Morgunblaðið - 09.03.1997, Page 6

Morgunblaðið - 09.03.1997, Page 6
6 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ GRAFARVOGSSÓKN er sú fjölmennasta á landinu og fermingarbörn þar í ár eru um 250 talsins. Séra Vigfús Þór Árnason sóknarprestur segir að þetta sé stærsti hópur fermingar- barna frá upphafi, en Grafarvogs- sókn var stofnuð sumarið 1989. Síðustu tvö ár hefur séra Sigurð- ur Arnarson þjónað í Grafarvogs- kirkju við hlið séra Vigfúsar og annast þeir báðir fermingar- fræðslu og fermingar sem alls verða 11 að þessu sinni. Hópur verðandi fermingar- barna horfir á myndband um líf og starf Krists þegar Morgun- blaðsfólk ber að garði. Ungling- arnir horfa af athygli á mynd- bandið og skrá glósur öðru hvoru. Fermingarfræðsla hefur verið í allan vetur og mæta börnin í hana einu sinni í viku, auk þess sem þeim er gert að mæta í guðsþjón- ustur 16 sinnum yfir veturinn. Að auki eru haldnir fundir með fermingarbörnum og foreldrum þeirra og í lok fermingarfræðslu taka börnin próf. Því má segja að undirbúningur fyrir fermingu þeirra sé verulegur. Þurfa að þekkja trúna áður en þau fermast „Við viljum að krakkarnir undirbúi sig vel fyrir ferminguna og þeir kunni undirstöðuatriði kristinnar trúar áður en þeir lýsa því yfir að þeir vilji gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns,“ segja prestarnir. Þeir segja fermingar- börnin almennt dugleg og áhuga: söm í fermingarfræðslunni. „í upphafi, á haustin, eru sum svolít- ið óörugg og finnst til dæmis asnalegt að hópurinn þurfi að kijúpa á kné, spenna greipar og loka augum fyrir framan altari og fara með bænir. Þá gjóa þau augunum hvert á annað og glotta eða flissa, en eftir nokkur skipti verður þetta eðlilegur hluti af því að koma í kirkjuna. Við teljum mikilvægt fyrir þau að kynnast mætti bænarinnar og að þau viti að þau geti leitað til Guðs.“ Þegar myndbandið um líf og starf Krists er búið setjast verð- andi fermingarbörn ásamt presti sínum í hring og ræða um efni myndarinnar. Séra Sigurður leiðir umræðurnar og fer yfir spuming- ar sem krakkarnir hafa svarað af nokkuð mikilli samviskusemi og nákvæmni. Séra Vigfús tekur einnig þátt í umræðunum að þessu sinni, en að öllu jöfnu skipta þeir með sér fermingarfræðslunni og kenna hvor í sínu lagi. Síðan ferma þeir börnin saman. Fræðslan tengd atburðum líðandi stundar Það kemur komufólki á óvart að í hópnum verða umræður um Þriggja daga ferð í Vatnaskóg Morgunblaðið/Kristinn SÉRA Sigurður Amarson og séra Vigfús Þór Ámason í helgistund með verðandi fermingarbörnum. Tvö hundruð og fimm- tíu fermingarböm í ár Fermingarfræðsla í Grafarvog Veróandi fermingarböm búa sig meóal annars undir ferminguna meó því aó sækjg fermingar- fræóslu til sóknarpresta sinna. Fylgst var meó nokkrum krökkum í Grgfgrvogi í fræóslu hjó séra Vigfúsi Þór Arnasyni og séra Sigurói Arnarsyni. F ARIÐ yfir spurningar og svör um líf og störf Krists í fermingarfræðslu í Grafarvogskirkju. öllu flóknari málefni en þau sem sýnd voru á myndbandinu, til dæmis um fréttir af óeirðum í ísrael sem prestur tengir listilega við fræðslu á gyðingatrú. Séra Vigfús og séra Sigurður segja að krakkarnir leggi mikla áherslu á umræður og þeir velti talsvert fyrir sér öðrum trúarbrögðum. „Við reynum að fjalla um þessi málefni þegar kostur gefst og það skiptir okkur miklu máli að and- rúmsloftið sé gott,“ segja þeir. Þegar líða tekur á kennslu- stundina fara sumir að _________ ókyrrast í sætum sínum og gjóa augum á klukk- una. Prestar bjóða böm- um þá til helgistundar við altari kirkjunnar, eins og venja er í lok hvers tíma. Einhver, sem orðinn er þreyttur á fræðslunni, missir út úr sér „Jesus Christ“ með til- heyrandi bandarískum framburði og verður svolítið kindarlegur á svipinn þegar hann áttar sig á að ákallið á óvíða betur heima en í Guðs húsi. Kveikt er á kertum við altarið, krakkarnir kijúpa og fara með bænir og trúaijátningu. Að svo búnu fá þeir að fara heim, en eru minntir á að lesa vel næstu tvo kafla í kennslukverinu. Ekkert óeðli legt að þau hlakki til að fá gjafir „Eitt af meginmarkmiðum okk- ar með fermingarfræðslunni er að unglingarnir skilji, skynji og meðtaki kristna trú og þeir fínni að það er jákvætt og gott að koma í kirkjuna sína,“ segja klerkar. í upphafi fermingarfræðslu á haust- in er farin þriggja daga ferð _ í Vatnaskóg. „Þangað fara prestar og fræðarar með krökkunum, auk kennara og þessar ferðir gefa okk- ur gott tækifæri til að nálgast börnin og kynnast þeim nánar. Þarna er einatt mikið ijör og auk kristinnar fræðslu er mikið um útiveru og alls kyns leiki, að ógleymdum kvöldvökum." Séra Vigfús og séra Sigurður eru spurðir hvort þeir verði ekki varir við að - í það minnsta í sumum tilvikum - annað sé að baki ákvörðunar um fermingu en einlæg kristin trú. „Jú, auðvitað eru börnin spennt fyrir gjöfum, veislu og því sem tilheyrir ferm- ingunni, en það er skiljanlegt. Sjálfír höfum við gaman af að halda veislur og verðum spenntir þegar það stendur til. Innst inni verðum við líka bæði spenntir og glaðir þegar við fáum gjafir. Því skyldu krakkarnir ekki finna fyrir þessu líka? Það væri rangt að afneita þessari veraldlegu um- gjörð kringum fermingu, því hún er hluti af hefð sem fæstir hafa áhuga á að ijúfa. Við höfum öll gaman af að gera okkur dagamun þegar tilefni gefst og þótt vissu- lega þurfi að gæta hófs í veislu- höldum kringum fermingar, hefur komið skýrt fram hjá fermingar- börnum okkar að eitt af því sem skiptir þau mestu máli er að á fermingardaginn sameinast fjöl- skylda og vinir til að samfagna þeim. Þetta skiptir þau meira máli en gjafírnar. Réttur aldur til að fermast Talið berst að gelgjuskeiði og þeim þroskabreytingum sem verða á krökkum á fermingar- aldri. Séra Vigfús hefur mjög ákveðnar skoðanir á málinu: „13-14 ára krakkar eru á mjög við- kvæmu skeiði sem mér fínnst rétt að kirkjan komi inn í. Þess vegna væri ég mótfallinn hærri ferming- araldri. Við vitum hvað er krökk- unum fyrir bestu og meðan við höfum enn tækifæri til að hafa áhrif á þá ber okkur að kynna fyrir þeim það besta og halda því að þeim. Þess vegna eigum við að leggja áherslu á kristinfræðslu til krakka á þessum aldri og hvetja þá til að fermast og gera Krist að leiðtoga lífs síns. Það styrkir börn að finna fyrir festu trúarinnar á þessum umbrotatím- um í lífi sínu.“ Áö9%U5ID Mörkinni 6, sími 588 5518. Bílastæði v/búðarvegginn. Ulpur, ullarj'akkar Stuttar og síðar kápur fyrir ungu stúlkuna, mömmuna og ömmuna. Opið laugardaga frá kl. 10-16 ais MYNDAVELAR Skipholti 50B, Simi 553 9200. YFIR 100 GERÐIR FRÁ Minolta, Nikon, Olvmpus, Canon, Konica, Ricoh, Samsung og Sigma. SlGMA LINSUR FRÁ 14 MM TIL ÓOO MM Á LAGER FYRIR CANON EOS, Minolta AF og Nikon vélar. í MYNDAVÉLUM ERUM VIÐ SÉRFRÆÐINGAR FCÍO VAL I I I > i í i . \ I t B l I B B

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.