Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 11 FRÉTTIR Stórt útboðsverk á hringveginum Lægsta boð 61,8% af kostnað- aráætlun ALLS bárust átta tilboð í út- boði Vegagerðarinnar í gerð 8,6 km vegarkafla á hringvegi eitt norðan Egilsstaða, frá Skóghlíð að Urriðavatni. Voru öll tilboð sem bárust undir kostnaðaráætlun verkkaupa, en hún hljóðaði upp á rúmlega 101 milljón kr. A verkinu að vera að fullu lokið 10. júlí árið 1998. Tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Niður- stöður útboðsins urðu þær að Stefán Gunnarsson á Djúpa- vogi átti lægsta boð að upphæð um 62,7 millj. kr., sem er 61,8% af kostnaðaráætlun. Næstlægsta boð var frá Myll- unni ehf. á Egilsstöðum sem hljóðaði upp á rúmar 68,3 millj. kr. Aðrir sem buðu í verkið voru Ólafur Hjaltason, Djúpavogi (tilboðsupphæð um 69,8 millj.), Vélaleiga Sigga Þór hf. (um 77,7 millj.), Njörður sf., Borg- arfirði eystra (um 78,7 millj.), Sigurður H. Jónsson o.fl., Mælivöllum (um 84,8 millj.), Héraðsverk hf., Egilsstöðum (um 87,7 millj.), og Rögnvaldur Arnason, Sauðárkróki (um 97,3 millj.). Hafísinn hopar HAFÍSINN sem kominn var að landi í síðustu viku hefur nú hopað. í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær sást ísjaðarinn 25 sjómílur norðvestur af Kögri, en þar var hann landfastur þegar flogið var síðastliðinn föstudag. Haraldur Eiríksson, veður- fræðingur á Veðurstofunni, segir að næstu daga sé búist við norðaustlægri vindátt. ís- inn muni því ekki færast nær landi og hugsanlegt er að hann muni hopa enn frekar. Fíkniefni í hús og bíl TVÖ fíkniefnamál komu upp í Reykjavík um helgina. Hið fyrra var í húsi við Laugaveg, en við leit þar fannst talsvert magn. Einn maður var handtekinn vegna málsins. Síðara málið kom upp að- faranótt mánudags, þegar öku- maður á stolinni bifreið var stöðvaður á Laufásvegi. í bif- reiðinni fundust meint fíkni- efni. Falsaðir 5.000 króna seðlar STARFSFÓLK veitingastaðar í Reykjavík tilkynnti lögregl- unni á laugardagsvkvöld að afgreiðslufólk staðarins hefði tekið við tveimur fölsuðum 5.000 króna seðlum. Að sögn Rannsóknarlög- reglu ríkisins voru seðlarnir léleg ljósrit og óvíst hver not- aði þá til greiðslu á staðnum. Morgunblaðið/Golli Jólatré í ruslinu NÚ ER rétti tíminn til að losa sig við jólatréð frá liðnum jólum. Starfsmenn hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar sjá um að hirða jólatrén séu þau sett út við götu, við lóðamörk. Hins vegar er kannski ekki gert ráð fyrir að menn noti sorpílát borgarinnar með þeim hætti, sem sjá mátti á Hringbrautinni í gær. Að sögn Inga Arasonar, deildarstjóra hreinsunardeildar, átti söfnun jólatrjáa að vera lokið, en reynslan sýnir að menn eru oft lengi að losa sig við trén. Ingi segir að talsvert sé um að trén séu sett út á svalir, en þar nái starfsmenn hreinsunardeildar ekki í þau. Á síðasta ári hafi síðasta jólatréð frá jólunum 1995 verið hirt á Þorláksmessu, en þá fyrst hafi eigandinn komið því í verk að skutla því fram af svölunum! Ingi hvetur fólk til að setja trén við lóðamörk sem fyrst og gerir ráð fyrir að borgarstarfsmenn hirði tré fram eftir vikunni. / A CCORD lsí sameinar glœsilegt útlit, yfirburða aksturs- eiginleika, kraftmikla vél, vandaðan frágang ríkulegan staðalbúnað og mikið öryggi. i Bjáönm öll heföbmuUn bíUiUíii lii allt «ó 72 mánaöa og tökuni notaöa bíla tfppf Umboösaöilar: Áku feyri: HöUlur iif. • Egilsstaöir: Bíta- og, Búrélasalart ■ Akraués: Bílver sf. w Staðalbúnaður Accord LSi ABS - bremsukerfi, tveir loftpúðar 4 gíra sjálfskipting og margt fleirra fyrir kr. 2.185.000,- G e r i a ð r i r b e t u r !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.