar leik. Kári Steinn kom í hans stað og átti skínandi dag. KR-ingar verða enn að bíða. Leikmenn liðsins voru greinilega ekki tilbúnir til að sigra, a.m.k. virt- ust flestir leika talsvert frá því sem þeir eiga að geta. Það sem kannski er mesta áhyggjuefnið fyrir þá sem halda um stjórnvölinn í Vesturbæn- um er að leikmenn virtust ekki til- búnir að leggja sig alla fram. Kannski hefur það verið spennan sem var of mikil. Liðið hefur lengst- um leikið vel í sumar, en þegar á þurfti að halda lék það illa. Kristján markvörður verður ekki sakaður um mörkin, en hann skapaði stund- um hættu við eigið mark með fárán- legum útköstum til samherja. Vörn- in var ekki nægilega sannfærandi en þó átti Óskar Hrafn Þorvaldsson góðan leik. Hilmar Björnsson barð- ist vel og hafði greinilega viljann til að sigra, en það kom því miður ekki alltaf mikið út úr baráttu hans. Heimir var langt frá sínu besta, virkaði mjög þungur. Þorsteinn sást vart á vinstri vængnum og þetta var trúlega einn lélegasti leikur sem Guðmundur Benediktsson hefur átt. Ríkharður var þó að reyna og mark- ið tryggði honum markakóngstitil- inn. Eitt gull til KR-inga. Akurnesingar fögnuðu íslandsmeistaratitlinum fimmta árið í röð eftir öruggan sigur á KR- ingum í síðustu umferð íslandsmótsins á sunnu- dag. Skúii Unnar Sveinsson sá viðureign- ina og fannst hún mun skemmtilegri en svo mikilvægir leikir viija oft verða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.