Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 35 - mitt í sjálfu vonleysinu. Hvor var meiri hetja, Ragnhildur eða Bene- dikt? Aldrei skyldi gefíst upp, þann- ig að þegar dauðann bar að, var hann þrátt fyrir allt óvæntur. Og þannig er fráfall Ragnhildar. Bene- dikt og börnunum þeirra tveim óbætanlegur missir og einnig móður hennar og tengdamóður, en hún var augasteinninn þeirra og allra ann- arra ástvina, skyldmenna og vina. Ragnhildur Teitsdóttir skilur mikið eftir hjá okkur eftirlifandi: Minningu um þessa elskulegu stúlku sem bauð örlögunum birg- inn, barðist til hinstu stundar og kennir okkur, eftirlifandi, hvers virði lífið er og hvemig eigi að lifa því. Á svona stundu eru orð fátæk- leg og hughreysting lítils megnug. Hugsanir okkar eru með þér, Bensi, og börnunum ykkar á þess- ari sorgarstundu. Af reynslunni vit- um við að bömin ykkar geta treyst á þig til að skapa þeim ömgga og bjarta framtíð og að minningin um Ragnhildi gefur ykkur styrk til að halda áfram og vinna bug á sorg- inni. Við biðjum góðan Guð að hugga ykkur þijú og alla góðu fiöl- skylduna sem að ykkur stendur. Helga og Björn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) í dag kveðjum við þig, kæra vin- kona. Þú kvaddir þennan heim rétt fyrir 34. afmælisdaginn þinn. Minningamar streyma fram um góðar stundir, bæði í saumaklúbbn- um og við önnur tækifæri. Þú og Bensi vomð búin að búa ykkur og bömum ykkar yndislegt framtíðar- heimili. Það var alltaf notalegt að kíkja í kaffí og spjall, alltaf var tekið vel á móti manni. Þú varst svo stolt af bömunum þínum sem em svo dugleg og sjálfstæð og vel af manni gérð. Barátta þín við illvígan sjúkdóm var hetjuleg. Alltaf varst bjartsýn og ætlaðir þér að sigra, þótt þróttur þinn hafi farið þverrandi. Þú sem ætlaðir svo sannarlega að fara á bæjarrölt og kíkja á kaffíhús þegar þú værir orðin hressari eins og þú sagðir í byijun janúar. En nú hefur lærði bókband, nám sem seinna varð honum til mikillar afþreyingar og ánægju. Ábyrgð heimilisins hvíldi mest á herðum Guðmundar þar sem faðir hans átti lengi við heilsuleysi að stríða og lést hann svo fyrir aldur fram árið 1943. Hann bjó svo með móður sinni þar til hann tók alfarið við búinu 1948. Móðir hans var á heimilinu þar til hún lést árið 1950 og bjó Mundi einn til ársins 1952 en hafði þó ráðskonur á sumrin. Það ár fluttist systir hans, Svava, í Srryörhól með fjögur böm sfn en maður hennar var þá orðinn alvar- lega veikur og lést hann árið 1954. Þau systkinin bjuggu síðan sameig- inlegu búi á Sn\jörhóli allt til ársins 1979 að Sigurður Birgir, yngsta bam Svövu, tók við búinu. Guð- mundur dvaldi hjá þeim það sem hann átti eftir ólifað. Á búskaparámm Munda vom byggð ný fjárhús með áfastri hlöðu sem seinna var sett súgþurrkun í og eftir að Svava kom var svo íbúð- arhúsið endumýjað. Árið 1966 var tekin í notkun rafstöð við bæjarlæk- inn sem enn sér heimilinu fyrir allri raforku. Auk þessa var bætt við ræktun og tún endurbætt og þó svo að ekki hafi verið um stórbú að ræða var alla tfð í nógu að snúast og mörgu að sinna en öll verk bára vott umhyggju, natni og nægju- semi. Búið var með sauðfé og lengst þú haldið í aðra för þar sem kærleik- urinn og fegurðin em við völd. Við trúum því að vel hafí verið tekið á móti þér og þú sért laus við þjáning- amar. Elsku Bensi, Ágúst Már, Anna Guðný, Dúna og fjölskylda. Þið hafíð staðið ykkur hetjulega í þess- ari baráttu sem nú er lokið. Við í saumaklúbbnum sendum ykkur hugheilar kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni svo þið getið horft fram á veginn. En minningin um yndislega eiginkonu, móður, dóttur og kæra vinkonu mun lifa. Saumaklúbburinn, R. Linda, Ásgerður, Guðný, Anna, Ágústa, Unnur, Hafdís og Fríða. Leiðir okkar Ragnhildar lágu fyrst saman í Danmörku, þegar við bjuggum þar um nokkurra ára skeið. Við vomm þar í svipuðum spomm, ungar mæður með lítil böm. Bjuggum á stúdentagörðum og allt lífíð blasti svo áhyggjulaust við. Þá þegar höfðu Ragnhildur og Bensi fengið að kynnast erfíðleikum og sorg, við hin gátum ekki sett okkur í þeirra spor. Þau höfðu misst ungan son stuttu áður en þau fluttu til Danmerkur. Árið eftir fæddist Ágúst Már, eitt af mörgum íslensk- um bömum sem fæddust það árið á görðunum. Það ríkti samheldni meðal íslendinganna, sem áttu ýmislegt sameiginlegt, margir með ung böm fjarri fjölskyldum. Við hjálpuðumst að, gáfum góð ráð og nutum félagsskapar hvers annars. Þegar kom að því að við flyttum heim, höfðum við komið okkur fyr- ir á Egegárden, sælureit fyrir utan Kaupmannahöfn. Lis gamla sem leigði okkur vildi fyrir alla muni fá íslenska fjölskyldu f íbúðina, taldi það góða tryggingu fyrir góðum leigjendum. Ragnhildur og Bensi tóku við íbúðinni og ekki varð gamla konan fyrir vonbrigðum, síður en svo. Þar upplifðu þau, eins og við höfðum gert á undan þeim, ljúfustu hliðar Danmerkur í nábýli við skóg- inn og náttúmna. Oft höfum við síðan minnst þessa tíma og rifjað upp góðar minningar. Allar þær minningar sem streyma fram í hugann þegar ég minnist Ragnhildar em á einhvem hátt umluktar svo mikilli gleði. Eitt af minningarbrotunum er frá Ege- gárden sumarið 1991, en þá vomm við samtímis í Danmörku. Við fór- um á heitum, sólbjörtum sumardegi að heimsækja Lis á Egegárden, sátum í garðinum umlukin epla- tijám og rósum. Þá var gaman. Oft leið langur tími á milli þess sem af hafði Mundi geitur, sér til ánægju og heimilinu til búdrýginda auk þess að vera með eina eða tvær kýr og nokkra hesta. Það er ekki víst að Munda hafi dreymt um að gera búskapinn að ævistarfí þvf bækur og alls kyns fróðleikur vom honum alla tíð ofar- lega í huga. Hann viðaði að sér bókum og tímaritum sem hann lag- færði og batt inn af varfæmi og natni sem bar vitni virðingu hans fyrir viðfangsefninu. Návistin við bækumar færði honum líka fróðleik sem hann fékk aldrei nóg af. Hann skrifaðist einnig á við marga til að afla sér efnis og upplýsinga og þannig kynntist hann fjölmörgum og fræddist um ýmislegt. Það var ekki komið að tómum kofanum hjá Munda þegar sest var að spjalli, hvort sem rætt var um ættfræði, ástandið í landsmálum, sögu héraðs- ins eða náttúmvísindi. Það er minn- isstætt þegar hann spurði einn okk- ar hvort hann hefði komið að Jökuls- árlóni sem og var. Þá var rætt dá- góða stund um þetta náttúmundur, hvernig það hefði hugsanlega mynd- ast og um landslagið á þessu svæði. Mundi ræddi um þetta eins og heimamaður en þó er fullvíst að hann kom aldrei á þessar slóðir. Mundi var hægur í fasi og hóg- vær í framkomu en mjög gestrisinn og hafði gaman af þvf „að setjast og spjalla" eins og hann orðaði það. við hittumst, en það var samt alltaf eins og við hefðum. síðast sést í gær. Við höfðum svipaða lífssýn, það var gott að tala við hana. Ég minnist þess þegar ég var á leið til Akureyrar, flugi var frestað vegna ófærðar og ég bankaði uppá hjá Ragnhildi snemma um morgun. Við sátum fram að hádegi, dmkkum kaffi og fómm S göngutúr um litla Skeijafjörð. Þá var mikið spjallað og tíminn leið hratt. Við töfmðum fram danskt jóla- hlaðborð eitt árið. Nú í haust áttum við saman ógleymanlegan dag, dag- urinn var tekinn frá fyrir undirbún- ing kvöldverðar, við mættum snemma og sátum lengi og borðuð- um saman. Síðast nú í janúar þegar Siggi bakaði pizzur var boðið til veislu. Ragnhildur var þá orðin mikið veik, sárþjáð. Ekki var það sjálfsvorkunn sem kom frá henni, henni var eðlislægt að hrósa öðmm og draga fram það jákvæða. Siggi fékk hrós fyrir pizzumar, þær vom bæði girnilegar og flottar, en hún varð því miður að sleppa þeim í þetta sinn. Hún talaði eins og ástæðan væri svolítið kvef eða flensa. Hún naut þess að vera með, þó líkaminn væri orðinn undirlagður af þeim óvægna sjúkdómi sem varð hennar banamein stuttu síðar. Ég hef fylgst með erfíðu stríði við óvæginn sjúkdóm, hún barðist af hörku, gekk í gegnum ótrúlega erfiða meðferð. Hún hélt alltaf í vonina. Stundum virtist mér hún rísa upp af eintómum viljastyrk. Það vakti hjá mér undran og að- dáun að tala við Ragnhildi í byijun desember eftir langa legu á spítala, þar sem sjúkdómurinn hafði náð ógnartaki á líkama hennar. Hún var útskrifuð, sagði að þetta gengi nú bara ekki að liggja þarna lengur. Nei, hún ætlaði heim. Hún gerði sem minnst úr sínum kvölum, vildi ekki vorkunnsemi. Samvemstundimar vom alltof fáar, en nú á ég þær í mínum minn- ingasjóði, og er þakklát fyrir hvert augnablik. Ég er ánægð með að hafa þekkt Ragnhildi og ég kveð hana með miklum söknuði. Það þýðir ekki að spyija um réttlæti, hvemig getur það verið réttlátt að svona ung kona skuli þurfa að deyja þegar öll framtíðin beið hennar? Við trúum að henni hafi verið ætlað stærra hlutverk en hún hafði hér á meðal okkar, með litla baminu sínu sem fékk ekki að lifa og föður sín- um. Kæra Benedikt, Ágúst Már, Anna Guðný og Guðný. Við fjöl- skyldan vottum ykkur okkar inni- legustu samúð. Hvíl þú í friði, kæra vinkona. Borghildur. Skarkali heimsins náði ekki til Smjörhóls og þangað var gott að koma og finna návist tímaleysis og friðar þar sem virðing fyrir gróðri jarðar, náttúmnni og velferð sam- ferðamanna var ætíð í hávegum höfð. Guðmundur var trúmaður alla tíð og var lengi meðhjálpari í Skinna- staðakirkju sem hann unni mjög og vildi veg hennar sem mestan. Þar var hann jarðsettur laugardaginn 4. janúar síðastliðinn í kyrrþey að eigin ósk. Hann hafði aldrei látið mikið á sér bera og vildi hverfa héðan með sama hætti og við því var orðið. Fagra, dýra, móðir mín! minnar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, dýra, kæra, fóstra mín! búðu um mig við brjóstin þín; bý ég þar um eilífð glaður. Fagra, dýra, móðir mín, minnar vöggu griðastaður! (Sigurður Jónsson frá Amarvatni.) Nú er Mundi genginn á vit feðra sinna og við kveðjum hann með söknuði. Einhvem veginn er ein- kennilegt að hugsa til Smjörhóls án hans, að hann muni ekki lengur fagna gestum í bæjardyrum með sínu þétta handtaki. Blessuð sé minning Guðmundar Ólasonar. Haukur, Gylfi, Guðmundur og Óli Guðmarssynir. RAGNHEIÐUR ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR + Ragnheiður Þórunn Jóns- dóttir fæddist f Reykjavík 18. maí 1917. Hún lést á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 18. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Runólfsson frá Skálmabæ I Álfta- veri, og kona hans Guðbjörg Guðna- dóttir frá Arnar- hóli f Landeyjum. Einn bróður átti Ragnheiður, Guðna, d. 1993. Arið 1942 giftist Ragnheið- ur Vilhjálmi Kristni Ingi- bergssyni, trésmíðameistara, ættuðum frá Melhóli f Meðal- landi, Skaftafellssýslu, f. 30. nóvember 1909, d. 20. apríl 1988. Börn þeirra eru: Guðbjörg, f. 31. maf 1942, maki ÓIi S. Runólfsson; Ingibergur, f. 14. mars 1948, í sam- býli með Ásu Ás- mundsdóttur; Guð- laugur Jón, f. 23. mars 1955, í sam- búð með Aðal- björgu Baldvins- dóttur; Haukur, f. 17. febrúar 1957, maki Ólöf Stein- arsdóttir. Barnabörnin eru 16, þar með fimm stjúpbörn, og barnabarnabörnin 10. Útför Ragnheiðar fer fram frá Fossvogskirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á fögmm vetrarmorgni er sólin ýtti skýjum himins frá og sendi lágreista geisla sína til jarðar kvaddi tengdamóðir mín þennan heim. Það var eins og æðri máttar- völd vildu með þessu lýsa henni veginn til nýrra heimkynna. Tengdamóðir mín lifði tíma margra breytinga í þjóðlífi. Hún leit þennan heim undir lok fyrri heimsstyijaldar og lifði þá tíma er margir núlifandi eiga erfítt með að setja sig inn í. Eflaust hefur á þessum tíma þurft meiri útsjónar- semi og aðhald til að sjá sér og sínum farborða og má ætla að það hafí að nokkm mótað hennar af- stöðu til seinni tíma. Eftir að Ragnheiður giftist og bömin komu hefur eflaust verið nóg að gera, því jafnframt var unnið að því að koma sér upp betra húsnæði. Ragnheiður vann sín heimilis- störf af sérstakri natni, snyrti- mennsku og samviskusemi svo af bar. Fyrir nær 40 áram veiktist Ragnheiður af sárum á fótum, sem hún mátti búa við síðan og varð því oft, stundum nokkra mánuði á ári, að dvelja á sjúkrastofnunum. Nærri má geta að það hefur valdið mikilli röskun á heimilishögum og fjölskyldulífi. Hún var nægjusöm og bar þennan kross með sérstöku æðruleysi, en ég ætla að stundum hafí meira reynt á en sýnilegt var eða hún lét uppi. Ragnheiður var fríð sínum, glað- sinna og stutt í brosið, og hefur það létt henni andstreymi. Hún var frekar dul og flíkaði lítt tilfinning- um slnum, svo ekki var alltaf vitað hvemig henni leið. Seinni árin dvaldi Ragnheiður á Elli- og hjúkrunarheimilinu Gmnd, fyrst ásamt eiginmanni sínum, á meðan hann lifði. Tengdamóðir mín er kvödd með djúpri þökk og virðingu. Aldrei heyrði ég hana hallmæla eða tala illt orð til nokkurs manns. Ég vil færa innilegar þakkir til Elli- og hjúkranarheimilisins Gmndar, því þar mat hún suma mjög mikils. Innilegar samúðarkveðjur til ætt- ingja og vina. Óli S. Runólfsson. Amma er látin. Farin burt úr þessu jarðneska lífi. Það er erfitt að trúa því að ég geti ekki heim- sótt hana oftar. Það var alltaf gam- an að koma til „stuttömmu", en það kölluðum við systumar hana til aðgreiningar frá langömmu. Amma var iðulega glöð og hlátur- mild. Hún var dugleg í höndunum og alltaf átti hún sokka og vettl- inga handa okkur barnabörnunum og seinna barnabamabörnunum. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik frá því að ég var fimm ára og bjó á Háaleitisbraut 49. Þá fékk ég vinkonu mína, sem var sex ' ára, til að skrópa í skólanum. Síðan •> löbbuðum við vinkonurnar inn í ’ Goðheima til „stuttömmu" og var ** tekið vel á móti okkur. Við fengum \ að sjálfsögðu góðgæti í gogginn ( og síðan settumst við á stofugólfið , . og fómm að klippa út pappírsdúka. J En allt í einu hringdi síminn. , Mamma var að láta ömmu vita að við væmm týndar og að það ætti / að fara að leita að okkur vinkonun- * um. En þú hlóst og sagðir henni að við væram hjá þér og allt væri í lagi með okkur. Svona var hún, glaðlynd, blíð og góð og gerði aldr- ; ei neinum neitt nema gott eitt. Elsku amma, þú stóðst þig alltaf | eins o g hetja í öllum þínum veikind- | um. Ég vona að þér líði vel þar sem \ þú ert núna. Blessuð sé minning þín. Guðrún H. Óladóttir. Elsku amma, nú ert þú búin að kveðja þetta líf og komin til afa, þar sem Guð geymir ykkur bæði. Allar þær góðu minningar, sem ég á um þig, em alltaf ofarlega I mínum huga. Það er sárt að hugsa til þess að fá ekki að sjá fallega brosið þitt lengur, sem þú gafst okkur þegar við komum í heimsókn til þín. *>> Álltaf varst þú ánægð þegar þú fékkst heimsóknir, því það stytti þér oft langa daga. Ég gleymi því aldrei þegar unnusti minn kom með mér til þín I fyrsta skipti, hvað þú varst ánægð að sjá hann. Þegar ég kom án hans spurðir þú ætíð eftir honum og börnunum. Þú hugsaðir alltaf til fólks, um að öll- um liði vel. Ég tileinka þér eftirfarandi: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ^ (V. Briem.) Hvíl þú í friði, amma mín. Ragnheiður. Elsku amma mín. í dag er komið að kveðjustund og skiptast á blendnar tilfínningar. Gleði yfír því að þú ert frísk á ný, en söknuður yfír því að þú sért ekki lengur hér hjá okkur. Ég veit að þér líður vel því nú ertu komin til afa. t Hvfl í friði. Far þú I friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hþ'óta skalt. (V. Briem.) Stefanía Óladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.