Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 25 Albright heitir öflugri utan- ríkisstefnu Washington. Reuter. MADELEINE Albright, sem til- nefnd hefur verið næsti utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, greindi utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær frá áformum sinum í embætti og kvaðst ætla að reka öfluga utanríkisstefnu með það að markmiði að gera Bandarík- in að „þungamiðju efnahagslífs heimsins“. Bill Clinton Bandaríkjaforseti til- nefndi Albright til að verða eftir- maður Warrens Christophers, nú- verandi utanríkisráðherra, og yrði hún fyrsta konan til að gegna því embætti. Þingið þarf að staðfesta tilnefninguna áður en hún getur tekið við. Albright sagði að hún mundi leggja aukna áherslu á að draga úr spennu á Kýpur, milli Indverja og Pakistana og í Nagorno-Kara- bak. Einnig mundi hún sjá til þess að Bandaríkjamenn veittu friðar- umleitunum fyrir botni Miðjarðar- hafs áfram forgang. Boðar hreinskilni í mannréttindamálum Hún kvaðst ekki mundu „hika við að taka á mannréttindamálum af hreinskilni", þar á meðal í Kína, þótt stefna Bandaríkjamanna mundi vera aukin samskipti við Kínverja, en ekki einangrun þeirra. Christopher kynnti Albright, sem fæddist í Tékkóslóvakíu og flúði þaðan í heimsstyrjöldinni síðari, og sagði að hún væri „glæsi- legur kostur“ í starfið. Repúblikaninn Jesse Helms, for- maður utanríkismálanefndarinnar, og Joseph Biden, sem er helsti fulltrúi demókrata í henni, tóku báðir hlýlega á móti Albright og þykir það renna stoðum undir spár um að tilnefning hennar verði auð- sótt. Albright sagði að vald gæti verið öflugt tæki, en væri oft gagns- laust. Skortur á fjármagni mætti ekki standa utanríkisstefnu Banda- ríkjamanna fyrir þrifum. „Við verðum að móta sögu okkar tíma,“ sagði Albright og bætti við: „Okkar forysta verður að vera stöð- ug ef gæta á hagsmuna okkar um allan heim ... Það fæst ekki með ódýrum hætti.“ Hún sagði að Bandaríkjamenn væru „ríkasta, öflugasta og virtasta" þjóð í heimi: „Þó veitum við minna hlutfalli af auði okkar til þess að styðja lýð- ræði og hagvöxt í þróunarríkjum en nokkur önnur iðnvædd þjóð.“ Albright ERLENT Viðræðurnar um Hebron Palestmumenn segja mikið bera á milli Jerúsalem. Reuter. BANDARÍKJAMENN reyndu í gær árangurslaust að knýja fram sam- komulag í viðræðum ísraela og Palestínumanna um Hebron. Sögðu Palestínumenn að „mikil spenna“ ríkti í viðræðunum og „mjög mikið“ bæri á milli. Dennis Ross, sérlegur erindreki Bandaríkjamanna í Mið-Austur- löndum, átti í fyrrinótt fimm klukkustunda viðræður við Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, en tókst ekki að brúa bilið. í tvær vik- ur hafa samningsaðilar sagt að við- ræður væru á lokastigi og aðeins formsatriði að skrifa undir sam- komulag. Nú virðist hins vegar vera að draga sundur í viðræðum um brotthvarf ísraela frá mestum hluta borgarinnar Hebron, sem sam- kvæmt friðarsamkomulaginu frá 1995 hefði átt að eiga sér stað fyr- ir tíu mánuðum. „Það ber enn mjög mikið á milli," sagði Nabil Abu Rdainah, aðstoðar- maður Arafats, í gær. „Takmarkinu er enn ekki náð,“ sagði Ross. David Bar-Illan, ráðgjafi Benja- mins Netanyahus, forsætisráðherra ísraels, sagði að viðræðurnar um Hebron væru smámál miðað við það sem í vændum væri þegar semja ætti um framtíð þeirra 130 þúsund gyðinga, sem búa innan um tvær milljónir araba á Vesturbakkanum og Gaza. Reiði vegna lottóhneykslis Róm. Reuter. MIKIL reiði ríkir nú á Ítalíu vegna mistaka í ítalska lottóinu sem urðu til þess að maður sem hlaut hæsta vinning, varð af honum. „Lottó - ólukkuhjólið" stóð í fyrir- sögn dagblaðsins II Messaggero. Þykir mörgum málið vera dæmi um það að hið opinbera, sem hvert hneykslis- og spillingarmálið á öðru hefur dunið á, sé ekki einu sinni fært um að reka lottó. Hef- ur þess verði krafist að fyrir- komulag útdráttarins verði end- urskoðað. I La Stampa var sigurvegarinn óheppni nefndur „Mr. Felice Perpoco (Hr. Heppinn um stund) en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Dregið var í beinni útsendingu á mánudagskvöld og komu 200 milljón lírur, um 8,6 milljónir ísl. kr., í hlut mannsins. Ekki var hins vegar liðinn sólar- hringur er yfirvöld tilkynntu að vinningurinn væri ógildur þar eð bilun í lottóvélinni hefði orðið til þess að fjórar af tíu lottókúlum hefðu sogast upp í eitt rörið. Þá þegar höfðu tölurnar verið aug- lýstar um allt landið. „Þetta er farsi um ríki sem get- ur ekki einu sinni skipulagt lottó,“ sagði Gian Mario Fara, formaður Eurispes, stofnunar sem vinnur að félagsfræðirannsóknum. „Ég ætla ekkert að skafa utan af því. Eftir að hugmyndafræðin og gildin hrundu, var nýárslottóið síðasti möguleiki ítala... möguleiki á að breyta samfélaginu. Nú er hann einnig horfinn." í lottóinu voru dregnir út fimm miðar og átti fyrsti miðinn sem dreginn var út að hljóta fimmta vinninginn en fimmti og síðasti miðinn þann hæsta. Yfirvöld ákváðu hins vegar að snúa þessu við en ekki var laust við að ítalski fjármálaráðherrann, Vincenzo Visco, þætti skömmustulegur er hann tilkynnti þetta. Reuter Viðræður í Haag STRAUMUR stj ór nmálamanna frá ríkjum, sem eiga mikil samskipti við Evrópusam- bandið, liggur nú til Haag eftir að Holland tók við forsæti í ráðherraráði sambandsins um áramótin. Hér ræðast þeir við fyrr í vikunni, Bjorn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs, og Hans van Mierloo, utanríkisráðherra Hollands. Major og Kok ræða málefni ríkjaráðstefnunnar „Tveggja hraða Evrópau hugsanleg lausn Haag. Reuter, The Daily Telegraph. JOHN Major og Wim Kok, forsætis- ráðherrar Bretlands og Hollands, ræddu málefni ríkjaráðstefnu Evr- ópusambandsins á fundi í Haag á þriðjudagskvöld. Að fundinum lokn- um sögðu báðir leiðtogarnir að „sveigjanlegur samruni" eða „tveggja hraða Evrópa" gæti hugs- anlega leyst deilur Bretlands og annarra aðildarríkja ESB um það hversu hratt bæri að fara á braut áframhaldandi samruna. Þannig gætu sum ríki farið hraðar en önnur. „Sveigjanleiki mun auðvelda Evr- ópusambandinu að komast að sam- komulagi um mál, sem nú virðast afar torleyst. Við ræddum um sveigjanleikahugtakið í kvöld. Mik- illar vinnu er þörf í framhaldi af samræðum okkar,“ sagði Major að fundinum loknum. Hann sagði að viðræðurnar við Kok hefðu verið mjög „uppörvandi". Kok sagði eftir fundinn með Major að hann væri „innblásinn" eftir viðræðurnar og myndi nú láta kanna ýtarlega hvernig útfæra mætti sveigjanlegan samruna innan Evrópusambandsins. Forsætisráðherrarnir munu með- al annars hafa rætt nýja tillögu, sem Portúgal hefur lagt fram á ríkjaráð- stefnunni, en hún felur í sér að hópur ríkja geti ákveðið að fara hraðar á samrunabrautinni, en að- eins með samhljóða samþykki allra hinna. Major sagði að þrátt fyrir að þeir Kok hefðu náð árangri varðandi sveigjanleikahugtakið væri enn al- varlegur ágreiningur milli Bretlands og annarra ESB-ríkja, til dæmis um tillögur um að draga úr neitunar- valdi einstakra ríkja í ráðherraráði ESB og um að bæta sérstökum at- vinnumálakafla við stofnsáttmála sambandsins. Kemur ekki til greina að ganga úr Evrópusambandinu Major sagði að Evrópusambandið hefði gott af „skammti af brezku kredduleysi". Hann sagði hins vegar að hugmyndir um að Bretland segði sig úr ESB væru „fáránlegar". Ríkisstjórn Hollands fer nú með forsætið í ráðherraráði ESB. Hol- lendingar hafa áhyggjur af að Evr- ópumálin verði kosningamál í Bret- landi fyrir þingkosningarnar, sem fara verða fram eigi síðar en 22. maí, og að bæði íhaldsflokkur Maj- ors og Verkamannaflokkur Tonys Blair muni gefa svo stórar yfirlýs- ingar um Evrópustefnuna að það muni gera hvorum þeirra, sem vinn- ur kosningarnar, erfitt um vik að semja um breytingar á ESB á leið- togafundinum í Amsterdam, þar sem reyna á að ljúka ríkjaráðstefn- unni. Stílhrein hönnun - hagsttett verð Júpíter blöndunartækin frá Damixa eru glæsileg og vönduð. Mjúkar línur einkenna alla hönnun á Júpíter sem auðvelda mjög þrif og vegna sérstakrar áferðar á hand- fangi nær notandi alltaf góðu taki við að skrúfa frá vatni eða fyrir. Firnm ára ábyrgd cr á öllnm Júpítcr tœkjum og varahlutum í þau. Kynntu þér stílhrein blöndunartæki á sérlega hagstæðu verði. damixa m « 11 ii in li c 1 s t u bv avör u vcrs 111 n n 111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.