Morgunblaðið - 14.01.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 1997 31
MENNTUN
Samvinnuverkefni Náttúruverndarráðs og KHI
Kennsluefni á alnetinu
DÆMI af vefsíðu. Hér eru Karl og
Kerling í Jökulsárgljúfrum.
SAMSTARFSVERKEFNI
Friðlýsingarsjóðs Náttúru-
verndarráðs og gagnasmiðju
Kennaraháskóla íslands á sviði
náttúrufræði hefur skilað sér í
150 vefsíðum á alnetinu. Þar
gefst skólum og almenningi
tækifæri á að nálgast samsafn
upplýsinga sem hvergi annars
staðar er hægt að fá prentaðar
á íslensku, að sögn Sigrúnar
Helgadóttur náttúrufræðings
og kennara.
Þær upplýsingar sem hún á
við eru t.d. um mikilvægi þess
að taka frá og friðlýsa land,
hvað felst í því og rökin fyrir
því. „Eins er samantekið hveijir
sinna umhverfísmálum á íslandi
og á hvern hátt. Þá reynum við
í hvert skipti sem við veltum
upp spumingu að svara því hvað
einstaklingurinn geti gert í nátt-
úruvemd,“ segir Sigrún.
Hún ásamt Sólrúnu Harðar-
dóttur og Torfa Hjartarsyni
starfsmönnum _gagnasmiðju
Kennaraháskóla Islands hafa
sett saman kennsluefnið, sem
til stendur síðar meir að gefa út á
margmiðlunardiski. „Við vildum
gjarnan fá að gefa út kennsluleið-
beiningar en vitum ekki hvort leyfi
fæst fyrir því.“
Mikið magn upplýsinga
Efnið skiptist í fjóra kafla auk
inngangs, þar sem komið er inn á
gamla náttúruvernd og þjóðsögur.
„Allir kaflarnir byija á spurning-
um, sem síðan er reynt að svara
eins og til dæmis hvar er náttúran,
hvað er náttúruvernd og hvernig
er farið að því að vernda náttúr-
una, hveijir á íslandi stunda nátt-
úruvernd og eru ábyrgir fyrir
henni. Taldar eru upp stofnanir sem
sinna náttúruvernd og þeim var
gefinn kostur á að koma með
texta frá sér og myndir," segir
Sigrún. „Frá einni síðunni er
hægt að fara yfir á þær ríkis-
stofnanir sem þegar em komnar
með heimasíðu."
Síðasti kafli vefsíðnanna
ijallar um náttúruvernd á ís-
landi í 40 ár. Þar er tekin fyrir
starfsemi Náttúruverndarráðs
svo sem hvaða land það hefur
friðlýst og hvers vegna það er
mikilvægt. Svokölluð náttúru-
minjaskrá er einnig inni á vefn-
um, en þar er upptalning á
þeim svæðum á íslandi sem eru
friðlýst eða áhugi er á að frið-
lýsa.
Náttúruvernd í 40 ár
Tildrög þess að efnið var sett
inn á vefsíður segir Sigrún vera
ýmis tímamót í náttúruverndar-
málum, sem þótti tilhlýðilegt að
minnast með einhveijum hætti.
„Á árinu 1996 voru 40 ár síðan
fyrst voru samþykkt samræmd
lög um náttúruvernd á íslandi,
25 ár frá því að þágildandi náttúru-
verndarlög tóku gildi, nú um ára-
mótin tóku ný náttúruverndarlög
gildi auk þess sem Náttúruverndar-
ráð var lagt niður í þeirri mynd sem
það var.“
Sækja má upplýsingarnar á slóð-
inni: http://www.ismennt.is/vef-
ir/nwefur
Fjöldi klukkustunda á ári varið til
kennslu einstakra námsgreina 1994/95
Samanburður við önnur lönd
Móður- mál Stærð- fræði List- og verkgr. íþróttir Trúabr,- og Siðfræði Samfél,- og náttúrufr. Erlend tungumál Sveigjanl. námstími
6-7 ára nemendur o 200 400
Sviþjóð i 192 i 86 gjgj 119 ]
fsland v I 106 I
’ Noregur I ....555_________
600
Finnland2) C
Danmörk [
800 1000
klst á árí
Norður-írland
England/Wales
Belgía (frönskumæl.) I..m. .. 153
] U\J\J \ \J\J t • fcV» |-W| VI 1 \JI | L. 270 ! 120 160[ I60 i | Fí «
F 237 TTÖ5 í 105"Í53T53T53l ■ i -Xr
I 210 ! 120 í 90 I 6ÖI60I 90 1
216 173 1 105 j 98 j 68 . 90
r 190 “T 190 I 76 I E 95 1 114 lS7l f ^
!T 159 I 159 I 99 UoBoi 241 ~WI
Sfíánn I . ,175 I 88 1 70 1 70 IS3I 88"
.333,
Italia I 132 ! 99 r~132 i 661661" 165
231
Luxemborg §T isg ; 94 ; 94 r; 94 94 255 i 9.1
9 ára nemendur 0 200 400 600
ísland V l 128 185 l 127 1641164 iwl
Noregur C
Danmörk f
Finnland2) i
Grikkland I, .. 237.: ;: 1791 loslsalwl 132 >91
Austurriki [
Sviþjóð Q [
800 1000
klst. á ári S
Belgía (frönskumæl.) CZZMZZZM
Spánn
England/Wales r~Tre i 179 i 98 iwHST
Norður-írland
Luxemborg te 162 l 95:95195 67'
Þýskaland 3> IZMZZK _ __ __________
Italia )ia«H 99 I 132 i66iwi 165 nggnn^.'aitv., ;li í
1) Mest af sveigjanlega tímanum er notaður í íslensku- og stærðfræðikennslu. Miðað er við 9
mánaða skóla, 160 kennslu- og prófdaga á ári. 2) Tölurnar enj áætlaðar. 3) I Þýskalandi er
mismunandi eftir sambandslöndum hvemig skiptingu kennslutíma er háttað milli gneina.
Tölurnar eru byggðar á meðaltali. 4) Tölumar eiga við 4. ár grunnskóla, 10 ára nemendur.
EINS og fram kemur í meðfylgjandi töflum fá íslenskir nemendur fæstar eða
næstfæstar kennslustundir á ári miðað við aðrar þjóðir. Þess ber þó að geta, að með
nýjum lögum um grunnskóla og viðmiðunarstundaskrá fjölgaði árlegum
kennslustundum skólaárið 1995/96 um 10% hjá 6 og 9 ára nemendum. Einnig er
vakin athygli á því að í mörgum samanburðarlandanna fá 9 ára nemendur einhverja
kennslu í erlendum tungumálum en hér á landi hefst sú kennsla við 11 ára aldur.
íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sinna hlutfallslega mest list- og verkgneinum,
þ.e. hér á landi fellur undir þennan flokk myndmennt, heimilisfræði og handmennt.
Mímir-Tómstunda-
skólinn
skólar/námskeið
Hátt á ann-
að hundrað
námskeiða
ALLS eru 167 námskeið í boði á
vorönn Mímis-Tómstundaskólans.
Þar af eru 20 sem ekki hafa verið
á dagskrá áður, að því er segir í
fréttatilkynningu. Meðal nýjunga
er dönskunámskeið fyrir börn og
unglinga. „Er þar farið í námsefn-
ið með öðrum hætti en tíðkast í
skólum, til dæmis er lögð meiri
áhersla á talað mál,“ segir þar.
Önnur tungumálanámskeið fyr-
ir börn eru í ensku og frönsku en
auk tungumála er einkum lögð
áhersla á myndlist og leiklist fyrir
börn allt frá fimm ára aldri. Fjöldi
tungumálanámskeiða er fyrir full-
orðna og bætast við tvö ný tungu-
mál, japanska og norska.
Meðal nýjunga hjá skólanum
má nefna námskeiðið Stríðið við
streituna, þar sem fólki er kennt
að þekkja streituvalda, einkenni
streitu og grípa til raunhæfra að-
gerða til úrbóta. Einnig má nefna
námskeiðið Matreiðsla fyrir karla,
sem Brynhildur Briem heldur utan
um og Kaffifræði og kaffismökk-
un, sem er dæmi um eins kvölds
námskeið.
Óperukynning
Fjöldi annarra námskeiða er í
boði, s.s. Óperukynning, þar sem
Garðar Cortes fjallar um Kátu
ekkjuna. Á námskeiðinu Þingholt-
in, saga þjóðar - saga borgar,
kynnir Steinunn Harðardóttir jarð-
fræði, sögu og lífríki Þingholtanna
og hvernig þessir þættir fléttast
saman við sögu byggðarinnar.
Soffía Auður Birgisdóttir fjallar
um konur og bókmenntir og Sig-
ríður Anna Einarsdóttir er með
námskeiðið Gerum gott hjónaband
betra.
Kennsla hefst þriðjudaginn 21.
janúar nk.
handavinna
■ Námskeið i bútasaum o.fl.
Skráning hafin á rúmteppanámskeiö,
veggteppanámskeið, dúkkunámskeið og
framhaldsnámskeið í bútasaum.
VIRKA
Mörkinni 3
(v. Suðurlandsbraut),
Reykjavík, sími 568 7477.
Opið kl. 10-18 og laugardaga
kl. 10-14.
myndmennt
■ MYND-MÁL - Myndlistarskóli
Málun, byrjendahópur, framhaldshópur.
Teiknun I og II. Upplýsingar kl. 14-21
alla daga. Símar 561 1525 og 898 3536.
Rúna Gísladóttir.
■ Tölvuumsjón í nútímarekstri
Frábært 145 kennslustunda námskeið
um allt sem viðkemur tölvunotkun.
Þægilegt og vandað kvöldnámskeið.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16,
simi 568 8090.
■ Claris Works framhaldsnámskeið
20.1/97 -24.1/97 kl. 16.15-19.15.
Windows 95 fyrir þá sem eru að skipta.
23.1/97-24.1/97-kl. 9-12.
Power Point. 23.1/97-24.1/97
kl. 13-16.
Word. 21.1/97-24.1/97 kl. 13-16.
Excel við fjármálastjórn. 21.1/97-
24.1/97 kl. 9-12.
Ný námskrá komin.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16,
sími 568 8090.
tölvur
■ Tölvuvetrarskólinn fyrir 9-15 ára:
Grunnnámskeið og forritunarnámskeið.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16,
sími 568 8090.
■ Nútíma forritun
Frábært 54 kennslustunda námskeið um
nútíma forritun með Visual Basic.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16,
sími 568 8090.
■ Umsjón tölvuneta
Frábært 54 kennslustunda námskeið urn
allt sem þarf að kunna til þess að sjá
um net. Windows, NT og Novell brautir.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16,
sími 568 8090.
heUsurækt
■ Bætt heilsa, betra útlit
■ Aldrei aftur megrun
Sogæðanudd og Trimmform saman,
5 tímar á kr. 8.000.
Sogæðanudd hreinsar líkamann af upp-
söfnuðum eiturefnum, losar um bjúg og
bólgur, kemur jafnvægi á hormónakerfið,
eflir orku og styrkir varnarkerfið.
Komdu þér í gott form á nýja árinu.
Heilsuráðgjöf innifalin.
Frábær vöðvabólgumeðferð.
Heilsustúdíóið Norðurljósin,
Birna Smith,
símar 553 6677, 553 2257.
■ Hugefli - sjálfsdáleiðsla
Með sjálfsdáleiðslu getur þú m.a. náð
djúpri slökun og losnað við svefntruflan-
ir; minnkað streitu, kvíða og áhyggjur;
aukið sjálfsöryggi, einbeitingu og vilja-
styrk; losnað við reykingar og náð kjör-
þyngd og bætt lærdómsgetu og náms-
árangur.
Kvöldnámskeiðið byggir á nýjustu rann-
sóknum í dáleiðslu, djúpslökun, tónlistar-
lækningum og beitingu ímyndunaraflsins
og er haldið á hverju þriðjudags- eða
fimmtudagskvöldi í 4 vikur.
Tími og staður: Fimmtud. 16. janúar
kl. 19 í Háskóla íslands. Einnig hefst
annað námskeið þriðjud. 21. janúar kl.
19. Leiðbeinandi Garðar Garðarsson
NLP Pract.
Sendum bækling ef óskað er.
Skráning og nánari uppl. í síma
587 2108 eða 898 3199.
tónlist
■ Píanókennsla/tónfræðikennsla
Kenni börnum og fullorðnum á píanó.
Tónfræði innifalin.
Einnig sértímar í tónfræði.
Guðrún Birna Hannesdóttir,
Rjúpufell 31,
sími 557 3277.
tungumál
■ Enskunám í Englandi
Við bjóðum enskunám við einn virtasta
málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyr-
ir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu.
Um er að ræða alhliða ensku, 18 ára
og eldri, 2ja til 11 vikna annir; unglinga-
skóla, júlí og ágúst, 13-17 ára, 4ra vikna
annir; viðskiptaensku, 2ja og 4ra vikna
annir.
Upplýsingar gefur Jóna Maria
Júlíusdóttir, eftir kl. 18.00
i síma 462 3625.
ENSKUSKÓLINN
Túngötu 5.
¥
Hin vinsælu enskunámskeið eru að hefjast.
★ Áhersla á talmál.
★ 5 eða 10 nemendur hámark í bekk.
★ 8 kunnáttustig.
Einnig er i boði viðskiptaenska, rituö
enska og stuðningskennsla fyrir ungl-
inga, enska fyrir börn 6-12 ára og
enskunám í Englandi.
Enskir sérmenntaðir kennarar. Markviss
kennsla í vinalegu umhverfi.
Hafðu samband og fáðu frekari
upplýsingar í símum 552 5330
og 552 5900.
tómstundir
■ Námskeið í leirmótun
og keramikmálun fyrir börn og fullorðna.
Keramikstofan, Sveighúsum 15,
sími 567-6070.
ýmislegt
■ Þýskunámskeið Germaniu
hófust 13. janúar. Upplýsingar í síma
551 0705 kl. 12-12.30 eða kl. 16.30-
17.45.
■ Cranio Sacral-jöfnun
Nám í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun.
Einstakt tækifæri til að læra þessa áhrifa-
ríku, osteopatísku lækningaaðferð.
1. stig 14.-20. mars. Kennari: Svarupo
Pfaff, heilpraktiker frá Þýskalandi.
Uppl. í símum 564 1803 og 562 0450.