Morgunblaðið - 13.05.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ákveðið hefur verið að kafa fjórum sinnum í viðbót niður að flaki Æsu
Skelplógur skípsins
verður vigtaður og mældur
Lagðir
af stað
ÍSLENSKU Everestfararnir
iögðu af stað í morgun úr grunn-
búðum áleiðis á tind Everest.
Björn Ólafsson, einn leiðangurs-
manna, sagði í gær að þeir ætluðu
að sæta færis ofar í fjailinu og
reyna að komast á toppinn strax
og veður skánaði. Hann sagði að
ný veðurspá kæmi í dag.
Mjög þrálát norðvesturátt hef-
ur verið efst í fjallinu síðustu
daga og hafa fjallgöngumenn,
sem áforma að klífa fjallið, ekki
átt annan kost en að bíða eftir
betra veðri. Björn sagði að marg-
ir leiðangrar væru orðnir óþolin-
móðir enda að brenna inni á tíma.
Nokkrir ætluðu að leggja af stað
á morgun og láta reyna á hvort
aðstæður væru til að komast á
topp fjallsins.
Björn sagði að íslenski leiðang-
urinn hefði tírna fram til 24. maí
til að reyna við tindinn. Reynslan
kenndi mönnum að eftir þann
tíma væri mjög erfitt að fara á
tindinn. Leiðinni yfir Khumbu
skriðjökulinn væri haldið opinni
fram til 25. maí. Hann sagði að
jökullinn væri á mikilli hreyfingu.
T.d. hefðu niu álstigar brotnað
eða skemmst einn daginn.
íslendingarnir þrír eru þraut-
reyndir fjalla- og björgunarmenn.
Björn Ólafsson er 30 ára og hefur
verið félagi í Hjálparsveit skáta
í Reykjavík í 12 ár. Einar K. Stef-
ánsson er 31. árs og hefur verið
félagi í Hjálparsveit skáta í Kópa-
vogi í 14 ár. Hallgrfmur Magnús-
son er 30 ára og hefur verið fé-
lagi í Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík í fimm ár. Þeir hafa allir ára-
langa reynslu af björgunarstörf-
um í fjöllum og óbyggðum og
hafa aflað sér reynslu í fjallgöngu
víða um heim. Þeir gengu 1995 á
Cho Oyu, sem er hæsta fjall sem
íslendingar hafa gengið á, 8.201
metra hátt.
LÍK skipstjórans Harðar Sævars
Bjarnasonar á kúfiskskipinu Æsu,
sem sökk á um 80 metra dýpi í
blíðskaparveðri í Arnarfirðinum í
fyrrasumar, var feijað frá varð-
skipinu Óðni til Bíldudals á laugar-
dagskvöld.
Fulltrúar frá lögreglunni og
Landhelgisgæslunni báru kistuna,
sem var sveipuð íslenska fánanum,
í land. Líkkistan var síðan flutt til
Reykjavíkur á sunnudag, þar sem
Kennslanefnd (ID-nefnd), skipuð
lækni, tannlækni og rannsóknar-
lögreglumönnum, mun formlega
bera kennsl á líkið. Leitin að líki
hins skipverjans, Sverris Halldórs
Sigurðssonar, sem fórst með Æsu
bar ekki árangur í köfun sem fram
fór á sunnudagsmorgun. Var þá
hafist handa við undirbúning rann-
sóknarinnar _á því hvers vegna
skipið sökk. í gær var vír festur
við skelplóg skipsins, en óvíst hvort
hann yrði hífður upp í dag eða á
morgun.
Að sögn Kristins Ingólfssonar,
verkefnisstjóra _ og fulltrúa Sigl-
ingastofnunar íslands, er búið að
kanna þau rými í flakinu sem lík-
legt þykir að lík skipverjans hefði
getað verið í, en í upphafí leitarinn-
ar var reynt að finna út hvar skip-
veijar hefðu verið þegar skipið
sökk og síðan reynt að meta hvert
þeir hefðu getað farið þaðan. Krist-
inn segir að fyrst seinna líkið hafi
ekki verið á fyrrgreindum stöðum
komi ótal aðrir möguleikar til
greina og til þess að fínkemba allt
skipið þurfí fjölda kafana. Ekki sé
til dæmis nóg að fara einungis eina
köfun inn í mörg þessara rýma,
því aðstæður séu erfiðar og lítið
megi út af bera til að eitthvað fari
úrskeiðis.
Varðskipið Óðinn hreyfðist úr
Húsráðandi
og gestir
handteknir
HANDTAKA þurfti húsráð-
anda i Holtunum á sunnudags-
morgun eftir ítrekaðar kvart-
anir um hávaða frá heimili
hans. Auk þess veittust gestir
mannsins að lögreglumönnum.
Flytja þurfti fímm á lög-
reglustöð og fjórir voru vistaðir
í fangageymslunum.
Andlát
SOLYEIG
ÓLAFSDÓTTIR
SÓLVEIG Ólafsdóttir
andaðist í fyrradag á
Landspítalanum á 94.
aldursári. Sólveig var
ekkja Hannibals Valdi-
marssonar, fyrrum for-
seta Alþýðusambands
íslands, alþingismanns
og ráðherra. Hannibal
lést 1. september 1991.
Sólveig fæddist 24.
febrúar 1904 að
Strandseljum við ísa-
fjarðardjúp. Hún ólst
þar upp, þar til hún fór
til náms að Núpi við
Dýrafjörð. Eftir það
stundaði Sólveig nám við Kvenna-
skólann á Blönduósi.
Sólveig og Hannibal stofnuðu
heimili á Isafírði árið 1934 og bjuggu
þar til ársins 1952. Á
Isafirði tók Sólveig
dijúgan þátt í félags-
störfum og var meðal
annars formaður Kven-
félags Alþýðuflokksins
á ísafirði um skeið.
Sólveig og Hannibal
eignuðust fimm börn.
Þau eru: Arnór, pró-
fessor við Háskóla ís-
lands, Ólafur blaða-
maður, Elín, kennari á
Flúðum, Guðríður
bankastarfsmaður og
Jón Baldvin alþingis-
maður.
Sólveig og Hannibal fluttust til
Reykjavíkur árið 1952 og áttu eftir
það heimili í Reykjavík og i Selárdal
við Arnarfjörð.
LÍKKISTA skipstjórans sem fórst með Æsu var borin á land á Bíldudal
á laugardagskvöld, en flutt til Reykjavíkur daginn eftir.
Morgunblaðið/Golli
stað vegna hvassrar norðaustan-
áttar aðfaranótt mánudags og
þurfti því að stilla það aftur af
daginn eftir til að staðsetja það
yfír flakinu, að sögn Kristins. Af
þeim sökum hófst fyrri köfunin í
gær ekki fyrr en eftir hádegi. Þá
var vír festur í skelplóginn og taldi
Kristinn líklegast í gærkvöldi að
hann yrði hífður upp á morgun,
miðvikudag. Hann sagði þó að ef
til vill yrði hægt að ná honum upp
í dag, ef öryggiskeðja losnaði sjálf-
krafa þegar plógnum yrði lyft. Að
öðrum kosti þyrfti að kafa niður
að honum og losa um keðjuna og
þá yrði það ekki gert fyrr en á
morgun.
Fjórar kafanir
í viðbót
Að sögn Kristins verður rann-
sakað hvort plógurinn gæti hafa
átt þátt í að skipinu hvolfdi. Hann
mun verða vigtaður um borð í
Óðni en síðan verður kannað hvort
hann sé eins og gert er ráð fyrir
á teikningum og öðru sem viðkem-
ur stöðugleika skipsins, en að sögn
Kristins er hugsanlegt að nýr og
stærri plógur hafi verið smíðaður
á Æsu.
í gær var búið að kafa tíu sinn-
um að flakinu eins og upphaflega
var gert ráð fyrir. Kristinn sagði
í gærkvöldi að ákveðið hefði verið
að bæta við tveimur köfunum í dag
og tveimur á morgun, til að rann-
saka skipið betur. Hann sagði að
við þær rannsóknir myndi enn
þrengjast hringurinn við leitina að
líki Sverris Halldórs, en hann gæti
ekki svarað því enn hvort ráðist
yrði í frekari kafanir ef líkið fynd-
ist ekki.
Fjórir strokuunglingar frá meðferðarheimili
í Skagafirði náðust eftir mikinn eltingarleik
Bundu starfskonu
og stálu bifreið
FJÓRIR unglingar struku af með-
ferðarheimilinu Bakkaflöt í fyrri-
nótt, rændu bifreið heimilisins og
fjötruðu starfskonu þar sem hugð-
ist stöðva för þeirra. Lögreglan á
Sauðárkróki klófesti þá eftir elt-
ingarleik sem stóð í um þijár
klukkustundir en meðan á honum
stóð óku unglingarnir á ofsahraða
í tilraun sinni til að komast til
Akureyrar.
Unglingamir eru f|ortán og
fimmtán ára gamlir, tveir piltar
og tvær stúlkur, en þær tóku þátt
í stroki frá heimilinu fyrir nokkrum
vikum. Þá rændu þær einnig bif-
reið í eigu heimilsins ásamt stall-
systur sinni og veltu henni í Borg-
arfirði með þeim afleiðingum að
hún stórskemmdist og þær urðu
fyrir lítilsháttar meiðslum. Þær
komust síðan til Reykjavíkur þar
sem þær fóru huldu höfði í nokk-
urn tíma.
Reyrðu útlimi
með límbandi
Unglingarnir réðust á starfs-
konu sem ætlaði að meina þeim
brottför og reyrðu hendur hennar
og fætur með límbandi. Þau límdu
einnig fyrir munn hennar sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins, en tóku límbandið af henni
áður en þau héldu af stað.
Þá tóku þau traustataki bifreið
sem keypt var í stað hinnar er
skemmdist og héldu af stað um
klukkan hálfeitt í fyrrinótt. Þau
óku á bíl eins starfsmannsins þeg-
ar þau héldu af stað með þeim
afleiðingum að hann varð fyrir lít-
ilsháttar skemmdum.
Maður kom að í sömu svifum,
leysti konuna og gerði viðvart um
strokið, samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Sauðárkróki.
Lögreglumenn hófu strax eftirför
en gættu þess að fara með gát.
Lögregla króaði
unglingana af
„Þau óku mjög greitt fyrst í stað
en við gættum þess að fylgja þeim
ekki fast eftir, til að þau færu sér
ekki að voða. Við vildum ekki að
þetta færi úr böndunum," segir
Kristján Jónsson, varðstjóri hjá
lögreglunni á Sauðárkróki. „Þau
stefndu á Akureyri og við höfðum
samband við lögregluna þar til að
koma á móti þeim.“
Hægt var að stöðva för þeirra
í Blönduhlíð og sneru þau þá við
og hélt lögregla að þau ætluðu til
Siglufjarðar. Unglingarnir reyndu
hins vegar að stinga lögreglu af í
Hegranesi þar sem er hringvegur,
en við bæinn Beingarð í Hegranesi
stukku þau út úr bílnum og hlupu
út í móa. Með aðstoð sjö björgunar-
sveitarmanna og tveggja leitar-
hunda tókst lögreglu að komast á
spor þeirra og færa þau aftur í
hendur starfsfólks Bakkaflatar um
klukkan fjögur í fyrrinótt. Bifreiðin
sem þau notuðu við strokið
skemmdist lítillega.
„Þau sýndu klærnar þegar við
náðum þeim, en þetta er svo sem
ekki pastursmiklir krakkar þótt
munnsöfnuðurinn sé ekki til fyrir-
myndar. Manni finnst voðalegt að
þetta gerist, en þetta er forhert lið
og virðist vistað á heimilinu mót
eigin vilja, enda krakkamir ekki
sjálfráða. Við héldum að gæslan
yrði hert eftir fyrra strokið en svo
virðist ekki hafa verið gert,“ segir
Kristján.