Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Skáld hlutanna
DÚÍNÓ-TREGALJÓÐ-
IN eru eitt af dáðustu
verkum Rainer Maria
Rilke (1875-1926) sem
talinn er meðal
fremstu skálda á þýska
tungu. Kristján Áma-
son, bókmenntafræð-
ingur og skáld, hefur
þýtt verkið á íslensku
og gefið út hjá bóka-
forlaginu Bjarti.
Kvæðabálkur þessi
kom fyrst út árið 1922
og er í tiu hlutum.
Hann byggist að mestu
á elegíuhætti, eða
tregalagi, sem á rætur
að rekja allt aftur í
fornöld Grikkja og Rómveija en er
einnig þekktur úr síðari tíma kveð-
skap, ekki síst þýskum.
Kristján sagði í samtali við Morg-
unblaðið að Dúínó-tregaljóðin væm
heimspekilegt kvæði. „Það fjallar
um stöðu mannsins í heiminum,
bæði gagnvart dýrum, hlutum og
því sem er ofar okkur, því sem Rilke
táknar með englinum. Rilke sýnir
manninn dálítið utangátta í heimin-
um. Hann býr við óvissu um hlut-
verk sitt. Sú mannhyggja sem rekja
má aftur til Mósebókanna og segir
að maðurinn drottni yfír skepnunni
er ekki lengur í gildi. Rilke reynir
að fínna manninum annað hlutverk
og má kannski segja að hann upp-
hefji hlutina; Rilke er skáld hlut-
anna. Að þessu leyti er hann í and-
stöðu við forvera sína, frönsku
symbólistana, sem stefndu frekar
að því að leysa hlutina upp í eitt-
hvað afstrakt eða hlutfírrt.
Það er kannski þetta
sem er svo heillandi við
Rilke, hve hann gefur
hlutveruleikanum mik-
ið gildi og er óskaplega
næmur fyrir hlutunum
og jörðinni; hann gefur
í skyn að jörðin hafi
falið okkur ákveðið
hlutverk sem er að lof-
syngja hana. Hann
gengur eiginlega upp í
því hlutverki í trega-
ljóðunum.
Rilke er trúhneigður
maður, að minnsta
kosti í almennum skiln-
ingi. Hann er gagnrýn-
inn á margt í kristin-
dómnum, svo sem á hugmyndina
um frelsara; hann vill ekki þennan
millilið heldur vera í beinu sam-
bandi við guðdóminn eins og hann
birtist í heiminum.
Það er kannski eðlilegast að
tengja skáldskap Rilke við tilvistar-
hyggjuna sem fjallaði einmitt um
stöðu mannsins í heiminum. Hann
las Kierkegaard og það meira að
segja á frummálinu. Annars beitir
hann líka tækni symbólistanna;
hann notar tákn markvisst, bæði
jurtir, tré og liti. Myndmál hans er
hins vegar einfalt."
Kristján segir að erfítt hafi verið
að þýða Rilke. Hann segist hafa
fylgt bragarhættinum að mestu
leyti. „Það er ákveðin hrynjandi í
hættinum sem ég fylgdi. Mér þótti
það nauðsynlegt því að kvæðið
byggist mikið á hrynjandi og hljómi
sem segja má að komi í stað ríms.
Rilke beitir hljóðtengslum og bregð-
ur jafnvel fyrir innrími og stuðlun
en ég stuðla að sjálfsögðu meira
að íslenskum hætti, þó ég geri það
nokkuð fijálslega."
Brot
Lofsyngdu englinum heiminn, þó ekki hinn ósegjanlega,
af miklu við hann þú mátt þig vart stæra, í geimnum
sem næmar hann nemur en þú ert nýliði. Sýndu því honum
hið einfalda fyrst, sem frá kynslóð til kynslóða mótast,
og lifír með okkur sem eign, við hönd eða í augum.
Segðu honum hluti. Og hann mun undrandi standa
sem stóðst þú í Róm hjá kaðlara og kerasala við Nfl.
Sýndu, hve hlutur sæll getur orðið, hve saklaus og okkar,
hve jafnvel harmurinn sár heimtar að taka á sig mynd,
gagnast sem hlutur og deyja inn í hlut -, fyrir handan
sæll og hann fíðluna flýr. - Og hlutirnir, þessir sem lifa
af fallvelti, skilja þitt lof og búast við björgun
í hverfulleik sínum af okkur sem hverfulast erum.
Þeim viljum við breyta, nei eigum, í ósýnilegu hjarta
í - óendanlega í okkur! Hver sem við kunnum að vera.
Úr níunda ljóði Dúinó-tregaljóðanna.
Kristján
Árnason
Frelsi o g
upprunaleiki
KOMIN er út í Dan-
mörku bók um tvær
leirlistarkonur, þær
Önnu K. Jóhannsdótt-
ur og Jytte Gaihede.
Bókin sem er 64 síður
nefnist „Fire elementer
— To temperamenter"
og er hin fjórða í flokki
bóka um listamennn í
Vendsyssel. Bækumar
eru gefnar út af
Nordtryk í Frederiks-
havn. Ritstjóri flokks-
ins og útlitshönnuður
er Henrik Bygholm.
Texti er skrifaður af
Anne Birgitte Nerga-
ard og ljósmyndir eru
eftir Peter Haagen. Verð bókarinn-
ar er 150 danskar krónur.
Anna K.
Jóhannsdóttir
í kynningu er lögð
áhersla á frjálst og
óbundið form Önnu
K. Jóhannsdóttur og
yfírveguð og einföld
verk Jytte Gaihede.
Það sem gerir lista-
konurnar ólíkar er
meðal annars bilið
milli hins upprunalega
og fágaða, hins
óvænta og fyrirséða
eða það sem skilur að
frelsi og sjálfsaga.
Þessi mismunur er for-
vitnilegur að dómi út-
gefanda og vekur til
umhugsunar.
Anna K. Jóhanns-
dóttir tileinkaði sér svokallaða
raku-tækni, sem er japönsk, þegar
EITT af verkum Önnu sam-
kvæmt raku-tækni.
hún var við framhaldsnám í list-
grein sinni í Kolding. Frá 1986
hefur Anna rekið eigin verkstæði
í Mylund.
EILÍF löngun. Ein af íslandsmyndum spænska málarans
Antonio Hervás Amezcua
Islandsmyndir
spænsks málara
SPÆNSKI listmálarinn Antonio
Hervás Amezcua hélt sýningu á ís-
landsmyndum eftir sig í Barcelona í
desember sl. Sýningin nefndist Gavá-
ísland. Áður sýndi hann sömu mynd-
ir í heimabæ sínum Gavá í vor sem
leið. Þá sýningu kallaði hann Frá
jörðinni og undirtitill var Gavá-ísland.
Báðum þessuin sýningum hefur
verið vel tekið og hafa þær vakið
áhuga á Íslandi. Meðan á sýningun-
um hefur staðið hefur Iistamaðurinn
kynnt ísland með ýmsum hætti og
svarað fyrirspumum forvitinna um
ísland.
Listmálarinn hefur sýnt nokkrum
sinnum hérlendis, m. a. í Portinu í
Hafnarfírði í nóvember 1994 og í
Sýningum á Bar
Pari lýkur
í janúar
SÝNINGIN Bar Par, sem sýnd hefur
verið í á annað ár á Leynibarnum í
Borgarleikhúsinun fer senn að hverfa
af sviðinu. Aðeins fímm sýningar eru
áætlaðar í janúar og verður sú síð-
asta föstudaginn 31. janúar.
Sýningar eru orðnar rúmlega 80
talsins. Leikaramir Saga Jónsdóttir
og Guðmundur Ólafsson fara með
öll hlutverkin í sýningunni. Leikstjóri
er Helga E. Jónsdóttir, Jón Þórisson
hannaði leikmynd og búninga og lýs-
Listhúsinu í Reykjavík í október
1995. ísland hefur orðið honum
uppspretta fjölda olíumálverka, en
hann er einnig kunnur fyrir vatns-
litamyndir og skúlptúra og hefur
efniviður hans einnig verið tré, kalk,
blek og málmar.
Antonio Hervás Amezcua er
fæddur í Jaen í Andalúsíu á Spáni
1951. Um tvítugt fór hann til Barc-
elona til listnáms og brautskráðist
sem sérfræðingur í múr- og vegg-
myndagerð 1978. Hann fór síðan í
listaháskólann San Jordi í sömu
borg og nam málaralist jafnframt
því sem hann lagði stund á fresku-
myndagerð í öðmm listaskóla og
lauk listkennaraprófí.
ingu annaðist Láms Bjömsson,
tæknimaður er Kári Gíslason.
Undur o g hljóð-
merki í
Undir Pari
UNDUR og hljóðmerki nefnist yfír-
skrift sýningar sem Frakkur opnar
í Undir Pari, Smiðjustíg 3, á morg-
un, fimmtudag 9. janúar, kl. 20.
Frakkur sýnir málverk, skúlptúra og
óhljóð.
Sýningin stendur yfir í þijár helg-
ar, til 25. janúar, og er opið fímmtu-
daga til laugardaga kl. 20-23.
Komdu og gerðu góð kaup...