Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 72
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 \\pMectn fi <s> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi <o> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KHINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ótrygg afkonm réð sameiningu Verndar- áætlun fyrir flórgoðann RÁÐGERT er að gefa út verndaráætlun fyrir flórgoðann á þessu ári en þessari tegund hefur fækkað mjög hér á landi. í byrjun þessarar aldar var flórgoðinn algengur varpfugl á láglendi í flestum landshlutum en hefur nú horfið úr sínum fornu heimkynnum, að því er fram kemur í ársriti Náttúru- fræðistofnunar Islands fyrir árið 1995. Mývatn hefur ávallt verið höfuðvígi hans. Talning- ar á árunum 1958-74 bentu til þess að stofninn þar væri stöð- ugur, um 250 pör, og var áætl- að að þar væri að finna um helming af flórgoðum landsins. Árið 1990 kom svo í ljós að flórgoðum við Mývatn hafði fækkað um þriðjung og varð það til þess að Fuglaverndunar- félag íslands gerði úttekt á stofninum. Kom í ljós að ein- Ljósmynd/Hjálmar R. Bárðarson FLÓRGOÐI á flothreiðri í Mývatni. ungis 300 pör fundust í landinu eða rétt rúmlega helmingur þeirra fugla sem talið var að væru í landinu á sjöunda ára- tugnum. Þegar þessi niðurstaða lá fyr- ir fól umhverfisráðuneytið Náttúrufræðistofnun að kanna frekar stöðu flórgoðans og gera tillögur um vemdaraðgerðir. Talið er að fækkun flórgoðans eigi sér fleiri en eina skýringu. Röskun búsvæða virðist eiga verulegan hlut að máli og sums staðar standa minkar fuglunum fyrir þrifun. ÓTRYGG afkoma útgerðar Guð- bjargar IS réð því að eigendur Hrannar hf. ákváðu að sameina útgerðina Samheija hf. á Akur- eyri. Talið er að hægt verði að auka tekjur skipsins í skjóli sterkrar kvótastöðu Samheija, auk þess sem skipið verði endur- fjármagnað og fjármagnskostn- aður lækkaður. Guðbjörg kostaði ný langleið- ina í tvo milljarða kr. en áhvíl- andi skuldir eru nú um einn millj- arður kr. Aflaheimildir eru um 3.400 þorskígildistonn en þær duga ekki til að standa undir út- gerð skipsins. Skipið var gert út á rækjuveiðar á Flæmska hattin- um á síðasta ári en veiðimöguleik- ar þar hafa nú verið takmarkaðir með kvóta. Auknar tekjur og lægri útgjöld Eftir sameiningu útgerðarinnar við kvótasterkasta útgerðarfyrir- tæki landsins eru tekjur skipsins tryggari. Búist er við að skipið verði nýtt vel, væntaniega með því að auka kvóta þess innan eða utan lögsögunnar. Samheiji hefur einn- ig möguleika á að lækka fjár- magnskostnað útgerðarinnar. A næstu vikum fer Samheiji á hlutabréfamarkaðinn og verður þá boðið út nýtt hlutafé. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Samheija, segir að það fé verði notað til að lækka skuldir á Guðbjörginni og endurfjármagna skipið. Meðal annars er ætlunin að losa mjög óhagstæð norsk lán og lækka þannig íjármagnskostnað. Litlar breytingar Þótt stjórnun útgerðar Guð- bjargar færist til Akureyrar verður skipið áfram gert út frá ísafirði. Ekki er talið að miklar breytingar verði á útgerð þess, að minnsta kosti ekki fyrst í stað. Uggur er í ísfirðingum vegna þessarar breytingar en eigendur beggja fyr- irtækjanna fullyrða að það eina sem breytist sé að útgerð skipsins verði tryggari en áður. ■ Víst grátum við/36 Mál Vatnsveitu Reykjavíkur Kópavog'iir unir ekki úrskurði BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur ósk- að eftir því við Héraðsdóm Reykja- víkur að skipuð verði ný matsnefnd til þess að ákvarða verð á köldu vatni sem bærinn kaupir af Vatns- veitu Reykjavíkur. Þriggja manna matsnefnd skipuð af Kópavogsbæ og Vatnsveitu Reykjavíkur úr- skurðaði 23. desember sl. að Kópa- vogsbær skyldi greiða 12,70 kr. fyrir rúmmetrann af köldu vatni úr aðveitukerfi vatnsveitunnar inn á dreifikerfi bæjarins. Ástæða þess að málið fór til matsnefndar var sú að Kópavogs- bær vildi ekki una þeirri 30% hækk- un á vatnsverði sem Vatnsveita Reykjavíkur ákvað á miðju ári 1995. Seltjarnarneskaupstaður og Mosfellsbær, sem einnig hafa keypt kalt vatn af Reykvíkingum um ára- bil, samþykktu aftur á móti hækk- unina og greiða nú kr. 9,55 á rúm- metrann til ársloka 1998. Samkvæmt níundu grein laga nr. 81 frá 1991 um vatnsveitur sveitarfélaga segir að ef sveitar- stjórn selji annarri sveitarstjórn vatn skuli endurgjald fyrir það ákveðið með samkomulagi aðila eða mati dómkvaddra matsmanna, ná- ist ekki samkomulag. Matsnefnd var skipuð einum fulltrúa tilnefnd- um af Kópavogsbæ, einum til- nefndum af Vatnsveitu Reykjavík- ur og þeim þriðja af báðum aðilum í sameiningu. Vatnsveita Reykjavíkur krafðist þess við matsnefndina að nýtt vatnsverð yrði ákveðið kr. 15,14 og gilti það frá og með 1. janúar 1994. Matsnefndin úrskurðaði að verðið skyldi vera 12,70 kr. oggilda frá 1. janúar 1996 til ársloka 2000 eða í fimm ár. Þessu vill Kópavogs- bær ekki una og hefur því óskað eftir því að skipuð verði ný mats- nefnd, nú af Héraðsdómi Reykja- víkur, til þess að ákvarða verð kalda vatnsins. Morgunblaðið/Ásdís Saumaskapur ÞEIR báru sig fagmannlega að við saumaskap- Björnsson, þegar þeir skiptu um poka á dragnót inn, Guðmundur Vignir Steinsson og Þorleifur í góðviðrinu í Hafnarfirði í vikunni. Skip ESB náðu 7% af karfanum SKIP frá ríkjum Evrópusambandsins náðu aðeins tæplega 7% af karfa- kvóta sínum í íslenzkri lögsögu á nýliðnu ári. Aflinn nam 204 tonnum, en í tengslum við gerð EES-samn- ingsins á sínum tíma var samið um 3.000 tonna veiðiheimildir ESB í lög- sögu íslands. Fékk ísland 30.000 tonna loðnukvóta í grænlenzkri lög- sögu á móti. Síðari hluta ársins 1996 reyndu tvö þýzk skip, Bremen og Europa, fyrir sér. Annað fór tvo túra en hitt einn og var aflinn á bilinu 60-80 tonn í hveijum túr, samtals 204 tonn. Fimm önnur skip, brezk og þýzk, höfðu tilkynnt að þau myndu hugsan- lega reyna karfaveiðar í lögsögunni, en fáar útgerðir hafa talið þessar tilraunir borga sig. ESB hefur ekki verið sátt við það hvemig veiðamar hafa gengið. Á fundi um framkvæmd sjávarútvegs- samnings íslands og ESB í október sl. fóru fulltrúar sambandsins fram á frekari stækkun veiðisvæða, en af hálfu íslands var þeirri beiðni hafnað á þeim forsendum að lítil reynsla væri komin á breytt veiðisvæði frá 1995. Aðstoðarforstjóri Columbia Ventures um verksmiðjuna á Grundartanga Kröfur með þeim allra ströngustu í heiminum JAMES F. Hensel, aðstoðarfor- stjóri Columbia Ventures Corpor- ation, segir í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag, að umhverf- isverndarkröfur í starfsleyfi handa væntanlegu álveri á Grundartanga séu með þeim ströngustu sem þekkjast í heim- inum og að allur hreinsi- og mengunarvarnabúnaður í álver- inu verði af nýjustu og bestu gerð. „Við ætlum að uppfylla kröfur þessa starfsleyfis til fulln- ustu og starfa í sem bestri sátt við umhverfið og íbúa þess,“ seg- ir m.a. í grein Hensels. „Columbia Ventures Corporation rekur fyrirtæki á 10 mismunandi stöðum í fimm fylkjum Bandaríkj- anna. Þessi fyrirtæki starfa sam- kvæmt 80 mismunandi starfsleyf- um. Þau leyfi kveða á um gæði vatns og lofts, hljóðstig, flutninga, meðferð, geymslu, notkun og losun hættulegra efna, heilsu starfs- manna og öryggi, bruna- og þjófa- varnir og margt fleira. Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á að vinna í hvívetna sam- kvæmt þessum reglum og leyfum og fyrirtækið og starfsmenn þess leggja metnað sinn í að standast þær kröfur sem gerðar eru til þeirra af opinberum aðilum . . . Við munum að sjálfsögðu leggja á það jafnmikla áherslu hér á íslandi að starfa í samræmi við settar reglur og lög og vænt- um þess að íslenskir starfsmenn okkar leggi sig alla fram á því sviði ekki síður en þeir banda- rísku,“ segir Hensel í grein sinni. Opinn fundur í kvöld verður haldinn í félags- heimilinu Heiðarborg opinn fundur sem heilbrigðisnefnd Akraness- svæðis stendur fyrir til að kynna íbúum á svæðinu tillögur að starfs- leyfi fyrir álver á Grundartanga. Hefur þingmönnum kjördæmisins, fulltrúum Hollustuverndar, Nátt- úruverndarráðs, Skipulags ríkis- ins, Bændasamtakanna, umhverf- is- og iðnaðarráðuneytis og Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins verið boðið sérstaklega til fundar- ins. ■ Að taka ábyrga afstöðu/34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.