Morgunblaðið - 09.03.1997, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.03.1997, Qupperneq 4
4 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Heimildir eru til um fermingu frá upphafi kristninnar Orðió að ferma á uppruna sinn í sögninni con- firmo og sú sögn þýóir í þessu sambandi að- eins eitt: að staðfesta sáttmála skjrnarinnar, segir dr. Sigurbjöm Einarsson, biskup. HEIMILDIR um staðfestingu skírnarinnar eða það sem við nefnum fermingu eru til nánast frá upphafi kristninnar, en fyrstu rituðu heimildir munu vera frá um 100 eftir Krist,“ sagði dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup aðspurður um uppruna fermingar- athafnarinnar. „Eftir skírnina meðtók hinn skírði blessun frá biskupi sem lagði hendur yfir manninn og smurði hann með vígðri ólífuolíu, krisma. Þetta var síðar kallað að biskupa og er siður enn í sumum kirkjum. Meðal annars er svo enn í róm- versku kirkjunni, þar eru börn bisk- upuð og sama máli gegnir um ang- likönsku kirkjuna. En í austurkirkj- unni varð hitt ofan á að prestar framkvæma þetta í umboði bisk- ups. Allar götur frá upphafinu hef- ur verið litið á þetta sem staðfest- ingu skírnarinnar. Framan af, eða í frumkristni, eru einkum fullorðnir skírðir. Á þeim tíma er kirkjan kristniboðskirkja. En börn kristinna foreldra voru einnig skírð og fengu svo þessa blessun í framhaldi skím- arinnar. Síðar var ákveðið í Vestur- kirkjunni að böm skyldu ekki fermd fyrr en þau hefðu náð sjö ára aldri. Og um leið fengu þau að ganga til altaris." Dr. Sigurbjörn sagði að orðið ætti uppruna sinn í sögninni con- firmo og sú sögn þýddi í þessu sam- bandi aðeins eitt: að staðfesta sátt- mála skímarinnar, játast undir hann. Því væri rangt að nota orðið „borgaraleg ferming" vegna þess að þar væri einmitt ekki verið að staðfesta sáttmála. Menn gætu haft mismunandi skoðanir á því hvort þeir vildu fermast, í því væri hver fijáls. „En menn em ekki frjálsir að því að misnota orð og hugtök og gefa þeim merkingu sem ekki stenst í ljósi viðtekinna málshefða og heilbrigðrar skynsemi". - En af hveiju þarf að staðfesta skírnina? „Skírnin þarf ekki neina viðbót, hún er fullgild, hún er gjöf guðs sem hann tekur aldrei aftur. En fermingin var að fornu framkvæmd sem sérstök blessun eða smurning sem vígði mann undir leiðsögn heil- ags anda. Þetta er enn í gildi. En með siðbótinni lögleiddi lút- erska kirkjuskipunin um aukna fræðslu í kristindómi fyrst í Skál- holtsstifti 1541 og síðar fyrir allt land, kvað fast að orði um það. Gissur biskup Einarsson barðist fyrir að skólar yrðu settir á fót í klaustrunum bæði fyrir börn og prestsefni. En kóngsins menn eyði- lögðu þetta og gerðu að engu. Þeir vildu ná til sin og kóngsins þeim fjármunum sem um var að ræða. Hér á ég við innlenda valdamenn ekki síður en danska. í kristni hefur alltaf verið lögð áhersla á einhveija uppfræðslu. Hver kristinn maður átti að kunna Ljósmynd/Jóhannes Long signingu, credo eða trúaijátning- una, Maríubæn og Faðir vor. Sign- inguna má rekja til Jóns biskups Ögmundssonar sem kenndi íslenskri þjóð að signa sig. Uppfræðslan var að sjálfsögðu upp og ofan. En með siðbótinni voru kröfurnar stórauknar. Guð- brandur biskup fyrirskipaði ferm- ingu að undangenginni uppfræðslu. Þá hófst sú hefð sem byggt er á enn í dag þó misbrestir væru oft á framkvæmdihni. Með tilskipun um ferminguna frá 1741 var brotið blað í sögu fermingarinnar á íslandi. Sú tilskipun kom í kjölfar þeirrar rann- sóknar á kristnihaldi sem Harboe biskup og Jón Þorkelsson Skálholts- rektor höfðu innt af hendi og lagði ríkt á við presta að þeir önnuðust uppfræðsluna af kostgæfni og sæju til að heimili hlynntu að bömunum. Meðal annars var það gert með húsvitjunum sem voru fyrirskipaðar áður. Tilgangur þeirra var ekki hvað síst að hlýða á bömin og kynna sér þekkingu þeirra áður en að fermingu kom. Um þær sömu mundir var ákveð- ið að bam skyldi ekki fermt fyrr en við fjórtán ára aldur og hefur því verið haldið síðan og athöfnin hefur í meginatriðum verið í þeirri mynd sem við þekkjum hana nú. Um leið og böm vom fermd var þeim heimilað að ganga til altaris, „ganga innar“. Það hefur haldist til þessa dags. En það getur verið álita- mál hvort rétt sé að binda fyrstu altarisgöngu við þann aldur sem ferming er miðuð við. Trúarvitund hvers manns og trúarþörf er mis- munandi rík. En það er trúa mín að fermingarathöfnin láti fáa ósnortna,“ sagði dr. Sigurbjöm. „Stundum heyrum við þann róm að færa eigi aldur fermingarbama ofar, þau séu ekki tilbúin að skilja hvað þau séu að staðfesta með ferm- ingunni. Ég lít ekki svo á; ef nokkuð er ætti að færa aldurinn neðar. Ég vantreysti ekki bömum til að skilja. Líklega „skiljum“ við það aldrei bet- ur en þegar við emm böm. Því það er að skilja hann, treysta honum og elska hann og vilja fela honum líf sitt. Hugur þeirra er opinn og ein- lægur á þessum aldri. Um fermingarundirbúning fyrri tíma, kverlærdóminn, hefur margt verið sagt. Vilmundur Jónsson, landlæknir, sem ekki var þekktast- ur fyrir að hafa guðs orð á vörum dags daglega, sagði við mig einu sinni, að hann hefði aldrei fengið aðra eins gáfnaþjálfun og þegar hann varð að læra Helgakver utan- bókar og aldrei gengist undir eins alvarlegt próf og þegar hann varð að skila því af sér fyrir altari kirkju sinnar og frammi fyrir séra Bimi Þorlákssyni að Dvergasteini.. Nú eru kröfur til náms barna á öðmm sviðum og öðmvísi að því staðið. Þau em ekki látin læra jafn mikið utanbókar og áður var. Þess sakna ég úr fræðslunni. Áður vom bömin látin læra sálma, bænir, kvæði og bjuggu vel að því. Þá var færra sem glapti og þau vom þann- ig búin að heiman að þau höfðu undirstöðu og þótti sjálfsagt að læra helga texta utanbókar. Við verðum að hafa hugfast að trú og tilfmning fyrir trúnni byggist aldrei á vitsmunaþroska út af fyrir sig. Trú snertir gmnn persónunnar, hjartsláttinn á bak við allt sem við emm; lífskvikuna innst í okkur. Guð er ekki útkoma af neinu reiknings- dæmi, hann er svarið við leyndar- máli mannshjartans. Ekki svar sem við búum til, en við getum þegið það og það gerist hið innra með okkur. Frá fomu fari hafa kröfur verið gerðar til fermingarbams um lág- marksþekkingu í kristindómi, boð- orðunum tíu, signingunni, innsetn- ingarorð heilagrar kvöldmáltíðar og faðirvor. Prestar reyna að halda í horfí með þetta þó stundum sé stundaskrá bama næsta hlaðin nú til dags. En ég endurtek að í sjálfu sér er skím staðföst og gild frá guðs hálfu og þarfnast engrar stað- festingar. En þá getum við einnig spurt: hvað felst í skírninni? í stuttu máli: guð tekur manninn að sér sem sitt barn og gerir hann að „erfíngja eilífs lífs“ og Jesús Kristur vitjar mannsins í skírninni og helgar hann sér. Segir: þú ert minn. Þetta stend- ur óhaggað og hann gengur aldrei á bak þessara orða þó svo að ferm- ingin sé ekki síðar meir. En til þess að þetta verði veruleiki í lífi okkar þurfum við taka undir við hann og segja: Já, ég vil vera þinn. Þetta gerist aldrei í eitt skipti fyrir öll, við þurfum að endumýja sambandið við guð hvern dag. Én fermingin er ómetanlegt tækifæri til að taka í útrétta hönd Drottins, svara til- boði hans um leiðsögn í lífinu um hjálp og eilífa blessun þessa heims og annars," sagði dr. Sigurbjöm Einarsson biskup að lokum. Þ I t I UNGLINGA-SKÍÐAPAKKAR fró kr. 17.892 stgr. rfEXBÍ KÚLUTJÖLD fró kr. 6.900 BAKPOKAR fró kr. 5.900 S?o?t E I G A N I ÚTIVISTARBÚDIM viö Umferðarmiðstöðina Sími: 554 9800 Eftir fermingu 1882 Þessa mynd tók Walther H. Trevelyan eftir fermingu í Reynivallarkirkju í Kjós, að lík- indum ll.júní 1882 oggætiþví verið með elstu fermingar- myndum sem til eru.Þann dag fermdust 11 börn í Reynivallar- kirkju, 5 drengir og 6 stúlkur. „Ríkti meiri eftirvænting en venjulega því meðal fermingar- barnanna var prestsdóttirin á staðnum, Margrét Þorkelsdótt- ir,” og sést hún í hvítum þjóð- búningi önnur frá vinstri. Með á myndinni eru nokkrar þeirra sem fögnuðu á ferm- ingardaginn. Kvenfólkið klæddist ýmist skautbúningi eða peysufötum til hátíða- brigða. A þessum tíma var algengt að konurnar skautuðu með hvítri slæðu. Sumar héldu þó enn í gamla höfuðbúnaðinn, faldinn sem að lögun minnir á páfuglsstél. Yst á myndinni til vinstri er prestfrúin Sigríður Þorkels- dóttir Þegar Margrét var fermd . var hún sextán ára að því er fram kemur í bók Franz Ponzi en myndin er fengin úr bók g hans „ísland fyrri alda.” f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.