Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 19
ERLENT
Reuter
PETAR Stoyanov (t.h.), forseti Búlgaríu, afhendir Nikolai Dobrev, innanrikisráðherra sósíalista,
umboð til stjórnarmyndunar. Fjær eru aðrir frammámenn í Sósíalistaflokknum en þeir höfnuðu
tilmælum forsetans um kosningar og vilja mynda nýja stjórn.
Áskoranir Búlgaríuforseta virtar að vettugi
Sósíalistar mynda stjóm
Sofiu. Reuter.
TALSMENN sósíalista í Búlgaríu,
arftaka kommúnista, tilkynntu í
gær, að þeir ætluðu að mynda nýja
stjórn í landinu. Með því höfnuðu
þeir um leið þeirri áskorun Petars
Stoyanovs forseta, að orðið yrði við
kröfum stjórnarandstöðunnar um
nýjar kosningar.
Nikolai Dobrev, innanríkisráð-
herra og forsætisráðherraefni sós-
íalista, kvaðst hafa samúð með því
fólki, sem daglega efndi til mót-
mæla gegn stjórnvöldum, en sagði
stefnt að myndun óháðrar sérfræð-
ingastjórnar. Yrði það verkefni
hennar að ráða bót á efnahagsöng-
þveitinu.
Stoyanov, sem tók við embætti
í síðustu viku, reyndi að miðla
málum milli stjórnarandstöðunnar
og sósíalista en án árangurs. Sam-
kvæmt stjórnarskránni var hann
hins vegar nauðbeygður til að fela
sósíalistum, stærsta þingflokknum,
að mynda stjórn en í fyrradag skor-
aði hann á þá að hafna umboðinu
og boða til kosninga.
Hóta verkföllum
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar
hafa hótað að efna til mótmæla og
verkfalla um landið allt myndi sós-
íalistar stjórn en hún yrði sú níunda
frá því einsflokksræðið var afnum-
ið 1989. Sósíalistar hafa þó lofað
að efna til kosninga í desember
nk., ári áður en til stóð.
Dobrev verður að leggja ráð-
herralistann fyrir þingið innan viku
en stjómarandstaðan bindur nokkr-
ar vonir við liðhlaupa úr stjórnar-
flokknum, sem hefur annars 125
þingmenn af 240.
Óttast átök
Heita má, að efnahagslífið í
Búlgaríu sé í rúst og hefur ástand-
inu í landinu og stjórn sósíalista
verið mótmælt daglega á götum
úti að undanförnu. Nú hafa ungl-
iðasamtök sósíalista ákveðið að
mótmæla stjórnarandstöðunni og
efna til fundar fyrir framan aðal-
stöðvar Sambands lýðræðisflokka
á föstudag og telja sumir, að það
vaki fyrir þeim að koma af stað
átökum.
Banameim Bikos
gefa sig fram
Fara fram á sakaruppgjöf
hjá sáttanefndinni
Port Elizabeth. Reuter.
SUÐUR-afrískir lög-
reglumenn hafa játað
að hafa myrt blökku-
mannaleiðtogann
Steve Biko fyrir 20
áram en dauði hans
átti mikinn þátt í að
snúa heimsbyggðinni
gegn Suður-Afríku-
stjóm og aðskilnaðar-
stefnu hennar.
Alex Boraine, vara-
formaður svokallaðrar
sannleiks- og sátta-
nefndar, sagði, að fyrr-
verandi starfsmenn ör-
yggislögreglunnar
hefðu viðurkennt að
hafa ráðist á og myrt Stephen
Bantu Biko í september 1977.
Sagði hann, að lögreglumennirnir
hefðu farið fram á uppgjöf saka
fyrir nefndinni.
Biko var frammámaður í rétt-
indabaráttu blökkumanna en lést
af völdum höfuðmeiðsla í fangelsi
í Port Elizabeth. Hafði hann þá
verið mánuð í gæsluvarðhaldi. Eft-
ir það var víða litið á hann sem
píslarvott í baráttunni gegn að-
skilnaðarstefnunni, jafnt utanlands
sem innan.
Ættingjarnir ósáttir
Margir hafa orðið til að gagn-
rýna sakarappgjöf sáttanefndar-
innar en Boraine sagði, að vegna
hennar væri nú ljóst hvernig dauða
Bikos bar að höndum. Ættingjar
Bikos eru þó ekki sáttir við, að
banamönnum hans
verði gefnar upp sakir
og ekkja hans höfðaði
mál á hendur ríkinu í
fyrra til að fá lögin um
sáttanefndina ógilt.
Hún tapaði því. Það
eru ijórir fyrrverandi
lögreglumenn, sem
hafa gefið sig fram í
Biko-málinu, og sá
fímmti hefur haft sam-
band.
Fram kemur, * að
Biko hafí verið mis-
þyrmt við yfírheyrslu
í Port Elizabeth og síð-
an verið fluttur nakinn
og hlekkjaður 1.200 km leið til
Pretoríu þar sem hann lést síðar í
fangaklefa. Þótt líkami hans bæri
barsmíðunum vott, þá komst rann-
sóknarnefnd að þeirri niðurstöðu,
að enginn væri ábyrgur. í fyrstu
var raunar sagt, að hann hefði
svelt sig til bana en síðan, að hann
hefði tryllst við yfírheyrslu og
hlaupið með höfuðið á vegg.
-kjami málsins!
Steve Biko
Sljörnu-
spákonan
Jeane Dix-
on látin
Washington. Reuter.
STJÖRNUSPÁKONAN Jeane
L. Dixon, sem varð heimsfræg
fyrir að spá um örlög stjórn-
málamanna og kvikmynda-
stjarna, lést af hjartaáfalli á
laugardag. Hún var 79 ára
gömul.
Dixon var dóttir þýskra inn-
flytjenda. Hún varð fyrst fræg
þegar hún sagði til um það
að John F. Kennedy Banda-
ríkjaforseti mundi deyja í
embætti, þótt hún nefndi hann
ekki á nafn.
Árið 1956 skrifaði hún
grein í tímaritið Parade að
ungur maður með blá augu
og þykkt og mikið hár yrði
kjörinn forseti árið 1960 og
mundi láta lífið í embætti árið
1963.
Hún sagði síðar að í grein-
inni hefði staðið að umræddur
forseti yrði myrtur, en ritstjór-
ar tímaritsins tóku það út úr
greininni.
Fleiri spár Dixon rættust.
Hún spáði því að kommúnistar
kæmust til valda árið 1944
og árið 1949 sagði hún að
Richard M. Nixon yrði ein-
hvem tíma forseti. Hún sagði
árið 1977 að kjarnakona
mundi setjast í valdastól á
Bretlandi sem „nýr Churchill".
Tveimur árum síðar varð
Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra.
Dálkur hennar var birtur í
rúmlega 800 dagblöðum um
allan heim þegar hún lést.
Tveir góðir í
SUZUKIVITARA JLX, 5-dyra: aðeins
1.940.000 KR.
BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins
IBALENO WAGON 4WD
SUZUKI
AFL OG
ÖRYGGI
Prufukeyrðu Suzuki í dag.
Taktu nokkrar beygjur, finndu þcegilegan gír.
Mjúkur og léttur - eins og akstur á ao vera.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf.
Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50.