Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 C FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 VIÐSKIPTI Viðskiptasiðferðið með augum útskrifaðra MBA Sjónarhorn Erfiðleikarnir við að gera gott siðferði að hluta af fyrirtækjabrag fyrirtækis geta verið ómældir. Það virðist sérstaklega eiga um stærri fyrirtæki, skrifar Þröstur Siguijónsson, sem hér fjallar um könnun á viðskiptasiðferði meðal útskrifaðra MBA-nemenda frá Harward-háskóla. FRÁ AFHENDINGU vlðurkenningar Hasselblad, f.v. Baldvin Ein- arsson, eigandi BECO, Staffan Junel, forstjóri VD Hasselblad og Haraldur Þór Stefánsson, fulltrúi BECO. BECO heiðrað * MÖRGUM háskólum sem bjóða upp á nám í viðskiptafræði er farið að kenna viðskiptasiðfræði sem hluta af náminu. Farið er yfir helstu kenningar siðfræðinnar og nemendum sýnt með hvaða hætti siðfræðin verði hagnýtt í viðskiptum. Megin áhersla er lögð á gildi góðs siðferðis fyrir viðgang viðskipta. Nemendur eru búnir undir að þurfa að glíma við siðferðileg vandamál og þeim sýnt hvernig megi leysa úr þeim á ábyrgan hátt. En hvemig skyldi þeim í raun reiða af þegar út í atvinnulífið er komið? Hver er skoð- un þeirra á ríkjandi viðskiptasið- ferði? I fyrra var gerð könnun á þess- um þáttum meðal útskrifaðra MBA (management of business administr- ation) nemenda frá Harvard Busi- ness School í Bandaríkj- unum. Siðferðistalið truflar Þátttakendumir í könnuninni höfðu tveggja til þriggja ára starfsreynslu og störf- uðu á flestum sviðum viðskipta. Mikill meiri- hluti hafði upplifað ýms- ar aðstæður þar sem reyndi á siðferðisþrek þeirra og vilja og getu til ábyrgrar ákvarðana- töku. Flest fyrirtækj- anna bjuggu við siðareglur, siða- nefndir eða höfðu sent starfsfólk sitt á siðanámskeið. En það virtist í sum- um tilvikum ekki koma að miklu haldi. Þátttakendur töldu helstu ástæðu þessa vera þá að ekki hafí tekist að gera siðareglurnar að hluta af fyrirtækjabragnum. Aðra sterka skýringu töldu þau vera þá að yfir- menn þeirra, sem flestir voru milli- stjórnendur, væru undir gífuriegum þrýstingi, bæði frá efri og neðri lög- um fyrirtækisins og allt tal um sið- ferði eða ábyrgð væri til þess fallið að trufla. Dæmigerði millistjórnand- inn var kominn með fjölskyldu, hafði fjárfest í sínu framtíðarhúsnæði með tilheyrandi fjárhagsskuldbindingum, þannig að ekki var um annað að ræða en að standa sig í starfi, hvað sem það annars kunni að kosta. í einu tilfelli hafði þátttakandi í könnuninni verið beðinn af yfirmanni sínum að lappa upp á tölur í skýrslu sem átti að kynna nýja vörutegund. Þegar nemandinn ætlaði að andmæla þessu og fór að tala um siðferði svar- aði yfirmaðurinn; Just do it! og mál- ið var ekki frekar rætt. Annar þátt- takandi þurfti að reikna út arðsemi fjárfestingar einnar og hafði fengið út samkvæmt gögnum sínum 12% arðsemi. Yfírmaðurinn skýrði fyrir honum að fjárfestingin fengist ekki samþykkt af yfirstjórninni nema arð- semin væri 25%. Því skipaði hann viðkomandi að gjöra svo vel að fá út rétta tölu. í öðrum tilvikum voru þátttakendur beðnir að smyija vel tímum á vinnuskýrslur sínar, iíta fram hjá göllum í vörum eða þjón- ustu, finna leiðir til að reka fólk án þess að fyrirtækið ætti von á lögsókn og fleira í þessum dúr. Fjórar ástæður fyrir siðleysi Þátttakendurnir töldu flestir að ástæður þess að yfirmenn þeirra færu fram á óheiðarleg vinnubrögð væru af fjórum rótum runnar. I fyrsta lagi væri krafist 100% frammi- stöðu og árangurs af yfirmönnum, svo málið er að búa til nógu góðar tölur ef þær eru það ekki fyrir. í öðru lagi einkennist fyrirtækjabrag- urinn af mikilli innbyrðis samkeppni. Og ef menn vinna saman í hópum, þá líta yfírmenn svo á að enginn megi svíkjast undan, allir verða að taka þátt í sameiginlegum aðgerðum, hvort sem þær eru heiðarlegar eða ekki. í þriðja lagi fara menn eins langt og þeir komast án þess þó að brjóta lögin. Fjórða ástæðan er að menn telja sig ekki hafa hag af því að vera siðferðilega ábyrgir í starfi. Samkeppnisandi meðal starfsmanna Hörð og óvægin samkeppni fyrir- tækja virðist hafa gríðarleg áhrif inn í raðir starfsmanna. Áhersla á að standast og hámarka tekjur og mark- aðshlutdeild er ofar öllu. Einn þátttakandinn svaraði; Það var mjög erfitt að starfa á þessum vinnustað. ... Álagið var svo gríðarlegt að þrír af meðeigendunum hafa látist á síðustu fimm árum. Þessir menn voru allir undir 35 ára aldri! Það er grundvallaratriði í augum þátttakanda, sem allir voru nýkomnir úr námi, að standa sig afburðavel og sanna sig í augiim yfirmanna sinna. Álit þeirra er að yfirmennirnir hafi nánast framtíð þeirra í hendi sér. Þeir geti ekki ein- ungis sagt starfsfólki sínu upp ef þeim svo sýnist, heldur geti þeir einn- ig svert orðspor þess og þá muni það eiga erfítt uppdráttar eftirleiðis. Þess vegna er það áfall ef starfsmaður fellur í ónáð hjá yfírmanni sínum, til dæmis vegna þess að hann vill ekki falsa skýrslur eða hylma yfír gallað- ar eða hættulegar vörur. Í þessu sambandi sagði einn svarandinn að fólk tekur flest þá ákvörðun vegna starfsframa síns að gera auðvelda og siðferðilega ranga hlutinn, heldur en að gera erfiða og siðferðilega rétta hlutinn. Yfirmenn vilja góðar fréttir Það kemur ekki á óvart að könnun- in skyldi sýna að það dugar ekki að hafa innleitt siðareglur eða koma á siðanefndum, ef stjómendur sýna málinu hvorki áhuga né gott for- dæmi. Fyrirtækin höfðu flest innleitt siðareglur, en sjaldnast hafði innleið- ingin heppnast þannig að fyrirtækja- bragurinn einkenndist af þeim. Þátt- takendur kenndu ýmsu um. Sumir sögðu að fyrirtækin væru það stór og mikil bákn að þeir sem réðu ferð- inni væm í engum tengslum við neðri lögin þar sem hin raunverulegu átök færu fram. Enn fremur væri fjöldi stjómenda oft óæskilega mikill. Það væru til ráðgjafar, félagar, stjórn- endur, yfírstjórnendur, meðeigendur, meðeigendur sem starfa sem fram- kvæmdastjórar o.s.frv. Þegar menn hafa náð þessum stöðum, eru þeir fyrir löngu búnir að gleyma því hvernig var á neðri lögum valdapír- amídans eða hafa engan áhuga á að muna eftir því. Samskipti milli þess- ara aðila og þeirra sem verma neðri lögin eru í lágmarki. Hugsunin hjá mörgum er sú að þegar menn hafa loksins náð frama eiga þeir að fá að njóta hans í friði fyrir baráttunni í skotgröfunum. Yfirmenn vilja enn fremur aðeins heyra góðar fréttir. Þeir sem flytja slæmar fréttir eru skotnir. Þess vegna er gríðarlegt álag á millistjórnendur, sem áður er nefnt. I þeim tilvikum í könnuninni þar sem sannanlega siðferðilegur og ábyrgur andi sveif yfir vötnum, sýndu stjórn- endur undantekningalaust gott for- dæmi og starfsmenn tóku eftir því. Stjómendurnir höfðu vakandi áhuga á að fyrirtækin væru þekkt af heiðar- legri og ábyrgri starfsemi. Fram- koma þeirra sjálfra, í einkalífí ekki síður en í starfí, bar áhuga þeirra glöggt merki. Hvernig bregðast menn við? Hvernig fóru hinir nýútskrifuðu nemendur að þar sem siðferðið var slakt og siðareglur orðin tóm? Marg- ir notuðu þá leið að spyija sig ákveð- inna spurninga þegar kom að því að taka erfiðar ákvarðanir. Spumingar eins og mun ég geta sofíð í nótt? eða verð ég með þessu sú persóna sem ég vil vera? voru algengar viðmiðan- ir. Aðrir notuðu vísanir til uppeldis eða fjölskyldunnar, eins og get ég sagt foreldrum eða bömum mínum frá þessu og enn aðrir vísuðu til al- mennrar umfjöllunar með því að að spyija sig hvort mér muni líða vel ef ákvörðunin kæmist á forsíðu New York Times. Hins vegar virtust þessi vandræði ekki bara hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Margir töldu sig hafa þroskast á því að þurfa að kljást við siðferðilega erfið mál. Menn fóm að spyija sig grundvallarspurninga eins og hvað skipti þá máli í lífinu, hvert þeir vildu stefna og með hvaða hætti. Margir urðu tortryggari gagnvart öðrum og varkárari sjálfír. Það var mjög algengt að þeir sem störfuðu hjá fyrirtækjum þar sem fyrirtækja- bragurinn hafði engin einkenni sið- ferðis og ábyrgðar, mótuðu menn sínar eigin siðareglur. Ef brotið yrði gróflega gegn þeim, myndu þeir ganga út. Nokkrir minntust kennara síns í Harvard sem ráðlagði þeim að fá sér eins konar „farðu íjandans til“ spari- reikning. Hann sagði nemendum sín- um að koma sér upp sjóði sem gæti haldið þeim á floti í þijá til sex mánuði. Ef að því kæmi að þeir vildu ekki tilheyra fyrirtæki sínu lengur, gætu þeir sagt farðu til fjandans og labbað út. Eftir tvö til þijú ár í starfí höfðu þátttakendurnir gert sér ljósa grein fyrir því að fyrirtækjabragur- inn skiptir gríðarlega miklu máli. Þeir sögðu nær allir að þegar kæmi að því að leita að næsta starfi, myndi verða lögð einna mest áhersla á að kanna hvers kyns fyrirtækjabragur einkenndi fyrirtækin. Stjórnendur geta ýmislegt lært af þessari könnun. Eftirfarandi at- hugasemdir kann að vera gagnlegt að hafa í huga: * Erfiðleikarnir við að gera gott siðferði að hluta af fyrirtækjabrag fyrirtækis geta verið ómældir. Það virðist sérstaklega eiga um stærri fyrirtæki. * Flestu vel menntuðu fólki í áhrifastöðum innan fyrirtækja er mjög annt um frama sinn og árang- ur í starfí. Þetta getur skapað mikið álag og sú hætta er fyrir hendi að auðveldar en hæpnar leiðir eru farn- ar frekar en þær erfiðu og siðferði- lega vandasömu. * Siðareglur geta verið hjálplegar en markmiðið með þeim þarf að vera skýrt. Ef þær eiga ekki að gegna hlutverki leiðarljóss sem starfsmenn geta stuðst nokkuð örugglega við í starfí, verður að vera til handbók starfsmanna sem þeir geta leitað til í vandasömum tilfellum. Þeir þurfa að geta sagt; ég tók þessa ákvörðun í samræmi við reglur félagsins. * Hugur verður að fylgja máli stjórnenda. Ef stjórnendur predika gott siðferði og gagnsemi ábyrgs fyrirtækjabrags, en fylgja síðan ekki eigin siðaboðskap, er lítil hætta á að siðferðilegt andrúmsloft skapist innan fyrirtækis. Byggt á „A view from the trenchesCali- fornia Management Review, veturinn 1995. Höfundur er viðskiptafræðingur fr& Hdskóla íslands og með BA í heimspeki frá sama skóla. SÆNSKI ljósmyndavélafram- leiðandinn VD Hasselblad veitir annað hvert ár umboðsaðila sín- um einhvers staðar í heiminum sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi markaðssetn- ingu. BECO, sérhæfð ljósmynda- þjónusta, fékk viðurkenninguna að þessu sinni og var ákvörðun sænska fyrirtækisins tilkynnt í haust á Photokina, ljósmynda- vörusýningu sem haldin er ann- að hvert ár í Köln í Þýskalandi. Á viðurkenningarskilti sem BECO hlaut segir að fyrirtækið hafi náð einstakri markaðsstöðu á íslandi vegna framúrskarandi þjónustu. Sænska fyrirtækinu þyki til fyrirmyndar hvernig staðið hafi verið að málum hjá BECO og því hafi fyrirtækið verið útnefnttil verðlaunanna að þessu sinni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Mynd Guðmundar á dagatali Þá prýðir mynd eftir Guð- mund Ingólfsson ljósmyndara í Imynd septembersíðu dagatals Hasselblad fyrir árið 1997. Vald- NÝVERIÐ kom á markað Windows-útgáfa af launakerfi Tölvumiðlunar, H-laun og af því tilefni var haldin kynning á Hótel Loftleiðum. Vel á annað hundrað manns mættu á kynninguna og tókst hún mjög vel, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „H-laun hafa verið í notkun hjá íslenskum fyrir- tækjum og stofnunum síðan 1991 og í dag er launakerfið komið í ar voru 12 myndir eftir jafn marga ljósmyndara víða að úr heiminum, úr rúmlega 7000 lit- skyggnum sem ríflega 90 ljós- myndarar frá 25 löndum sendu fyrirtækinu. Þema dagatalsins að þessu sinni er vatn og á breiðtjaldssýn- ingu sem Hasselblad stóð fyrir á Photokina var þemað hið sama. Á sýninguna í voru valdar um 600 myndir úr áðurnefndum fjölda sem fyrirtækinu bárust, og jafnhliða voru myndir valdar í dagatalið. Auk Guðmundar Ing- ólfssonar átti Snorri Snorrason mynd á sýningu Hasselblad i Köln. Umboð fyrir ljósmyndatöskur BECO hefur fengið umboð fyrir Lowepro ljósmyndatöskur. Töskurnar eru hannaðar af áhugafólki um ljósmyndun og útivist og þannig úr garði gerðar að þær séu sem þægilegastar og meðfærilegastar við hvað að- stæður sem er, til dæmis í fjall- göngu, segir ennfremur í frétta- tilkynningu fyrirtækisins. Windows-umhverfi. Flestir notend- ur þekkja Windows-umhverfið og er því nýja útgáfan til mikilla þæginda fyrir alla notendur launa- kerfisins. Gestir kynningarinnar gerðu góðan róm að H-launum og mun notendahópur H-launa koma til með að stækka ört á næstunni þar sem óhætt er að fullyrða að H-laun er eitt besta launakerfi sem til er á markaðnum í dag,“ segir ennfremur. Þröstur Siguijónsson GUÐMUNDUR Torfi Gíslason frá Tölvumiðlun kynnlR áhugasöm- um nýju útgáfuna af H-Iaunum á kynningu á hótel Loftleiðum. Kynning á H-Iaunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.