Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 41 Er Jósafat Hinriksson er allur leita minningar á hugann, minning- ar sem spanna yfir langan tíma eða allt frá æskudögum austur í Nes- kaupstað. Snemma fór hann að hjálpa til í Eldsmiðju föður síns Hinriks Hjaltasonar. Hinrik flutti til Nes- kaupstaðar 1926 ásamt íjölskyldu sinni, eiginkonunni Karítas Hall- dórsdóttur og sonunum Jens og Jósafat. Jósafat var engin undan- tekning annarra drengja þar um slóðir, hann kynntist ungur sjó- mennsku og hinum ýmsu verkþátt- um er tengjast sjónum og þótti fljótt vel liðtækur. Hann lauk námi í járnsmíði og síðar vélstjórnarmámi frá Vélskóla íslands. Hann var um árabil vél- stjóri á fiskibátum og einnig togur- um. Jósafat þótti góður vélstjóri og lagði metnað sinn í að vel væri gengið um vélasal og allt væri í góðu lagi sem og regla á hlutunum. Eftir að hann kom í land fór hann að vinna við vélaviðgerðir, fyrst í smáum stíl en síðar hóf hann aðal- lega að smíða toghlera, sem hann hefur þróað og endurbætt. Hann hefur getið sér gott orð fyrir fram- leiðslu sína og selt hér innanlands og einnig til fjölda annarra landa. Velgengni fyrirtækisins J. Hinriks- son er í raun ævintýri líkust. Auð- vitað hefur þetta verið þrotlaus vinna við markaðsöflun, t.d. með þátttöku í sjávarútvegssýningum víða um heim sem hefur skilað sér vel. Ekki skal gleyma þætti eigin- konu hans, Olafar Hannesdóttur, en þau voru búin að vera gift í fjörutíu og sex ár núna um jólin. Hún var hans styrkasta stoð í gegn- um árin og hefur Ólöf alla tíð fylgt honum á ferðum hans á sýningar og viðar. Eina ferð fóru þau meira að segja til Ástralíu, fyrir mörgum árum. Þeim varð sjö barna auðið, ærinn starfi það, fyrir sjómannskonu. í dag er afkomendahópurinn orðinn stór og eiga þau miklu barnaláni að fagna. Til gamans má geta þess að þegar sjötti drengurinn fæddist sagði Jósafat, eins og honum einum var lagið: „Það vantaði einn í fót- boltaliðið." Oft var vinnudagur hans langur. Hann fór upp fyrir allar aldir því hann var vakinn og sofinn í þeim verkefnum sem hann var að fást við hveiju sinni og kappsfullur. Hann var þannig gerður að hann geymdi ekki til morguns það sem hann gat gert í dag. Jósafat var félagslyndur og kunni þá list að gleðjast með glöðum og naut stund- arinnar. Orðheppinn var hann og sagði skemmtilega frá, spaugsam- ur og mikill fagurkeri. Löng er orðin samleiðin, eða allt frá upp- vaxtarárum okkar austur í Nes- kaupstað, en stundum var suðvest- anátt og blíða dag eftir dag og þannig höfum við oft minnst heima- byggðarinnar. Haustið 1953 fluttum við hjónin frá Neskaupstað til Reykjavíkur og litlu síðar þau Ólöf og Jósafat. Lengi bjuggum við nærri hvert öðru og þá var samgangur eðlilega mikill milli fjölskyldnanna, börnin okkar voru á líkum aldri, en þó átti Gísli sonur okkar alveg sér- stakan sess á heimili föðursystur sinnar, Ollu frænku, og Jóa, en hann er nokkru yngri en börnin þeirra, enda naut hann sín vel í þessum frændgarði og er þess oft minnst. Fyrir það og svo fjölmargt annað skyldi ekki gleyma að þakka. Jósafat var alltaf í miklum tengslum við átthagana og fylgdist grannt með því, sem var að gerast þar, jafnt í sjósókn og aflabrögðum, sem og uppbyggingu staðarins og lét sig það miklu varða. Ekki má gleyma einu aðaláhuga- máli hans hin síðari ár, sem var söfnun alls konar muna tengdra sjávarútvegi og vélsmiðjum. Ber Sjóminja- og smiðjumunasafn hans við Súðarvog þessu áhuga- máli hans glöggt vitni. Á safninu hefur oft verið samankominn mik- ill mannfjöldi t.d. í tengslum við sjávarútvegssýningar. Ekki hefur skort þar veitingar, en eins og hann sjálfur sagði oft: „Hún Olla sér um að allir fái nóg.“ Jósafat var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1993 og heiðraður á sjómanna- daginn í Neskaupstað sama ár. Þá má geta þess að hann ritaði ævi- minningar sínar árið 1995 sem eru bæði fróðlegár og skemmtilegar til aflestrar. Of fljótt er æviskeið hans á enda runnið, því hann átti margt eftir óunnið. Mennimir álykta, en Guð ræður. Við hjónin og börnin okkar minnumst Jósafats með hlý- hug og virðingu og biðjum ÓlÖfu og fjölskyldunni allri Guðs blessun- ar. Hafði þökk fyrir allt og allt. Af eilífðarljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir, vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. En upphiminn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Jóna G. Gísladóttir, ívar P. Hannesson. Þegar ég las tilkynninguna um lát frumkvöðulsins Jósafats Hin- rikssonar þá hvarflaði hugurinn aftur til ársins 1964, því einn góð- an haustdag fór ég með Atla skól- afélaga mínum heim til hans á Hrísateig. Erindið hlýtur að hafa verið stórmerkilegt á mælikvarða 11 ára polla. Eitt af því sem vakti athygli mína og er mér svo minnis- stætt var að pabbi hans var að vinna í bílskúrnum og ég man eftir öllu jámabrakinu fyrir framan og í skúrnum. Hvernig átti ég vita það þá að þetta átti eftir að verða eitt kröftugasta járniðnaðarfyrirtæki Islands. Mörgum árum seinna varð ég þess aðnjótandi að kynnast örlítið nánar þessum sérstaka manni. Jósafat réð mig til vinnu og þó að ég staldraði stutt við eða í u.þ.b. tvö og hálft ár í vistinni hjá honum, þá lærði ég margt. Jósafat var ákaflega vinnusamur, ósérhlífinn og kröftugur, hann átti það jafnvel til að vera harður húsbóndi, en hann var alltaf sanngjarn. Hinni hliðinni á honum kynntust ekki all- ir, en hann var líka mikill húmo- risti eins og glottið gaf stundum til kynna og hann hafði sérstakt lag á því að segja sögur, enda frá mörgu að segja. Jósfat var vel að sér í sögu sjómanna og hafði til að bera glöggt auga fýrir verðmæt- um sem lágu í tækjum og tólum sem voru komin til ára sinna. Eitt af því sem vakti athygli vegfarenda um Súðarvoginn var að hann end- urskipulagði og fegraði allt um- hverfí sitt í kringum gömlu gler- verksmiðjuna sem nú þjónaði hlut- verki toghleraverkstæðisins. Þetta gerði hann meðal annars með því að skreyta girðinguna með gömlum borvélum, tannhjólum og ýmsum verkfærum. í fyrstu var þessu fá- lega tekið en fljótlega sáu menn að þetta fór allt ákaflega vel og varð úr mikil prýði. Jósafat hélt áfram og nokkrum árum seinna opnaði hann Sjó- og smiðjumuna- safnið og var það rökrétt framhald af þessum ytri skreytingum á staðnum. Það var samt ekki þetta sem heillaði mig helst við þennan mann, heldur persónan sjálf, dugn- aðurinn og krafturinn sem felst í því að byrja í bílskúrnum heima og enda með eitt öflugasta járniðn- arfyrirtækið í landinu á rúmum 30 árum. Þetta gerði Jósafat einn, með aðstoð sona sinna, og það er það sem er svo markvert. Jósafat er án vafa einn merkasti frumkvöð- uli málmiðnaðar á íslandi. Jósafat hafði margar góðar hugmyndir til að efla málmiðnaðinn en því miður var ekki alltaf hlustað á hann, til þess skorti stundum framsýni ráð- manna. Það er mikil eftirsjá í slík- um manni og vitanlega er hún mest hjá þeim er stóðu honum næst. Eftirlifandi eiginkonu hans Ólöfu Þórönnu Hannesdóttur, börn- um, og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Ég veit að minningin um Jósafat Hinriksson á eftir að verða þeim ljúf þegar frá líður og vonandi fyrir sjómenn og alla málmiðnarmenn verður hún til eftirbreytni. Árni Svavarsson. Þriðjudaginn 7. janúar sl. bárust þær fréttir til Neskaupstaðar að Jósafat Hinriksson væri látinn. Norðfirðinga setti hljóða við þessi tíðindi. Jósafat Hinriksson ólst upp í Neskaupstað og bjó þar fram á fullorðinsár. Eftir að hann flutti á brott hélt hann mikilli tryggð við bæjarfélagið og Norðfirðinga alla. Jósafat fýlgdist með þróun mála í bænum fyrir austan og hvatti menn þar sífellt til dáða. Einkum var honum hugleikið hvernig norðfirsk útgerð og fiskvinnsla dafnaði og ávallt var hann í góðu sambandi við forsvarsmenn helstu fyrirtækj- anna á staðnum og bæjarfélagsins og ófáar voru heimsóknirnar hingað austur. Áhugi Jósafats á öllu því sem norðfirskt er birtist með skýrum hætti á hinu einstæða Sjóminja- og smiðjumunasafni sem hann byggði upp af miklum myndarbrag í hús- næði fyrirtækis síns í Súðarvogi 4. í safninu skipa norðfirskir munir öndvegi og hver sá sem skoðaði safnið uppgötvaði að hjarta safnar- ans sló enn á æskustöðvunum fyrir austan. Síðustu árin gaf fyrirtæki Jósa- fats, Vélsmiðja J. Hinrikssonar, út myndarlegt fréttabréf sem Jósafat skrifaði sjálfur. Drjúgur hluti efnis þessa fréttabréfs fjallaði um Nes- kaupstað. í skrifum sínum rifjaði hann upp atburði fyrri tíma, fjallaði um líðandi stund og kom á fram- færi hugmyndum um framtíðar- verkefni Norðfirðinga. Eftirminni- legar eru t.d. hugmyndir hans um framtíðarhöfn Norðfírðinga sem birtust nýverið í fréttabréfinu. Ávallt þegar málefni Neskaup- staðar bar á góma kom í ljós hve mikinn metnað Jósafat hafði fyrir hönd byggðarlagsins. Öll hans um- fjöllun um það var jákvæð og upp- byggileg og bar vott um mikinn og einlægan hlýhug. Öllum í Neskaupstað er Ijóst að með Jósafat Hinrikssyni er genginn einn af bestu sonum bæjarins. Um leið og hann unni byggðarlaginu sínu fylgdust Norðfirðingar af stolti með glæsilegum árangri hans á sviði atvinnurekstrar. í rauninni var þarna um gagnkvæma væntum- þykju og stolt að ræða. Að leiðarlokum eru Jósafat Hin- rikssyni þökkuð öll þau ánægjulegu samskipti sem hann hefur átt við Norðfirðinga. Eftirlifandi eiginkonu hans, Ólöfu Hannesdóttur, börnum og íjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri, Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar. Fráfall Jósafats Hinrikssonar iðnrekanda kom eins og reiðarslag, því svo stutt var síðan við sáum hann kátan og fullan af nýjum hug- myndum. Ég kynntist Jóa, eins og vinir og kunningjar kölluðu hann alltaf, sem strákur heima á Norð- firði. Fyrstu verulegu kynnin af honum voru þó á síldveiðum sumar- ið 1947. Þá var Jói vélstjóri á vél- bátnum Hrafnkeli frá Norðfirði. Báturinn var nýsmíði frá Svíþjóð og var Jói einn þeirra sem hafði sótt hann til Svíþjóðar. Litum við yngri strákarnir mjög upp til Jóa fyrir að vera kominn í þessa ábyrgð- arstöðu, svo ungur sem hann var. Strax fór mikið orð af honum sem vélstjóra, bæði sem kunnáttumanns í öllu því sem snerti vélar og vélbún- að og sem snyrtimennis, því allt var fægt og snurfusað í vélarrúminu. Vegna hæfileika sinna varð Jói fljótt eftirsóttur vélstjóri og af þeim sökum flutti hann frá Neskaupstað til Reykjavíkur. Þá hafði hann kvænst mætri og traustri konu frá Neskaupstað, Ólöfu Þórönnu Hann- esdóttur, og komu þau sér upp heimili í Reykjavík. Fyrstu árin þar stundaði Jói sjóinn en þar kom að hann ákvað að fara í land og setti á Iaggirnar vélaverkstæði. Hann færði stöðugt út kvíarnar uns véla- verkstæðið var orðið að stórfyrir- tæki á íslenskan mælikvarða. Eins og alþjóð er kunnugt lét hann sér ekki nægja að vinna fyrir íslenskan markað heldur fór fljótlega að fiytja framleiðslu sína út. Nú var svo komið að hann flutti trollhlera sína og blakkir til ótal landa í flestum heimsálfum. Þetta afrek hans verð- ur sennilega seint metið, en það má með ólíkindum teljast að hægt skuli að framkvæma það sem hann gerði, þ.e. að flytja næstum allt hráefni inn en selja síðan framleiðsl- una, jafnvel til þeirra landa sem hann keypti hráefnið af og í harðri samkeppni. Vitaskuld tókst þetta ekki nema með þeirri þekkingu sem hann hafði sjálfur á störfum sjó- manna og þeim eiginleikum sem hann var gæddur. Þar á ég einkum við kappsemi, þrautseigju, útsjónar- semi og elju, og svo auðvitað það hugvit sem hann bjó yfir. Þetta hugvit átti hann ekki langt að sækja því faðir hans, Hinrik Hjaltason, var annálaður hagleiksmaður. Jói var líka mikill skapmaður og lét menn fá það óþvegið ef honum fannst þeir hafa unnuð til þess. En alltaf var stutt í dillandi hláturinn. Þrátt fyrir brautryðjandastarf á því sviði sem hér var minnst á fyrr, hygg ég að Jói hafi reist sér varan- legan bautastein með því merka minjasafni sem hann kom upp í húsakynnum sínum við Súðarvog. Þetta safn er ótrúlegt afrek og mun halda nafni hans lengi á lofti. Það lýsir best kappi Jóa að hann tvöfald- aði gólfrými safnsins sl. haust, og veitti ekki af, því hann safnaði sjálf- ur af ástríðu og sífellt bárust honum munir frá velunnurum safnsins. Jósafat var sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar og hlaut margar aðrar viðurkenningar fyrir störf sín. Ólöf og Jósafat eignuðust 7 mannvænleg börn. Heimili þeirra er glæsilegt og ekki síður sumarbú- staðurinn sem var unaðsreitur þeirra. Við Elsa áttum því láni að fagna að eiga OIlu og Jóa að vinum frá barnæsku og hafa þau sem ferðafé- laga í ótal ferðum víðsvegar um heim, sem ætíð var tilhlökkunar- efni. Nú síðast áttum við ánægju- legar stundir saman á Kanaríeyjum fyrir rúmum mánuði og ákveðið var að hittast þar í febrúar. Nú verður þar skarð fyrir skildi. Við Elsa þökkum Jóa allar samverustundirn- ar og sendum Ollu vinkonu okkar og öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Svavar Lárusson. Minnisstæður er mér fyrsti fund- ur okkar Jósafats Hinrikssonar. Þá stóð fyrir dyrum útgáfa á ævisögu hans hjá fyrirtæki mínu. Hann tók á móti mér á safninu sínu, ekki hávaxinn en samanrekinn og kraftalegur, þó hann væri þá mjög farinn að nálgast sjötugt. Af honum geislaði einstakur kraftur og þor og mér skildist þá þegar að ég hafði hitt mann sem átti engan sinn líka. Við ræddum líf Jósafats, sem að mörgu leyti var ævintýri líkast, og hvernig best yrði staðið að ritun ævisögunnar. Hvort sem það var rætt lengur eða skemur varð niður- staðan sú að hann skrifaði sögu sína sjálfur, og það var giftudijúg ákvörðun. Eg var efins um að hann gæti skrifað sjálfur svo langa og mikla sögu, maður sem hafði ritað lífssögu sína hingað til með öðrum og grófgerðari verkfærum en penna, ekki á hvítt blað heldur í járn og stál. En Jósafat leysti það verk aðdáunarlega vel af hendi. Hann gekk í það af krafti eins og aðrar áskoranir lífsins. Bókin er öll enda ákaflega lík honum sjálfum. Stíllinn er knappur og skýr, orðfær- ið fallegt en skrúðlaust, frásagnim- ar spennandi. Það kom fljótt í ljós að Jósafat var einstakur sögumaður. Oft sat ég hjá honum og við ræddum efni bókarinnar og þá jós hann af sagna- brunni sem virtist ótæmandi. Hver saga fæddi af sér aðra, hver maður sem sagt var frá tengdist öðrum sem líka var frásagnarverður. Æskustöðvarnar á Norðfirði stóðu honum ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum, foreldrahúsin, ýmsir merki- legir bæjarbúar, landið sjálft. Norð- fjörður var honum einstaklega kær og sýndi hann hug sinn oft í verki, nú síðast í hugmyndum sínum um athafna- og hafnarsvæði þar, sem hann setti fram í fréttabréfi fyrir- tækis síns. Jósafat átti merka starfsævi sem rís hæst í fyrirtæki hans, J. Hinriks- son vélaverkstæði, sem framleiðir toghlera og annan búnað fyrir skip og fleira og selur um víða veröld. „ Jósafat var frumkvöðull í sínum atvinnurekstri, framleiddi góða og trausta vöru sem ávann sér vin- sældir meðal útgerðar- og sjó- manna. Fyrirtæki hans var einnig í fararbroddi á erlendum mörkuðum meðal íslenskra fyrirtækja, sem framleiða vörur fyrir sjávarútveg, meðal annars með þátttöku í sýn- ingum um allan heim. Annan óbrotgjarnan minnisvarða reisti Jósafat sér en það var Sjó- minja- og smiðjumunasafn sem hann setti á fót í fyrirtæki sínu. Af einstakri elju og ósérhlífni safn- aði hann gömlum munum og kom fyrir á safni sínu sem telja má ein- stakt í sinni röð. Við söfnunina naut Jósafat atfylgis manna um allt land sem treystu honum best til að varðveita ýmsar þær þjóðar- gersemar sem á safnið hafa ratað. Jósafat gat virkað hijúfur á hinu ytra borði. En ekki þurfti löng kynni til að leiða innri mann hans í ljós, hjartahlýjan mann sem lét sér mjög umhugað um fjölskyldu sína og vini. Stórhuga var hann og stefnufastur og kom miklu í verk. Hugur hans var fijór fram á síðasta dag - þeg- ar ég hitti hann síðast að morgni aðfangadags jóla rifjaði hann upp gamlar sögur sem ættu fullt erindi á bók. Þetta voru skemmtilegar sögur, sagðar af glaðbeittum og iífsreyndum manni. Kynni okkar Jósafats voru hin ánægjulegustu. Eftir á finnst mér eins og mér hafi gefist kostur á framhaldsnámi í skóla lífsins, svo gefandi voru þau. Fjölskylda Jósa- fats er stór og var honum hugleik- in. Öllum var ljós hin djúpa virðing og væntumþykja sem hann bar til konu sinnar, Ólafar Hannesdóttur, enda stóð hún styrk við hlið hans alla tíð. Börnin og barnabörnin skip- uðu stóran sess í lífi hans og hann fylgdist stoltur með lífsgöngu -- þeirra. Öllum aðstandendum Jósa- fats Hinrikssonar sendi ég hugheil- ar samúðarkveðjur mínar. Þórarinn Friðjónsson. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja Jósafat Hinriksson og þakka honum þann hlýhug sem hann sýndi ávallt mér og fjölskyldu minni. Ég kynntist Jósafat fyrst fyrir fjórtán árum, þegar hann og Olöf komu til að sjá litlu sonardóttur sína. Hlýlegt handtak og hlýlegt bros, stoltur yfir litla barnabarninu sem hafði bæst í hópinn. Hann reyndist dóttur minni góð-' ur afi, tilbúinn að fylgjast með henni. Ég minnist þess er ég kom í heimsókn til þeirra hjóna eitt sinn sem oftar. Jósafat var nýkominn úr vinnu, þreyttur eftir langan vinnudag. Dóttir mín, þá tveggja ára, vildi fá afa til að leika við sig en Jósafat hafði hallað sér í stól. Hann stóð strax upp og var kominn á fjóra fætur til að leika við hana þá leiki sem hún valdi þeim. Ég og fjölskylda mín þökkum ykkur allt, Ólöf mín, og sendum þér og fjölskyldu þinni okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kristjana Jónatansdóttir og fjölskylda. • Fleirí minningargreinar um Jósafat Hinriksson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.