Morgunblaðið - 09.03.1997, Síða 28

Morgunblaðið - 09.03.1997, Síða 28
28 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ' SKÖTUSELUR með kryddjurtasósu. HÖRPUSKEL í saffransósu. Fiskur í forrétt og kryddhjúp- aður svínakambur í aðalrétt S» *?> Morgunblaðið/Kristinn ingvarsson PASTORAMI. Takið eftir að kamburinn er skor- inn í þunnar sneiðar og hver sneið vafin saman svo að þær mynda eins konar rósabúnt Skötuselur með kryddjurtarsósu _____20 g smjör 4 stk. skalottuloukur 800 g skötuselur 2 msk. þurrt hvítvín eða sítrónusafi sa[t Kryddjurtasósa 200 g smjör 300 g hrein jógúrt _______3 egg______ solt, cayennapipgr 1 búnt steinseljo Anna Salka Knútsdóttir og Þórir Ríkarðsson gefg fermingarblaðinu uppskriftir aó matarboði að þessu sinni. Ásamt þeim vann Ottó Magnússon uppskriftirnar. Hörpuskel í saffransósu Þau Anna Salka og Þórir keyptu fyrir skömmu veit- ingastaðinn Pottinn og pönnuna og hyggjast gefa honum andlitslyftingu, veitingasalur verð- ur málaður í ljósum litum og sæti klædd dumbrauðu áklæði. Þau hafa einnig á pijónunum ýmsar nýjar hugmyndir um mat- seðilinn og leggja mikla áherslu á lambakjöts- og fískrétti. Salatbar- inn, sem þessi veitingastaður var einna fýrstur að bjóða, mun áfram verða í boði svo og ísbarinn. Þá ætla þau að leggja kapp á að staðurinn verði fjölskyldustaður og hyggjast þau gera bamahomið vistlegt með nýjum leikföngum. Þau annast einnig veisluþjón- ustu og er þá ýmislegt að velja um, smáréttaborð sem er með ýmsum nýstárlegum réttum eða eins og Anna Salka segir „við höfum eiginlega notað ýmsa for- rétti og umbreytt þeim í smá- rétti“, einnig er hægt að fá heitt og kalt borð eða blandað og allt eftir óskum hvers og eins. Þau em ung og kappsöm, em bæði mat- reiðslumenn og unnu um nokkurra ára skeið hjá Meistaranum áður en þau réðust í að kaupa Pottinn og pönnuna. Þau segja að verð á fermingar- hlaðborðum sé frá 1.390-1.850 kr. Á ódýrasta borðinu er t.d. tveir forréttir, einn kjötréttur og pott- réttur en á því dýrasta má nefna fjóra til fímm forrétti, tvær heitar steikur og kjúklingarétt eða kalk- únabringur. Hér fara á eftir uppskriftir tveggja forrétta, eins aðalréttar og eftirmats á fermingarborðið. 800 g hörpuskel 75 g smjör I stk skalottulaukur, saxaður ______'/% tsk. saffrgnþrasóir_____ salt 1 tsk. koníak en því mó sleppa og nota sítrónusafa í staðinn VILLIBERJAPÆ. Svanurinn er ís úr Skaftárhlaupinu sl. haust pgprikg, rouð og græn. skorin í teningg 100 g sveppir 40 sl rjómi svartur pipar, mulinn fisksoð 1 tsk. vermút Smjör er brætt á pönnu. Söxuðum lauknum bætt á pönnuna. Hörpu- skel, saffrani og salti bætt út í og því næst koníaki (eða sítrónusaf- anum), vermút, sveppum og rjóma. Allt látið krauma á pönn- unni í nokkrar mínútur. Hörpuskel- in er nú tekin af pönnunni og sós- an látin sjóða þar til hún þykknar. Sósan er síðan krydduð með salti og pipar eftir þörfum og papriku- teningar settir út í. Gott er að bera fram hrísgrjón með. Þessi uppskrift dugar fyrir fjóra. Hátíðamatur á fermingardaginn 50 g spínatblöð 2 msk. sítrónusafi Eldfast mót smurt með smjöri. Laukurinn saxaður og honum stráð í mótið. Skötuselnum er síðan rað- að í mótið og hvítvíni eða sítrónu- safa hellt yfir. Örlitlu salti dreift yfir. Mótinu er lokað.með álpappír. Ofninn er hitaður í 225 gráður og fiskurinn látinn vera í ofninum í 20 mín. Soðinu er hellt frá og hluti þess notaður í kryddjurtasós- una. Þegar sósan er tilbúin er stein- selja, spínat, jógúrt, egg, salt og pipar sett saman í matvinnsluvél. Smjörið er brætt og því hellt yl- volgu í matvinnsluvélina og látið blandast vel því sem þar er fyrir. Því næst er sósan sigtuð þar til allur vökvi er farinn úr sigtinu. Vökvanum er hellt í pott og hann hitaður við mjög vægan hita þar til hann fer að þykkna. Hræra skal í pottinum á meðan og suða má ekki koma upp. Potturinn er tekinn af hellunni og tveimur msk. af fiski- soði bætt út í og sítrónusafa. Einn- ig má krydda með estragon, basil og dilli. Pastarami er aðalrétturinn. Það er léttreyktur svínakambur með kryddhjúp og er borinn fram kaldur eða heitur og er keyptur tilbúinn. í kryddhjúp- inn er notaður rósapipar, venjuleg- ur pipar, graslaukur, sinnepskorn og blandaðar kryddjurtir. Með réttinum er borið fram snöggsoðið grænmeti og sykur- brúnaðar kartöflur. Rauðvínssósa eða villisveppasósa á mjög vel við þennan rétt. Villisveppasósa 200 g villisveppir eru brúnaðir á pönnu, kryddaðir með aromat, salti og pipar. Vatni upp í einn lítra er hellt yfir sveppina, út í er settur kjúklingakraftur eða annar kjöt- kraftur. Kryddað eftir smekk. Þykkt með smjörbollu. Rjóma bætt út í eftir að sveppirnir eru soðnir Rauðvínssósa 100 g laukur 50 g svartur mulinn pipar ______1 dl rauðvín____ 30 g nautateningakraftur sletta af Worchestersósu Laukurinn er gljáður og piparinn settur út í. Þetta er soðið niður með rauðvíninu í 15 mínútur. Þá er bætt vatni upp að 1 lítra með. Bragðbætt með tómatkrafti og 10 g timian. Bökuð upp með smjör- bollu. Villiberjapæ 1 Vibolli mulið hafrakex eða óþekkt ______________kex_______________ _____1/bolli hakkaðar hnetur____ __________14 bolli sykur________ __________'Abolli smjör_________ 1 msk. sýrður rjómi Á botninn kemursíðan: ________1 box sýrður rjómi______ 1 box rjómaostur 2 stk. eggjarauður 1 'A bolli bláber eða krækiber 1 bolli sykur Kexi, hnetum, sykri og sýrðum rjóma er blandað vel saman og flatt út í smurt kökumót. Sýrðum rjóma, rjómaosti, eggjarauðunum, bláberjum og sykri er blandað saman og hellt yfir botninn,. Þetta er bakað við 200 gráður í 10 mínút- ur. Best er að gera kökuna degin- um áður. Til skreytingar og bragðbætis má bera þennan rétt fram með ýmsum ávöxtum, svo sem hind- berjum, jarðarberjum og brómberj- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.