Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tveir stórir togarar frá Murmansk í endurbætur hjá Slippstöðinni SAMNINGAR um að Slippstöðin hf. á Akureyri taki að sér umfangs- miklar endurbætur á tveimur togur- um útgerðarfélags í Murmansk í Rússlandi eru á lokastigi. Rússarn- ir eru þessa dagana að ganga frá fjármögnun á verkefninu. Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri Slippstöðvarinnar, segir að fyrra skipið sé væntanlegt til Akur- eyrar í lok vikunnar, það hefur verið við veiðar í Barentshafi og er haffærniskírteini þess að renna út. Seinna skipið kemur seinnipart- inn í febrúar. Útgerðin í Murmansk gerir út um 50 skip, þar af eru 28 þeirra sömu gerðar og togarar Mecklenburger Hochseefischerei, MHF, dótturfélags Útgerðarfélags Akureyringa í Þýskalandi. Samningar á lokastigi Samvinna við Marel Um verður að ræða umfangs- miklar viðgerðir og endurbætur á skipunum sem leiðir til þess að verkefnastaða Slippstöðvarinnar verður mjög góð það sem eftir er vetrar, eða til loka maímánaðar. „Við höfum í nokkuð langan tíma verið að vinna þama á Mur- mansksvæðinu og gert nokkur til- boð í viðgerðir á skipum þar. Sú vinna er nú væntanlega að skila árangri. Samningar um þessar við- gerðir og verkefnin við skipin ef til kemur eru unnin í samvinnu við Marel hf. en fyrirtækin hafa tekið upp náið samstarf í markaðs- og framleiðslumálum,“ segir Ingi. Reynslan af Mecklenburger- togurunum skilar sér Hann kvaðst bjartsýnn á að samningar tækjust, það yrði mjög mikilvægur áfangi fyrir Slippstöð- ina að fá þetta verkefni en það gæfi hugsanlega möguleika á fleiri slíkum verkefnum í framtíð- inni. Mikil reynsla starfsmanna Slippstöðvarinnar við endurbætur og viðgerðir á togurum MHF kæmi sér vel og hefði haft sitt að segja að Slippstöðin fengi þetta verkefni. Togarar MHF hafa verið til viðgerðar og þeim verið breytt hjá Slippstöðinni á síðustu misser- um en nú í vikunni er að ljúka umfangsmiklum breytingum á einum þeirra, Eridanus. „Starfs- menn Slippstöðvarinnar eru farnir að þekkja þessi skip ágætlega og reynsla okkar hefur haft sitt að segja varðandi vilja Rússanna til að semja við okkur. Það verður hins vegar að koma skýrt fram að samningar eru ekki frágengnir og fjármögnun ekki trygg, vinna mun ekki hefjast við skipið fyrr en þau mál eru frágengin,“ segir Ingi. Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa Freklega gengið fram- hjá Kristjáni STJÓRN Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa hefur sent for- manni félagsmálaráðs Akureyrar- bæjar bréf þar sem þeirri skoðun stjórnar er lýst, að freklega hafi verið gengið framhjá Kristjáni Jósteinssyni félagsráðgjafa við ráðningu í stöðu deildarstjóra at- vinnudeildar bæjarins. Stjómin bendir jafnframt á að Kristján uppfylli allar þær mennt- unarkröfur sem gerðar voru í aug- lýsingu um starfíð. Einnig að iðju- þjálfun, sem vissulega sé nám á háskólastigi, eigi ekkert skylt við félagsvísindi, heldur nám á heil- brigðissviði. Stjórnin telur ámælis- vert þegar opinber stofnun auglýs- ir eftir fólki með ákveðna menntun en sniðgengur það síðan algjörlega i ráðningum sínum. Eigendur dverghunda í Einangrunarstöð gæludýra Þurfa ekki að greiða reikninginn EIGENDUR þriggja mexíkóskra dverghunda, sem fluttir voru til landsins í september 1994 frá Bandaríkjunum, voru sýknaðir í Héraðsdómi Norðurlands eystra af kröfum manns sem rekur Ein- angrunarstöð gæludýra í Hrísey vegna gæslu, uppihalds og ferða hundanna. Krafa stefnanda hljóð- aði upp á tæplega 90 þúsund krón- ur auk vaxta frá 3. desember 1994 að frádreginni 50 þúsund króna innborgun. Einn hundanna þriggja, hvolp- ur, drapst í Einangrunarstöðinni tveimur dögum eftir komuna Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjami málsins! þangað. Hundarnir höfðu ekki ver- ið skoðaðir við komuna til Hríseyj- ar en dýralæknir stöðvarinnar var í sumarleyfi er atburðurinn varð. í kjölfar þessa atburðar sóttu eig- endur hundanna um leyfi fyrir heimaeinangrun og fengu það leyfi í lok október. Reikningur sem eig- endunum var sendur var hins veg- ar fyrir gæslu og uppihald dýranna til 18. desember þetta sama ár. Þá eru fleiri villur í reikningi, saur- sýni sem tekin voru úr hundinum bæði oftalin og ofreiknuð. Eigend- ur hundanna hafi því ekki talið sér skylt að greiða reikninginn, hann væri rangur. Að áliti dómsins er gerð reikn- ings stefnanda verulega áfátt. Þar sem gerð reikningsins þykir ekki nægilega ítarleg né verið skýrð fyrir dómi ber að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda. Hvor aðili málsins ber sinn kostnað af málinu, „en þess má geta að dóm- ari telur að málskostnaðarreikn- ingar lögmanna aðila séu fjarri lagi þar sem mál þetta snýst um tiltölulega litla hagsmuni, þó svo að málið hafi þanist út af fjölda dómskjala," segir í dómi Héraðs- dóms. Morgunblaðið/Kristján Fljúgandi hálka GÍFURLEG hálka var á götum og gangstéttum á Akureyri í gær. Eftir frostakafla að undan- förnu, fór hitastigið vel yfir frostmark og myndaðist glæra svell víða. Ökumenn og gangandi vegfarendur þurftu að sýna sér- staka aðgát og að sögn lögreglu, var dagurinn í gær með róleg- asta móti. I gærmorgun varð þó harður árekstur sem rekja má til hálkun- ar. Ökumaður sem var einn á ferð, missti stjórn á bíl sínum, ók yfir umferðareyju og hafnaði á ljósastaur á Hlíðarbraut, á móts við Austursíðu. Ökumaður- inn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en fékk að fara heim að lokinni skoðun, bíllinn er hins vegar mikið skemmdur. Starfsmenn bæjarins hafa haft í nógu að snúast síðustu daga, bæði við snjómokstur og sanddreifingu á götur og gang- stéttir. Dráp á refi í Svarf- aðardal í sumar Ríkissak- sóknari höfðar mál RÍKISSAKSOKNARI hefur ákveðið að höfða opinbert mál á hendur hjónunum Jóhannesi Jóni Þórarinssyni og Ingi- björgu Ragnheiði Kristins- dóttur, frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal, fyrir brot á dýraverndarlögum og lögum um vernd, friðun og veiðar dýra. í ákæruskjali segir m.a. að ákærðu hafi brotið áðurnefnd lög með því að hafa í félagi drepið ref í vestanverðum Svarfaðardal í lok ágúst sl., sem hafði tekist að forða sér ofan í gijóturð. Jón náði taki á skotti og öðrum afturfæti dýrsins, sem þau bundu sam- an með skóreim Ingibjargar. Jón fjarlægði gijót ofan af refnum og keyrði síðan odd- hvassan stein með snöggu handtaki niður á milli herða- blaða refsins svo hann hlaut bana af. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar. Mál þetta verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Veðurfræði til fjalla BJORGUNARSKOLI Lands- bjargar og Slysavarnafélags íslands stendur fyrir tveimur fyrirlestrum um veðurfræði til fyalla á Norðurlandi nú í vik- unni. Fyrri fyrirlesturinn verður í Bangsabúð, húsnæði björgunarsveitarinnar Dal- bjargar í Eyjafirði, í kvöld, miðvikudagskvöldið 29. jan- úar, og sá síðari verður annað kvöld, fimmtudagskvöldið 30. janúar, í húsnæði Björgunar- sveitarinnar Garðars á Húsa- vík. Þeir hefjast báðir kl. 20. A fyrirlestrunum verður þátttakendum kennt að túlka veðurspár og öðlast betri skilning á breytingum veðurs með aukinni hæð yfir sjávar- máli. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og eru bændur og þeir sem ferðast um hálendið að sumri og vetri sérstaklega hvattir til að mæta. Fyrirlesari á báðum fyrir- lestrunum verður Einar Svein- björnsson veðurfræðingur. Þátttökugjald er 1.000 krónur og er veglegt fræðslurit inni- falið í þátttökugjaldinu. Tillaga að nýrri skólaskipan sunnan Glerár Bama- og Gagnfræðaskóli undir eina yfirsljóm TILLAGA um nýja skólaskipan sunnan Glerár verður til umfjöll- unar á fundi skólanefndar Akur- eyrar í dag en í henni felst að grunnskólarnir verði gerðir að hverfisskólum líkt og er norðan ár. Unglingar úr Barnaskóla, Odd- eyrarskóla og Lundarskóla hafa flust úr þessum skólum í Gagn- fræðaskóla Akureyrar og verið þar í 8. til 10. bekk. Að sögn Jóns Inga Cæsarssonar sem sæti á í skólanefnd er í tillög- unum gert ráð fyrir að fyrsta skrefið verði að sameina Barna- skóla Akureyrar og Gagnfræða- skóla Akureyrar undir eina yfir- stjórn og þá myndi 8. bekk verða komið á í tveimur skólum, Oddeyr- arskóla og Lundarskóla. Það þýðir að um 70 börn sem annars hefðu flust úr þessum skólum í Gagn- fræðaskólann verði áfram í um- ræddum skólum. Gert er ráð fyrir í tillögunum að hægt verða að stíga þetta fyrsta skref næsta haust. Mikil þrengsli hafa verið í Barnaskólanum og hluta barna af þeim sökum komið fyrir í íþrótta- höllinni á Akureyri, en við þessar * I I t i » í !! D ráðstafanir verður létt af álaginu þar. Jón Ingi sagði að ef tillagan næði fram að ganga þyrfti að byggja við bæði Lundarskóla og Oddeyrarskóla, en sú uppbygging myndi ekki hefjast fyrr en lokið væri uppbyggingu skóla norðan ár, við Síðu- og Giljaskóla sem ekki yrði fyrr en um eða eftir árið 2000. „Við vitum að skólamenn eru ekki allir sammála þessum tillög- um en stóðum frammi fyrir því að þurfa að taka af skarið, af eða t § I e; rh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.