Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 13
MJÓLKURKVÓTI
stækka búin til að lækka fram-
leiðslukostnaðinn," segir Jón.
Hagræðingin út úr greininni
Sveinn Sigurmundsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Suðurlands, segir að vissulega auki
framsal kvóta hagræðingu í mjólk-
urframleiðslu, búin verði stærri og
öflugri, og hátt verð hjálpi mönnum
einnig að losna út úr skuldabaslinu.
„Ég er hins vegar svo upptekinn
af hag landbúnaðarins og þeirra
bænda sem eiga að lifa af þessu
að mér finnst það neikvætt að hag-
ræðingin skili sér ekki til bænda.
Hún fer öll út úr greininni með
kvótakaupum. Og það er alvarlegt
þegar afurðastöðvar stuðla að því,“
segir Sveinn.
Sigurður Rúnar Friðjónsson í
Búðardal segir að kvótakaupin
íþyngi mjög mjólkuriðnaðinum í
heild. „Eins og staðan er orðin finnst
mér ótrúlegt að nokkur ættliða-
skipti verði á jörðum nema greiðslu-
markið sé reiknað á fullu verði, það
er annaðhvort selt í burtu eða við-
takandi jarðarinnar þarf að greiða
það. Það liggja fyrir um það tölur
að helmingur bænda er kominn á
þann aldur að hann muni viija hætta
búskap á næstu árum. Það þýðir
að mjólkurbændur verða innan tíu
ára búnir að fjárfesta 7-10 milljarða
í greiðslumarki. Hvernig er þetta
hægt þegar afkoman er slæm fýrir
og hefur farið versnandi og gerðar
eru kröfur um hagræðingu á öllum
sviðum til að lækka verðið og mæta
aukinni erlendri samkeppni?" segir
Sigurður Rúnar.
Ari Teitsson gengur lengra í þess-
um hugleiðingum, segir að allur
mjólkurkvótinn muni skipta um eig-
endur ef kvótakerfið yrði óbreytt í
þijátíu ár. „Það gerir nýliðun erfiða
og hækkar framleiðslukostnað."
Teiur hann að vaxtakostnaður
vegna fjárbindingar í kvóta sé 6-10
kr. á hvern mjólkurlítra og segir að
fáir geti staðið undir slíkum viðbót-
arkostnaði.
Þrýstingur á kvótakerfið
Ljóst virðist að hækkandi verð á
mjólkurkvóta eykur þrýsting á
kvótakerfið eins og gerst hefur í
öðrum löndum. Þannig var frjálst
framsal afnumið í Svíþjóð 1990 og
verður tekið af í Þýskalandi árið
2000. Astæðan er sú að mönnum
blöskrar kvótaverðið og bændur
geta ekki endurnýjað framleiðslu-
tækin þegar þeir þurfa að greiða
hátt verð fyrir framleiðsluréttinn. í
Þýskalandi á að afnema kvótakerfið
um leið. Ljóst er að íslenskir bænd-
ur og forystumenn þeirra hafa
áhyggjur af ástandinu.
Það er jafnljóst að ekki munu
allir gráta kvótakerfið, verði það
afnumið á næstu árum. Sumir þeirra
sem seldu kvóta sinn á síðasta ári
hafa það jafnvel á bak við eyrað
að hefja aftur framleiðslu ef kvóta-
verð lækkar eða kvótakerfíð verður
afnumið. Aðrir benda á að mikið
átak þurfi til að komast af stað að
nýju og fjósin séu fljótlega tekin
undir hross, geymslur eða annað og
erfitt að koma þeim í stand á ný.
„Það er ekki á vísan að róa með
kvótann. Það er líka óeðlilegt að
markaðnum skuli vera skipt upp á
milli bænda til frambúðar. Þetta
verður að þróast út í samkeppni.
Ef íslenskur mjólkuriðnaður ætlar
að standast samkeppni verður að
taka til hér heima,“ segir Viðar
Steinarsson, bóndi á Kaldbak.
„Ég er sammála því að yfir langan
tíma dragi kvótakerfi úr þróun grein-
arinnar,“ segir Ari Teitsson, formað-
ur Bændasamtakanna. Hann bendir
þó á að í flestum nálægum löndum
sé kvótakerfi notað til að stýra mjólk-
urframleiðslunni. Þar telji menn það
nauðsynlegt til að ekki yfirfyllist allt
af mjólk vegna stöðugra framfara
við kúabúskapinn. Það sama gildi
hér. Bendir formaðurinn á að mjólk-
urframleiðslan hér hafi verið komin
upp í 120 þúsund lítra fyrir nokkrum
árum, 20 milljón lítrum yfir innan-
landsmarkað, og hún myndi fljótlega
fara í sama farið ef kvótinn yrði
afnuminn.
Mjólkurkvóti í janúar 1997 og tilflutningur kvóta undanfarin þrjú verðlagsár
Meðalstærð búa í mjólkurkvóta, þús. lítra svæði 1988 -89 jan. 1997 Breyt. (%)
Eyjafjarðarsýsla 90 108 20,0
Skagafjarðarsýsla 67 94 40,3
Árnessýsla 76 90 18,4
Gullbr.- og Kjósarsýsla 58 84 44,8
Rangárvallasýsla 68 83 22,1
Borgarfjarðarsýsla 68 81 19,1
S-Þingeyjarsýsla 65 80 23,1
A-Húnavatnssýsla 63 73 15,9
N-Þingeyjarsýsla 70 73 4,3
N-Múlasýsla 53 72 35,8
Mýrasýsla 59 69 16,9
Dalasýslasýsla 40 68 70,0
V-Húnavatnssýsla 52 66 26,9 ^
Snæf- og Hnappadalss. 55 65 18,2
S-Múlasýsla 39 65 66,7
A-Skaftafellssýsla 43 64 48,8
Barðastrandarsýslur 37 59 59,5
ísafjarðarsýslur 41 55 34,1
Strandasýsla 38 54 42,1
V-Skaftafellssýsla 44 54 22,7
Meðalbú 64 82 28,1
Fjöldi búa svæði 1988 -89 jan. 1997 Breyt. (%)
Árnessýsla 263 215 -18,3
Rangárvallasýsla 207 165 -20,3
Eyjafjarðarsýsla 196 154 -21,4
S-Þingeyjarsýsla 143 115 -19,6
Skagafjarðarsýsla 124 95 -23,4
Borgarfjarðarsýsla 81 64 -21,0
V-Skaftafellssýsla 81 63 -22,2
Mýrasýsla 72 59 -18,1
A-Húnavatnssýsla 64 56 -12,5
Snæf.- og Hnappadals. 59 48 -18,6
S-Múlasýsla 68 38 -44,1
V-Húnavatnssýsla 48 35 -27,1
Barðastrandarsýslur 41 26 -36,6
N-Múlasýsla 36 26 -27,8
Dalasýslasýsla 42 24 -42,9
ísafjarðarsýslur 40 24 -40,0
A-Skaftafellssýsla 38 23 -39,5
Gullbr.- og Kjósarsýsla 28 16 -42,9
N-Þingeyjarsýsla 5 4 -20,0
Strandasýsla 4 2 -50,0
Samtals 1640 1252 -23,7
Keyptur mjólkurkvóti
umfram seldan
verðlagsárin 1994/95,
1995/96 og 1996/97
(þús. lítrar)
ísafjarðarsýslur
Brúttótölur í
kvótaviðskiptum 1992-1997
5,0-----milljónir lítra
20
milliónir
10 ) V lítra
ssýsla (7)
Mjólkurkvóti einstakra svæða
4,0
3,0
2,0
1,0
0,0
1992 1993 1994 1995 1996
/93 /94 /95 /96 /97
Fjöldi nautgripa 1988-95
80-mr~
60 þús. griplr------------------------------------------
50 .....fi-------------- -------------J.
1992 1993 1994 1995 1996
/93 /94 /95 /96 /97
Nautgripir alls
Þar af mjólkurkýr
1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995
| MbL/CÓI