Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 C 15 VIÐSKIPTI HÉR eru umboðsmennirnir saman komnir ásamt starfsfólki dótturfyrirtækis Össurar hf. í Lúxem- borg og forsvarsmönnum á Islandi. Kraftur í markaðsstarfi •• Ossurar hf. erlendis GÓÐ stígandi er í framrás Össurar hf. inn á markaði er- lendis, en fyrirtækið kynnir nú ötullega nýjustu afurð þróun- arstarfs síns, svonefnda IceX- hulsu. Að sögn Jóns Sigurðs- sonar, forstjóra fyrirtækisins, nema tekjur erlendis tæplega 90% af veltu Össurar hf., en talið er að IceX muni auka veltuna mjög verulega þegar á fyrsta framleiðsluári. Össur hf. á þijú dótturfyrirtæki ytra, í Bandaríkjunum, Lúxemborg og Bretlandi. Starfsmenn fyrir- tækisins eru orðnir 85 talsins, og hefur þeim fjölgað um rösk- lega 100% á síðastliðnum tveimur árum. Góðar viðtökur í Bandarílqunum Nú er verið að setja IceX á markað í Bandaríkjunum, í kjölfar innreiðar inn á Evrópu- markað, og var nýjungin m.a. kynnt bandarískum bæklunar- og stoðtækjafræðingum á þingi þeirra í Cincinnati. Sam- hliða kynningar- og markaðs- átaki kemur þjálfunaráætlun í Bandaríkjunum til framkværndar undir leiðsögn dótturfyrirtækis Öss- urar í Santa Barbara í Kaliforníu. Að vonum fylgjast forráðamenn Össurar spenntir með viðbrögðum og segja þau lota goðu. Nyja IceX- hulsan hefur þegar vakið athygli bandarískra fjölmiðla, t.d. birtist grein í blaðinu The Sun þar sem þessari tímamótatækni er hælt í hástert af þeim sem prófuðu huls- una. Fyrir utan það hagræði að hulsan er tilbúin til notkun- ar innan klukkustundar í stað nokkurra vikna, koma í blaðinu fram viðbrögð fólks á borð við: „Ég kann strax betur við þessa hulsu.“ „Þetta er gríðar- legur munur fyrir mig, nú á ég mun hægara með að komast inn og út úr bílnum" og „Þetta er mun sveigjanlegri lausn.“ Sumir brugðu meira að segja á leik eins og sjötugur maður sagði: „Nú get ég spymt með fætinum án þess að eiga á hættu að hann detti af ‘ og lög- reglumaður sem sagði: „Skyldi þessi hulsa blístra eins og þær fyrri“ ....ég get ekki læðst að þijótum og illmennum ef það hendir.“ Oflugt net umboðs- og dreifingaraðila Össur hf. rekur nú sölustarf gegnum 20 umboðsaðila í 30 löndum, en að eigin skrifstof- um fyrirtækisins meðtöldum nær sölustarfið í heild til um 50 landa. Fyrir skömmu komu umbpðsmenn Össurar hf. í Evrópu og Ástralíu saman í Lúxemborg, þar sem þeim voru kynntar framtíð- aráherslur í vöruþróun fyrirtækisins og unnið var að heildarsamhæfingu í markaðsstarfi. HESITH: PROSTHETICS fc.V:«í? lO'nVvL-.íx': .v?»Mví:í>.->"'.VSkíAi::.ý-j.íx..-'-<•<>>'•>:•> wSv!»Wx i-'x'w ,'•".: > ><. ' '<>- WtttMH*' VAS',>■<>>■•: ;<:•• >:<*:, >S:ft> >!*<:* 5>^>:x>0«í< 0< ÖW;> <>>>xí::«.■>{•»» >•.{•••>Iíx>. : w ;x>s<íX*XS :<•£<:'. ><•>:<» Experimental leg makes for a better fit, sheritTs deputy finds ÚRKLIPPA úr bandarísku blaði, þar sem lögreglumaður reynir nýju huls- una og lætur vel af. Air France pantar velar París. Reuter. AIR FRANCE skilaði 802 milljóna franka eða 158 milljóna dollara hagnaði á sex mánuðum til sept- emberloka og hefur pantað 20 Bo- eing og Airbus flugvélar. A sama tíma í fyrra var 335 milljóna franka tap á rekstri hins ríkisrekna flugfélags Frakka. Um leið og afkoma Air France batnar og félagið stefnir að því að koma slétt út 1996/97 hefur það pantað 10 Boeing og kauprétt á 10 til viðbótar. Félagið hefur einnig pantað fimm Airbus A340 og stað- fest fimm pantanir síðan í júní og kauprétt á fimm í viðbót. Stjórnarformaður Air France, Christian Blanc, fékk mikilsverðan stuðning frá Alain Juppé forsætis- ráðherra til að kaupa Boeing þotur í stað þess að kaupa eingöngu vélar frá evrópsku fyrirtækjasamtökun- um Airbus Industrie í Suðvestur- Frakklandi. Samkvæmt listaverði, sem er sjaldan greitt, er verðmæti pöntun- arinnar á Boeing 777-200 vélunum og kauprétti á öðrum um 2,7 millj- arðar dollara. Verð Airbus er um 1,75 milljarðar dollara. Listaverð B777-200 er á bilinu 128-146 milljónir dollara, en Airbus A340-300 kostar 110-120 milljónir dollara. Air France hefur einnig sam- þykkt að verða fyrsti kaupandi fyr- irhugaðrar A340-600 vélar, sem verður lengd útgáfa A340. Airbus gerir sér vonir um að smíða 375 sæta þotu til að hnekkja einokun Boeing á vélum sem taka flesta farþega í sæti. mnBom Sundurleitni (Fragmentation) gagna á diskum er hægfara en öruggur fylgifiskur næstum allrar tölvuvinnslu. Smám saman getur svartími vegna sundurleitni orðið mjög slakur. Þessi þróun getur blekkt menn til að kaupa hraðvirkari diska til að ná upp svartíma, en oftar en ekki er hægt að lagfæra þetta með sérstökum hugbúnaði sem endurraðar gögnum disksins. Við kynnum nú til sögunnar, Diskkeeper, fyrsta endurröðunar- hugbúnaðinn fyrir Windows NT miðiara. Diskkeeper getur í bestu tilvikum 5-faldað afköst disks sem hefur mjög sundurleit gögn. Hringdu í sölumenn okkar og fáðu nánari upplýsingar um hvemig þú getur lagfært svartíma NT miðlarans hjá þér. DIGITAL Á ÍSLANDI Vatnagaröar 14 - 104 Reykjavík Sími 533-5050 - Fax 533-5060 Úf lugt hékhmhhkerfi fyrír Uui n t cMlf % Hentar vel fyrir lítil og meðalstór fyrirtœki Ótrúlega þœgilegt í notkun Fyrir Macintosh- og Windows 95 stýrikerfi Margra ára gagnagrunnur Hœgt að fá sem fjölnotenda kerfi (biðlara/miðlara). Hugbúnaður sem seldur ert 19 löndum Allar skipanir og vandaðar handbækur að sjálfsögðu á íslensku Öflugt aðgangskerfi Verð frá 22.000.- Nánari upplýsingar í síma 511-5111 og 511-5112 Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is Faxafeni 5 MÆ 108 Reykjavík II Sími 533 2323 ■ Fax 533 2329 HMwH tolvukjor@itn.is Opiö virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og iaugardaga 10:00-16:00 j Aðeins kr. 125.900 .Tölvukjör Tolvu,- verslun heimilanna Nýjungar frá Trust oll Iimnitudjqikvoldö Fræðsla & fjör í Tölvukjör Við bjóðum þér að taka þátt í spennandi nýjung sem við köllum „Fræðsla & fjör í Tölvukjör". Verslunin verður opin til kl. 22:00 öll fimmtudagskvöld í vetur og ætlum við stöðugt að brydda uppá nýjungum og fræðsluefni fyrir áhugasama tölvunotendur. Láttu þig ekki vanta í fjörið! I KV0LD! í kvöld tökum við upp nýja sendingu af töivum og tölvubúnaði frá Trust ) Mcira skjáminni Yngsta kynslóðin fær óvæntan glaðning 2 Mb S3 Virge 3D skjákort 133 MHz Intel Penlium örgjörvi lb Mli ED0 minni Intel Triton VX kub\basett | 15" PV litaskjár V Stærri 16 bita hljóðkort 8 hraða geisladrif Öflugri hátalarar Sound Wave 240 hátalarar Fræösla & fjör í Tölvukjör öll fimmtudagskvöld til kl. 22:00 Windows 95 lyklaborð, mús, Windows 95

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.