Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Vondur draumur Davids Lynch ► „DAVID Laurant er dauð- ur.“ Þannig hefst og endar nýjasta kvikmynd Davids Lynch „Lost Highway" sem hefur verið lýst eins og vond- um draumi. Fred Madison, sem leikinn er af Bill Pullman, heyrir þessi orð í kuldalegu húsi sem hann deilir með eigin- konu sinni Renee, sem leikin er af Patriciu Arquette. Brátt kemur í ljós að hann segir þau líka. Allt sem á sér stað á milli þessara setninga gæti verið draumur eins og draumur Kyle MacLachlans eftir að hann lít- ur í afskorna eyrað í Blue Velvet. Þetta er þá mjög vond- ur draumur fullur af nístandi kynferðislegri tortryggni. Draumur um að elska ein- hvern sem er í kynferðis- legu sam- bandi við ein- hvern annan. Ekki góð til- hugsun það. Lynch fer sjaldnast troðnar slóð- ir í vali á við- fangsefnum eða efnistökum og gildir hið sama um „Lost Highway" og fyrri myndir hans „Twin Pe- aks“, „The Elephant Man“, „Blue Velvet", „Wild At Heart“, að ekki sé talað um „Erasurehead" frá 1978. Patricia Arqu- ette í rayndinni „Lost Hig- hway“. VELDU GÆÐI-VELDU DISNEY Morgunblaðið/Kristinn UNDIRBÚNINGSFUNDUR með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í Stjórnarráðinu. Tvær gamlar frænk- ur í heimsókn INGÓLFUR Margeirsson og Árni Þórarinsson urðu fasta- gestir á heimilum lands- manna með útvarpsþáttunum Þriðji maðurinn. Nú hafa þeir skipt um vettvang og stjórna spjallþátt- unum Á elleftu stundu í Sjónvarp- inu. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, verður gestur þeirra í kvöld. Til að byrja með leikur blaða- manni forvitni á að vita hvort allir séu jafnjákvæðir á að koma fram í þættinum. „Yfírleitt er okkur tekið mjög vel,“ segir Ingólfur. „Það heyrir til undantekninga að einhver vilji ekki koma.“ Hann verður hugsi og bæt- ir við: „Kannski erum við orðnir svona tannlausir." „Enda er ekkert að óttast. Við erum eins og tvær gamlar frænkur í heimsókn," segir Árni og hlær. „Að vísu báðar dálítið skeggjaðar." Gullfiskarnir Séra Jón Undirbúningur fyrir hvern þátt hefst alla jafna á fimmtudögum þegar ákvörðun er tekin um hvaða viðmælendur komi fram í þættinum. Síðan er haldinn fundur með við- komandi á föstudögum, farið yfir myndainnskot og efnistök. Jón Egill Bergþórsson upptöku- stjóri, Ragnhildur Ásvaldsdóttir skrifta, og Jón Ólafsson, sem er allt í senn undirleikari, þátttakandi og tónlistarstjóri, hittast svo á fundi á mánudögum ásamt Ingólfi og Árna. „Ekki má gleyma gullfiskunum," segir Ingólfur. „Þeir heita báðir Séra Jón og annar þeirra er hluti af sviðsmyndinni á hverjum mið- vikudegi. Við höfum ekki hugmynd um hvor er valinn í hvert skipti, en ef svo óheppilega vildi til að annar dæi er hinn staðgengill." Á fundinum er farið yfir stöðuna fyrir hvern þátt. Síðan vinnur hver í sínu horni þar til þættirnir eru teknir upp á miðvikudögum. Myndir úr eigin lífi Ekki er aðeins farið í myndasafn Sjónvarpsins eftir gömlu efni heldur fá viðmælendur stundum upptöku- vél í hendurnar og eru beðnir um að taka mynd um eitthvað úr þeirra eigin lífí. „Vonandi getur Davíð tekið slíka mynd fyrir næsta þátt,“ segir Ingólfur. „Það kemur ekki í ljós fyrr en á morgun [í kvöld].“ Að svo komnu máli spyr blaða- maður hver munurinn sé á því að stjóma Þriðja manninum, umræðu- þætti í útvarpi, og þættinum Á ell- eftu stundu. „Þetta er náttúrlega í sjónvarpi," segir Ingólfur. „Merkilegt nokk,“ bætir Árni við. „Við getum þess vegna notað myndlausnir til að bijóta þáttinn upp,“ heldur Ingólfur áfram. „Áður notuðum við tónlist. Það sem háir okkur er að við höfum helmingi minni tíma.“ Rólegur og afslappaður tónn „Ég vil að það komi fram að þetta áttu alltaf að vera ólíkir þætt- ir,“ segir Árni. „Á elleftu stundu er meira á léttu nótunum. Stemmn- ingin er nokkurn veginn eins og á heimilum fólks á elleftu stundu á kvöldin. Það er rólegur og afslapp- aður tónn.“ „Þá kemur fólk saman eftir lang- an vinnudag og opnar sig um sig sjálft og aðra,“ segir Ingólfur. Ennfremur að þeir geti komið með óvæntar samsetningar á við- mælendum, t.d. Hallgrím Helgason og Lindu Pétursdóttur. Þar hafi ekki blasað við af hverju þau hafi verið valin saman, en svo hafi kom- ið á daginn að þau hafi átt ýmis- legt sameiginlegt. Þeir segja þáttinn hafa fengið ánægjulegar viðtökur. „Við höfum fengið nokkra pústra líka, en al- mennt hafa viðbrögðin verið góð,“ segir Ingólfur. „Já, og öll óverð- skulduð," slær Árni fram. „Áttu við pústrana?" spyr Ingólfur undrandi. „Hvort tveggja," svarar Árni í vé- fréttarstíl. Kunna að baka kökur Þannig ganga samræðurnar fyrir sig og klára sig sjálfar án afskipta blaðamanns. En kemur aldrei upp ósætti þegar samstarfið verður svo náið? „Samvinna okkar hefur staðið í svo mörg ljósár að við höfum sömu grundvallarviðhorf til blaða- mennsku," segir Ingólfur. „Við er- um samt báðir með skoðanir og ræðum hitt og þetta en allt í mesta bróðerni. Við erum orðnir svo of- þroskaðir menn.“ „Ef tvær frænkur hafa búið lengi saman kemur að því að þær pirrast út í ibúðina sem þær búa í,“ segir Árni spekingslega. „Jafnvel út í myndirnar á veggjunum — og hveij- ir koma í heimsókn," bætir Ingólfur við. „En þær kunna að baka kökur og reiða fram,“ segir Árni. I þessum orðum töluðum gengur Jón Egill inn í herbergið og Ingólf- ur segir við blaðamann: „Af hveiju spyrðu ekki Jón Egil hvernig það sé að vinna með þessum mönnum?" Þegar Jón Egill staðnæmist ekki heldur gengur út aftur bætir hann við: „Jæja, þá er komið svar við því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.