Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 34

Morgunblaðið - 09.03.1997, Side 34
34 F SUNNUDAGUR 9. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fermingarböm á ýmsum tímum aldarinnar Það er eftirtektarvert þegar rætt er við fermingar- börn fyrri ára, hvort sem í hlut á kona á tíræðis- aldri úr Dölum vestur sem á 77 ára fermingaraf- mæli með vorinu eða Reykjavíkurdreng sem fermdist í fyrra að það vefst fyrir fæstum að rifja upp fermingardaginn sinn. Vonir fermingar- barns á hinum ýmsu tímum eru vitaskuld ólíkar, hætt er við að mörgum stúlkum þætti snautlegt að fá gjafirnar sem Margrét Oddsdóttir varð að gera sér að góðu, jafnvel þó framreiknaðar væru. Oft er sagt að við fermingu séu börn komin í fullorðinna manna tölu. Það mátti kannski fremur til sanns vegar færa áður þegar sjálf- sagt þótti að börn færu strax að vinna eftir fermingu. Nú til dags eru fermingarbörn í miðjum klíðum við nám og sjaldnast gerðar þær kröfur að þau sjái fyrir sér á þessum árum. Það er kannski gott að íhuga orð unga piltsins sem fermdistí fyrra og sagði: „Maður eldist og þroskast með árunum en ekki á einum degi.” Hvað sem breytingum líður á ytra umhverfi er fermingarathöfnin og innihald hennar það sem verður trúlega hvað lífsseigast mörgum og situr í minnisskríninu þegar veislunni er lokið og gjafirn- ar fyrndar og fúnar. MARGRÉT ODDSDÓTTIR Fermingarbarn 1920 MARGRÉT Oddsdóttir var um tvítugt þegar þessi mynd var tek- in. Þetta var önnur myndin sem tekin var af henni á ævinni. Hárgreiðsluna annaðist Margrét Sigurðardóttir frænka hennar. MARGRÉT Oddsdóttir var fermd að Stóra-Vatns- hornskirkju í Dölum vorið 1920 og gerði það sr. Jón Guðnason. Hún segir að veðrátt- an hafi verið vond þetta vor. Víða vantaði hey og þurfti að rífa í lyng handa skepnum. Viku fyrir fermingu fór Margrét í fermingarfræðsluna. Frændi hennar fór með hana gangandi frá Smyrlhóli í Haukadal að Miðskógi. Þar gisti hún en gekk að Kvennabrekku á hveijum degi. „Ég hef ekki verið nema hálftima að ganga þetta, ég var létt á mér þá. Presturinn sr. Jón uppfræddi okkur um allt gott og mér finnst ég hafa búið að því, hann var dæmalaust indæll og þau bæði þjónin.“ Þótti svo vænt um þegar veðrið skánaði „Þá var til siðs að börnin læsu upphátt úr kverinu í kirkjunni en athöfnin var ekki löng. Ferm- ingarsy stkini mín voru tveir strákar, Óskar á Jörva og Ing- ólfur á Vatni. Við fórum ríðandi fram að Vatni og það voru ein- tómir skaflar alla leiðina. Um miðjan dag, eða um það leyti sem messan var búin, skipti um veðráttuna og gerði hlýtt og notalegt, ég gleymi því ekki hvað mér þótti vænt um veðrið þegar það skánaði, það var svo erfitt að eiga við skepnurnar, kindur og lömb þegar var svona kalt. Þá var tekið til altaris og ég man að mér fannst sopinn af messuvíninu ágætur. Það var engin fermingarveisla, engum gestum boðið og engu af mínu móðurfólki. Ég fann ekkert fyr- ir því en ég fann alltaf fyrir því að ég var búin að missa móður mína. Það voru kleinur og pönnukökur með kaffinu Einhver dagamunur var þó gerður, það þótti nú dagamunur ef maður fékk eitthvað betra með kaffinu. Það voru kleinur, pönnukökur og eitthvað þess- háttar. Eitthvað var bakað fyrir h vítasunnuna, það var verjan að baka fyrir allar hátíðir. Og hvað heldur þú að ég hafi fengið í fermingargjöf? Ég fékk fjögur kort og tvær krónur, ég man ekki hver gaf mér krónurn- ar. Börn fengu yfirleitt litlar fermingargjafir, en sum hafa kannski fengið meira en þetta. Það var til í því að þeim voru gefin hross, ég var ekki mikið gefin fyrir hross; en það hefði mátt gefa mér kálf. Fékk nýja blússu en var í lánskjól Ég fékk ekki mikið af fötum en frænka mín hafði saumað á mig blússu og Guðrún Ólafsdótt- ir saumaði á mig pils, það voru nú öll fötin sem ég fékk en svo var fenginn lánaður fermingar- kjóll. Það voru bara efnaðri konur sem gátu gefið stelpunum sínum fermingarkjóla og þær lánuðu svo hinum,. Mér líkaði Húnfékkfjög- ur kort og tvær krónur í fermingargjöf nú ekki að vera í lánskjól. Hann var ekki nærri nógu stór á mig, þær voru búnar að fermast í honum margar áður og stelp- urnar hennar Höllu á Leikskál- um líka en hún átti þennan kjól.“ Ég trúi á það sem gott er Og hveiju breytti svo ferm- ingin fyrir Margréti? „Ekki nokkru," segir hún og bætir við að hún sé alltaf sama stelpan enda ekki nema liðlega níræð. Þegar hún er spurð hvort hún sé trúuð segir hún: „Ég mundi segja það, ég trúi á það sem gott er og gæti ekki verið ein frammi á Jörva á sumrin ef ég tryði ekki. Ég trúi líka á kross- markið, ég krossa fyrir allar hurðir og í svefnherberginu mínu, svo ofan á rúmið sem ég sef í og svo á mig og þá man ég líka eftir að lesa bænimar mínar.“ Dvelur ein frammi á Jörva á sumrin Margrét er frá Jörva í Haukadal og þar eyðir hún tíma á sumrin. Maður hennar er lát- inn og dvelur Margrét ein síns liðs og kippir sér ekki upp við það. En annars býr hún á Silf- urtúni sem er dvalarheimili aldraðra í Búðardal. Hún var að enda við að steikja kleinur og sagðist vera að fara á kvenfé- lagsfund í kvöld og ætlaði með kleinur með sér á fundinn. Magga gekk í kvenfélagið Þorgerði Egilsdóttur fyrir ári og tejja kvenfélagskonur að hún hljóti að hafa sett heimsmet. Eða veit einhver um aðra níræða konu sem hefur gengið í eitt- hvert félag? Magga verður 91 árs í vor en hefur meiri orku en margur unglingurinn. Hún varð móðurlaus ársgömul Hún er minnug á gamla tím- ann og segir frá uppruna og ætterni „Eg er fædd að Hömrum í Haukadal 26. apríl 1906, móðir mín dó þegar ég var rúmlega ársgömul úr berklum, að sagt var, og 2ja ára var farið með mig að Smyrlhóli og ég man það vel. Ég var alin þar upp hjá föður- bróður mínum Jónasi Arngríms- syni og konu hans Guðbjörgu Ölafsdóttur. Foreldrar mínir voru Marta Hannesdóttir og Oddur Arngrímsson. Á Smyrl- hóli var ég til tvítugs. Ég átti tvö systkini, systur sem var þremur árum eldri og bróður sem var ári yngri en ég, en hann dó litlu á eftir móður okkar. Bróðir minn hét Valdi- mar, hann var látinn heita eftir séra Valdimar Briem. Móðir mín hefur líklega þekkt hann og Ólafía systir min var látin heita eftir Ólafíu Jóhannsdóttur þess- ari góðu konu sem fór til Nor- egs. Hún var vinkona móður minnar. Systir mín ólst upp í Miðdölunum en við kynntumst ákaflega lítið. Pabbi minn var mikið á Sauðafelli, og var systir mín nokkur ár þar og fermdist þaðan. Ég held að það hafi farið vel um hana.“ Svo snýr Margrét sér aftur að kleinunum fyrir kvenfélags- fundinn um kvöldið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.