Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.01.1997, Blaðsíða 42
 42 SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Kceru viðskipavinir! ífebrúar flyt ég á Hársmiðjuna. Hlakka til að sjáykkur Hársmiðjan Smiðjuvegl 2 ■ 200Kðpiwogi Sími 5573232 Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurlandsbraut 52, Reykjavík Undirritaður hefur nú starfað í 35 ár að skattamálum, fyrst 15 ár hjá Skattstofunni í Reykjavík og síðan 20 ár við framtals- og skattaaðstoð sem lögmaður. Nýtið ykkur reynslu mína til að tryggja bestu útkomu fyrir ykkur sjálf, þegar talið er fram. Innifalið er að leiða ykkur í gegnum sífelldar breytingar á skattalögunum, endurgjaldslaust, allt árið 1997. Hvernig œtlar þú t.d. aÖ haga ávöxtun fjármagns þíns með tilkomu fjármagnstekjuskatts? Tímapantanir kl. 09-17 í síma 568-2828. Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Nómskeiíií er í 1 klukkustund, einu sinni í viku i 8 vikur og fer frnm í Félagsmiðstöðinni Tónobæ, i síðasta timonum veriur upptaka í fullkomnu hljóðveri og fær hvert bnrn snældu með sinum söng. Fyrsfo nómskeiðið hefst þann 1. febrúur 1997. Nómskeið fyrir 13 - 16 óro hefst 1S. febrúor Innritun er hofin i símo 565 4464 HUC SMIOJAIM UTGAFA I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Exc- elsior Cup-mótinu í Gauta- borg sem lauk í síðustu viku. Helgi Ass Grétars- son (2.470) hafði hvítt og átti leik, en Svíinn Karl Johan Moberg (2.335) var með svart og lék síðast 25. — Bb7—c8? Þar með gat Helgi Áss brotist í gegn á svörtu reitunum. 26. Rxd6 (26. Bxd6 var einnig sterkt) 26. — Hxd6 (Eða 26. - cxd6 27. Dxb6n— Bb7 28. He6 - Dc7 29. Bxd6 - Hxd6 30. Dxd6 og með þrjú samstæð frí- peð vinnur hvítur endataflið auðveld- lega) 27. Hxd6 - Dg5 28. Df4 - Dxf4 29. Hxf4 - Rxc4 30. bxc4 — cxd6 31. Bxd6+ — Ka8 32. h4 og með tveimur peðum meira _ í endatafli vann Helgi Áss auðveld- lega. Úrslitaviðureignin á at- skákmóti Islands, Lands- banka-VISA mótinu, fer fram í dag og er sýnd beint í ríkissjónvarpinu. HVÍTUR leikur og vinnur. Með morqunkaffinu Áster... ... nálægð. TM Reg. U.S. Put. 0«. — all ngtUs raserved (c) 1996 Los Angeles Tlmes Syndicate VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Ung börn og kvikmyndahús HERDÍS hringdi og var að velta því fyrir sér hvort það sé hollt fyrir 4 ára börn og yngri að fara á kvikmyndasýn- ingar. Hún upplifði það að foreldrar voru á kvik- myndasýningu með ung börn með sér, á mynd sem var ekki við hæfi barna, og fór hún þá að hugleiða hvort það væri enginn sem hefði eftirlit með því að svo ung börn færu á kvikmyndasýn- ingar. Hún segir að á Norðurlöndunum séu fulltrúar frá barna- verndarnefnd við inn- ganginn sem fylgist með því að ung börn fari ekki á kvikmyndasýningar sem er ekki við þeirra hæfi. Hún vill einnig beina því til foreldra að þeir hugsi sig um áður en þeir fari með svo ung börn í kvikmyndahús. Tapað/fundið Leikfimifatnaður fannst UNGA stúlkan sem tap- aði leikfimifötunum sín- um við Skógarhlíð hringi í síma 552-2618. Veski tapaðist UNG stúlka tapaði pen- ingaveski í Kringlunni föstudaginn 24. janúar. Veskið er svart öðru meg- in og köflótt hinu megin. Skilvís fínnandi vinsam- lega hafið samband í síma 551-3669. Dýrahald Kisa er týnd BRÖNDÓTTUR högni, ársgamall, hvarf að heim- an frá sér frá Hrísateigi laugardaginn 18. janúar. Hann er ekki með ól en svarar nafninu Pippi. Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlega beðnir um að hringja í síma 588-1911. Farsi ,/ t/iftiAöAf/rt f&tgiif öll þessiorðÍEf \/t% bcuU Qsctun? kom/ðeinheerrt skJpan d þau.~" 01995 Farcu» Cartoons/dBl. by Unfvertal F^rass Syndkate Víkveiji skrifar... LEIÐARI blaðsins sl. fimmtudag fjallar um læknisfræðilegar rannsóknir hér á landi, m.a. á áhættuþáttum krabbameins. Þar segir að ísland sé kjörland fyrir rannsóknir af þessu tagi, enda góð- ar faraldsfræðilegar upplýsingar fyrir hendi. Auðvelt sé að rekja ættir manna langt aftur í tímann og sjúkraskrár hafi verið færðar hér lengur en víðast annars staðar. Víkverji fletti tímaritinu Hjarta- vernd nokkru eftir lestur leiðarans. Þar segir dr. Vilmundur Guðnason læknir og erfðafræðingur frá því að rannsakaðar hafi verið 20 ís- lenzkar ættir með arfbundna kól- esterólhækkun í blóði. Sextíu pró- sent af þessum ættum hafa sömu stökkbreytingu. Vísindamönnum lék forvitni á að sjá, hvort rekja mætti þær saman. Síðan segir: „Mynd 10 [skýringarmynd sem greininni fylgdi] sýnir ættrækningu á fjórum ættum sem allar koma saman í einstaklingi sem er fæddur árið 1772 ... Með þessari ættrækn- ingu sjást þeir möguleikar í grein- ingu nýrra sjúklinga útfrá ættar- trénu sjálfu. Þar er unnt með því að fara nokkrar kynslóðir aftur að finna ættleggi sem síðan má kalla í fólk frá til DNA greiningar. DNA greining sem slík gæti því hjálpað okkur til að finna þessa einstakl- inga. En hvers vegna viljum við finna þessa einstaklinga? Jú, vegna þess að í dag er til mjög öflug lyfja- meðferð til að lækka kólesteról í blóði þessara einstaklinga. Þannig má seinka kransæðasjúkdóm og jafnvel koma í veg fyrir að einstakl- ingar fái kransæðastíflu." xxx ORRINN, fjórði mánuður vetrar að fomu tímatali, hefst með bóndadegi, fóstudegi í 13. viku vetrar [24. janúar sl.]. Góan, fímmti vetrar- mánuðurinn, hefst með konudegi, sunnudegi í 18. viku vetrar [23. febr- úar nk.]. Þessir myrku, köldu og veðurhörðu vetrarmánuðir settu mark sitt á fyrri tíðar fólk, lífshætti þess og tungutak. Það talaði um „að þreyja þorrann og góuna“, sem merk- ir að þola örðugleikana þar til ástand- ið batnar. ísland var veglaust og hafnlaust land fram á þessa öld, utan nokkur skipalægi frá náttúrunnar hendi. Opnir árabátar einir til sjósóknar. Öll nútímatækni, rafmagn, hitaveit- ur, sjúkrahús, fjarskipti [útvarp, sjón- varp, sími, o.s.frv.] óþekkt. Húsa- kynni og vinnuaðstaða vægt sagt léleg. Það þarf að setja sig í fótspor genginna kynslóða til að skynja þungann sem fólst í þessum orðum: „að þreyja þorrann og góuna“! ORRINN hefur aðra og mildari ásýnd í augum nútímafólks. Tengslin við fortíðina eru nánast þau ein að snæða þjóðlegan mat, með tilheyrandi drykk og söng. Þannig blótum við þorrann á tækni- og velferðaröld. Formæður okkar og forfeður höfðu sínar aðferðir við að varð- veita matföng vetrarmánuði. Þau hertu físk, reyktu kjöt, súrsuðu kjöt og blóðmör, kæstu hákarl o.s.frv. Þessar hefðir eru í heiðri haldnar á þorra. Það er vel. í huga Víkvetja kemur staka eftir þann orðheppna og góðkunna hagyrðing Helga Sæmundsson: Inni á Nausti aldrei þver ánægjunnar sjóður. Þorramatur þykir mér þjóðlegur og góður. XXX INHVERJAR pempíur eður teprur taka sjálfsagt fyrir nefið með ilmvatnsvættum silki- pjötlum við þorraborðið. Það er þeirra mál. Ekkert er við því að segja þótt matarsmekkur fólks sé mismunandi. Það er á hinn bóginn gott og blessað að varðveita þjóð- legar íslenzkar matarhefðir, eins og reyndar danskar, franskar, kín- verskar o.s.frv. Fjölbreytnin lifi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.