Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C 6. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Borís Jeltsín fer aftur á sjúkrahús Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, var lagður inn á sjúkrahús í Moskvu í gær þar sem í ljós kom að hann hefur byijunareinkenni lungnabólgu. Embættismenn í Kreml sögðu í gærkvöldi að Jeltsín yrði á sjúkrahús- inu í nokkra daga „til að gangast undir frekari rannsókn og viðeigandi meðferð". Skýrt hafði verið frá því á mánudag að öllum fundum forsetans hefði verið aflýst og þá var sagt að hann hefði fengið slæmt kvef. Jeltsín, sem er 65 ára, gekkst undir hjartaaðgerð 5. nóvember og Renat Aktsjúrín, sem skar hann upp, sagði fyrr í gær að veikindi forsetans tengdust ekki uppskurðin- um og hjartað væri ekki í hættu. „Það væru eintómar vangaveltur að halda öðru fram,“ bætti hann við. Læknar í Moskvu sögðu ekkert um það hvaða áhrif lungnabólga gæti haft á sjúkling svo skömmu eftir hjartaskurðaðgerð. Erlendir sér- Sagður hafa byrjunareinkenni lungnabólgu fræðingar sögðu í gær að veikindin tengdust líklega ekki hjartasjúkdómi Jeltsíns eða uppskurðinum. Þeir töldu miklar líkur á að forsetinn næði sér ef hann fengi skjóta meðferð. „Bólgublettur“ í öðru lunga Bandaríski hjartaskurðlæknirinn Michael DeBakey, sem var Aktsjúrín til ráðgjafar við uppskurðinn, kvaðst í gærkvöldi búast við því að Jeltsín næði sér innan viku. DeBakey ræddi við lækna Jeltsíns í gær og sagði þá hafa greint „bóigublett" í öðru lunganu. Bólgan hefði hins vegar greinst nógu fljótt til að hægt yrði að koma í veg fyrir lungnabólgu á alvarlegu stigi. Michael De- Bakey sagðist telja að Jeltsín hefði fengið flensu, sem hefur gengið í Moskvu að undanförnu. Nokkrir í fjöl- skyldu Jeltsíns hafa smitast af pestinni, þeirra á meðal kona hans, Naína, og dóttur- sonur þeirra. Eftir uppskurðinn sneri Jeltsín aftur til starfa í Kreml 23. desember og hefur setið allmarga fundi síðan. Hann ræddi m.a. við Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, á laugardag og virtist þá fölur og þreytulegur. Alexander Lebed, fyrrverandi ör- yggisráðgjafi Jeltsíns, sagði að for- setinn væri orðinn of gamall og veik- ur til að geta stjórnað Rússlandi og hvatti hann til að draga sig í hlé. Reuter Goðsins minnst í Graceland AÐDÁENDUR Elvis Presley frá ýmsum löndum heims komu sam- an í Memphis í Tennessee í gær til að minnast þess að 62 ár voru liðin frá fæðingu rokkkóngsins, sem lést í ágúst 1977. Á myndinni er verið að skera afmælistertu við setur Presley, Graceland. Danir og Svíar í „reykstríð“ Margrét Danadrottning. Kaupmannahöfn. Reuter. DÖNSK dagblöð urðu í gær ókvæða við skrif- um sænsks blaða- manns, sem gagnrýndi Margréti Danadrottn- ingu harkalega fyrir að reykja á opinberum vettvangi. Ekstra Bladet í Dan- mörku brást við gagn- rýninni með flennifyrir- sögn á forsíðu: „Reyk- stríð við Svía.“ Blaðið birti enn- fremur grein á innsíðu með fyrir- sögninni: „Leyfið drottningunni að reykja í friði.“ „Svíar, skiptið ykkur ekki af annarra málum,“ og „Haltu áfram að púa,“ sagði í fyrirsögnum ann- arra blaða. Sakaðir um hræsni Sænski blaðamaðurinn Hagge Geigert olli uppnáminu með grein í dagblaðinu Göteborgs-Posten á laugardag. Hann gagnrýndi þar drottninguna fyrir að vera „gang- andi auglýsing" fyrir tóbak, þótt vitað væri að það gæti valdið krabbameini, og gefa þannig slæmt fordæmi. Hann benti ennfremur á að Karl XVI Gústaf Svíakonungur gætti þess að reykja aldrei fyrir framan ljósmyn'd- ara blaðanna eða sjón- varpsmenn. „Danska drottningin hefur sérstakan þjón sem eltir hana með öskubakka. Hún reykir alls staðar, jafnvel á heilsugæslustöðvum," skrifaði Geigert. „Eg tel það rangt af drottningunni að reykja í opin- berum byggingum þar sem reyk- ingar eru yfirleitt bannaðar." Dönsku blöðin sökuðu Svía hins vegar um „tvískinnung" og „hræsni“. „Er það til marks um ábyrgðartilfinningu að konungur Svía læðist inn á salernin til að reykja í laumi?" spurði Ekstra Bladet. „Drottningin ræður því sjálf hvort hún reykir eða ekki,“ sagði talsmaður danska krabbameins- félagsins. Israelsher svarar árásum skæruliða Nabatiyeh. Reuter. ÍSRAELSKAR herþotur gerðu árás- ir á vígi Hizbollah-skæruliða í suður- hluta Líbanons í gær eftir að Katjúsha-flugskeytum var skotið á norðurhluta Israels, Herþoturnar skutu fimm flug- skeytum á fjallshrygg sem er á valdi Hizbollah. Nokkrum klukkustundum áður hafði ísraelskur hermaður fallið og fjórir særst í átökum við skæru- liða hreyfingarinnar á hernumdu svæði ísraela í suðurhluta Líbanons. Ekki var vitað í gærkvöldi hvort mannfall hefði orðið í loftárásunum og engan sakaði í árásunum á norð- urhluta Israels. Reuter SERBNESKIR námsmenn standa fyrir framan röð lögreglumanna, sem hindruðu mótmæli í miðborg Belgrad í gær. Námsmennirnir hafa gripið til þess ráðs að kyssa og kjassa lögreglumennina í von um að fá þá á sitt band og koma í veg fyrir að þeir beittu valdi til að kveða mótmælin niður. Serbíustjóru viður- kennir ósigur í Nis Belgrad. Reuter. STJÓRN Slobodans Milosevic, for- seta Serbíu, viðurkenndi í gær að Zajedno, bandalag stjórnarand- stöðuflokka, hefði farið með sigur af hólmi í kosningunum í Nis, næst- stærstu borg landsins, í nóvember. Þetta er mesta tilslökun forsetans í deilu hans við stjórnarandstæðinga, sem hafa efnt til mótmæla í Belgrad á hveijum degi í 52 daga. Nis var á meðal 15 borga þar sem borgarstjórnarkosningar voru lýstar ógildar eftir ósigur Sósíalistaflokks Milosevic. Stjórn Milosevic samþykkti að Zajedno hefði fengið meirihluta í borgarstjórn Nis eftir að dómsmála- ráðuneytið hafði rannsakað kjör- gögnin. Stjórnin mæltist því til þess að kjörstjórnin félli frá þeirri ákvörð- un sinni að efna til nýrra kosninga í borginni. Stjórnin sagði að Zajedno hefði fengið 37 sæti af 70 í Nis en Zoran Djindjic, einn af leiðtogum banda- lagsins, sagði að það ætti með réttu að fá 41 sæti. Hann sagði að mót- mælunum yrði haldið áfram þar til gengið yrði að öllum kröfum stjórn- arandstöðunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.