Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fjármálaráðuneytið skoðar reglur um innflutningsgjöld bifreiða
Chrysler í Evrópu varar
við norskum reglum
Bílainnflytjendur eru
afhuga hugmyndum um
vörugjöld af bílum sam-
kvæmt norskri fyrir-
mynd sem verið er að
skoða í fj ármálaráðu-
neytinu. Guðjón Guð-
mundsson ræddi við
hagsmunaaðila sem að
málinu koma.
CHRYSLER í Evrópu hefur látið í
ljós miklar áhyggjur af hugmyndum
sem fram hafa komið um breyting-
ar á vörugjöldum bifreiða hérlendis.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu er ein af þeim leið-
um sem nú eru til skoðunar í fjár-
málaráðuneytinu að taka upp sams
konar kerfí og Norðmenn tóku upp
á síðasta ári. Þar eru vörugjöld af
bifreiðum ákvörðuð út frá þyngd
bíls, vélarstærð og vélarafli. I nú-
verandi kerfi eru vörugjöld hérlend-
is ákvörðuð út frá vélarstærð og
eru gjaldflokkarnir þrír. Bandaríska
sendiráðið á íslandi hyggst fylgjast
grannt með framvindu þessa máls.
Talsmenn Chrysler telja að hags-
munum bandarískum bifreiðafram-
leiðenda sé fórnað á kostnað evr-
ópskra verði norska kerfið innleitt
hér á landi.
Magnús Guðfinnsson, verslunar-
fulltrúi hjá sendiráði Bandaríkjanna
á íslandi, segir að sendiráðið fylgist
vel með þeim breytingum sem talað
er um að gera á innflutningsgjöld-
um á bíla.
Kerfi sem mismunar
stærri bílum
„Við höfum ekki séð þessar til-
lögur sem norska kerfið byggist á.
Okkur skilst að reglurnar séu flókn-
ar og erfiðar yfirferðar og norski
markaðurinn sé í sjálfu sér lokaður
fyrir bandarískum bílum. Þetta er
því mikið áhyggjuefni fyrir okkur.
Við höfum ekki getað gengið í þetta
mál af jafnmiklum þrótti og við
hefðum viljað vegna anna. í þessari
viku og þeirri næstu ---------------
munum við ræða við
stjórnvöld. Kerfið er, eins
og ég segi, þungt í vöfum
og mismunar mjög stærri
og þyngri bílum sem er
einmitt einkenni bandarí-
skra bíla. Þetta eru hins
Ætlunin ekki
að breyta
verulega
núverandi
kerfi
vegar öruggari bílar og hentugri
fyrir stærri fjölskyldur og fyrir
landsbyggðarfólk,“ sagði Magnús.
Hann sagði að svo virtist sem
stjórnvöld vildu beina fólki frá ör-
uggari og stærri bílum. Innflutn-
ingsreglur hefðu ekki verið hliðholl-
ar bandarískum bflum fram að
þessu en nú virtist sem ætlaði að
keyra um þverbak ef norska kerfið
yrði fyrirmynd þessara mála hér-
lendis.
vilji flytja út vöru til Bandaríkjanna
óáreittir og án nokkurra þvingana
en hafi sjálfir reist múr í kringum
innflutning á bandarískum bílum.
Magnús segir að þetta sé mikið
alvörumál. Hann sagði að ekkert
hefði verið rætt um það hvort
bandarísk stjórnvöld gripu til að-
gerða ef niðurstaðan yrði enn frek-
ari mismunun gagnvart bandarísk-
um bílum með nýjum reglum um
innflutningsgjöld.
„Við setjumst niður í þessari viku
og skoðum málið betur í ljósi þess-
ara hugmynda," sagði Magnús.
Stemmir stigu við „gráum
innflutningi"
Fischer hefur fylgst með þeirri
þróun sem hefur orðið á bifreiða-
markaði í Noregi eftir að nýjar regl-
ur tóku þar gildi 1. janúar 1996.
Hann segir að afleiðingarnar séu
þær að bílar frá Chrysler séu snið-
gengnir á kostnað evrópskra og
japanskra framleiðenda sem hafi
meiri sveigjanleika í vélarstærðum
-------- en bandarískir framleið-
endur. Minnsta vélin sem
Chrysler framleiðir er
2.000 rúmsentimetrar.
Fischer segir að norska
kerfið sé að mörgu leyti
sniðugt. Það stemmi til
að mynda stigu við
innflutningi, sem hefur
Viðskiptaþvinganir?
„Við fögnuðum því sérstaklega
þegar stjórnvöld fækkuðu gjald-
flokkunum og töldum það vera
skref í rétta átt. Við hefðum hins
vegar viljað sjá að flokkunum yrði
fækkað niður í einn eða tvo eins
og FÍB hefur Iagt til,“ sagði Magn-
ús.
Þau sjónarmið komu fram í sam-
tali við Sven Fischer, svæðisstjóra
Chrysler í Evrópu, að íslendingar
„gráum"
verið mikið í umræðunni í Noregi
ekki síður en á íslandi. Bílafram-
leiðendur standi jafnfætis þeim sem
flytja inn notaða eða nýja bíla er-
lendis frá gagnvart innflutnings-
reglunum. Fischer er hins vegar
ósáttur við þau miklu þrep upp á
við í gjaldtökunni sem fram koma
í norska kerfinu. Hann kveðst líta
á kerfið í Noregi sem nokkurs kon-
ar innflutningshöft á bandarískar
bifreiðir.
í Noregi voru bílar skattlagðir á
árinu 1996 á þann hátt að lagðar
voru 22 norskar krónur á hvert kg
upp að 1.150 kg og síðan 44 krón-
ur á hvert kg fyrir næstu 250 kg.
Á hvert kg umfram 1.400 kg voru
lagðar 88 krónur. „Þungagjald"
vegna 1.150 kg þungs bíls var því
sem svarar 253 þúsund ÍSK ef
reiknað er með að norska krónan
jafngildi 10 ÍSK.
Þá voru lagðar á 6,50 norskar
krónur á hvern rúmsentimetra vélar
upp að 1.200 rúmsentimetrum, 17
krónur á hvern rúmsentimetra fyrir
næstu 600 rúmsentimetra, 40 krón-
ur á hvern rúmsentimetra vegna
næstu 400 rúmsentimetra og 50
krónur á hvern rúmsentimetra um-
fram 2.200 rúmsentimetra. „Rúm-
sentimetragjald" vegna bíls með
1.200 rúmsentimetra vél var því
sem svarar um 78 þúsund ÍSK.
Loks var lagt á „aflgjald" miðað
við hvert kW vélar. Fyrir fyrstu 65
kW voru lagðar á 85 norskar krón-
ur fyrir hvert kW, 310 krónur á
hvert kW upp að 90 kW, 620 krón-
ur á hvert kW fyrir næstu 40 kW
og 1.050 krónur á hvert kW um-
fram 130 kW. „Aflgjald" vegna
vélar með 65 kW orku var því sem
svarar 55.250 ÍSK.
Ef dæmi er tekið af meðalstórum
bíl, Ford Escort, með 1.589 rúm-
sentimetra stórri vél, 65 kW, (88
hestöfl), sem vegur 1.050 kg hefðu
gjöldin samkvæmt norska kerfinu
en án virðisaukaskatts, flutnings-
kostnaðar og annarra kostnaðar-
liða, orðið 430.380 ÍSK. Samkvæmt
upplýsingum frá Brimborg leggst
30% vörugjald á innkaupsverð þessa
bíls sem er um 190.000 kr. Þá er
eftir að bæta við virðisaukaskatti
og vátryggingu, sem reiknað er út
frá innkaupsverði og flutnings-
kostnaði.
Á þann hluta innkaupsverðsins
sem fer yfir 1,7 milljón er lagt á
100% gjald auk fyrrnefndra reglna
um þyngd, vélarstærð og afl.
Grand Cherokee, dýrasta út-
færsla, kostar hjá Jöfri 4.780.000
krónur en samkvæmt norsku regl-
unum, en þó án 100% gjaldsins sem
leggst á ef innkaupsverðið fer yfir
1,7 milljónir kr., kostaði hann um
7,5 milljónir króna.
Hann segir að jafnframt sölu-
tregðu á bandarískum bílum hafi
mjög dregið úr sölu á ódýrari gerð-
um bíla í Noregi, eins --------
og Hyundai, Skoda, Seat
og Lada. Þetta eru bílar
sem eru mun ódýrari í
innkaupum og báru
lægri gjöld en aðrir bíl-
ar. Nú bera þeir sömu
gjöld og t.d. VW Golf
sem bílarnir eru og vélarstærðin
mein.
„Mér finnst kerfið ekki byggt á
sanngjörnum grunni. Stjórnvöld
verða að vita hvað þau vilja með
slíku kerfi. Vilja þau neyða bílkaup-
endur til þess að kaupa léttari og
aflminni bíla einungis til þess að
breyta samsetningu bílaflotans. Eða
er ætlunin að ná fram minni elds-
neytisnotkun og þar með minni út-
blástursmengun? Rökin í Noregi fyr-
ir upptöku þessa kerfis voru m.a.
vegna umhverfíssjónarmiða. En
fyrst svo er þá ættu stjórnvöld að
byggja gjaldtökuna á eldsneyti-
snotkuninni eða útblástursmengun-
inni en ekki vélaraflinu. Við hjá
Chrysler erum ekki þeirrar hyggju
að gjaldtaka á vélaraflið leiði til
betri eldsneytisnýtingar. Við fram-
leiðum Dodge Neon sem við teljum
vera með góða eldsneytisnýtingu en
hann fæst aðeins með 2.000 rúms-
entimetra vél því Chrysler framleiðir
ekki minni vélar,“ segir Fischer.
Egill Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Brimborgar, segir að norska
kerfið sé það flóknasta sem til er
og sé ekki í samræmi við fyrirheit
Friðriks Sophussonar fjármálaráð-
herra sem sagði að ætlun stjórn-
valda væri að einfalda kerfið. „Rík-
isstjórnin kvaðst einnig ætla að
stefna að fækkun umferðarslysa og
láta bílkaupendur kaupa stærri og
öruggari bíla. Þessi tvö markmið
eru þverbrotin með norska kerfinu.
Ég er líka viss um að þeir sem
stunda „gráan innflutning" finna
leiðir til þess að halda því áfrarn,"
sagði Egill.
Aðeins ein af mörgum leiðum
sem skoðaðar eru
en markaðshlutdeild jeppa í öðrum
Evrópulöndum sé yfirleitt á bilinu
2-3%.
„Norska kerfið leiddi af sér að
verðbil sumra bifreiða varð minna.
Bílar eins og Mercedes-Benz, BMW
og Audi lækkuðu mikið í verði.
Þessir bílar hafa í gegnum tíðina
verið dýrir í innkaupum og síðan
hefur þurft að greiða af þeim
45-65% innflutningsgjöld í Noregi.
Núna eru þeir skattlagðir eftir vél-
arstærð og vélarafli. Bílarnir fást
1,8 lítra vélum sem eru á bilinu
100-130 hestöfl, sem er svipað og
sumar gerðir VW Golf. Skattlagn-
ingin er því svipuð á þessum bíl-
gerðum. Það eru því helst framleið-
endur dýrari gerða evrópskra bíla
sem hafa hagnast á þessu kerfi,“
segir Fischer.
Dregið úr sölu ódýrari
gerða bíla
Reglurnar
ekki verið
hliðhollar
bandarískum
bílum
Hagur framleiðenda dýrari
gerða evrópskra bíla
Á síðasta ári jókst bílasalan tölu-
vert í Noregi. Hins vegar dróst sala
á jeppum saman um 25-30% á síð-
asta ári. Fischer hefur áhyggjur af
þeim áhrifum sem norska kerfíð
hefði hér á landi vegna þess að
samsetning bílaflotans sé með allt
öðrum hætti hér en í nokkru öðru
Evrópulandi. Um þriðjungur bíla-
flotans hafi verið jeppar árið 1995
því þau eru óháð innkaupsverði bíl-
anna.
„Ég veit ekki hvort umboðsaðilar
þessara bíla hafi gert sér grein fyr-
ir því hvaða breytingar verði í sölu
þeirra ef þetta kerfí kemst á hér-
lendis. Ég hef miklar áhyggjur af
framtíð Chrysler á íslandi. Við selj-
um mest jeppa á íslandi og þeir
myndu hætta að seljast. Jeppar eru
þungir, með stórar vélar og þurfa
fleiri hestöfl til að knýja fjórhjóla-
drifið," sagði Fischer.
Annað sem hefur breyst í Noregi
á síðastliðnu ári er að bílarnir selj-
ast með mun meiri búnaði en áður.
Nú leggjast skattarnir ekki lengur
á búnaðinn, sem hefur verið falinn
í innkaupsverði bílsins. Aukabúnað-
ur hefur því orðið mun ódýrari en
áður.
Fischer segir að Chrysler í Evr-
ópu sé afar ósátt við skörp skil sem
eru í norska kerfinu þar sem mikil
gjaldahækkun verður því þyngri
I
!
I
Indriði Þorláksson, skrifstofu-
stjóri í íjármálaráðuneytinu, segir
að norska leiðin sé vissulega enn
til skoðunar, en hún sé aðeins ein
af mörgum hugmyndum sem verið
sé að athuga. Yrði hún hins vegar
valin yrði það með allt öðrum breyt-
um og stærðum en Norðmenn styðj-
ast við.
„Þetta mál er á skoðunarstigi og
þá skoða menn allar leiðir sem til
eru án þess að hafa um það fyrir-
framgefna skoðun. Skoðunin á að
ráðast af niðurstöðum athugunar-
innar en ekki að mótast á undan,"
segir Indriði.
Hann segir að það sé alls ekki
sjálfgefið og færi reyndar aðeins
eftir útfærslunni hvort norska kerf-
ið yrði til þess að hækka verðið á
stórum, kraftmiklum eða vel útbún-
um bílum miðað við það sem nú er.
Staðreyndin sé sú að aukinn örygg-
isbúnaður birtist fyrst og fremst í
hærra verði á bifreiðum en mun
síður í aukinni þyngd eða orku.
„Núverandi kerfi er því íjand-
samlegt líknarbelgjum og öðrum
öryggisbúnaði, sem er léttur en
dýr. Við höfum það ekki í huga að
breyta reglunum á þann hátt að
dýrir bílar verði ennþá dýrari heldur
-------- að velja stuðlana inn í
kerfið þannig að menn nái
fram þeirri afstillingu sem
leitast er eftir. Hægt er
að stilla þetta kerfi af á
þann hátt að álagningin á
þyngri bíla eða bíla með
stærri vélum yrði hlut-
i
í
í.
í
i
«
«
«
(
«
«
fallslega minni en hún er í reynd í
dag,“ sagði Indriði.
Indriði segir að ætlunin sé ekki
að breyta verulega í megindráttum
núverandi kerfí. Verið sé að skoða
aðrar leiðir en norska kerfið, t.d.
breytingar á núverandi kerfi.
„Menn hafa verið með hugmynd-
ir um að fækka gjaldflokkunum en
þar eru ýmis vandamál. Þar eru
þrep í álagningunni sem leiða til
þess að upp geti komið sú staða
að við það að slagrými vélar aukist
um einn rúmsentimetra hækki
álagningin um 10%. Sömu vankant-
ar eru í þessu kerfi varðandi amer-
ísku bílana sem hafa yfirleitt stærra
slagrými þótt aflið sé svipað og í
evrópskum og japönskum bílum.
Ameríska sendiráðið hefur gert at-
hugasemdir við þetta og komið á
framfæri óskum um að það yrði
skoðað. Einnig eru uppi vandamál
sem tengjast innflutningi á notuð-
um bílum,“ sagði Indriði.
I
i
I
1
«
«