Morgunblaðið - 13.05.1997, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Úrskurður samkeppnisráðs um alnetsþjónustu Pósts og síma
Keppinautar njóti sam-
bærilegra viðskiptakjara
SAMKEPPNISRÁÐ hefur úrskurðað að keppi-
nautar samkeppnissviðs Pósts og síma hf. skuli
njóta sambærilegra viðskiptakjara og sam-
keppnissvið Pósts og síma hf. nýtur og sam-
bærilegs aðgangs að búnaði og hvers konar
tæknilegri aðstöðu sem tengist einkaréttarþjón-
ustu Pósts og síma hf.
í úrskurði samkeppnisráðs frá 7. maí síðast-
liðnum segir að mismunur á kjörum í viðskipt-
um við einkaréttarsviðið verði að byggjast á
hlutlægum og málefnalegum ástæðum, s.s.
mismunandi kostnaði vegna umfangs viðskipt-
anna. Öll frávik varðandi aðgang að aðstöðu
og búnaði verði að byggjast á hlutlægum og
málefnalegum sjónarmiðum, s.s. sannanlegum
tæknilegum ómöguleika.
Keppinautar töldu sig ekki sitja
við sama borð
Vegna stöðu Pósts og síma, þ.e. stærðar
fyrirtækisins og einkaréttar þess til að veita
ýmiss konar þjónustu, og þar sem keppinautar
samkeppnissviðs fyrirtækisins töldu sig að
mörgu leyti ekki sitja við sama borð og sam-
keppnissviðið hóf Samkeppnisstofnun athugun
á endursölu Pósts og síma á alnetstengingum.
Póstur og sími hóf sölu á alnetstengingum
til einstaklinga og fyrirtækja 7. ágúst í fyrra,
en fyrir á markaðnum voru um 19 íslensk einka-
fyrirtæki sem stunduðu endursölu á alnetsteng-
ingum. Samkeppnisstofnun bárust óformlegar
athugasemdir frá nokkrum þeirra og beindist
gagnrýni fyrirtækjanna einkum að því á hvem
hátt viðskiptavinum Pósts og síma var gert
kleift að hringja inn á alnetið í gegnum al-
menna símakerfið.
Póstur og sími auglýsti þessa þjónustu sina
þannig að kostnaður við að hringja inn á netið
væri sá sami alls staðar á landinu og gagn-
rýndu aðrir endurseljendur alnetstenginga
þessa ráðstöfun harðlega þar sem viðskiptavin-
ir þeirra utan höfuðborgarsvæðisins þyrftu að
greiða Pósti og síma utanbæjarskref þegar
þeir hringdu inn á alnetið. Töldu endurseljend-
ur að hér væri um aðstöðumun að ræða. Sam-
keppnissvið Pósts og síma nyti þarna verulegra
fríðinda og hætta væri á að niðurgreiðslur á
alnetsþjónustunni ættu sér stað.
Samkeppnissvið
greiði markaðsvexti
í úrskurði samkeppnisráðs er þeim tilmælum
beint til Pósts og síma hf. að til viðbótar þeim
fjárhagslega aðskilnaði sem þegar hefur farið
fram á milli samkeppnissviðs Pósts og síma
hf. og annarra sviða fyrirtækisins skuli sam-
keppnissvið frá 1. janúar 1997 færa til gjalda
og greiða markaðsvexti, samkvæmt mati lög-
gilts endurskoðanda, af stofnframlagi einka-
réttar sem er að upphæð 1.315.388.204 kr.
Þá skuli skuldir samkeppnissviðs Pósts og síma
hf. við önnur svið fyrirtækisins bera markaðs-
vexti.
Frá og með gildistöku ákvörðunar samkeppn-
isráðs er samkeppnissviði Pósts og síma óheim-
ilt að nota tekjur af rekstri GSM- og NMT-fjar-
skiptakerfanna til að greiða niður kostnað við
þjónustu eða aðra starfsemi sem rekin er í virkri
samkeppni við aðra aðila.
Kjaradeilan á
Vestfjörðum
Deiluaðilar
sagðir hafa
nálgast
DEILUAÐILAR í kjaradeilunni á
Vestfjörðum hafa nálgast eftir
sáttaumleitanir sem fram fóru um
helgina að sögn Péturs Sigurðsson-
ar, forseta Alþýðusambands Vest-
fjarða.
Sáttafundur í deilunni hófst á
laugardag og stóðu viðræður yfir
alla helgina. Var þeim svo frestað
klukkan þrjú í fyrrinótt þar sem
aðilar urðu sammála um að gera
tveggja daga hlé en viðræðunum
verður haldið áfram í kvöld. Verk-
fallið á Vestfjörðum hefur nú stað-
ið yfir í rúmar þijár vikur.
Greina ekki frá
efni tillagna
Einar Jónatansson, formaður
Vinnuveitendafélags Vestfjarða,
sagði að báðir aðilar ætluðu að
skoða ákveðin mál sem rætt hefði
verið um fram að næsta fundi en
samkomulag væri um að fjalla
ekki um efnisatriðin opinberlega.
„Það er litið á þetta sem vopna-
hlé. Menn fara með vinsamlegum
huga yfir kröfur og tillögur hver
annars. Báðir aðilar lögðu fram
ákveðnar hugmyndir og það er
metið þannig að menn hafi færst
nær hver öðrum. Svo verður loka-
tilraunin gerð annað kvöld,“ sagði
Pétur Sigurðsson í gær.
Að loknu
góðu dags-
verki
ÍBÚAR við Engjasel í Breiðholti
notuðu góða veðrið á laugardag
og allir sem vettlingi gátu valdið
tóku þátt í að hreinsa til á lóðum
húsa og gangstéttum. Að loknu
góðu dagsverki var mannskapur-
inn orðinn svangur og þá var
grillað af miklum móð og einnig
keyptar flatbökur í tugatali, sem
runnu greiðlega ofan í þreytta,
en ánægða Engjaselsbúa.
Morgunblaðið/Þorkell
Hafnarverkamenn í Dagsbrún og Hlíf
Samúðarvinnustöðvun
ATKVÆÐAGREIÐSLA fór fram í
gær meðal hafnarverkamanna í
Dagsbrún og Hlíf í Hafnarfirði um
boðun samúðarvinnustöðvunar á
athafnasvæði Reykjavíkur- og
Hafnarfjarðarhafnar vegna löndun-
ar og afgreiðslu skipa sem gerð eru
út frá Vestfjörðum af atvinnurek-
endum sem yfirstandandi verkföll
stéttarfélaga á Vestfjörðum taka
til.
Niðurstöður atkvæðagreiðslunn-
ar í Hlíf urðu þær að mikill meiri-
hluti þeirra sem þátt tóku sam-
þykktu vinnustöðvun eða 23 en 7
greiddu atkvæði á móti.
Hjá Dagsbrún tóku 59 hafnar-
verkamenn þátt í atkvæðagreiðsl-
unni, eða 27,7% þeirra sem voru á
kjörskrá. 38 samþykktu samúðar-
vinnustöðvun, eða 64,4%, en 21 var
henni andvígur.
Samúðarvinnustöðvunin á að
hefjast þann 21. maí, ef samningar
á Vestfjörðum hafa ekki tekist fyr-
ir þann tíma, og gilda meðan verk-
fall stéttarfélaganna þar varir.
Rafiðnaðar-
menn hjá P & S
Verkfalli
frestað
til 26. maí
SAMNINGANEFNDIR Raf-
iðnaðarsambandsins og Pósts
og síma hf. undirrituðu nýjan
kjarasamning sl. laugardags-
kvöld og var verkfalli raf-
iðnaðarmanna frestað til 26.
maí.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
fer fram um samninginn og
á talning að fara fram 23.
maí.
Að sögn Helga Gunnars-
sonar, sem á sæti í samninga-
nefnd RSÍ, hófust viðgerðir
vegna þeirra bilana sem upp
höfðu komið á meðan á verk-
fallinu stóð strax að lokinni
undirritun og var þeim að
mestu lokið í gær. Helgi sagði
að fjöldi beiðna um flutning
á síma hefði einnig safnast
upp og einhvem tíma tæki
að afgreiða þær.
„Viðunandiröðun í
launaflokka"
Megin ágreiningurinn í
lqaradeilunni snerist um röð-
un 150 rafiðnaðarmanna,
sem gengu fyrir skömmu úr
BSRB yfir í Rafrðnaðarsam-
bandið, í launaflokka iðnaðar-
manna.
Helgi sagði að náðst hefði
viðunandi röðun fyrir þessa
starfsmenn. „Þeir voru áður
sérhæfðir verkamenn en hafa
fengið iðnréttindi og málið
snerist um hvemig ætti að
raða þeim í iðnaðarmanna-
samninginn. Niðurstaðan
varð sú að þeir munu fá iðn-
aðarmannakjör í áföngum á
samningstímanum, sem er
þrjú ár,“ sagði hann.
Aðspurður sagði Helgi
launahækkanir einstakra
starfsmanna mismunandi og
því væri ekki unnt að greina
frá um hversu mikla meðal-
launahækkun væri að ræða í
samningnum.
- Farbanni á hendur Hanes-hjónum var hafnað
Framsalsmálið kemur
fyrir dómstóla í dag
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur hafnað farbannskröfu emb-
ættis Ríkissaksóknara á hendur
Hanes-hjónunum sem sett var
fram í því skyni að útiloka að þau
færu úr landi áður en umfjöllun
um framsal þeirra til Bandaríkj-
anna er leidd til lykta.
Embættið gerði kröfu um að
hjónin sættu farbanni meðan fjall-
að væri um framsalskröfu á hend-
ur þeim.
Vildu gera
varúðarráðstafanir
„Krafan var varúðarráðstöfun
af hálfu embættisins, því þótt hjón-
in hafi verið svipt vegabréfum sín-
um eru fleiri leiðir mögulegar til
að komast úr landi en þær hefð-
bundnu og alveg hugsanlegt að
þau gætu orðið sér úti um önnur
vegabréf. Við vildum einfaldlega
fyrirbyggja að gripið væri í tómt
þegar ákvörðun liggur fyrir um
framsalskröfu bandarískra stjórn-
valda. Héraðsdómur taldi hins veg-
ar ástæðulaust að gera slíkar ráð-
stafanir," segir Sigurður Gísli
Gíslason, lögmaður hjá embætti
Ríkissaksóknara.
í dag mun Héraðsdómur jafn-
framt fjalla um framsalsmálið, en
Hanes-hjónin hafa mótmælt kröfu
stjórnvalda í Bandaríkjunum um
að íslensk stjómvöld framselji þau
til Bandaríkjanna þar sem þeirra
bíður handtökuskipun. Þau voru
svipt vegabréfum sínum skömmu
eftir að barnabarn Connie Jean
Hanes var tekið úr þeirra vörslu
og afhent móður sinni, Kelly Hel-
ton.
Væri þeim vísað úr landi væri
þeim nauðugur einn kostur að snúa
til Bandaríkjanna, en á grundvelli
samkomulags við dómsmálaráðu-
neytið var hjónunum heimilað að
dvelja hér til 1. mars sl. Sá tími
var síðan framlengdur um mánuð
með samþykki íslenskra stjórn-
valda. Bandarísk stjórnvöld töldu
hins vegar að þau hefðu hrotið
samkomulag um að snúa til Banda-
ríkjanna ekki síðar en 1. mars og
gerðu framsalskröfu á hendur
þeim. Slík krafa hafði um hríð
verið yfirvofandi, en beðið var með
hana þar til ljóst var hvemig Ha-
nes-hjónin hugðust haga gerðum
sínum.
Niðurstaða í júní?
Sigurður Gísli segir útlit fyrir
að úrskurður Héraðsdóms um
framsal liggi fyrir síðar í þessum
mánuði en að honum loknum geti
hjónin kært úrskurðinn til Hæsta-
réttar, sem gæti tafið niðurstöðu.
Að lokinni endanlegri dóms-
niðurstöðu komi málið hins vegar
til kasta dómsmálaráðuneytisins,
þvl það taki seinustu ákvörðun um
hvort framsalið verði framkvæmt
eða ekki. Lausn muni því ekki
liggja fyrir fyrr en í fyrsta lagi í
júní, miðað við þann farveg sem
málið er í núna.