Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 1

Morgunblaðið - 13.05.1997, Síða 1
112 SÍÐURB/C 105. TBL. 85.ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR13. MAÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vill hengja spillta stjórn- málamenn París. Reuter. SPILLTIR stjómmálamenn eiga skilið að verða hengdir, eins og á tímum keisara og konunga fyrir 1789, sagði Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, í sjón- varpsviðtali í gær. Le Pen hélt því fram, að um þessar mundir sættu á annað þús- und franskra stjómmálamanna, frá ráðherrum ofan í sveitarstjóra, lögreglu- eða dómsrannsókn vegna spillingar eða skyldra brota. Hann sagði 9 af hveijum 10 stjórnmála- mönnum spillta. Mobutu sagður til- búinn að gefa eftir Brussel, Höfðaborg;. Reuter. N’ZENGA Mobutu sagði föður sinn, Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, reiðubúinn að koma að vem- legu leyti til móts við Laurent Kabila, leiðtoga uppreisnarmanna, til þess að binda enda á stríðið í landinu. Thabo Mbeki, aðstoðar- forseti Suður-Afríku, sagði að ráð- gerður fundur Mobutus og Kabilas á morgun væri síðasta tækifærið sem gæfist til að komast hjá blóð- ugu lokauppgjöri í Zaire. N’Zenga Mobutu sagðist í við- tali við belgíska sjónvarpsstöð, RTL-TVI, ekki geta sagt hvort faðir sinn væri tilbúinn að afsala sér völdum í hendur bráðabirgða- stjómar undir forystu Laurents Síðasta tækifærið til að komast hjá blóðbaði Monsengwos erkibiskups sem stuðningsmenn hans hefðu lagt til um helgina. Samtök uppreisnar- manna, ADFL, hafa hafnað þeirri tillögu. Einnig hafa þeir hótað að hætta frekari samningaumleitun- um taki Monsengwo boði þingsins um að gerast forseti þess og þar með arftaki Mobutus yrði hann af völdum andláts eða annarra orsaka ófær um að gegna forsetastarfi. Uppreisnarmenn lýstu því sömu- leiðis í gær að Mobutu fengi ekki annað tækifæri en á fundinum með Kabila á morgun til þess að sam- þykkja friðsamlega lausn deilunn- ar. Þar réðist hvort uppreisnar- menn lentu mjúkri lendingu í höf- uðborginni Kinshasa eða hvort þeir.yrðu að taka hana með öflugu heráhlaupi. Kinshasa innan seilingar Joseph Kabila, sonur uppreisnar- leiðtogans, er stjómar framlínu- sveitum uppreisnarmanna, sagði í gær að Kinshasa væri aðeins í seil- ingarfjarlægð og spáði falli hennar á næstu dögum, semdist ekki um friðsamlega uppgjöf Mobutus. BANDARÍSKIR sjóliðar búa Cobra-þyrlur undir að aðstoða við brottflutning vestrænna manna frá Kinshasa. Hersveitir frá nokkrum löndum bíða í Brazzaville í Kongó þeirra erinda. Jeltsín heldur kröfum á lofti Moskvu.Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagðist í gær myndu freista þess með símhringingum til vestrænna stjómarleiðtoga að knýja fram kröf- ur Rússa í þeim atriðum samkomu- lags við Atlantshafsbandalagið (NATO) sem enn væri ósamið um. Jeltsín reið á vaðið með því að hringja í Jacques Chirac Frakk- landsforseta. „Áhersla var á það lögð í samtalinu að samkomulag næðist um það sem enn stendur út af,“ sagði talsmaður Jeltsíns. Von er á Javier Solana, fram- kvæmdastjóra NATO, til Moskvu í dag til samningaviðræðna við Jevgení Prímakov utanríkisráð- herra. Sá síðamefndi sagði í við- tali við dagblaðið Ízvestíu í gær, að enn ætti eftir að hnýta nokkra lausa enda í fýrirhuguðu sam- komulagi NATO og Rússa, m.a. um hvemig breyta ætti samningi frá 1990 um hefðbundin vopn í Evrópu og heiti samkomulagsins. Friða pólitíska andstæðinga Talið er að með yfirlýsingum sínum vilji Jeltsín og Prímakov láta í lengstu lög líta út fýrir að niðurstaða samningaumleitana sé í óvissu. Yfirlýsingunum sé fyrst og fremst ætlað að friða pólitíska andstæðinga heima fyrir. Prímakov sagðist gera ráð fyrir að það yrði ljóst eftir fundi þeirra Solana í dag og á morgun hvort samkomulag NATO og Rússa vegna stækkunar bandalagsins yrði undirritað í París 27. maí nk. Fannst lifandi eftir tvo daga Ardakul. Reuter. Lentuá röngnm flugvelli Houston. Reuter. BOEING 737-500 þota frá Continental-flugfélaginu á leið frá Houston til Corpus Christi í Texasríki á sunnudag lenti á röngum flugvelli en enginn veit hvers vegna, að sögn tals- manns flugfélagsins. Þotan, sem var með 51 far- þega innanborðs, lenti á aflögð- um velli úr seinna stríðinu sem er í 6,5 kílómetra fjarlægð frá alþjóðaflugvellinum í Corpus Christi. Talsmaður Continental sagði ekki ljóst hvers vegna þotan lenti á röngum velli en málið væri í rannsókn. Hann sagði að flugmennirnir hefðu verið settir í starfsbann þar til rann- sókn lyki. Engar skemmdir urðu á flugvélinni. Farþegum var ekið á rútum á leiðarenda og nýir flugmenn fengnir til að fljúga þotunni til heimavallar Contin- ental í Houston. Reuter Betra seint en aldrei! FÁGÆTRI bók, Sögu Eng- lands, konunga þess og drottninga, sem gefin var út 1706, var skilað í Houghton- bókasafn Harvardháskóla í gær, 223 árum eftir að hún var fengin að láni í safninu. Á myndinni er bókin í hönd- um Rogers Stoddards safn- varðar. MEÐ berum höndunum einum grófu íbúar í fjallaþorpinu Ardakul í íran í rústum húsa og björguðu konu lif- andi út úr þeim tveimur sólarhringum eftir að 7,1 stiga jarðskjálfti jafnaði Ardakul og 200 önnur þorp við jörðu. Talið er að um 2.400 manns hafi beðið bana í skjálftanum og 6.000 slasast. Um 50.000 manns misstu heimili sín. íranir fóru fram á það við stofnanir Sameinuðu þjóðanna, að þeir yrðu aðstoðaðir við neyðar- flýðu til Suður-Kóreu á fiskibáti og er það fyrsti flótti sinnar tegundar frá hungursneyðinni í Norður-Kóreu. Skipstjóri og vélstjóri hins 32 tonna trébáts dulbjuggu hann sem kínverskan togbát og tókst með þeim hætti að sneiða hjá eftirliti hjálp og uppbyggingarstarf. Mörg grannríki þeirra hétu matvælum, Frak'kar sendu björgunarsveitir og lyf, Bandaríkjamenn hétu hjálpar- gögnum fyrir 100.000 dollara og Þjóðveijar fyrir hálfa milljón marka. í gær skók 4,8 stiga eftirskjálfti norðvesturhluta írans, m.a. borgirn- ar Ardabil og Nir, en fréttir af tjóni höfðu ekki borist. ■ 2.400 manns fórust/22 norður-kóresks strandgæsluskips. Suður-kóreskt herskip sigldi til móts við bátinn skammt suður af vopnahléslínunni við vesturströnd landsins og hélt með flóttafólkið áleiðis til Inchon. ■ Hugðust ráða/23 Reuter Synti frá Kúbu til Flórída ÁSTRÖLSK langsundskona, Susie Maroney, gengur á land í Key West í Flórída í gær eftir að hafa orðið fyrst allra til að synda frá Kúbu til Flórída. Sundið þar á milli er 145 km breitt en vegalengdin, sem Maroney lagði að baki, var 174 km. Hún var 24Vi stund á leiðinni og til þess að verða ekki fyrir hákarlaárás synti hún mestan tímann inni í flotbúri. Varð hún vör tveggja hákarla á sundinu en marglyttur gerðu henni einnig lífið leitt. Við landtöku sagði Maroney sterka strauma hafa auðveldað sér þreksundið og flýtt förinni. Átti hún erfitt með að tala vegna munnbólgu af völdum sjávarseltu. Maron- ey, sem er 22 ára, sagði að næst myndi hún líklega reyna að synda frá Mexíkó til Kúbu. Dulbjuggu bát til flótta frá N-Kóreu Inchon, Seoul. Reuter. TVÆR norður-kóreskar flölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.