Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Dramatískur
rómantáker
Ólafur Ámi Bjarnason tenórsöngvari efnir
til einsöngstónleika í Hafnarborg á morgnn,
miðvikudag, kl. 20.30. Orri Páll Ormars-
son kom að máli við söngvarann sem lét
móðan mása um fortíð, nútíð og framtíð.
„ÞAÐ tekur tíma að koma sér á framfæri á Ítalíu enda eru ítalir
mjög gagnrýnir, ekki síst á söngvara sem syngja ítalska fagið,“
segir Ólafur Árni Bjarnason.
ÞAÐ GUSTAR af Ólafi Árna
Bjarnasyni, hann er eiginlega eins
og stormsveipur. Maður lyftir því
ekki brúnum þegar hann lýsir sér
sem sveimhuga, sem viti vart hvort
hann sé að koma eða fara. Þá á
hann til að hneyksla fólk, einkum
á íslandi, enda þykir honum „nauð-
synlegt að hrista upp í landanum"
annað veifið. Allt er það þó gert í
góðri trú enda dugar skammt að
læðast með veggjum i faginu sem
hann hefur kosið að gera að ævi-
starfi, óperusöng. Og kappinn er á
uppleið og stefnir hærra og hærra.
Ólafur Árni mun syngja sitt af
hveiju tagi á tónleikunum í Hafnar-
borg. Hyggst hann byija á nokkrum
lögum eftir Sigvalda Kaldalóns,
meðal annars Ave Maria sem
söngvarinn tileinkar minningu Brí-
etar Héðinsdóttur leikkonu, sem
lést á nýliðnu ári, en hún leiðbeindi
honum mikið varðandi leik og sviðs-
framkomu. Uppistaðan á tónleikun-
um verða síðan ítalskar óperuaríur,
sem hann hefur verið að æfa undan-
farið eitt og hálft ár undir hand-
leiðslu hins gamalkunna ítalska
óperusöngvara Giannis Raimondis.
Má þar nefna aríuna Fontainebleu
úr Don Carlos eftir Verdi, sem er
ein „erfiðasta aría, bæði hvað varð-
ar innihaid og söng,“ sem Ólafur
Árni hefur sungið, og E lucevan le
Stelle úr Tosca eftir Puccini, sem
hann syngur nú í fyrsta sinn opin-
berlega. „Ég býð eftir að fá tæki-
færi til að spreyta mig á þeirri
óperu.“
Ennfremur hefur Ólafur Árni í
hyggju að bera ofurlitla Vínartón-
list á borð fyrir gesti, einkum þá
sem urðu af þeim kræsingum _ á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands á dögunum. „Tónleikarnir í
Hafnarborg komu eiginlega til
vegna þess að uppselt var á alla
Vínartónleikana en gamlir kunn-
ingjar voru farnir að hringja í mig
með grátstafinn í kverkunum," seg-
ir Ólafur Árni og skellir upp úr,
hátt og snjallt, svo sem tenórsöngv-
ara er siður.
Anda inn sama loftinu
„Ólafur Vignir Albertsson leikur
með á píanó,“ er setning sem oftar
en ekki hefur heyrst eða sést í ís-
lenskum fjölmiðlum og enn er við
hæfi að grípa til hennar. „Það lá
beint við að leita til Ólafs Vignis,
ekki síst þar sem fyrirvarinn var
stuttur, en við þekkjumst mjög vel
og öndum inn sama loftinu."
Ólafur Árni stundaði framhalds-
nám í söng í Bandaríkjunum en
framan af ferli var hann fastráðinn
við óperuhús í Regensburg og Gels-
enkirchen í Þýskalandi. Fyrir tveim-
ur árum ákvað söngvarinn hins
vegar að venda sínu kvæði í kross
og snúa sér að lausamennskunni
en hann býr nú, ásamt eiginkonu
sinni, Margréti Ponzi, í nágrenni
Bologna á Italíu. „Þar er mjög gott
að búa, „la dolce vita“, enda er ein-
lægara fólk en ítalir vandfundið —
þegar þeir reiðast verða þeir reiðir
og þegar þeir gleðjast verða þeir
glaðir. Þá er konan min hálf-ítölsk
og því loksins komin til fyrirheitna
landsins."
Þrátt _ fyrir búferlaflutningana
starfar Ólafur Árni að mestu við
óperuhús í Þýskalandi ennþá. „Það
tekur tíma að koma sér á framfæri
á Ítalíu enda eru ítalir mjög gagn-
rýnir, ekki síst á söngvara sem
syngja ítalska fagið,“ segir hann.
„Ég er hins vegar í góðum höndum
hjá Raimondi og hef án efa bætt
mig verulega sem söngvari undan-
farið eitt og hálft ár. Þetta er það
sem ég þarf á þessu stigi ferilsins,
tími til að slípa hljóðfærið."
Hægt og sígandi er Ólafur Árni
þó farinn að prufusyngja á Ítalíu,
einkum fyrir tilstilli píanóleikarans
Enza Ferrari, meðal annars í Bol-
ogna, þar sem hann segir að óperu-
stjórinn hafi hrifist af sér. „Næsta
skref er að syngja fyrir nýja hljóm-
sveitarstjórann þar á bæ, sem er
að taka við að Tielemann." Þá hef-
ur söngvaranum verið boðið að taka
þátt í óperuhátíð í Bari á sumri
komanda. _
Ólafur Árni hefur sérhæft sig í
ítalska faginu, enda er hann
„dramatískur rómantíker“, og
hyggst halda ótrauður áfram á
sömu braut — Rossini, Puccini,
Donizetti og jéttari Verdi eru hans
ær og kýr. „Ég hef gaman af ýmsu
öðru, til dæmis að syngja Vínartón-
list, en það er hins vegar ekki upp-
byggjandi fyrir röddina að syngja
mikla samtímatónlist á þessu stigi,
þó ég njóti þess að hlusta á hana.“
Reykjavík - Gelsenkirchen -
Riga
En hvað tekur við þegar hann
heldur utan á ný? „Næstu verkefni
eru Don Carlos í Wuppertal og
Lucia di Lammermoor eftir Doniz-
etti í Gelsenkirchen og sama ópera
í Riga í Lettlandi. Þangað var ég
fyrst beðinn um að koma á síðasta
ári, í gegnum lettneskan píanóleik-
ara sem ég þekki í Köln, og hlaupa
í skarðið fyrir annan tenórsöngvara
í La traviata eftir Verdi. Óperustjór-
inn varð svo ánægður með mig að
hann bauð mér að koma og syngja
í Luciu í vor.“
Sitthvað hefur á daga Ólafs Árna
drifið í starfi hans sem óperusöngv-
ara, sumt spaugilegra en annað.
Nærtækasta dæmið er ugglaust
nýjársfagnaður íslensku óperunnar
á Hótel íslandi. „Tengiflugið var
langt og leiðinlegt og ég lenti ekki
á Keflavíkurflugvelli fyrr en klukk-
an tíu um kvöldið. Þá var ekki um
annað að ræða en hendast beint á
Hótel ísland, þar sem ég átti að
syngja nokkur atriði. Fyrir vikið
þurfti ég að klæða mig í smóking-
inn í leigubílnum, konunni sem
renndi upp að hlið okkar á ljósum
til mikillar undrunar, enda var ég
þá flæktur í axlaböndunum. Auk
þess þurfti ég vitaskuld að hita mig
upp í bílnum, sem kom ekki að sök,
því bílstjórinn var gamall söng-
nemi, og lét sér því hvergi bregða.“
Ólafur Árni er svo sem alvanur
að hita sig upp á framandi stöðum.
í annað skipti sem hann söng fyrir
umboðsskrifstofu í Þýskalandi, nán-
ar tiltekið í Frankfurt, nýkominn
úr námi, átti hann einskis annars
úrkosti en að hita sig upp á almenn-
ingssalerni. „Fólk, sem leið átti hjá,
rak víst upp stór augu en þetta var
í fyrsta sinn sem ég fékk viðbrögð
við prufusöng og var upp frá því
ráðinn til óperunnar í Regensburg."
Hlutirnir gerast oft hratt í óperu-
heiminum og þótt Ólafur Árni sætti
sig við að sígandi lukka sé ef til
vill farsælust, gæti stóra tækifærið
skyndilega knúið dyra. Þá er áríð-
andi að vera reiðubúinn að stökkva
— og einhvern veginn efast maður
ekki um að Ólafur Árni sé það.
Rósblómstrandi túlkun
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
I heild voru þetta eftirtektarverðir tónleikar, einkum fyrir frá-
bæra túlkun í Brahms og Webern, bæði hjá Sigurbirni og Howsmon.
Skrýtnir dagar
enn á ný
TONLIST
IsIcnska ópcran
SAMLEIKUR Á FIÐLU
OG PÍANÓ
Sigurbjöm Bemharðsson og James
Howsmon fluttu verk eftir Brahms,
Paganini, Webem, Þorkel Sigur-
björasson og Ravel. Laugardagurinn
ll.janúar, 1997.
TÓNLEIKARNIR hófust á G-dúr
fiðlusónötunni, op. 78, eftir Brahms
en þessi fagra sónata er stundum
nefnd „Regn-sónatan“ og það af
tveimur ástæðum. Sú fyrri er vegna
tilvitnunar í sönglagið „Regenlied"
op. 59. nr. 3. en það hefst á stefi
sem í heild er notað í verkinu, en
auk þess eru upphafstónar stefsins,
endurteknir þrír tónar, eins konar
„motto“ fyrir tónverkið í heild og
heyrast þeir ekki aðeins í 1. þætti,
heldur og víðar, t.d.í sex síðustu
töktum verksins, en þá í lengdum
nótnagildum. Seinni ástæðan er, að
í píanóundirspilinu má heyra
streymandi tónferli sextánduparts-
nótna, sem þykir minna á regn. Það
sem þó er mikilvægast, er að verk-
ið í heild er sérlega rómantískt og
fínlegt að gerð og í flutningi Sigur-
björns og Howsmons var lögð
áherlsa á það fínlega og viðkvæma.
í heild var flutningur þeirra einstak-
lega fallega mótaður, sérlega tón-
fagur og auðheyrt að Sigurbjörn
er mikill listamaður.
Á efnisskránni voru tvenns konar
verk, sem flokka mætti annars veg-
ar sem skáldverk og hins vegar sem
tækniverk, eins og G-strengs til-
brigðin eftir Paganini, sem var í
raun ótrúlegt tækniverk á sínum
tíma og er það jafnvel enn í dag.
Sigurbjörn gerði margt vel, þó ein-
staka sinnum vantaði „punktinn
yfir i-ið“, ef svo mætti segja, sér-
staklega á hásviði g-strengsins, þar
sem þumalfingur heftir í raun
fijálsræði handarinnar. Þriðja verk-
ið er þá í flokki skáldverka, nefni-
lega fjórir þættir fyrir fiðlu og
píanó, eftir Anton Webern. Þetta
„fárnála" verk var glæsilega flutt
og ásamt næsta verki, fjórum fal-
legum næturljóðum, eftir Þorkel
Sigurbjörnsson, sýndu flytjendur
fágæta músíktúlkun.
Lokaverkið Tzigane er leiktækni-
verk fyrir „virtúósa" og eins og í
G-strengs verki Paganinis, vantaði
stundum herslumuninn, er rýrir
ánægjuna af því að hlýða á leik-
tæknileikinn. Sigurbjörn er leikinn
fiðluleikari en þó er mest um vert,
að skáldskapurinn í tónlistinni kem-
ur fram í leik hans og rósblómstr-
aði túlkun hans í sónötunni eftir
Brahms og einnig í smáu en þó
stóru lögunum eftir Webern. James
Howsmon er einnig góður tónlistar-
maður, er átti ekki lítinn þátt í frá-
bærri túlkun á verkunum eftir þá
Brahms og Webern, með stílhrein-
um og öguðum leik tónlistarmanns-
ins. Næturijóðin eftir Þorkel eru
fallegar vornæturstemmningar,
sérstaklega sú fyrsta, ljóðræn og
fínleg, og síðasta, átakamest og á
köflum hressileg.
í heild voru þetta eftirtektarverð-
ir tónleikar, einkum fyrir frábæra
túlkun í Brahms og Webern, bæði
hjá Sigurbirni og Howsmon, þar
sem tónmýkt og falleg mótun tón-
hendinga, ofinna úr fögru tónmáli,
„ríkti ofar hverri hverri kröfu“,
óskilgreinanleg í orðum og verður
aðeins lifuð af þeim sem eiga sér
óm-viðkvæman streng í hjarta.
Jón Ásgeirsson
KVIKMYNÐIR
Sagabíó
ÓGLEYMANLEGT
„UNFORGETTABLE" ★ 'h
Leikstjóri: John Dahl. Handrit: Bill
Geddie. Aðalhlutverk: Ray Liotta,
Linda Fiorentino, Peter Coyote.
Metro Goldwyn Meyer. 1996.
FYRRA samstarf leikstjórans
John Dahls og leikkonunnar
Lindu Fiorentino gat af sér eina
bestu sakamálamynd síðustu ára,
„The Last Seduction“. Ef þau
hafa ætlað að endurtaka leikinn
með Ógleymanlegt eða „Unfor-
gettable" hefur það tekist mjög
miður. Fyrir það fyrsta er Linda
ekki svipur hjá sjón miðað við
leiksigur hennar í fyrri myndinni
enda hlutverk hennar nú hvorki
fugl né fiskur og í annan stað er
sagan sem Dahl er að reyna að
segja, eins og áður undir áhrifum
frá meistara Hitchcock, furðuleg
og einkar langsótt samsuða vís-
indatryllis og fiim noir stílsins.
Myndin verður hvorki spennandi
né áhugaverð og fremur fyrirsjá-
anleg í þokkabót. Hún heitir
Ógleymanlegt en hefði eins getað
heitið Auðgleymd.
Ray Liotta leikur réttarlækni
sem grunaður var um hrottalegt
morð á eiginkonu sinni en slapp
vegna tæknigalla í málarekstrin-
um. Nú vill hann komast að því
hver raunverulegi morðinginn er
og fréttir af vísindakonu sem tek-
ist hefur að einangra einhvern
minnisvökva þannig að ef þú
sprautar honum í þig upplifir þú
minningar þess sem vökvann átti.
Hann sprautar í sig vökva úr
konu sinni og upplifir síðustu
andartök hennar, sem verður til
þess að hann kemst á slóð morð-
ingjans.
Framtíðartryllirinn Skrýtnir
dagar fjallaði um eitthvað svipað.
Þar voru minningar annarra seld-
ar hæstbjóðanda. Þótt hún væri
gölluð var þó púður í frásögninm
en það vantar í Ógleymanlegt. í
höndum John Dahls verður vís-
indaskáldskapurinn ansi ótrú-
verðugur og langdreginn og mað-
ur undrar sig fyrst og fremst á
því hversu ótrúlega miklar króka-
leiðir handritið eftir Bill Geddie
fer að því að segja mjög, mjög
einfalda sögu.
Liotta er ágætlega ráðvilltur
en líka dauflegur þar sem hann
rifjar upp minningar annarra en
aðrir eiga í mesta basli með hálfs-
amdar persónur. Fiorentino hefur
ekkert af þokkanum og áræðinu
sem hún sýndi í „The Last
Seduction“ og er eins og gufa
alla myndina og Peter Coyote
getur lítið athafnað sig með loðið
hlutverk. Dahl sýnir stundum í
Ógleymanlegt að hann getur gert
hinar bestu sakamálamyndir en í
heildina missir hann marks hér.
Arnaldur Indriðason