Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 43 AÐSENDAR GREINAR Aukin skuldasöfnun borgarinnar Á ÁRUNUM 1995, 1996 og 1997 aukast skuldir borgarinnar um 3,5 milljarða króna vegna sífellt meiri eyðslu borgarsjóðs. Skuldirnar jukust 1995 um 1,5 milljarða króna, 1996 um 1,1 milljarð og 1997 verð- ur skuldaaukningin a.m.k. 900 milljónir króna. Nýjar álögur á borgarbúa Þessi skuldasöfnun á sér stað þrátt fyrir að R-listinn hafi á þessum þremur árum lagt nýjar álögur á borgarbúa og fyrirtæki borgarinnar frá því sem var 1994 þegar R-listinn tók við völdum í Reykjavík. Á árinu 1995 var lagt á nýtt gjald, holræsagjald, sem hækkaði fasteignagjöldin um 26% og færir nú borgarsjóði árlega u.þ.b. 550 milljónir króna. Sama ár voru arðgreiðslur fyrirtækja borgarinnar í borgarsjóð auknar árlega um 600 milljónir króna. Á þessum þremur árum, þ.e. 1995, 1996 og 1997 hefur R-listinn því aukið tekjur borgarsjóðs um 3,4 milljarða króna með viðbótarálögum frá því sem var 1994. Á sama tíma er skuldaaukning borgarinnar svip- uð upphæð eða 3,5 milljarðar króna. Ef ekki hefði komið til nýtt hol- ræsagjald og auknar arðgreiðslur frá fyrirtækjum borgarinnar í borg- arsjóð hefðu skuldir Reykjavíkur- borgar því aukist um tæpa 7 millj- arða króna að óbreyttum rekstri og framkvæmdum á þessum þremur árum. Borgin tekur lán til að lána borginni Umræðan um aukna skuldasöfnun Reykja- víkurborgar í tengslum við fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1997 minnir mjög á söguna um „Nýju fötin keisarans". Nauðsyn- legt er að fjalla um aukna skuldasöfnun borgarinnar af fullri hreinskilni og á réttum forsendum en ekki með þeim hætti sem borgar- fulltrúar R-listans gerðu þegar ijárhagsá- ætlunin var til umræðu og af- greiðslu í borgarstjórn nú fyrir skömmu. R-listinn kaus að beita sjón- hverfingum við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1997 til R-listinn hefur gefist upp, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, við að stjórna fjármálum borgarinnar. að fela 800 milljóna króna skulda- aukningu. Það gerir hann með því að láta væntanlegt hlutafélag um rekstur leiguíbúða borgarinnar taka lán að sömu upphæð sem síð- an á að renna í borgarsjóð. Þessa fjármuni vantaði til að fjárhags- áætlunin vegna ársins 1997 gengi upp. Síðan er fullyrt að nú hafi í fyrsta sinn í langan tíma tekist að skila hallalausri fjárhagsáætlun og stöðva skuldasöfnun. Betur ef svo væri. Borgarstjóri hefur lýst því yfir að þetta nýja hlutafélag verði að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Það er því Reykjavíkurborg sem tekur lán til að lána Reykjavíkurborg 800 milljónir króna og síðan mun Reykjavíkurborg borga vexti og afborganir af þessu láni á næstu árum með aðstoð leigutaka í leigu- húsnæði borgarinnar. Þannig eru nú afrek R-listans í fjármálastjórn borgarinnar. Sjón- hverfingarnar eru það miklar að nokkrir borgarfulltrúar R-listans trúa því raunverulega að R-listinn hafi unnið þrekvirki á þessu sviði. Reksturinn kominn úr böndum Það er hvorki skynsamlegt né rétt að halda áfram þeim sjón- hverfingum sem R-listinn kýs að beita við afgreiðslu ársreiknings borgarinnar vegna 1996 og fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1997. Rekstur borgarinnar er kominn úr böndum á ýmsum sviðum og á þeim vanda verður að taka fyrr en síðar. Það að afskrifa skuldir borgar- sjóðs hjá einstaka borgarfyrirtækj- um til að sýna betri stöðu borgar- sjóðs eða láta hlutafélög alfarið í eigu borgarinnar taka lán til að fjár- magna borgarsjóð eru ekki dæmi um góða fjármálastjórn. Þessi vinnubrögð gefa einfaldlega til kynna að R-listinn hafi gefist upp við að stjórna fjármálum borgar- innar. Höfundur er borgarfulltrúi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Hafin er tvímenningskeppni sem standa mun í fjögur kvöld en 3 efstu kvöldin skila skor til verðlauna. Fámennt var fyrsta kvöldið. Bæði er að jólasteikin er ennþá þung í maga og svo að spilað var á þriðjudegi en ekki hefðbundnum spiladegi, sem er mánudagur. Gísli Torfason og Jóhannes Sig- urðsson annars vegar og Karl Hermannsson og Arnór Ragnars- son hins vegar eru í efstu sætum eftir fyrsta kvöld með 179 stig. Kristján Kristjáwnsson og Gunnar Guðbjörnsson hafa 171, Þröstur Þorláksson og aldursforsetinn Ein- ar Júlíusson hafa 168 stig. Sömu skor hafa feðgarnir Óli Þór Kjart- ansson og Kjartan Ólason en þijú önnur pör eru yfir meðalskor. Daginn fyrir gamlársdag var spiluð að venju keppnin vanir/ó- vanir og urðu úrslit þessi í N/S: Sigríður Eyjólfsd. - Þorsteinn Kristmundss. 257 Helgi Guðleifss. - ísleifur Guðleifss. 254 Skafti Þórisson - Ámi Eriingsson 245 Sigurvegarnar í A/V urðu eftir- talin pör: Guðjón Svavar Jensen - Jón ÓskarHaukss. 246 Þorvaldur Finnsson - Guðmundur Finnsson242 V íðir J ónsson - Borgar J ónsson 239 Veitt voru verðlaun fyrir þijú efstu sætin í báðum riðlum. Tvímenningskeppninni verður fram haldið nk. mánudagskvöld kl. 19.45. Mótið er öllum opið hvort sem þeir vilja spila í keppn- inni eða aðeins í eitt kvöld. ísleif- ur Gíslason er keppnisstjóri og er skorin reiknuð út jafnóðum. Ef þátttaka verður góð næsta spilakvöld verður spilaður Mic- hell. Bridsfélag Akraness Jólasveinatvímenningur var spil- aður 27. desember með þátttöku 31 pars. Röð efstu para var þannig: Guðmundur Ólafss. - Hallgrimur Rögnvaldss. 498 Guðjón Guðmundsson - Hörður Pálsson 494 HörðurJóhannesson - Kjartan Guðmundsson 490 HreinnBjömsson-TryggviBjamason 488 Þorvaldur Guðmundss. - Sigurður Halldórss. 473 2. janúar var spilaður eins kvölds tvímenningur, efstir urðu: Guðmundur Ólafss - Hallgrimur Rögnvaldss.+ 210 Magnús Magnússon - Sigurður Gunnarsson 205 KjartanGuðmundsson - Hörður Jóhannesson 198 Nk. fimmtudag, 9. janúar, byij- ar Akranesmót í sveitakeppni. Spilað er í Röst og hefst spila- mennska kl. 19.30. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Mánudaginn 6. janúar sl. var spilaður eins kvölds Mitchell-tví- menningur. 28 pör mættu. Spiluð voru 26 spil. Meðalskor var 312 stig. Hæsta skor í N/S Kristján Ö. Jónass. - Þorsteinn Karlss. 393 Steinberg Ríkharðss. - Páll Þór Bergss. 378 Sigrún Pétursd. - Guðrún Jörgenssen 377 Erlingur Einarss. - Nicolai Þorsteinss. 349 Hæsta skor í A/V Guðbjöm Þórðars. — Vilhjálmur Sigurðss. 405 Ólafur A. Jónss. - Viðar Guðmundss. 372 Geir Róbertss. - Róbert Geirss. 362 Leifur Kr. Jóhanness. - Jón V. Jónss. 341 Mánudaginn 13. janúar nk. hefst aðalsveitakeppnin 1997. Upplýsingar og skráning í síma 587 9360 BSI, 553 2968 Ólína og 557 1374 Ólafur. Þá er hægt að skrá sig á spilastað í Þöngla- bakka 1 ef mætt er fyrir kl. 19.30. Aðstoðum við að mynda sveitir. Spilastjóri er ísak Örn Sigurðs- son. ® Tölvuskóli Reykjavíkur Viðskipta- og skrifstofutækninám Markmið námsins er að mennta fólk til starfa í nútíma viðskipta- og skrifstofuumhverfi. Námið skiptist í tvo hluta: I. Sérhæfð skrifstofutækni Aðatáhersla er lögð á tölvugreinar, þ.e. notendaforrit og internet, en einnig er tekin fyrir bókfærsla og verslunarreikningur. Almenn tölvufræði og Windows, 12 klst. Ritvinnsla, 22 klst. Töflureiknir og áætlanagerð, 20 klst. Tölvufjarskipti, Internet o.fl., 14 klst Glærugerð og auglýsingar, 12 klst. Bókfaersla, grunnur, 16 klst. Verslunarreikningur, 16 klst. Tölvubókhald, léklst. 2. Bókhaldstækni Markmiðið er að þáttakendur verði færir um að starfa sjálfstætt við bókhald fyrirtækja allt árið. Almenn bókhaldsverkefni, víxlar og skuldabréf, 16 klst. Launabókhald, 12 klst. Lög og reglugerðir, 4 klst. Virðisaukaskattur, 8 klst. Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar, 12 klst. Tölvubókhald, 32 klst. Skráning er hafin. Upplýsingar í síma 561-6699 eða í Borgartúni 28 T~ hófst í morgun kl. 9.00 ---------------------& ENGIABÖRNÍN Bankastræti 10, S. 552 2201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.