Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 42

Morgunblaðið - 26.01.1997, Síða 42
 42 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Kceru viðskipavinir! ífebrúar flyt ég á Hársmiðjuna. Hlakka til að sjáykkur Hársmiðjan Smiðjuvegl 2 ■ 200Kðpiwogi Sími 5573232 Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurlandsbraut 52, Reykjavík Undirritaður hefur nú starfað í 35 ár að skattamálum, fyrst 15 ár hjá Skattstofunni í Reykjavík og síðan 20 ár við framtals- og skattaaðstoð sem lögmaður. Nýtið ykkur reynslu mína til að tryggja bestu útkomu fyrir ykkur sjálf, þegar talið er fram. Innifalið er að leiða ykkur í gegnum sífelldar breytingar á skattalögunum, endurgjaldslaust, allt árið 1997. Hvernig œtlar þú t.d. aÖ haga ávöxtun fjármagns þíns með tilkomu fjármagnstekjuskatts? Tímapantanir kl. 09-17 í síma 568-2828. Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Nómskeiíií er í 1 klukkustund, einu sinni í viku i 8 vikur og fer frnm í Félagsmiðstöðinni Tónobæ, i síðasta timonum veriur upptaka í fullkomnu hljóðveri og fær hvert bnrn snældu með sinum söng. Fyrsfo nómskeiðið hefst þann 1. febrúur 1997. Nómskeið fyrir 13 - 16 óro hefst 1S. febrúor Innritun er hofin i símo 565 4464 HUC SMIOJAIM UTGAFA I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Exc- elsior Cup-mótinu í Gauta- borg sem lauk í síðustu viku. Helgi Ass Grétars- son (2.470) hafði hvítt og átti leik, en Svíinn Karl Johan Moberg (2.335) var með svart og lék síðast 25. — Bb7—c8? Þar með gat Helgi Áss brotist í gegn á svörtu reitunum. 26. Rxd6 (26. Bxd6 var einnig sterkt) 26. — Hxd6 (Eða 26. - cxd6 27. Dxb6n— Bb7 28. He6 - Dc7 29. Bxd6 - Hxd6 30. Dxd6 og með þrjú samstæð frí- peð vinnur hvítur endataflið auðveld- lega) 27. Hxd6 - Dg5 28. Df4 - Dxf4 29. Hxf4 - Rxc4 30. bxc4 — cxd6 31. Bxd6+ — Ka8 32. h4 og með tveimur peðum meira _ í endatafli vann Helgi Áss auðveld- lega. Úrslitaviðureignin á at- skákmóti Islands, Lands- banka-VISA mótinu, fer fram í dag og er sýnd beint í ríkissjónvarpinu. HVÍTUR leikur og vinnur. Með morqunkaffinu Áster... ... nálægð. TM Reg. U.S. Put. 0«. — all ngtUs raserved (c) 1996 Los Angeles Tlmes Syndicate VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Ung börn og kvikmyndahús HERDÍS hringdi og var að velta því fyrir sér hvort það sé hollt fyrir 4 ára börn og yngri að fara á kvikmyndasýn- ingar. Hún upplifði það að foreldrar voru á kvik- myndasýningu með ung börn með sér, á mynd sem var ekki við hæfi barna, og fór hún þá að hugleiða hvort það væri enginn sem hefði eftirlit með því að svo ung börn færu á kvikmyndasýn- ingar. Hún segir að á Norðurlöndunum séu fulltrúar frá barna- verndarnefnd við inn- ganginn sem fylgist með því að ung börn fari ekki á kvikmyndasýningar sem er ekki við þeirra hæfi. Hún vill einnig beina því til foreldra að þeir hugsi sig um áður en þeir fari með svo ung börn í kvikmyndahús. Tapað/fundið Leikfimifatnaður fannst UNGA stúlkan sem tap- aði leikfimifötunum sín- um við Skógarhlíð hringi í síma 552-2618. Veski tapaðist UNG stúlka tapaði pen- ingaveski í Kringlunni föstudaginn 24. janúar. Veskið er svart öðru meg- in og köflótt hinu megin. Skilvís fínnandi vinsam- lega hafið samband í síma 551-3669. Dýrahald Kisa er týnd BRÖNDÓTTUR högni, ársgamall, hvarf að heim- an frá sér frá Hrísateigi laugardaginn 18. janúar. Hann er ekki með ól en svarar nafninu Pippi. Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlega beðnir um að hringja í síma 588-1911. Farsi ,/ t/iftiAöAf/rt f&tgiif öll þessiorðÍEf \/t% bcuU Qsctun? kom/ðeinheerrt skJpan d þau.~" 01995 Farcu» Cartoons/dBl. by Unfvertal F^rass Syndkate Víkveiji skrifar... LEIÐARI blaðsins sl. fimmtudag fjallar um læknisfræðilegar rannsóknir hér á landi, m.a. á áhættuþáttum krabbameins. Þar segir að ísland sé kjörland fyrir rannsóknir af þessu tagi, enda góð- ar faraldsfræðilegar upplýsingar fyrir hendi. Auðvelt sé að rekja ættir manna langt aftur í tímann og sjúkraskrár hafi verið færðar hér lengur en víðast annars staðar. Víkverji fletti tímaritinu Hjarta- vernd nokkru eftir lestur leiðarans. Þar segir dr. Vilmundur Guðnason læknir og erfðafræðingur frá því að rannsakaðar hafi verið 20 ís- lenzkar ættir með arfbundna kól- esterólhækkun í blóði. Sextíu pró- sent af þessum ættum hafa sömu stökkbreytingu. Vísindamönnum lék forvitni á að sjá, hvort rekja mætti þær saman. Síðan segir: „Mynd 10 [skýringarmynd sem greininni fylgdi] sýnir ættrækningu á fjórum ættum sem allar koma saman í einstaklingi sem er fæddur árið 1772 ... Með þessari ættrækn- ingu sjást þeir möguleikar í grein- ingu nýrra sjúklinga útfrá ættar- trénu sjálfu. Þar er unnt með því að fara nokkrar kynslóðir aftur að finna ættleggi sem síðan má kalla í fólk frá til DNA greiningar. DNA greining sem slík gæti því hjálpað okkur til að finna þessa einstakl- inga. En hvers vegna viljum við finna þessa einstaklinga? Jú, vegna þess að í dag er til mjög öflug lyfja- meðferð til að lækka kólesteról í blóði þessara einstaklinga. Þannig má seinka kransæðasjúkdóm og jafnvel koma í veg fyrir að einstakl- ingar fái kransæðastíflu." xxx ORRINN, fjórði mánuður vetrar að fomu tímatali, hefst með bóndadegi, fóstudegi í 13. viku vetrar [24. janúar sl.]. Góan, fímmti vetrar- mánuðurinn, hefst með konudegi, sunnudegi í 18. viku vetrar [23. febr- úar nk.]. Þessir myrku, köldu og veðurhörðu vetrarmánuðir settu mark sitt á fyrri tíðar fólk, lífshætti þess og tungutak. Það talaði um „að þreyja þorrann og góuna“, sem merk- ir að þola örðugleikana þar til ástand- ið batnar. ísland var veglaust og hafnlaust land fram á þessa öld, utan nokkur skipalægi frá náttúrunnar hendi. Opnir árabátar einir til sjósóknar. Öll nútímatækni, rafmagn, hitaveit- ur, sjúkrahús, fjarskipti [útvarp, sjón- varp, sími, o.s.frv.] óþekkt. Húsa- kynni og vinnuaðstaða vægt sagt léleg. Það þarf að setja sig í fótspor genginna kynslóða til að skynja þungann sem fólst í þessum orðum: „að þreyja þorrann og góuna“! ORRINN hefur aðra og mildari ásýnd í augum nútímafólks. Tengslin við fortíðina eru nánast þau ein að snæða þjóðlegan mat, með tilheyrandi drykk og söng. Þannig blótum við þorrann á tækni- og velferðaröld. Formæður okkar og forfeður höfðu sínar aðferðir við að varð- veita matföng vetrarmánuði. Þau hertu físk, reyktu kjöt, súrsuðu kjöt og blóðmör, kæstu hákarl o.s.frv. Þessar hefðir eru í heiðri haldnar á þorra. Það er vel. í huga Víkvetja kemur staka eftir þann orðheppna og góðkunna hagyrðing Helga Sæmundsson: Inni á Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramatur þykir mér þjóðlegur og góður. XXX INHVERJAR pempíur eður teprur taka sjálfsagt fyrir nefið með ilmvatnsvættum silki- pjötlum við þorraborðið. Það er þeirra mál. Ekkert er við því að segja þótt matarsmekkur fólks sé mismunandi. Það er á hinn bóginn gott og blessað að varðveita þjóð- legar íslenzkar matarhefðir, eins og reyndar danskar, franskar, kín- verskar o.s.frv. Fjölbreytnin lifi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.