Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Stjórn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík Hefur áhyggjur af Grundartanga MJÓLKURSAMSALAN í Reykja- vík skorar á stjórnvöld að hvika í engu frá ýtrustu kröfum um meng- unarvarnir og forðast eins og frek- ast er unnt að velja stóriðjufram- kvæmdum stað innan gjöfulla land- búnaðarhéraða. í kjölfar þeirrar umræðu sem Sími 555-1500 Höfum kaupanda að 200—250 fm einbhúsi á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Engin skipti. Sumarbústaður Til sölu góður ca 50 fm sumarbústað- ur í landi Jarðlangsstaða ( Borgarfirði. Eignarland hálfur hektari. Verð: Til- boð. Kópavogur Digranesheiði Gott ca 120 fm einbýli auk ca 35 fm bilskúrs á þessum vinsaela stað. Áhv. húsbr. ca 2,4 millj. Verð 11,5 millj. Garðabær Hlíðarbyggð Til sölu ca. 200 fm endaraðhús. Verð 11,5. Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 30 fm bíl- sk. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti möguleg á 3ja herb. íb. Reykjavík Baughús Glæsileg ca 90 fm 3ja herb. Ib. I tvlb. með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj. húsbréf. Verð 8,5 millj. Skipholt Góð ósamþ. einstaklíb. ca 48 fm í fjölb. Verð 2,7 millj. Hafnarfjörður Gunnarssund Til sölu er góð 3ja herb. ib. á jarðh. Breiðvangur Mjög góð 5 herb. ca 112 fm íb. á 2. hæð. Laus fljótl. Verð 8,4 millj. Álfaskeið Einbýlishús á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Ath. skipti á lítilli íb. Reykjavíkurvegur Glæsileg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Lítið áhv. Verð 4,3 millj. Atvinnuhúsnæði Arnarnesvogur Til sölu ca 1000 fm atv.húsn. Góð lofthæð. Vantar eignir á skrá Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. orðið hefur um staðsetningu og mengunarvarnarbúnað fyrirhug- aðrar álverksmiðju á Grundartanga tekur Mjólkursamsalan undir áhyggjur bænda og annarra íbúa á nærliggjandi svæðum, „og minnir á að hreinleiki íslenskrar náttúru er sterkasta vopn landbúnaðar og ferðaþjónustu landsmanna," segir í ályktun stjórnar Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík. Þá segir að rannsóknir staðfesti að aðskotaefni i íslenskri mjólk séu í algjöru lágmarki en í svipuðum rannsóknum erlendis megi sjá bein tengsl milli hreinleika mjólkur og nálægðar landbúnaðarhéraða við mengandi verksmiðjurekstur. „Islendingar hafa sjálfdæmi í varðveislu náttúrunnar og í þeim efnum geta landsmenn með stöð- ugri árvekni lagt grunn að afdrátt- arlausri sérstöðu meðal þjóða heims," segir ennfremur. Þá segir að á komandi árum muni íslenskur landbúnaður taka þátt í harðvítugri alþjóðlegri samkeppni. „A því sviði munu hreinleiki og gæði framleiðsl- unnar verða helstu haldreipi okkar og hvort heldur sem litið er til mat- vælaútflutnings eða ferðaþjónustu er ljóst að það eru sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar allrar að standa öflugan vörð um þá auðlind sem óspillt náttúra landsins er.“ ----------------- Hálfs vinn- ings forysta Þrastar EFTIR sjö umferðir af ellefu á Skákþingi Reykjavíkur er Þröstur Þórhallsson með hálfs vinnings for- ystu á Braga Þorfinnsson. í sjöundu umferðinni vann Þröstur sigur á Sævari Bjarnasyni og Bragi vann Björgvin Víglundsson. Þröstur er með 6 'h vinning og Bragi með 6 vinninga. í 3.-4. sæti eru Tómas Björnsson og Jón G. Viðarsson með 5 'h vinn- ing. Tómas vann Viktor Gunnars- son í fyrrakvöld og Jón G. Viðars- son vann Harald Baldursson. Átta kepjiendur eru með 5 vinninga. Áttunda umferðin verður tefld í kvöld, miðvikudag, frá klukkan 19.30-24 og er teflt í félagsheimili TR að Faxafeni 12. FOSSVOGUR - BÍLSKÚR Falleg 4ra herb íb. á 1 .hæð ásamt góðum bílskúr á fallegum útsýnisstað í Fossvogi. Stórar suðursvalir, nýlegt gler. Hús nýmálað að utan. í toppstandi. Verð 9,5 millj. Valhöll, fasteignasala, sími 588 4477. Seljaland - Fossvogi - 4ra herb. íbúð með bílskúr Vorum að fá í sölu góða 4ra herb. íbúð í 2ja hæða fjölbýli. íbúðin skiptist í góða stofu mót suðri, 3 svefnherb., eldhús og bað. Suðursvalir. Góð sameign. Rúmgóður bílskúr með geymslulofti fylgir. Raðhús við miðborgina Skemmtilegt hús á tveimur hæðum í næsta nágrenni við miðborgina. Húsnæðið er alls um 133 fm og skiptist í stóra stofu, 3 svefnherb. og sjónvarpshol m.m. Parket. Nýleg eldhúsinnr. Glæsilegt útsýni. Eignasalan símar: 551 9540 og 551 9191. FRÉTTIR Samkeppnisráð um kaup Flugleiða á hlut í Ferðaskrifstofu Islands Skilyrði sett við yfirtökuimi Flugleiðir hafa tilkynnt Samkeppnisstofn- un að félagið hyggist kaupa allt hlutafé í * * Ferðaskrífstofu Islands. Aður hafði félagið keypt þríðjung hlutafjár í fyrírtækinu. Samkeppnisráð hefur sett Flugleiðum skil- yrði fyrír kaupunum enda telur ráðið að þau feli í sér yfirtöku á Ferðaskrifstofu * Islands. FLUGLEIÐIR £SS FERÐASKRi Í! IFSTOFAvl SLANDS 1 fb ISAMKEPPNISLÖGUM segir að telji samkeppnisráð að yf- irtaka fyritækis á öðru fyrir- tæki leiði til markaðsyfirráða þess, dragi verulega úr samkeppni og sé andstæð markmiðum sam- keppnislaga, geti ráðið ógilt yfir- töku eða sett henni skilyrði. Guð- mundur Sigurðsson, yfirlögfræð- ingur hjá Samkeppnisstofnun, segir að ekki hafí verið talin ástæða til þess að ógilda yfírtökuna en nauð- synlegt að setja henni skilyrði. í framhaldi af því hefðu hafist við- ræður við fulltrúa Flugleiða sem leiddi tii eftirfarandi niðurstöðu. Níu skilyrði Skilyrðin sem Flugleiðum eru sett eru í níu liðum. 1. Þrátt fyrir yfirtöku Flugleiða hf. á Ferðaskrifstofu íslands skal Ferðaskrifstofan starfa áfram sem sjálfstætt fyrirtæki sem verði óháð Flugleiðum í daglegum rekstri.^ 2. í stjórn Ferðaskrifstofu ís- lands hf. skulu ekki sitja stjórnar- menn eða starfsmenn annarra ferðaskrifstofa sem Flugieiðir eða dótturfélög Flugleiða eiga hlut í. 3. Flugleiðum hf. er óheimilt að færa einstaka starfsþætti Ferða- skrifstofu íslands til Flugleiða hf. sjálfra, dótturfélaga Flugleiða eða félaga sem Flugleiðir hafa virk yfir- ráð í. Með þessu er t.d. átt við sölu og skipulagningu á ferðum, skipu- lagningu á ráðstefnum eða rekstur hótela. Um skilgreiningu á hugtak- inu virk yfirráð vísast til 4. gr. samkeppnislaga. Skilyrði þetta má taka til endurskoðunar komi um það ósk frá Flugleiðum hf. 4. ÖIl viðskipti milii Flugleiða og Ferðaskrifstofu íslands verði eins og viðskipti miili óskyldra aðiia. 5. Flugleiðum er óheimiit að veita Ferðaskrifstofu íslands mik- ilvægar viðskiptalegar upplýsingar sem nýst geta Ferðaskrifstofunni og keppinautum hennar í dagleg- um rekstri nema keppninautum standi sömu upplýsingar til boða. Með mikilvægum viðskiptalegum upplýsingum er t.d. átt við: Upplýs- ingar sem Flugleiðir afla eða fá vegna viðskipta við keppinauta Ferðaskrifstofunnar, áform um nýjungar í starfsemi Flugleiða, fyr- irspurnir og/eða beiðnir til Flug- leiða sem leitt geta til umfangsmik- illa viðskipta í sölu og skipulagn- ingu á ferðum og skipulagningu á ráðstefnum eða rekstri hótela. 6. Keppinautum Ferðaskrifstofu íslands á íslandi í sölu og skipu- lagningu á ferðum, ráðstefnum eða rekstri hótela skulu tryggð sam- bærileg viðskiptakjör og dótturfé- lög Flugleiða njóta hjá Flugleiðum og lúta að umræddum rekstri. Öll frávik í viðskiptakjörum verða að byggjast á hlutlægum og málefna- legum ástæðum, s.s. umfangi við- skiptanna. 7. Keppinautum Ferðaskrifstofu íslands skulu tryggð sambærileg viðskiptakjör og hún nýtur í við- skiptum við Edduhótelin og önnur hótel sem kunna að vera í rekstri Ferðaskrifstofunnar. Öll frávik verða að byggjast á hlutlægum og málefnalegum ástæðum, s.s. um- fangi viðskiptanna. 8. Keppninautar Ferðaskrifstofu Islands á hótelmarkaði hafi sam- bærilegan aðgang að kynningar- starfi á söluskrifstofum Flugleiða hf. og Ferðaskrifstofan hefur. Öll frávik verða að byggjast á hlutlæg- um og málefnalegum ástæðum. 9. Flugleiðir hf. skulu tilkynna Samkeppnisstofnun um kaup fé- lagsins á hlutum í fyrirtækjum í ferðaþjónustu á ísiandi. Ennfremur skal tilkynna Samkeppnisstofnun verði fyrirtæki í ferðaþjónustu á íslandi sem Flugleiðir eða dótturfé- lög eiga meirihluta í, sameinuð að hluta eða öllu leyti. Keppinautar annist sjálfir eftirlit Guðmundur Sigurðsson segir að gert sé ráð fyrir því að keppinautar Ferðaskrifstofunnar hafi sjálfir eftirlit með því að þessum skilyrð- um sé fulinægt. „Við ætlum ekki að hafa nefið ofan í öllum störfum Flugieiða. Með þessari ákvörðun eru þessi skilyrði birt og þar með vita keppinautarnir hvernig við- skiptin eiga að eiga sér stað. Ef þeir telja sig hafa rökstuddan grun um að þeir njóti annarra kjara en Ferðaskrifstofa íslands er það þeirra hlutverk að kvarta undan því við okkur. Við myndum í fram- haldinu leita upplýsinga og rann- saka tilefni kvörtunarinnar,“ sagði Guðmundur. Guðmundur segir að eignaraðild Flugleiða að ferðaskrifstofunni Úrval/Útsýn hafi ekki verið skoðuð í tengslum við þessa afgreiðslu. Sú eignaraðild hafi komið til áður en samkeppnislög tóku gildi og lögin nái ekki yfír það að öðru leyti en því sem snúi að sama markaði og Ferðaskrifstofa íslands starfar á. Markmiðið að styrkja íslenska ferðaþjónustu á alþjóðamarkaði Einar Sigurðsson, aðstoðarmað- ur forstjóra Fiugleiða, segir að Flugleiðir hafi keypt þriðjung hlut- afjár í Ferðaskrifstofu Islands og hafi kauprétt að afgangnum og hyggist nýta sér hann á þessu ári. „Það er gengið út frá því í þessum úrskurði samkeppnisráðs. Við tryggðum okkur þriðjung í fyrir- tækinu og tilkynntum síðan sam- keppnisráði að við hyggðumst nýta okkur kauprétt að afgangnum," sagði Einar. Hann segir að markmið Flug- leiða með kaupunum séu einkum þau að styrkja Ferðaskrifstofu ís- lands í því verkefni að standa að uppbyggingu hótela á landsbyggð- inni. Flugleiðir telji það mikilvægt en jafnframt fjárfrekt verkefni sem nauðsynlegt sé að fjársterkur aðili komi að. Meginmarkmiðið sé hins vegar að styrkja íslensku ferða- þjónustuna á alþjóðamarkaði í samkeppni um ferðamenn. „Þau skilyrði sem sett eru af hálfu samkeppnisráðs snerta í raun og veru ekki þessa tvo þætti. Þau miða aðallega að því að sam- keppnisstaðan innanlands milli fyrirtækja sem þjóna erlendum ferðamönnum raskist ekki. Við getum vel unað við þau skilyrði og teljum að það sé síður en svo akkur að því fyrir Flugleiðir að dragi úr þeirri samkeppni,“ sagði Einar. Þau verkefni sem Flugleiðir hyggst takast á við er bygging fleiri heilsárshótela úti á lands- byggðinni og að styrkja þá hótel- aðstöðu sem hefur verið í skólum, þ.e. Edduhótelin. „Kröfur erlendra ferðamanna um þjónustu eru að aukast. Á heimavistunum er víðast hvar ekki salernisaðstaða á herbergjum og þarna er stórt verkefni að gera þessa aðstöðu markaðshæfa því hún á í vök að verjast. Við erum að keppa við ferðaþjónustuna í Noregi og íriandi og ef okkar upp- bygging er ekki nógu góð förum við halloka fyrir öðrum," sagði Einar. Markaðshlutdeiid Ferðaskrif- stofu íslands í hótelstarfseminni úti á landi mæld í gistinóttum er 16,2%. Nálægt 30 hluthafar eiga í Ferðaskrifstofu íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.