Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1997, Blaðsíða 30
30 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ORIENT úr með sjálfvinduúrverki sem þýðir að rafhlöðuskipti eru úr sögunni - vatnsþétt. Verð kr. C). 980 Ef þú gerir kröfur um gæði, veldu pá ORIENT — ^ott úr er <^ód fermin^af ^jöf - úrsmiðaveslun Karls ^udmundssonaf Austurvegi 11, Selfossi, sími 482 1433. cx spcnnandi og smart hálsmen fyrir ungar dömur 6/, simi óo2 4<)/0 r s 1 u n mi 561-5077 Tvískiptir kjólar Dragtir Lax á austurlenska vísu, salöt, léttsaltað lambalæri 0 g heimabakað brauð Hugmynd af fermingarhlaðborði Ef hátíóaréttirnir eru vel valdir má undirbúa sem mest fyrirfram og eftirleikurinn auóveldur. Eftirfarandi matseóill er valinn meó þetta í huga, en auk þess er þetta ekki sérlega dýr matur og frábrugóinn því, sem oftast sést á hlaðborðum. essar uppskriftir duga fyrir um 20 manns, en réttirnir eru fyrir um 10-12 manns, ef þeir eru bornir fram stakir. Á matseðlinum er lax á austurlenska vísu og fiskur í hlaupi með sósu úr sýrðum ijóma. Þá léttsaltað lambalæri með tvenns konar salati úr hvítum baunum með þurrkuðum tómötum og hins vegar kartöflusal- at með kapers og selleríi. Gott heimabakað brauð er sjálfsagt með- læti. Loks er uppskrift að ítölsku núggati, undurgott með kaffinu. Þá fer vel á að velja saman góða osta t.d. með vínbeijum, eplum, stöngulselleríi og ósætu kexi. Best er að fisk-, kjötréttir, salöt og ostarnir séu saman á borðinu, en kökur og eftirréttir sér og þá með sérstökum diskum. Hin gull- væga regla til að njóta hlaðborðs er að einbeita sér að fáum tegund- um, svo að ekki ægi saman físki, kjöti og eftirréttum. Auðvelt er að útbúa mat fyrir 20-40 manns, ef skipulagt er í tæka tíð og best er að eiga góða að til aðstoðar. Það er misjafnt hvað fólki er gefið ríkulega af skipulagsgáfu. Lax á salatbeð á austurlenska vísu Sojasósa og engifer ljá laxinum austurlenskan svip og bragðið er sérlega ljúffengt. Laxinn er bestur, ef hann er matreiddur samdægurs. 3 væn flök af roðflettum _________Iqxi, um 1,5 kg________ _______1,8 dl japönsk sojasósa 1,8 dl vinberjakjarnaolía 3 msk vodka, brennivín eóa annað ófengi af þessu tagi 4 fínsöxuð hvítlauksrif um 5 cm ný engiferrót rifinn börkur af 1 sítrónu Blandið saman öllu nema laxin- um. Leggið laxinn í fat, ofnskúffa hentar vel, þannig að hann liggi flatur og jafnið leginum yfir flökin. Látið hann standa í klst. í kryddleg- inum, en gjarnan nokkrar klst. ef tækifæri er til. Stillið ofninn á hæsta og glóðar- stillingu (eða á háan hita, ef þið hafið ekki glóðarstillingu). Setjið laxinn inn í heitan ofninn í um 10 mín. Tíminn fer eftir þykkt og ofn- hita, en galdurinn er að laxinn skreppi saman og bakist, en þann- ig að hann sé enn við að vera hrár innst, þá er áferðin rétt. Takið laxinn út og látið hann kólna áður en hann er borinn fram. Hann má vera við það að vera volgur og á alls ekki kaldur úr kæliskáp. Salat 2 væn og föst jöklasalathöfuð 500 gr grófrifnor gulrætur rifinn börkur gf sítrónu ________salatsóso úr 1 dl____ vínberjakjarnaolíu og 1/2 dl sítrónusafa Hreinsið og saxið jöklasalatið. Gætið þess að ekki sé vatn í því. Þeytið salatsósuna með gafli, blandið henni saman við salatið og gulrófurnar og stráið salatinu á fat og komið flökunum fallega fyrir á salatinu. Dreypið kryddleginum yfir fiskinn og rífið sítrónubörk yfir til bragðs og skrauts. Fiski- og rækjurönd með fennel og gúrkum Hér er stungið upp á að nota skötusel, því hann er fastur í sér og bragðgóður. Rækjurnar bæta hann enn og fennel og gúrkur gefa góða áferð og gott bragð. Ef þið fáið ekki fennel, getið þið sleppt því og bætt við aðeins meiru af gúrku, en fennel gefur firna gott bragð. Hlaupið er ekki meira en svo að allt festist vel saman og einfaldast er að nota hlaup, sem fæst í pökkum og er ætlað til að útbúa fisk í hlaupi. Og allra einfald- ast er að útbúa þennan rétt í formi, sem þið berið hann fram í, svo ekki þurfi neinar kúnstir til að fá hlaupið í heilu lagi úr forminu. Þennan rétt getið þið útbúið dag- inn áður en hann er snæddur. Með fiskiröndinni er gott að bera fram sósu úr sýrðum rjóma og þið getið notað hvaða upp- skrift, sem ykkur líst á að slíkri sósu. Sýrður rjómi, sítróna, salt, pipar og dill er einföld og góð út- gáfa slíkrar sósu. 1 kg skötuselur, beinlaus og ______________roðlaus____________ _________2 væn fennelhnýði_______ ______________4 gúrkur___________ 500 g stórgr rækjur, afþíddar um 1 I gf fljótgndi fiskhlgupi, útbúið eftir leiðbeiningum ó pakkanum, en meó heldur minna gf vökvo, svo þið getið notað soðið af fisknum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.