Morgunblaðið - 29.01.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 1997 21
Fjárhirðar með fjallalömb
TVÖ lömb gægjast upp úr bak-
pokum fjárhirða sem tóku þátt í
árlegri göngu í bænum Schwyz
í Sviss. Fjárhirðar úr fjalllendinu
og fjölskyldur þeira halda til
bæjarins, ganga um götur hans,
og kynna fjárbúskap til fjalla,
þar með talið fé og göngubúnað.
Enn eitt hneyksl-
ismál í belgísku
stjóminni
Brussel. Reuter.
BELGÍSKA ríkisstjórnin reynir nú
að standa af sér nýtt hneykslismál
sem tengist meintri spillingu Sósíali-
staflokks Vallóna. Er hart lagt að
flokknum að yfirgefa ríkisstjómina.
Lögregla gerði í gær húsleit á skrif-
stofum flokksins.
Magda de Galan, félagsmálaráð-
herra úr Sósíalistaflokknum, sagði
flokkinn hafa fengið skýr skilaboð frá
forsætisráðherranum, Jean-Luc
Dehaene, um að flokkurinn gerði
hreint fyrir sínum dyrum og að leitt
yrði í ljós hver væri ábyrgur í nýja
hneykslismálinu. Hún neitaði hins
vegar að flokkurinn væri á leið úr
stjóminni eins og leiðtogi fijálslyndra,
sem em í stjómarandstöðu, hefur
krafist. Auk sósíalista eru flæmskir
sósíalistar og flæmskir og vallónskir
kristilegir demókratar í stjóm.
Flokkurinn er sakaður um að
hafa þegið mútur af franska flug-
vélaframleiðandanum Dassault.
Voru tveir fyrrverandi embættis-
menn Sósíalistaflokksins, Merry
Hermanus og Frangois Pirot, hand-
teknir í síðustu viku vegna rann-
sóknar á málinu. Dassault neitar að
hafa borið mútur á flokksmenn en
tvímenningarnir hafa nú verið
ákærðir fyrir spillingu.
Segir í ákæruskjalinu að þeir hafi
þegið um 30 milljónir belgískra
franka, um 65 milljónir ísi. kr.
greiðslu frá Dassault árið 1989 fyrir
hönd flokksins. Þeir fullyrða að hátt-
settir menn innan flokksins, þeirra á
meðal leiðtogi hans á þessum tíma,
Guy Spitaels, hafi vitað af greiðslun-
um en hann neitar því. Hann neydd-
ist til að segja af sér árið 1994 vegna
ákæra um að flokkurinn hefði þegið
mútur frá Augusta-þyrluframieið-
andanum en það hneykslismál varð
til þess að Willy Claes, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins, varð
einnig að segja af sér.
Gagnrýni á ráðherra
vísað
Helsinki. Morgunblaðið.
RÉTTARKAN SLARI Finnlands,
Jorma S. Aalto, hefur komist að þeirri
niðurstöðu að ekkert sé hæft í grun-
semdum um að Aija Alho íjármáia-
ráðherra hafí ljóstrað upp um ríkis-
leyndarmál. Nokkrir bankaráðsmenn
fínnska seðlabankans höfðu krafist
þess að kannaðir yrðu starfshættir
ráðherrans í sambandi við tengingu
finnska marksins við gengiskerfí Evr-
ópuþjóða, ERM, í októbermánuði.
Ný gögn hafa, að sögn réttar-
kanslara, leitt í ljós að engar sann-
anir séu fyrir því að að Alho hafi
sagt frá markmiðum Finna varðandi
gengisskráningu marksins innan
ERM. Hafnar voru samningaviðræð-
ur um tengingu marksins samkvæmt
leynilegri ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar föstudaginn 11. október. Þá var
það í verkahring Alho að láta fjár-
málaráðherra Evrópusambandsins
ábug
og framkvæmdastjórn þess vita af
áformum Finna.
Þegar viðræður hófust næsta dag
virtist, að mati finnsku sendinefnd-
arinnar, að hinum ERM-þjóðunum
væri kunnugt um markmið Finna
varðandi gengisskráningu marksins
innan ERM. Johnny Akerholm,
deildarsjóri fjármálaráðuneytisins,
segist hafa það eftir Alho að hún
hafi skýrt fjármálaráðherra Frakka
frá markmiðum finnsku ríkisstjórn-
arinnar til þess að frönsk stjórnvöld
legðust ekki gegn tengingu marks-
ins. Alho neitar að hafa sagt þetta.
Nokkrir bankaráðsmenn úr röðum
stjórnarandstöðunnar kröfðust þess
að mál þetta yrði kannað sérstak-
lega. Hefur uppákoman verið túlkuð
þannig að hér hafi verið um pólitíska
togstreitu að ræða en ekki efnislegar
ástæður.
ERLENT
„Við viljum aðeins
gæta örvggis okkar“
*
Israelar sætta sig við friðarsamkomulafflð
við Palestínumenn fremur en að vera því
fylgjandi, að mati Hanan Goder, sem
segir ísraela ekki hafa dregið samningana
um Hebron á langinn, þar sé við Palestínu-
menn að sakast
„VIÐ erum vissulega
í erfiðri aðstöðu. Við
erum umkringd þjóð-
um sem hafa það á
stefnuskránni að
afmá okkur og við
þurfum í sífellu að
reyna að fá fóik til
að skilja að við viljum
Palestínumönnum
ekki illt. Við viljum
ekki ráða yfir þeim,
við viljum ekki kúga
þá eða niðurlægja.
Við lifðum helförina
af en þó að liðin sé
hálf öld, mætum við Hanan
enn misskilingi og Goder
rangtúlkunum á okk-
ar sjónarmiðum. Við leitum ekki
hefnda vegna helfararinnar, við
viljum aðeins gæta öryggis okk-
ar.“ Svo farast Hanan Goder,
sendiráðsritara í sendiráði ísraels
í Noregi og á íslandi, orð en hann
er staddur hérlendis til að ræða
við yfirvöld auk þess sem hann
hélt í gær fyrirlestur um ástandið
í Mið-Austurlöndum í kjölfar
Hebron-samningsins.
Goder segir friðarsamkomulag-
ið ekki hafa markað nein þátta-
skil í friðarumleitunum í Mið-
Austurlöndum en að það hafi ver-
ið skref í rétta átt. „Fólk hafði
áhyggjur af því að okkur miðaði
ekki áfram heldur aftur á bak en
samningurinn hefur fært okkur
heim sanninn um að svo er ekki,“
segir Goder.
En samningurinn er ekki óum-
deildur, um það vitnar atkvæða-
greiðslan í israelsku ríkisstjórninni
um hann. Ellefu ráðherrar greiddu
atkvæði með honum, sjö voru á
móti. Á þinginu voru 87 þingmenn
honum fylgjandi en 17 á móti og
telur Goder það endurspegla frek-
ar vilja þjóðarinnar, þó líklega sé
of djúpt í árinni tekið að segja að
almenningur sé honum fylgjandi,
nær lagi sé að segja að meirihlut-
inn sætti sig við hann.
Drógu samninga á langinn til
að ávinna sér stuðning
„Jafnvel þótt ríkisstjórnin hafi
átt erfitt með að kyngja samn-
ingnum og þar sé að finna and-
stæðinga hans, verður Netanyahu
að standa við þær skuldbindingar
sem fyrri ríkisstjórn gerði. Hann
hefur ekki látið reka á reiðanum,
ég minni á að það var Verka-
mannaflokkurinn, iíokkur Shimon
Peres, sem frestaði brottflutningi
ísraelska hersins frá Hebron, sam-
kvæmt Óslóarsamkomulaginu átti
hann að verða í mars
1996.“
Er Goder er spurð-
ur hvers vegna svo
mikill dráttur hafi
orðið á Hebron-sam-
komulaginu, segir
hann að því verði
Palestínumenn að
svara. „Þeir drógu
samningana á lang-
inn til að ávinna sér
stuðning erlendra
ríkja, bæði pólitískan
og fjárhagslegan.
Þeir létu líta út fyrir
að við ætluðum að
semja upp á nýtt, til
að fá þjóðir heims á
sitt band. Þetta er í raun afar
skiljanlegt, líklega myndu_ flestir
gera þetta ef þeir gætu. ísraels-
stjórn var ekki að ganga á bak
orða sinna, hún lagði fyrst og
fremst áherslu á að gæta öryggis
ísraela, sérstaklega landnema, og
ég held að það hafi tekist.“
Israelar hafa ítrekað verið
sakaðir um að bijóta friðarsam-
komulagið við Palestínumenn og
segir Goder það ærinn starfa að
reyna að leiðrétta það. „Palest-
ínumenn láta líta út fyrir að við
bijótum friðarsamkomulagið en
við höfum hvað eftir annað horft
upp á brot af hálfu Palestínu-
manna. Þeir hafa rétt til að dæma
menn og stinga í fangelsi án þess
að við komum þar nærri. Þeir
hafa handtekið menn sem myrt
hafa ísraela og dæmt í 12-15 ára
fangelsi. Sýnt þegar mennirnir
eru settir á bak við lás og slá en
svo eru þeir sloppnir út viku
seinna. Við höfum látið palest-
ínsku lögreglunni vopn í té, sem
hún hefur skotið á ísraelska her-
menn með. Við höfum ennfremur
séð palestínska lögreglumenn aka
um á stolnum ísraelskum bílum
og með stolin vopn. Að ógleymd-
um hryðjuverkunum. Frá Óslóar-
samkomulaginu 1993 og fram til
1996 voru fleiri Israelsmenn
drepnir en á fimmtán árum þar
á undan. Er það nema von að
menn spyiji sig, hvað hafi áunn-
ist. Svarið er, sem betur fer, það
að menn hafa fengið von um að
ástandið batni.“
Meirihluti landnema ekki
heittrúaður
Fullyrt hefur verið að æ breið-
ara bil sé á milli heittrúaðra gyð-
inga og almennings í ísrael en
Goder tekur ekki undir það. Segir
þetta mikla einföldun, ekki sist
af því að nær ómögulegt sé að
draga mörkin á milli þeirra sem
séu heittrúaðir og hinna sem telji
sig trúaða en fylgi þó ekki lögmál-
inu í hvívetna. Rétt sé að leiðrétta
þann misskilning að meirihluti
landnema sé heittrúaður, sú sé
ekki raunin. „Flestir eru einhvers
staðar mitt á milli þess að vera
heittrúaðir og trúlausir og um
þessa miðju takast stóru fiokkarn-
ir tveir, Verkamannaflokkurinn
og Likud-bandalagið. Þessi
„miðja“ færist til og frá, í síðustu
kosningum færðist hún yfir til
Likud.“
Landnám gyðinga nærri
byggðum Palestínumanna hefur
verið mörgum þjóðum þyrnir í
augum og segist Goder sýknt og
heilagt svara spurningum um
það. „Við teljum okkur einfald-
lega hafa rétt til þess að búa þar
sem við viljum í landi okkar. Það
er ekki rétt að þess séu ekki for-
dæmi að gyðingar búi í borg á
borð við Hebron, ég get tekið sem
dæmi að amma mín fæddist þar.
Þótt fjölskyldan sé flutt þaðan,
hef ég rétt til þess að flytja þang-
að ef ég vil, rétt eins og aðrar
þjóðir í öðrum löndum. Mönnum
hættir til að gleyma því að sjálf-
stæði okkar er frábrugðið sjálf-
stæði annarra landa sem öðluðust
sjálfstæði um svipað leyti og við.
í ísrael eru tvær þjóðir og ákvarð-
anir annarrar hafa áhrif á hina.
Hvar á að draga mörkin, menn
búa t.d. á svæðum Palestínu-
manna en sækja vinnu til Israel?
í Óslóar-samningnum segir að
Palestínumenn megi ekki hafa
eigin her og ekki kalla til alþjóð-
legt herlið til landsins. Að öðru
leyti ráða þeir sér sjálfir, þeir
hafa eigin stjórn, eigin fána, eig-
in lögreglu, þeir keppa á Ólympíu-
leikum. Þetta stríðir ekki gegn
okkar hagsmunum og hættir ekki
öryggi okkar. En fullt sjálfstæði
er ekki á döfínni og ég sé slíkt
ekki fyrir mér.“
Kvíða ekki
sanmingum um Jerúsalem
Goder segist ekki hafa áhyggjur
af því að krafan um fullveldi verði
á endanum til að skapa geysileg
vandamál á milli þjóðanna, stjórn-
málamenn Palestínu verði og hljóti
að gera sér grein fyrir að slíkt
verði ekki samþykkt og að rangt
sé að vekja óraunhæfar hugmynd-
ir í bijóstum manna þar sem von-
brigðin þegar þær bregðist, kunni
að leiða til ólgu og hermdarverka.
„Það sama á við um Jerúsalem,
ég held að Palestínumenn geri sér
grein fyrir að við munum aldrei
láta hana af hendi. í haust náðu
Josef Beilin, ráðherra í ísraelsku
ríkisstjóminni og Abu Mazin, einn
af háttsettustu mönnum Palest-
ínumanna, samkomulagi um Jerú-
salem, sem var munnlegt, ekki
undirritað. Þar féllust Palestínu-
menn á að þeirra heilaga borg,
Alkutz, yrði á svæði sem liggur
að Jerúsalem en ekki innan borg-
armúranna.“
DIESEL - RAFMAGNS - GAS BUROARGETA 1.