Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 25 AÐSENDAR GREINAR Framhaldsskóli fyrir alla? SAMKVÆMT rannsókn Félags- vísindastofnunar Háskóla Islands (1992) um námsferil nemenda í framhaldsskólum á íslandi, lýkur aðeins um helmingur íslenskra ungmenna á aldrinum 16-18 ára einhverju skilgreindu námi á fyrstu 6 árum eftir grunnskóla. Könnunin leiddi líka í ljós að 13% af árgangi ungmenna fædd 1969 hófu ekki nám í framhaldsskóla. Rúmlega 31% af þeim sem byrjar nám í framhaldsskóla hefur ekki iokið neinu formlegu námi 6 árum seinna. Þessi hópur, tæplega 1.300 nemendur, hefur hætt í framhalds- skóla án þess að ljúka því sem hann byrjaði á. Þessir nemendur hafa í byrjun sett sér markmið með sínu námi, þeir völdu sér skóla og námsbrautir sem stóðu næst þeirra áhuga, og/eða þeirra búsetu, en náðu ekki settu marki. Er hægt að hugsa sér verri byrjun á ævi- starfi en væntingar og markmið sem verða að engu? í könnun sem undirritaður gerði í framhaldsskólum á íslandi (1996) kemur fram að á 3 ára tímabili (1993-1995) hættu að meðaltaii tæp 28% nemenda i framhaldsskól- um á hverju ári án þess að útskrif- ast með formleg námslok. (2) Hlut- fall nema sem hættu á fyrrnefndu þriggja ára tímabili er mjög breyti- legt á milli skóla, lægst er það 5% af heildar nemendafjölda, en hæst allt að 58% af nemum á fyrsta ári. Astandið hefur því lítið breyst síðan árið 1987 þegar skýrsla frá OECD leiddi í ljós að brottfall úr íslenskum framhaldsskólum væri um 40%. (3) Af þessum tölum má ljóst vera að verulega skortir á að íslenskir framhaldsskólar séu sniðnir að þörfum nemenda. Nem- endur hætta auðvitað námi af ýms- um ástæðum en aðeins 18% þeirra nemenda sem hættu nefndu pen- ingaleysi sem aðalástæðu, en um helmingur nefndi að námið hefði ekki höfðað til þeirra. (4) Nærri 80% brottfallsnemenda höfðu áhuga á frekara námi. (4) Hluti af þessum nemendum skilar sér hugsanlega aftur í skólana síðar á ævinni. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu byijuðu yfir 85% ungmenna í framhalds- skóla 1995. íslenski framhaldsskól- inn þarf að taka tillit til alls þessa hóps. íslenskt samfé- lag getur ekki sætt sig við að skólarnir haldi áfram að tapa þriðj- ungi viðskiptavina sinna með litla eða enga menntun útá vinnumarkaðinn þar sem sýnt er að mennt- un skiptir máli til þess að fá vinnu. Á framhaldsskólinn að vera fyrir alla? Á síðustu árum hef- ur orðið mikil vakning í Evrópu fyrir nauðsyn þess að fleiri nemend- ur á aldrinum 16-20 ára ljúki einhverju skilgreindu námi í framhaldsskóla. Bæði í Noregi og í Danmörku, hafa verið samþykkt ný lög um þetta skóla- Aðeins þriðjungur nemenda, segir Baldur Gíslason, fer í háskólanám að loknu stúdentsprófi. stig sem byggjast á því að allir nemendur fá kennslu við sitt hæfi.(5) í þessum löndum er það talið þjóðhagslega mikilvægt að nemendur mennti sig til a.m.k. 19 ára aldurs. í könnun undirritaðs (1996) á brottfalli úr framhaldsskólum á íslandi kom fram að í þremur skól- um sem höfðu mesta brotfallið, hurfu 47% nemenda frá námi án þess að ljúka skilgreindum braut- um. Á hinn bóginn var aðeins 7% brottfall úr þeim þrem skólum sem lægst brottfall höfðu. Samkvæmt þessari sömu könnun er brottfallið mest í þeim skólum sem hafa ein- hæft námsframboð og bekkjakerfi. íslenskir framhaldsskólar verða að fara að taka mið af því að aðeins þriðjungur nemenda sem lýkur stúdentsprófi fer í háskólanám, en námsframboð framhaldsskólanna virðist vera miðað við að allir eigi þangað að fara. Nemendur koma í framhalds- skólann með misgóðan undirbún- ing. Félagslegar aðstæður, vænt- ingar foreldra, fyrra nám og fleira ræður þar miklu um. Fram- haldsskólinn þarf því að vera í stakk búinn til að mæta nemandan- um þar sem hann er staddur, með fjöl- breytilegu námsfram- boði, kennsluaðferðum og þjónustu. í stórum nemendahópi geta ver- ið fleiri þættir sem aðgreina nemendur heldur en það sem er sameiginlegt með ein- staklingunum. Þeir sem starfa að skóla- málum, bæði skóla- stjórnendur, menntamálaráðuneyt- ið svo og starfsfólk skóla, þurfa að tileinka sér nýja hugsun í skóla- starfi, hugsun sem snýst um að sinna þörfum allra nemenda sem innritast í skólana, hugsun sem byggist á því að hver einstaklingur er sérstakur og að þjóðfélagið þarf á menntun sérhvers einstaklings að halda. Þegar skólayfirvöld hafa samþykkt nemendur í skólann, á það að verða keppikefli skólanna að sinna sérhveijum einstaklingi í samræmi við þarfir hans og hæfi- leika. Skólar eru í þjónustu fyrir samfélagið og hafa því þær skyldur að styðja við alla sína nemendur. Hér er ekki átt við að kröfur í skóla- starfi verði minnkaðar, heldur að hæfileikar hvers og eins nýtist sem best. Framhaldsskólar á íslandi verða að setja sér það markmið að draga úr brottfalli, að tryggja öllum nem- endum nám við hæfi, og að enginn nemandi yfirgefi framhaldsskólann nema hafa lokið einhveiju skil- greindu námi, stuttu eða löngu. Með því hækkar menntunarstig þjóðarinnar sem mun skila sér í betra þjóðfélagi. Skólarnir eru nú að mennta fólk fyrir 21. öldina. Viðmið sem að miklu leyti urðu til á fyrrihluta þessarar aldar eiga ekki lengur við. Ef við tökum ekki til hendinni gæti farið fyrir íslensk- um framhaldsskólum eins og fór fyrir Svisslendingum þegar þeir neituðu að trúa því að tími úra með stálíjöður væri liðinn. Höfundur er kennslustjóri í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Baldur Gíslason Yetrarferðir á byggðafjöll GAMAN er að ganga á fjöll að vetrarlagi í nágrenni við heima- byggðina. Það gera hundruð manna um hveija helgi víða á iandinu, flestir í ná- grenni Reykjavíkur. Esjan, Vífilsfell, Heng- ill og Helgafell eru meðal vinsælustu flall- anna. Á ijúpnaveiði- tímanum er hópurinn til flalla miklu stærri og svo eru ótaldir þeir sem leita nokkru lengra, t.d. á fjöll eins og Skarðsheiði og Botnssúlur ef enn er miðað við suðvesturhornið. Óþarfi er að tíunda hvað dregur fólk til fjallgöngu í vetrarríkinu en hitt er sýnu mikilvægara að árétta Góðir gönguskór, segir Ari Trausti Guðmundsson, veita nær enga vörn gegn hálku og harðfenni. einu sinni enn þann lágmarksör- yggisbúnað sem er öllum nauðsyn- legur. Um hann hafa margir fjöl- yrt: Hjálparsveitir, ferðafélögin, Islenski AÍpaklúbburinn, handbæk- ur og einstaklingar við ýmis tæki- færi. Ég hef meira að segja búið til sérstakan sjónvapsþátt (í Visa- sport á Stöð 2, 1995) um þetta efni. Hér á ég að sjálfsögðu við mannbrodda og ísöxi. Með mannbroddum á ég ekki við hálkujárn eins og sumir nota á göt- um úti heldur 10-12-gadda brodda sem passa á góða gönguskó, ýmist ólaðir á skóna eða spenntir á þá með bindingum sem svipar til skíða- bindinga. Svona tæki kosta mörg þúsund krónur en þó ekki meira en vönduð öryggistæki til bátaferða. Með isöxi á ég við langskefta (70-100 sm) öxi með þverliggjandi blaði og hvassri hyrnu. Verð er yfir- leitt nokkur þúsund krónur. Broddana spenna menn á sig í harðfenni og hálku til fjalla. í okkar veðurfari er afar algengt, jafnvel við lítil snjóalög, að harðar fannir, oft með mjúku snjólagi sem þekju, margs konar ísskarir og glærísblett- ir eru vítt og breitt á algengum gönguleiðum. Þannig er t.d. oft á leiðinni á Þverfellshorn í Esju þar sem lágt hamrabelti og brött, skriðurunnin brekka skreyta efstu brúnir hjá vörðunni sem markar enda gönguleiðarinnar. Dá- litla tilsögn þarf til að menn beiti broddunum rétt. Góðir gönguskór veita nær enga vörn gegn hálku og harð- fenni; þaðan af síður strigaskór, stígvél eða annar sumar- og götu- skóbúnaður. Isöxina nota menn sem göngu- staf í bratta, stuðning við brölt í urð og klettum, eins konar „hand- fang“ með því að höggva henni í harðfenni eða ís og síðast en ekki síst sem hemil, renni þeir af stað. Við þá tækni þarf líka dálitla til- sögn. Á skriðinu grípa menn um axarhausinn, freista þess að vera á grúfu, og ýta hyrnunni ofan í undir- lagið sem þeir renna á en höggva alls ekki öxinni í hjarnið. Alls staðar erlendis þykir sjálf- sögð regla að fara ekki í vetrarfjall- göngur án mannbrodda og ísaxar. Hér er þessu öfugt farið. Eg sé oft menn, líka þá sem eru vanir göngum, skælast vanbúna á fjöllum. Oftast kemst fólk upp með þessa vanrækslu (sumir miklast af því) en æ oftar verða slys. Mörg þeirra eru minniháttar (skrámur, snúnir liðir og mör) en tugi beinbrota og allmörg mannslát sl. áratug má rekja beint til falls í bratta þar sem engin öryggistæki eru notuð. Mál er að linni og er lesendum bent á að haldin eru stutt námskeið í meðferð öryggistækja til fjalla og tilsögn veitt hjá félögum og klúbb- um, auk hjálparsveitanna. Uppiýs- ingar ættu að fást um slíkt í verslun- um sem selja þennan búnað. Óþarfi er að Ioka gönguieiðum eða setja upp viðvörunarskilti og taka þau niður eftir færi hér og hvar. Reglan á að vera einföld: I vetrarfæri, að frátöldum lausasnjó, fer enginn í fjallgöngu án mann- brodda og ísaxar. Reyndar er þörf á að taka fyrir jöklaferðir á íslandi þar sem menn ganga um sprunginn jökul án beltis og línu en það bíður betri tíma. Höfundur er áhugamaður um fjallgöngur, jöklaferðir og klifur. Ari Trausti Guðmundsson Vaki, vaki, vaskir nienii... ... ÞVÍ voða hefur borið að höndum; ís- lensk ungmenni eru orðin miklir eftirbátar þegar mæld er stærð- fræði- og náttúru- fræðikunnátta á al- þjóðavísu. Ja, fussum svei! Landsmenn hafa vaknað upp við vondan draum og loksins tekið ærlega við sér í skóla- málaumræðunni, sem hefur ekki verið efst á vinsældarlista í fjöi- miðlaumræðunni, (helst þó þegar verk- fallsmál kennara hefur rekið á fjörurnar). Umræðan er af hinu góða, af því að orð eru til alls fyrst. Tilefnið er samt ekkert gleðiefni - en - gæti orðið gleði- gjafi. Hin vaska, íslenska þjóð, („Vér íslendingar") er nefnilega mikil kraftaverkaþjóð - það sýna óteljandi dæmi. Við beijum okkur gjarnan á bijóst, þegar við kom- umst í viðræður við útlendinga, og stærum okkur af því - að hér geti allir lesið íslendinga- sögurnar, stokkið út í sundlaug í 10 stiga gaddi, að við séum meðal fremstu þjóða í því að vera bjartsýn - þrátt fyrir vetrarlangt skammdegið. Og get- um jafnvel sigrað Dani með glæsibrag í hand- bolta! Nema hvað! Fram, fram, fylking... Erum við því ekki þjóða líklegust til þess að reka af okkur slyðruorðið - þegar stærðfræðin er annars vegar? Nú er sem sé búið að greina vandann - þá þarf að uppræta hann. Okkar stíll, eða hvað? Sam- kvæmt nýjustu stjórnunaraðferð- um (gæðastjórnun - o.s.frv.) þurfa nú allir að leggja sitt af mörkum. Við verðum að bæta okkur. Á því leikur enginn vafi. Sá okkar sem síðast fer... Margir höfðu þó áttað sig á þess- Merkilegt skref var stigið, segir Margrét Theodórsdóttir, til að hefja undirbúning að gæðamati í skólastarfi. um voða - áður en „stóri dómur“ féll. Niðurstöður samræmdra prófa hafa í mörg undanfarin ár sýnt fram á slakan árangur í stærð- fræði. En, þau eru ekki alþjóðlegur mælikvarði, ekki ennþá. Eitt er víst að næstu mánuðir og ár verða notuð til þess að kom- ast að því hvað hefur farið úrskeið- is, en á meðan verður að opna alla glugga upp á gátt og skima eftir tækifærum; fjölga viðfangsefnum æskunnar sem þjálfa færni í raun- greinum og vísindalega hugsun. Og sumir eru löngu byrjaðir. Með sjálfstæðar, uppbrettar ermar Mig langar að benda á að á ár- inu 1992 hófu sjálfstæðismenn (þá í meirihluta) sérstakt átak í Reykja- vík til þess að styðja við þróunar- verkefni og nýsköpunarkennslu í grunnskólum borgarinnar. Einnig var hafin víðtæk uppbygging tölvu- búnaðar fyrir grunnskólanemendur sem miðaði að því að hver skóli væri vel búinn til tölvukennslu og samskipta og gerður var samning- ur við íslenska menntanetið um tengingu við skólana. Merkilegt skref var stigið í þá veru að hefja undirbúning að „gæðamati í skóla- starfi"; að þróa betur aðferðir til þess að skoða, meta og ekki síst bæta margt sem betur má fara í hveijum skólabæ, því lengi getur gott batnað ... Skólavænar veitustofnanir Rvíkur Sjálfstæðismenn í núverandi fræðsluráði Reykjavíkur hafa bent á mikilvægi vísindakennslu í grunnskólum borgarinnar og einn- ig bent á fjármögnunarleiðir í því sambandi. Við gerð síðustu fjár- hagsáætlunar borgarinnar kom fram sú ánægjulega tillaga sjálf- stæðismanna að undirbúningur Margrét Theodórsdóttir verði hafinn að formlegri vísinda- kennslu í grunnskólum borgarinnar næsta skólaár - í samvinnu við veitustofnanir borgarinnar. Þarna gætu opnast margir gluggar - og tækifæri skapast fyr- ir unga grunnskólanemendur til þess að auka á vísindalega hugsun og innsýn inn í fjölbreytta og hug- vitsamlega starfsemi sem kynnast má hjá veitustofnunum - en hvati til vísindalegrar hugsunar hefur að öllum líkindum ekki verið nægileg- ur í því umhverfi sem grunnskóla- nemendur lifa og hrærast í á hveij- um degi. Hjá veitustofnunum „liggja“ eflaust mörg ómetanleg kennslugögn - án þess að vera nýtt, og margur fróðleikurinn, sem ekki hefur átt greiðan aðgang að þeim hæfileikaríka hópi reykvískra ungmenna sem nú fylla skóla borg- arinnar. Ég get ekki stillt mig um að benda á þessi atriði, sem eflaust geta lagt lóð á vogarskálarnar - svo að við rekum fyrr af okkur slyðruorðið. Sýnum nú hug, djörfung og dug... Höfundur cr skólastjóri og formaður borgarmnlahóps Sjálfstæðisflokksins í skóla- og dagvistarmálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.