Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meðalverð á toll- kvóta hækkar HAGKAUP og Osta- og smjörsalan sf. eru stærstu innflytjendur osta og umboðsaðilar McDonalds og Subway eru stærstu innflytjendur unninna kjötvara. Tilboð í lág- markstolla á ostum og unnum kjöt- vörum voru opnuð í landbúnað- arráðuneytinu sl. mánudag og er meðalverð á tollkvótum nokkru hærra en í síðasta tilboði. Sjö tilboð bárust um innflutning á ostum til almennra nota, samtals 37.600 kg á meðalverðinu 57,62 kr. á kg. Hæsta tilboð var 150 kr. á kg og lægsta boð 0 kr. Tilboðum var tekið um innflutning á 26.100 kg á meðalverðinu 73,89 kr. á kg. í júlí sl. var meðalverðið á tollkvóta 57 kr. á kg og í febrúar 98 kr. á kg. Fyrirtækin eru Bergdal hf. (2.950 kg), Hagkaup (13.150 kg), Innnes ehf. (350 kg), Kísill hf. (900 kg), Osta- og smjörsalan sf. (6.000 Fjórtán fyrirtæki flytja inn osta og unnar kjötvörur á lágmarkstollum kg), Ostahúsið (750 kg) og Rydens Kaffi hf. (2.000 kg). Sex fyrirtæki sendu inn tilboð um innflutning á ostum tii iðnaðar og eða matvælagerðar, samtals 33.820 kg á meðalverðinu 26,53 kr. á kg. Hæsta tilboð var 70 kr. á kg. og það lægsta 5 kr. á kíló. Tilboðum var tekið frá fjórum fyr- irtækjum, samtals 13.000 kg á meðalverðinu 47,72 kr. á kg. Við síðustu úthlutun var meðalverðið 41 kr. á kg og þar á undan 80 kr. á kg. Fyrirtækin eru Dreifing ehf. (1.510 kg), Lyst ehf. (4.500 kg), Osta- og smjörsalan sf. (6.000 kg) og Pönnu pizzur hf. (990 kg). Níu tilboð bárust um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjöt- vörum, samtals 51.850 kg á meðal- verðinu 65,39 kr. á kg. Hæsta boð var 201 kr. á kg og lægsta boð var 1 kr. á kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum, samtals 29.400 kg á meðalverðinu 80,75 kr. á kg. Eitt tilboð uppfyllti ekki útboðsskilmála og var vísað frá. í júlí sl. var meðalverðið á tollkvót- um 67 kr. á kg og í febrúar 73 kr. á kg. Fyrirtækin átta eru Dreifing ehf. (3.150 kg), Hagkaup (2.800 kg), Kaupfélag Eyfirðinga (1.800 kg), Kentucky Fried Chicken (3.000 kg), Kísill hf. (500 kg), Kjötumboðið hf. (2.000 kg), Lyst ehf. (9.500 kg) og Stjarnan hf. (6.650 kg). Morgunblaðið/Sig. Jóns. Skemmdist í eldi Selfossi. Morgunblaðið. Afsláttar- kerfi hækkar búvörur ARI Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að í því afsláttarkerfi sem rætt hefur verið um að koma á varðandi sölu á mjólkurafurðum felist 1% almenn hækkun á verði varanna, sem ætluð sé til að íjár- magna afsláttinn. Fulltrúar ASI og BSRB í fimmmannanefnd hafi bent á þetta í nefndinni og gagn- rýnt þessa tillögu. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, sagði í Morgun- blaðinu í gær að úrsögn fulltrúa ASÍ úr fimmmannanefnd hefði taf- ið fyrir gildistöku magnafsláttar: kerfis í sölu mjólkurafurða. ASÍ dró fulltrúa sína út úr stjórnskipuð- um nefndum um búvörumál vegna óánægju með stefnu stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Ari Skúlason, sem sat í fimmmannanefnd fyrir hönd ASÍ, gerir alvarlegar athuga- semdir við þessi ummæli. „Bæði ég og fulltrúi BSRB í nefndinni lýstum mjög miklum fyr- irvörum varðandi þetta kerfi. Það gengur út á að veittir séu 1-3,5% magnafslættir. En í því liggur einnig verðhækkun því að hug- myndin var að hækka verð um 1% til að fjármagna afsláttarkerfið. Þetta myndi þýða að verðlag hjá Bónus, Hagkaup og öðrum stórum aðilum getur hugsanlega lækkað, en verð i minni verslunum, sérstak- lega úti á landi, getur hækkað," sagði Ari. Ákvörðun tekin óháð fyrirvörum ASÍ Ari benti á að Guðmundur segði í Morgunblaðinu að ákveðið hefði verið að koma á afsláttarkerfi í mjólkuriðnaði. Þetta sýndi vel að það skipti engu máli hvort fulltrú- ar neytenda sætu í nefndinni úr því að ákveðið hefði verið að koma þessu kerfi á þrátt fyrir fyrirvara fulltrúa neytenda og þrátt fyrir að nefndin hefði ekki tekið formlega ákvörðun. Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði að hann væri að skoða skipun á nýjum fulltrúa neytenda í fimmmannanefnd og myndi skipa í nefndina fljótlega. VERKSTÆÐI byggingarfyrir- tækisins Kvistfells á Gagnheiði 37 á Selfossi brann í gærmorg- un. Svavar Valdimarsson, einn eigenda fyrirtækisins, varð fyrstur var við eldinn þegar FYRIR mannleg mistök hjá Skýrslu- vélum ríkisins og Reykjavíkurborgar, SKÝRR, voru í haust keyrðir út vaná- ætlaðir reikningar til 850 einstakl- inga sem njóta heimilishjálpar á veg- um borgarinnar, samtals að upphæð 612 þúsund krónur. Þessi mistök voru leiðrétt við útsendingu reikn- inga um áramótin en Morgunblaðið veit um dæmi þar sem greiðendum kom á óvart að greiðsluupphæð væri hærri en venjulega. Anna Skúladóttir, yfirmaður fjár- reiðudeildar Reykjavíkurborgar, seg- ir að mistökin hafi uppgötvast í des- ember þegar farið var yfir reiknings- yfirlit ársins. Segir hún að mistök við útkeyrslu reikninga í október hafi gert það að verkum að reikning- ar í nóvember og desember urðu jafn- háir. „Ekki er verið að gera neinum að greiða fyrir annað en þá þjónustu sem viðkomandi notaði. A hinn bóg- inn ber að harma að ekki hafi verið sent sérstakt bréf með greiðsluseðli og leiðréttingu til útskýringar," sagði hún. Sjaldnast háar upphæðir Anna segir að í langflestum tilvik- um hafi leiðréttingin aðeins aukið hann kom til vinnu en þá gaus á móti honum mikill reykur þeg- ar hann opnaði dyrnar á húsinu og ætlaði inn. Hann kvaddi til slökkvilið sem réð snarlega nið- urlögum eldsins. álögur manna í desember um nokkur hundruð krónur. „Heildarupphæðin, 612 þúsund krónur, sem vanreiknuð var, dreifist á 850 einstaklinga, sem þýðir rúmlega 700 krónur að meðal- tali á mann,“ sagði hún. Hins vegar hafi frávik verið hærri í einstökum tilvikum en það eigi einkum við þá sem af einhveijum orsökum hafa notið mismikillar þjónustu í ágúst- október. Segir hún að reikningstímabil sé miðað við mánaðartímabil frá 10. til 10. hvers mánaðar. Reikningar með gjalddaga 1. nóvember séu þess vegna greiddir fyrir þjónustu í ágúst og september en reikningar með gjalddaga 1. desember fyrir þjónustu í september og október. Reiðubúin að aðstoða Anna segir að starfsmenn Félags- málastofnunar og fjárreiðudeildar séu reiðubúnir að ræða við alla þá sem telja greiðslubyrði sína í janúar of þunga. „Þeim, sem eiga erfitt með að ráða við hærri greiðslu vegna leið- réttingarinnar, er frjálst að leita sér aðstoðar hjá okkur um greiðsludreif- ingu,“ segir hún. Of lágir reikningar fyrir heimilishjálp Leiðrétting án skýringa Eigandi bréfdúfna ósáttur við starfsaðferðir meindýraeyðis Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson ÞÓRARINN Helgason heldur um 80 dúfur í bílskúr sínum á Akranesi. Greiði ekki lausnar- gjald fyrir dúfumar „ÉG ER mjög ósáttur við þessar starfsaðferðir mein- dýraeyðisins og ætla mér ekki að borga lausnargjald fyrir dúfurnar. Hingað til hefur fólk ekki talið eftir sér að koma fuglunum til skila. Ég set upphæðina ekki fyrir mig, en get ekki sætt mig við þessa gíslatöku,“ sagði Þór- arinn Helgason, dúfnaeigandi á Akranesi. Jóhannes Þór Ólafsson, meindýraeyðir á Selfossi, var kallaður að húsi þar í bæ þann 30. desember sl. og beðinn að fjarlægja dúfur, sem höfðu komið sér fyrir undir þakskeggi íbúðar- húss. Jóhannes Þór handsam- aði dúfurnar og telur eðlilegt að Þórarinn borgi 1.000 krón- ur fyrir hvern fugl, vilji hann fá þá aftur. „Hunda- og katta- eigendur þurfa að greiða gjald þegar dýrin þeirra eru handsömuð, svo ég sé ekkert óeðlilegt við þetta,“ sagði Jóhannes Þór. Þórarinn heldur um 80 dúfur í bílskúrnum við heim- ili sitt á Akranesi. Hann tók þátt í keppni á vegum Bréf- dúfufélags Reykjavíkur sl. haust og reiknar með að fugl- arnir á Selfossi hafi ekki skil- að sér heim eftir þá keppni. „Það kemur fyrir af og til að fuglar týnast, en það hefur aldrei staðið á fólki að koma þeim til skila. Sumir hafa jafnvel fundið fugla í óbyggð- um, gefið þeim að éta og kom- ið þeim til skila við fyrsta tækifæri. Meindýraeyðirinn krafðist þess hins vegar að ég greiddi þúsund krónur fyrir hvern fugl, en sá sem bað hann að vinna verkið hlýtur þó að hafa greitt hon- um fyrir, svo ég skil ekki af hverju ætti að greiða honum tvisvar. Þetta er gíslataka. Ég er auðvitað fús til að greiða flutningskostnað, en mér finnst ógeðfellt ef fólk ætlar að hagnast á þessu og illt afspurnar ef þetta er við- horf fleiri en meindýraeyðis- ins. Það getur verið að fólki finnist dúfnaeigendur eiga að greiða vegna óþrifnaðar sem dúfurnar valda, en mér skilst að fleiri fuglar hafi verið við húsið og því ómögulegt að segja til um hvaða drit er frá mínum fuglum.“ Þórarinn kvaðst reikna með að meindýraeyðirinn hefði drepið dúfurnar þar j», sem hann hefði neitað að greiða fyrir þær. Dúfurnar enn á lífi Jóhannes Þór Ólafsson meindýraeyðir sagði hins vegar í samtali við Morgun- blaðið í gær að dúfurnar væru i góðu yfirlæti hjá sér. „Þegar ég skoðaði merking- arnar á fuglunum reyndust þrjár þeirra vera í eigu Þór- arins. Eina þeirra hafði ég aflífað á staðnum, án þess að sjá merkingar á henni, enda eru meindýr iðulega aflífuð strax og erfitt að sjá merk- ingar á þeim þegar verið er að vinna. Hinar dúfurnar tvær flutti ég heim, ásamt fleiri dúfum sem voru merkt- ar öðrum. Ég á eftir að hafa samband við eigendur þeirra." Jóhannes Þór sagði að dúf- urnar hefðu alls verið 10 og búnar að koma sér fyrir und- ir þakskeggi íbúðarhúss. „Framhlið hússins var útskit- in og við þessar aðstæður er eðlilegt að aflífa fuglana strax, en ég hélt að eigendur vildu fá þá aftur. Merktar bréfdúfur hafa fundist víða um Suðurland og ég veit dæmi um að þær hafa verið aflífaðar annars staðar. Það fylgir þessu sóðaskapur og mér finnst eðlilegt að eigend- urnir greiði. Ég hef ekki fengið greitt frá húseigand- anum, íif því að ég lít svo á að það sé ekki hans að bera kostnaðinn," sagði Jóhannes Þór Ólafsson meindýraeyðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.