Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.01.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 31 MENNTUN Samvinnuverkefni Náttúruverndarráðs og KHI Kennsluefni á alnetinu DÆMI af vefsíðu. Hér eru Karl og Kerling í Jökulsárgljúfrum. SAMSTARFSVERKEFNI Friðlýsingarsjóðs Náttúru- verndarráðs og gagnasmiðju Kennaraháskóla íslands á sviði náttúrufræði hefur skilað sér í 150 vefsíðum á alnetinu. Þar gefst skólum og almenningi tækifæri á að nálgast samsafn upplýsinga sem hvergi annars staðar er hægt að fá prentaðar á íslensku, að sögn Sigrúnar Helgadóttur náttúrufræðings og kennara. Þær upplýsingar sem hún á við eru t.d. um mikilvægi þess að taka frá og friðlýsa land, hvað felst í því og rökin fyrir því. „Eins er samantekið hveijir sinna umhverfísmálum á íslandi og á hvern hátt. Þá reynum við í hvert skipti sem við veltum upp spumingu að svara því hvað einstaklingurinn geti gert í nátt- úruvemd,“ segir Sigrún. Hún ásamt Sólrúnu Harðar- dóttur og Torfa Hjartarsyni starfsmönnum _gagnasmiðju Kennaraháskóla Islands hafa sett saman kennsluefnið, sem til stendur síðar meir að gefa út á margmiðlunardiski. „Við vildum gjarnan fá að gefa út kennsluleið- beiningar en vitum ekki hvort leyfi fæst fyrir því.“ Mikið magn upplýsinga Efnið skiptist í fjóra kafla auk inngangs, þar sem komið er inn á gamla náttúruvernd og þjóðsögur. „Allir kaflarnir byija á spurning- um, sem síðan er reynt að svara eins og til dæmis hvar er náttúran, hvað er náttúruvernd og hvernig er farið að því að vernda náttúr- una, hveijir á íslandi stunda nátt- úruvernd og eru ábyrgir fyrir henni. Taldar eru upp stofnanir sem sinna náttúruvernd og þeim var gefinn kostur á að koma með texta frá sér og myndir," segir Sigrún. „Frá einni síðunni er hægt að fara yfir á þær ríkis- stofnanir sem þegar em komnar með heimasíðu." Síðasti kafli vefsíðnanna ijallar um náttúruvernd á ís- landi í 40 ár. Þar er tekin fyrir starfsemi Náttúruverndarráðs svo sem hvaða land það hefur friðlýst og hvers vegna það er mikilvægt. Svokölluð náttúru- minjaskrá er einnig inni á vefn- um, en þar er upptalning á þeim svæðum á íslandi sem eru friðlýst eða áhugi er á að frið- lýsa. Náttúruvernd í 40 ár Tildrög þess að efnið var sett inn á vefsíður segir Sigrún vera ýmis tímamót í náttúruverndar- málum, sem þótti tilhlýðilegt að minnast með einhveijum hætti. „Á árinu 1996 voru 40 ár síðan fyrst voru samþykkt samræmd lög um náttúruvernd á íslandi, 25 ár frá því að þágildandi náttúru- verndarlög tóku gildi, nú um ára- mótin tóku ný náttúruverndarlög gildi auk þess sem Náttúruverndar- ráð var lagt niður í þeirri mynd sem það var.“ Sækja má upplýsingarnar á slóð- inni: http://www.ismennt.is/vef- ir/nwefur Fjöldi klukkustunda á ári varið til kennslu einstakra námsgreina 1994/95 Samanburður við önnur lönd Móður- mál Stærð- fræði List- og verkgr. íþróttir Trúabr,- og Siðfræði Samfél,- og náttúrufr. Erlend tungumál Sveigjanl. námstími 6-7 ára nemendur o 200 400 Sviþjóð i 192 i 86 gjgj 119 ] fsland v I 106 I ’ Noregur I ....555_________ 600 Finnland2) C Danmörk [ 800 1000 klst á árí Norður-írland England/Wales Belgía (frönskumæl.) I..m. .. 153 ] U\J\J \ \J\J t • fcV» |-W| VI 1 \JI | L. 270 ! 120 160[ I60 i | Fí « F 237 TTÖ5 í 105"Í53T53T53l ■ i -Xr I 210 ! 120 í 90 I 6ÖI60I 90 1 216 173 1 105 j 98 j 68 . 90 r 190 “T 190 I 76 I E 95 1 114 lS7l f ^ !T 159 I 159 I 99 UoBoi 241 ~WI Sfíánn I . ,175 I 88 1 70 1 70 IS3I 88" .333, Italia I 132 ! 99 r~132 i 661661" 165 231 Luxemborg §T isg ; 94 ; 94 r; 94 94 255 i 9.1 9 ára nemendur 0 200 400 600 ísland V l 128 185 l 127 1641164 iwl Noregur C Danmörk f Finnland2) i Grikkland I, .. 237.: ;: 1791 loslsalwl 132 >91 Austurriki [ Sviþjóð Q [ 800 1000 klst. á ári S Belgía (frönskumæl.) CZZMZZZM Spánn England/Wales r~Tre i 179 i 98 iwHST Norður-írland Luxemborg te 162 l 95:95195 67' Þýskaland 3> IZMZZK _ __ __________ Italia )ia«H 99 I 132 i66iwi 165 nggnn^.'aitv., ;li í 1) Mest af sveigjanlega tímanum er notaður í íslensku- og stærðfræðikennslu. Miðað er við 9 mánaða skóla, 160 kennslu- og prófdaga á ári. 2) Tölurnar enj áætlaðar. 3) I Þýskalandi er mismunandi eftir sambandslöndum hvemig skiptingu kennslutíma er háttað milli gneina. Tölurnar eru byggðar á meðaltali. 4) Tölumar eiga við 4. ár grunnskóla, 10 ára nemendur. EINS og fram kemur í meðfylgjandi töflum fá íslenskir nemendur fæstar eða næstfæstar kennslustundir á ári miðað við aðrar þjóðir. Þess ber þó að geta, að með nýjum lögum um grunnskóla og viðmiðunarstundaskrá fjölgaði árlegum kennslustundum skólaárið 1995/96 um 10% hjá 6 og 9 ára nemendum. Einnig er vakin athygli á því að í mörgum samanburðarlandanna fá 9 ára nemendur einhverja kennslu í erlendum tungumálum en hér á landi hefst sú kennsla við 11 ára aldur. íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sinna hlutfallslega mest list- og verkgneinum, þ.e. hér á landi fellur undir þennan flokk myndmennt, heimilisfræði og handmennt. Mímir-Tómstunda- skólinn skólar/námskeið Hátt á ann- að hundrað námskeiða ALLS eru 167 námskeið í boði á vorönn Mímis-Tómstundaskólans. Þar af eru 20 sem ekki hafa verið á dagskrá áður, að því er segir í fréttatilkynningu. Meðal nýjunga er dönskunámskeið fyrir börn og unglinga. „Er þar farið í námsefn- ið með öðrum hætti en tíðkast í skólum, til dæmis er lögð meiri áhersla á talað mál,“ segir þar. Önnur tungumálanámskeið fyr- ir börn eru í ensku og frönsku en auk tungumála er einkum lögð áhersla á myndlist og leiklist fyrir börn allt frá fimm ára aldri. Fjöldi tungumálanámskeiða er fyrir full- orðna og bætast við tvö ný tungu- mál, japanska og norska. Meðal nýjunga hjá skólanum má nefna námskeiðið Stríðið við streituna, þar sem fólki er kennt að þekkja streituvalda, einkenni streitu og grípa til raunhæfra að- gerða til úrbóta. Einnig má nefna námskeiðið Matreiðsla fyrir karla, sem Brynhildur Briem heldur utan um og Kaffifræði og kaffismökk- un, sem er dæmi um eins kvölds námskeið. Óperukynning Fjöldi annarra námskeiða er í boði, s.s. Óperukynning, þar sem Garðar Cortes fjallar um Kátu ekkjuna. Á námskeiðinu Þingholt- in, saga þjóðar - saga borgar, kynnir Steinunn Harðardóttir jarð- fræði, sögu og lífríki Þingholtanna og hvernig þessir þættir fléttast saman við sögu byggðarinnar. Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um konur og bókmenntir og Sig- ríður Anna Einarsdóttir er með námskeiðið Gerum gott hjónaband betra. Kennsla hefst þriðjudaginn 21. janúar nk. handavinna ■ Námskeið i bútasaum o.fl. Skráning hafin á rúmteppanámskeiö, veggteppanámskeið, dúkkunámskeið og framhaldsnámskeið í bútasaum. VIRKA Mörkinni 3 (v. Suðurlandsbraut), Reykjavík, sími 568 7477. Opið kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. myndmennt ■ MYND-MÁL - Myndlistarskóli Málun, byrjendahópur, framhaldshópur. Teiknun I og II. Upplýsingar kl. 14-21 alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536. Rúna Gísladóttir. ■ Tölvuumsjón í nútímarekstri Frábært 145 kennslustunda námskeið um allt sem viðkemur tölvunotkun. Þægilegt og vandað kvöldnámskeið. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, simi 568 8090. ■ Claris Works framhaldsnámskeið 20.1/97 -24.1/97 kl. 16.15-19.15. Windows 95 fyrir þá sem eru að skipta. 23.1/97-24.1/97-kl. 9-12. Power Point. 23.1/97-24.1/97 kl. 13-16. Word. 21.1/97-24.1/97 kl. 13-16. Excel við fjármálastjórn. 21.1/97- 24.1/97 kl. 9-12. Ný námskrá komin. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, sími 568 8090. tölvur ■ Tölvuvetrarskólinn fyrir 9-15 ára: Grunnnámskeið og forritunarnámskeið. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, sími 568 8090. ■ Nútíma forritun Frábært 54 kennslustunda námskeið um nútíma forritun með Visual Basic. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, sími 568 8090. ■ Umsjón tölvuneta Frábært 54 kennslustunda námskeið urn allt sem þarf að kunna til þess að sjá um net. Windows, NT og Novell brautir. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, sími 568 8090. heUsurækt ■ Bætt heilsa, betra útlit ■ Aldrei aftur megrun Sogæðanudd og Trimmform saman, 5 tímar á kr. 8.000. Sogæðanudd hreinsar líkamann af upp- söfnuðum eiturefnum, losar um bjúg og bólgur, kemur jafnvægi á hormónakerfið, eflir orku og styrkir varnarkerfið. Komdu þér í gott form á nýja árinu. Heilsuráðgjöf innifalin. Frábær vöðvabólgumeðferð. Heilsustúdíóið Norðurljósin, Birna Smith, símar 553 6677, 553 2257. ■ Hugefli - sjálfsdáleiðsla Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a. náð djúpri slökun og losnað við svefntruflan- ir; minnkað streitu, kvíða og áhyggjur; aukið sjálfsöryggi, einbeitingu og vilja- styrk; losnað við reykingar og náð kjör- þyngd og bætt lærdómsgetu og náms- árangur. Kvöldnámskeiðið byggir á nýjustu rann- sóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistar- lækningum og beitingu ímyndunaraflsins og er haldið á hverju þriðjudags- eða fimmtudagskvöldi í 4 vikur. Tími og staður: Fimmtud. 16. janúar kl. 19 í Háskóla íslands. Einnig hefst annað námskeið þriðjud. 21. janúar kl. 19. Leiðbeinandi Garðar Garðarsson NLP Pract. Sendum bækling ef óskað er. Skráning og nánari uppl. í síma 587 2108 eða 898 3199. tónlist ■ Píanókennsla/tónfræðikennsla Kenni börnum og fullorðnum á píanó. Tónfræði innifalin. Einnig sértímar í tónfræði. Guðrún Birna Hannesdóttir, Rjúpufell 31, sími 557 3277. tungumál ■ Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyr- ir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára og eldri, 2ja til 11 vikna annir; unglinga- skóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna annir; viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna annir. Upplýsingar gefur Jóna Maria Júlíusdóttir, eftir kl. 18.00 i síma 462 3625. ENSKUSKÓLINN Túngötu 5. ¥ Hin vinsælu enskunámskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 5 eða 10 nemendur hámark í bekk. ★ 8 kunnáttustig. Einnig er i boði viðskiptaenska, rituö enska og stuðningskennsla fyrir ungl- inga, enska fyrir börn 6-12 ára og enskunám í Englandi. Enskir sérmenntaðir kennarar. Markviss kennsla í vinalegu umhverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar í símum 552 5330 og 552 5900. tómstundir ■ Námskeið í leirmótun og keramikmálun fyrir börn og fullorðna. Keramikstofan, Sveighúsum 15, sími 567-6070. ýmislegt ■ Þýskunámskeið Germaniu hófust 13. janúar. Upplýsingar í síma 551 0705 kl. 12-12.30 eða kl. 16.30- 17.45. ■ Cranio Sacral-jöfnun Nám í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun. Einstakt tækifæri til að læra þessa áhrifa- ríku, osteopatísku lækningaaðferð. 1. stig 14.-20. mars. Kennari: Svarupo Pfaff, heilpraktiker frá Þýskalandi. Uppl. í símum 564 1803 og 562 0450.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.