Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 49 FJÖRTÖKIN stinn er hægt að kryfja til mergjar á fjórðungsmóts- spólunni sem kom út fyrir jólin. Hér teygir einn keppandi móts- ins sem fram kemur á spólunni, Nanna Jónsdóttir, gæðing sinn Þrist úr Kópavogi. Goð heimild um gott mót HESTAR Myndbönd FJÓRÐUNGSMÓTÁ GADDSTAÐAFLÖTUM Heimildarmynd um Qórðungsmót sunnlenskra hestamanna á Gadd- staðaflötum 1996. Framleiðandi j Sleipnir. Þulur: Hjalti Jón Sveinsson. Lengd: 40 minútur. I _________ ÚTGÁFA andlegs fóðurs fyrir hestamenn fyrir nýliðin jól var heldur fátæklegri en mörg undanfarin ár. Út kom aðeins ein bók, „Hestar og menn“, sú tíunda í röðinni í þessum flokki en hér er um að ræða árbók hestamanna þar sem litið er yfir at- burði á sviði hestamennskunnar á líðandi ári og rætt við þá sem hafa verið í eldlínunni. Undirritaður hefur skrifað gagnrýni um þessar bækur í gegnum árin og má segja að þar hafi verið um stöðugar endurtekn- ingar að ræða, sömu kostir og gallar ávallt til staðar og því ekki ástæða til að spila sömu plötuna eitt árið enn. Tvö myndbönd voru gefin út fyrir jólin. Annað þeirra hefur að geyma gæðingakeppni, töltkeppni, sýningu ræktunarbúa og kappreiðar fjórð- ungsmótsins sem haldið var á Gadd- staðaflötum í sumar. Auk þess hefur spólan að geyma verðlaunaafhend- I ingu kynbótahrossa en einnig munu fáanlegar sérstakar spólur með kyn- bótahryssum og stóðhestum, hvort kyn á sinni spólunni. Ákveðin hefð er komin á gerð myndbanda frá fjórðungs- og lands- mótum og fylgir þessi mynd henni eftir í megindráttum. Rakin er for- keppni þar sem fram koma nokkur j hross og knapar. Eru það aðallega þau hross sem fóru í úrslitakeppnina * síðar á mótinu. Matsatriði er hvort > _____________________ þau hross sem síðar koma fram á myndbandinu þurfi að koma tvisvar fram. Óneitanlega myndi það gleðja fleiri ef fleiri hross kæmu fram í myndinni. Er þá verið að tala um knapa og aðstandendur fyrst og fremst. Hérna eru tvö sjónarmið sem bæði eru góð og gild. Myndin er fjörutíu mínútur að lengd og vafa- laust margar skoðanir á lofti um hversu löng svona mynd á að vera og hversu mörg hross eiga að koma fram og svo framvegis. Myndataka virðist í góðu lagi og með góðum tækjabúnaði hægt að kryfja ganglag hrossanna til mergjar í hægspólun og kyrrmynd sem vafa- laust er gert í stórum stíl. Sömuleið- is er klipping ekki aðfinnsluverð, hvort tveggja samkvæmt bókinni. Tónlistin sem leikin er í bakgrunni er prýðileg, þar má heyra ný stef sem ekki hafa áður heyrst á þessum vett- vangi. Aðalatriðið er að tónlistin sé hlutlaus, láti þægilega í eyrum og falli vel að myndefninu. Slíkt hefur tekist með ágætum. Þulur nú sem oft áður er Hjalti Jón Sveinsson og ferst honum það vel úr hendi, er með hljómmilda rödd og skýra. Hinsvegar þegar farið er nákvæmlega í saumana má finna margar smávillur og einstaka stóra í texta þular. Það er vissulega erfitt verk að fara rétt með allt þegar ver- ið er að þylja upp mörg nöfn hesta og manna. Vel er fyrirgefanlegt þótt smávillur slæðist inn en stórar villur eins og þegar ruglað er saman knapa og hesti við annað par eru kannski verri. Þótt erfítt sé að hafa allt villu- laust má segja að það sé markmið sem stefna beri að við gerð hverrar myndar af þessu tagi. í heildina séð er myndbandið af fjórðungsmótinu á Gaddstaðaflötum góð heimild frá mótinu. Allt það helsta sem gat að líta þar kemur fram í myndinni. Sem heimildarmynd stendur hún vel undir merkjum en ekki er lögð nein áhersla á viðtöl eða faglega umfjöllun um það sem gerð- ist á mótinu. Setja má spurningar- merki við hvort slíkt eigi yfir höfuð erindi inn á mynd sem þessa. Fjallað er um mótin faglega á öðrum vett- vangi en myndin geymir fyrst og fremst það sem fólk kom á mótið til að sjá. Það er líklega aðalatriðið. Valdimar Kristinsson Verð frá 2.931 Hvítir og svartir - stærðir frá 28 - á meðan birgðir endast .. Reidhjólaverslunin ADIflililV? SKEIFUNN111, SfMI 588-9890 Skrifstofutækni Markmið námsins er að þjálfa nemendur til starfa á skrif- stofum og er áhersla lögð á tölvugreinar og bókfærslu. Námið er mjög hagnýtt og byggist að verulegu leyti á verklegum æfingum. Námið eykur samkeþbnishæfni nemenda og býr þá undir krefjandi störf á vinnumarkaði. Helstu námsgreinar eru: Félag stofnað um ungan þriggja ; milljóna kr. hest í VÖXT hefur færst að mynduð séu sameignarfélög um stóðhesta sem getið hafa sér gott orð fyrir eigið atgervi og ættargöfgi. Má þar nefna hesta eins og Ófeig frá Flugumýrij Óð frá Brún og Orra frá Þúfu. I Skagafirði var nýlega stofnaður fé- i! lagsskapur um ungan hest sem á | pappírnum virðist ekki stórmerkileg- I ur og samkvæmt BLUP-einkunn * ætti að geldast. Hér er um að ræða stóðhestinn Hjálmar frá Vatnsleysu sem er fjögra vetra gamall, undan ósýndum hesti en móðirin hefur hlot- ið byggingardóm. BLUP-einkunn hljóðar upp á heila 102 sem er langt fyrir neðan þau mörk sem æskilegt er að stóðhestsefni hafi. Félagið samanstendur af þrjátíu j hlutum og sagði Jón Friðriksson í I I Vatnsleysu að hann hafi ekki þurft að leggja hart að sér til að fá menn til að kaupa hluti. Það hafi heldur verið á hinn veginn, meira um að menn hefðu samband við hann að fyrra bragði. Um ástæður þess að upp næðist slík stemmning fyrir svo ungum og óreyndum hesti sagði Jón að hann hefði ýmislegt til síns ágæt- is og liturinn, slettuskjóttur, þætti afar sérstakur. Um útlit vildi hann lítið tjá sig, sagði að vegir bygging- ardómanna væru órannsakanlegir eins og vegir Drottins. Þó taldi hann óhætt að segja að hann væri myndar- legur. Um hæfileikana sagði Jón að hér væri á ferðinni klárhestur með tölti með góðum hreyfingum að því er virtist. Móðir Hjálmars, sem var tamin lítillega, var byggingardæmd og fékk yfír 8,30. Faðirinn, Glampi frá Vatnsleysu, er sem fyrr sagði ósýndur en taminn. Hefur hann vak- ið mikla athygli þeirra sem hann hafa barið augum fyrir mikinn fóta- burð og rými. Jón sagði að ekki hefði komist í verk að sýna hann af ýmsum ástæðum. í ráði mun hinsvegar vera að sýna hestinn á vori komandi. Glampi er undan þekktri hryssu, Albínu frá Vatnsleysu, og Smára frá Borgarhóli. Hluturinn í Hjálmari var seldur á eitt hundrað þúsund og verðmætið því þijár milljónir sem er mikið verð fyrir ungan og óreyndan hest. Vatns- leysubændur eiga sjálfír einn þriðja í hestinum en hestamenn vítt og breitt um landiið hafa keypt hluti. Nefndi Jón Skagafjörð, Dali, Borgar- fjörð, höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Hornafjörð. Jón sagði að folöld undan Hjálmari væru frekar falleg og sagði hann að svo virtist sem hann gæfi 90% blesótt með ýmsum grunnlitum. Vignir Siggeirsson tamningamað- ur á Stokkseyri er með Hjálmar í tamningu og þykir hann lofa góðu. Ef allt gengur að óskum verður hest- urinn sýndur í vor. Er nú að sjá hvemig verð á hlutum í Hjálmari þróast á næstu árum. í GÓÐU EGLU BOKHALDI... ...STEMMll STÆRÐIN UKA! R Ul Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi stærðum. Þau stærstu taka 20% meira en áður, en verðið er það sama. Og lita- úrvalið eykur enn á fjölbreytnina! RÖÐ OC RE6LA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Handfært bókhald Tölvugrunnur Ritvinnsla ia Töflureiknir Verslunarreikningur Gagnagrunnur ■ Mannleg samskipti Tölvubókhald Lokaverkefni STARFSMENNTUN fjárfesting til framtíBar wMmmmrnmmmm m mm „Ég hafði samband við Tölvuskóla Islands og ætlaði að fá undirstöðu íbókhaldi og var mér bent á skrif- stofutækninámið. Eftiraðhafa setið þetta nám þá tel ég mig mun hæfari starfskraft en áður og nú get ég nýtt mér þá kosti, sem tölvuvinnslan hefur upp á að bjóða. Ég mæli eindregið með þessu námi. “ Ólafur Benediktsson, starfsmaður Glófaxa. Öll námsgögn innifalin Tölvuskóli íslands Höfðabakka 9 • Sími 567 14 66 - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.