Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Landvinnsla á góða framtíð þótt erfiðleikar steðji að nú Vöruþróun, betri afköst og nýting lykilatriði Morgunblaðið/Kristján FJÖLMENNI sótti hádegisverðarfund um framtíð landvinnsl- unnar og komu sumir langt að. A myndinni eru frá vinstri Tryggvi Aðalsteinsson, umdæmisstjóri RARIK á Norðurlandi eystra, Jóhann Ingólfsson, Grenivík og Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri í Ólafsfirði. AF ÁTTA klukkustunda vinnutíma fiskverkafólks í Danmörku eru 7,25 stundir virkar, en 9,4% af greiddum vinnutíma fara í pásur og kaffihlé. Hjá fiskvinnslufólki á íslandi er 6,8 stundir af 8 alls virkar, en 15,4% af greiddum vinnutíma fara í pásur og kaffihlé. Þetta kom fram í er- indi Guðbrands Sigurðssonar fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Ak- ureyrar á hádegisverðarfundi sem efnt var til í Alþýðuhúsinu á Akur- eyri í gær um framtíð landvinnsl- unnar. Sagðist Guðbrandur ekki hafa trú á öðru en verkalýðshreyfingin á íslandi væri tilbúin að fara í saum- ana á þessu með það fyrir augum að ná fram auknum afköstum. „Ég get ekki ímyndað mér að verkalýðs- hreyfingin standi í vegi fyrir nauð- synlegum breytingum, að hún vinni ekki með okkur í að finna hagstæð- ustu lausnina í þessu máli. Nefndi hann einnig að búa þyrfti vel að starfsfólki fiskvinnslunnar til að unnt væri að ná hámarksafköstum. Framtíðarverkefni í Asíu Guðbrandur sagði engar patent- lausnir til á þeim vanda sem land- vinnslan stæði frammi fyrir um þessar mundir. Fór hann yfir stöð- una og gat þess m.a. að það væri áhyggjuefni hve mjög útflutningur á landfrystum afurðum til Asíu hefði dregist saman á undanförnum misserum. Þar væri gróska, hag- vöxtur mikill og á því svæði væru framtíðarverkefni fyrir íslenskan sjávarútveg. Þó svo að landvinnslan stæði nú frammi fyrir miklum erfíðleikum taldi Guðbrandur að hún ætti góða framtíð fyrir sér. Mikilvægt væri að fá betra hráefni og nýta það betur en nú væri gert og þá sé ekki síður mikilvægt hversu vel tækist til að vinna úr því hráefni sem vinnslan hefði yfir að ráða. Megináherslu þyrfti í framtíðinni að leggja á fram- leiðslu í dýrari pakkningar. Einnig nefndi Guðbrandur í þessu sambandi að afköst í vinnslunni þyrftu að aukast og ná yrði fram betri nýtingu ijárfestingarinnar, frystihúsin væru nú keyrð fimm daga vikunnar yfír daginn, en mun betri nýting væri á frystitogurum. Vöruþróun er lykilatriði Landvinnsluna taldi Guðbrandur hafa mikla yfírburði yfír sjófryst- inguna varðandi vöruþróun, sem væri lykilatriði varðandi framtíð hennar. Með öflugu vöruþróunar- starfi væri hægt að styrkja land- vinnsluna mikið. Kröfur markaðar- ins væru mikið að breytast og stefndi allt í átt til bitavinnslu. Breyttar neysluvenjur skiptu einnig máli, en til að mynda í Bandaríkjun- um væru mun fleiri máltíðir snædd- ar utan heimilis en innan. Heim- sendingaþjónusta ykist sífellt og einnig væru verslanir farnar að selja tilbúinn mat. Útgerðarfélag Akureyringa setur á næstunni upp vöruþróunardeild innan fyrirtækisins og hefur ráðið starfsmann úr kjötiðnaði til að veita henni forstöðu, en fram kom í máli framkvæmdastjórans að fiskvinnsl- an gæti mikið af kjötiðnaði lært. Jón Helgi kveður Upsasöfnuð SÉRA Jón Helgi Þórarinsson kvaddi Upsasöfn- uð á Dalvík síðastliðinn sunnudag, en hann hefur þjónað Dalvíkurprestakalli um tólf ára skeið og sem kunnugt er hefur hann tekið við starfi sóknarprests í Langholtskirkju. Barnamessa var kl. 11 um morgunin og messa kl. 14. Að messu lokinni var efri hæð safnaðarheimilisins formlega tekin í notkun og séra Birgir Snæbjörnsson prófastur bless- aði húsið sem nú er að fullu lokið. Kaffiveiting- ar voru að athöfn lokinni en þar mátti m.a. líta veglegar áritaðar tertur með eftirfarandi visum eftir Björn Þórleifsson: Jón á brott úr bænum fer bytjar hryggðarsöngur. Verst mun þetta þykja mér um þorrablót og göngur. Mörgum svíður sárt það tjón að sjá þig burtu ganga. Sittu í friði séra Jón í sókn við holtið langa. Prestshjónunum voru færðar gjafir á þessum tímamótum, m.a. ljósmynd af Dalvíkurbæ sem formaður sóknarnefndar, Friðþjófur Þórarins- son, afhenti fyrir hönd sóknarbarna. Sérstakar kveðjumessur munu einnig verða í Svarfaðardal og á Dalbæ, heimili aldraðra. Þá mun Jón Helgi einnig ferma í prestakallinu í vor. Morgunblaðið/Hermína 30 tonna réttindanámskeið Sjófarendur athugið! 30 tonna réttindanámskeið verður haldið við Útvegssvið VMA á Dalvík. Þátttaka skráist í síma 4661083 fyrir föstudaginn 17. janúar nk. Þátttökugjald kr. 30.000. Allar almennar upplýsingar veittar á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 8.00-12.00. Kennslustjóri. Fimm innbrot FIMM innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu og var í þremur þeirra farið inn í húsnæði gæsluvalla Akureyrar- bæjar. Þtjú rúðubrot voru tilkynnt til lög- reglu um helgina, en þó var mjög fátt fólk í miðbænum. Afskipti voru höfð af fímm unglingum sem ekki höfðu aldur til að vera úti eftir mið- nætti aðfaranótt laugardags. Nokkur óhöpp hafa orðið í umferð- inni síðstu daga, lítill drengur var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir eitt þeirra, úr tveimur öðrum umferð- arslysum voru þrír fluttir á slysadeild, en um minniháttar meiðsl var að ræða. Ekki urðu slys á fólki í fjórum árekstrum. í tvö skipti rákust speglar tveggja bifreiða sem voru að mætast saman svo að tjón hlaust af. í bæði skiptin hélt annar ökumaðurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Fimm hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur síðustu daga, fjórir kærðir fyrir að nota ekki bflbelti, þrír gátu ekki framvísað ökuskírteini, tvær skýrslur voru gerðar fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, ein vegna aksturs á móti einstefnu og þrjár fýr- ir óleyfílegan akstur um göngugötu. Skýrsla um útköll og eldsvoða Brunaút- köllum fjölgaði ÚTKÖLL hjá Slökkviliði Akur- eyrar urðu alls 100 á síðasta ári, þar af fimm utanbæjar, á svæði Brunavama Eyjafjarðar og tvisvar aðstoðaði Slökkvilið Akureyrar nágrannaslökkvil- ið. Árið 1995 vom brunaút- köllin 60 talsins og þar af 8 utanbæjar. Stærstu brunatjónin á ár- inu voru þegar samkomustað- urinn 1929 skemmdist í eldi í september og þegar útihús á Staðarhóli í Eyjafjarðarsveit eyðilögðust í október. Ekki varð manntjón í bruna á árinu 1996 á svæði Slökkviliðs Ak- ureyrar. Sjúkraútköll urðu 1091 á árinu 1996 og þar af 175 utanbæjar. Árið áður voru sjúkraútköllin 1137 og þar af 176 utanbæjar. Bráðatilfelli voru 262 á síðasta ári. Rúm- lega 50 sjúkratúrar voru yfir 40 km langir, þar af 24 yfir 90 km langir. Skiptum lokið eftir tæp 11 ár SKIPTUM er lokið í þrotabúi Kaupfélags Svalbarðseyrar á Svalbarðseyri en kaupfélagið varð gjaldþrota sumarið 1986. Mikil málaferli urðu í kjölfar gjaldþrotsins, m.a. fyrir Hæstarétti en þau skýra þann drátt sem orðið hefur á skipta- lokum. Forgangskröfur, sem námu 11,2 milljónum króna, greidd- ust upp að fullu. Almennar kröfur námu tæpum 277 millj- ónum króna og greiddust 6,17% af þeim eða rúmar 17 milljónir króna. Að auki greiddust um 70 milljónir króna upp í veðkröfur sem fengust með eignasölu á upp- boðum. Ekki með réttindi LÖGREGLA hefur þurft að hafa afskipti af akstri vélsleða í þrígang að undanförnu. í tvö skipti höfðu ökumenn ekki réttindi til aksturs vél- sleða, þeim var ekið uppá gangstétt og tveir voru ekki með númeraspjöld. Sú breyting gekk í gildi um nýliðin áramót að ökumenn þurfa nú að hafa bifhjólapróf eða bílpróf til að mega aka vélsleðum. Vélsleðar eru nú skráningarskyld ökutæki sem eiga að bera skráningarnúmer sem festa þarf á sýnilegum stað á ökutækinu, en ekki geyma í geymsluhólfi sætisins. Klippt af 33 bílum SÍÐUSTU daga hafa lögreglu- menn á Akureyri verið á ferð- inni og tekið 33 númer af bif- reiðum sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar. Áfram verður klippt af þeim bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til skoðunar á síðasta ári, en allir eiga nú að vera búnir að láta skoða bíla sína fyrir liðið ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.